Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 77 STEFÁN Vignir Skarphéðinsson, nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Borganess, fékk þá hugmynd að breyta útliti sínu á fáránlegan hátt. Þess vegna fannst honum að strípur eða litun myndu ekki duga heldur væri permanent það fárán- legasta sem hugsast gæti fyrir ungan pilt. Hins vegar var hann ekki viss um hvort hann tímdi að eyða vasapeningunum sínum í krullurnar svo að hann fékk aðra hugmynd. Hún var að safna áheit- um frá skólafélögum sínum og lét í því skyni ganga undirskriftalista í unglingadeild skólans þar sem samnemendur hans rituðu nafn sitt og þá upphæð sem þeir voru tilbúnir að láta af hendi rakna. Áheitin námu frá tíu krónum og upp í fimm hundruð og söfnuðust alls fimm þúsund og níuhundruð krónur. Þar sem permanentið kostaði fimm þúsund er níu hundruð króna afgangur og býst Stefán við því að eyða honum í myndbandsspólu og nammi. Fréttaritari fylgdist með Stef- áni í permanentinu en það var Ingleif Gunnarsdóttir í Hár- greiðslustofu Heiðu í Borganesi sem setti það í hann. Stefán var hvergi smeykur og aldrei á þeim buxunum að hætta við enda hafði hann pantað lamba- krullur. Hann var að sögn mjög spenntur yfir breyttu útliti. Með Stefáni var einnig útvarpsmaður frá fm Óðali 101,3 sem tók viðtal við hann annað slagið og smellti af honum ljósmyndum sem birtar voru á vef útvarpsins, enda um stórfrétt að ræða í Borgarnesi. Alveg eins og engill Margir unglingar litu inn á hár- greiðslustofuna til að sjá fram- kvæmdina með eigin augum. Það kom síðan á daginn að viðstaddir voru sammála um að hann liti út eins og engill og fengi ábyggilega lítinn frið fyrir stelpunum. Hann sagðist ekki óttast það en þá gæti hann bara safnað áheitum og breyst aftur. Nú eru menn að velta því fyrir sér hvort fleiri strákar fylgi ekki í kjölfarið og fái sér permanent eða dettur þeim eitthvað fáránlegra í hug? Fékk sér lambakrullur Stefán Vignir vakti athygli Borgnesinga fyrir athæfið. Hárblásarinn gerir permanentið varanlegt. Ingleif og Stefán hreykja sér yfir fullkomnun lambakrullanna. Uppátækjasamur ungur Borgnesingur Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Sléttur og slöngulaus Stefán. Stefán var hvergi banginn við að breyta um útlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.