Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 65
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 65
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 3. janúar, með
strönd Suðurness og Seltjarnar í
Seltjarnarnesbæ.
Farið verður frá Hafnarhúsinu,
Miðbakkamegin kl. 20 og með SVR,
leið 3 út að Bakkavör. Þaðan er
gengið með strönd Suðurnes og Sel-
tjarnar að Snoppu við Gróttu. Þar
verður val um að ganga til baka að
Hafnarhúsinu eða fara með SVR.
Allir eru velkomnir.
Gengið með
ströndinni
EFTIRFARANDI samþykkt var
gerð á aðalfundi Sjómannadeildar
Verkalýðsfélags Húsavíkur fimmtu-
daginn 28. desember sl.:
„Aðalfundur Sjómannadeildar
Verkalýðsfélags Húsavíkur skorar á
sjómenn um land allt að taka þátt í at-
kvæðagreiðslu um boðun vinnslu-
stöðvunar sem hefjist 23. mars nk.
verði ekki búið að semja fyrir þann
tíma.
Sjómenn, látum LÍÚ ekki komast
upp með að hunsa sanngjarnar kröfur
sjómanna, sýnum samstöðu og greið-
um atkvæði með boðun verkfalls.
Þá krefjast húsvískir sjómenn þess
að stjórnvöld grípi ekki inn í kjara-
deilur sjómanna og útgerðarmanna
eins og þau gerðu með lagasetningu
27. mars 1998 þegar verkfalli á fiski-
skipaflotanum var aflétt og kjara-
samningar sjómanna voru fram-
lengdir til 15. febrúar 2000.
Sjómenn fá ekki bætt kjör á silf-
urfati eins og þeir sem valdið hafa og
setja lög á kjaradeilur sjómanna. Því
hlýtur að teljast eðlilegt að sjómenn
fái að nýta sér þann neyðarrétt sem
felst í verkfallsvopninu til að knýja
fram bætt kjör án stjórnvalda enda
náist ekki að semja með eðlilegum
hætti.“
Ekki verði gripið inn í
kjaradeilu sjómanna
FYRIR skemmstu opnaði verslunin
Kashmír í miðbænum nánar tiltekið
á Hverfisgötu 35 þar sem Hattabúð
Höddu var til margra ára. Eigandi
verslunarinnar er Geir Harðarson.
Þessi nýja verslun hefur upp á að
bjóða handverk frá Indlandi, teppi,
sjöl, púðaver, útskorin box og fleira.
Verslunin er opin alla virka daga frá
kl. 11-18.
Verslun
með hand-
verk frá
Indlandi
Morgunblaðið/Ásdís
Magnús Arnarsson og Valgarður Bragason starfsmenn verslunarinnar
Kashmír.
www.mbl.is