Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 34
ALDAMÓT
34 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GÓÐIR Íslendingar.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs
árs og vona að gæfa og farsæld
fylgi þjóð okkar í framtíðinni.
Við áramótin kvikna í huganum
leiftur og ljós frá liðinni tíð, minn-
ingar um gleði í faðmi fjölskyldu og
með góðum vinum, ávinninga á
vinnustað og í einkalífi; en einnig
minningar um erfiðleika og þungar
þrautir, sorg og óvænt áföll. Allt er
það skráð í lífsins bók en á þessum
degi hefjum við nýjan kafla með
bjartsýni og von að leiðarljósi.
Á slíkum vegamótum er gott að
vera umvafinn hlýju heimilis og
ástvina, sækja styrk í samstöðuna
sem löngum hefur verið aðalsmerki
Íslendinga, leita hvíldar frá hrað-
anum og umrótinu sem æ meir
ógna þeirri staðfestu sem jafnan
fylgir farsælu lífi.
Við höfum á liðnu ári þurft að
horfa á eftir stórum hópi sem beið
bana í blóma lífsins vegna agaleys-
is í umferðinni eða voðaverka. Árið
var okkur einstaklega erfitt í þess-
um efnum. Harmur er kveðinn að
ættingjum og vinum; já, í reynd
þjóðinni allri sem sárt finnur til á
slíkum stundum.
Samúð okkar er með þeim sem
sorgin mæðir en við vonum að birta
hins nýja árs muni að nokkru létta
þeim hin þungu spor og gefa góð-
um minningum smátt og smátt sinn
gleðiblæ.
Það er mikil raun að fjöldi fólks
skuli á hverju ári týna lífi eða bíða
varanlegt heilsutjón í slysum sem
eiga rætur að rekja til of mikils
hraða eða hirðuleysis.
Við megum ekki sætta okkur við
að sífellt fleiri láti lífið, verði ör-
kumla alla ævi eða glati andlegu
heilbrigði í umferðarslysum.
Ökumaðurinn ber ekki aðeins
ábyrgð á sjálfum sér heldur líka
farþegum sínum og einnig gagn-
vart öðrum sem um veginn fara.
Höfum við kannski misst sjónar
á þeirri ábyrgð sem við berum
hvert á öðru, gleymt
að sérhverjum rétti
fylgir líka sú skylda að
beita honum án þess
að aðrir skaðist?
Við lifum á tímum
sem ærið oft ýta undir
agaleysi og sérgæsku
en einmitt þess vegna
er ábyrgðin sá eigin-
leiki sem við síst meg-
um glata, eiginleiki
sem verið hefur hald-
reipi og hornsteinn í
lífi og baráttu íslensku
þjóðarinnar.
Ábyrgðin er í senn
lærdómur og dyggð
sem vel mun reynast á
langri ævi, rótin að kærleika og
gagnkvæmri virðingu í samskiptum
foreldra og barna, ættingja og
vina. Hún er burðarás í heilla-
drjúgu samstarfi á vinnustað og í
athafnalífi, lykill að farsælli sam-
búð þjóðar við náttúru landsins,
áminning um að gleyma ekki sögu
og arfleifð í umróti tímans, kjarni
velferðar sem við viljum búa öllu
fólki.
Við þurfum að vakna til vitundar
um þá fjölþættu ábyrgð sem við
berum öll, bæði sem einstaklingar
og þjóð, gagnvart óbornum kyn-
slóðum og umheimi öllum; um
ábyrgðina gagnvart uppeldi æsk-
unnar, menntun hennar, þjálfun og
aga.
Uppeldi er í víðasta skilningi sið-
fræði; leiðarvísir um góða hegðun
og farsæla breytni; um kröfurnar
til okkar sjálfra, virðinguna fyrir
öðrum, skoðunum þeirra og rétti.
Við foreldrarnir höfum ef til vill
varpað ábyrgðinni á uppeldi æsk-
unnar um of á herðar kennurum og
skólastjórnendum, yfirvöldum sem
ákvarðanir taka um námsgreinar
og fræðsluefni. Þátttaka foreldra í
skólastarfi hefur verið minni hér en
í mörgum löndum, skorturinn á
samvinnu og skilningi á margan
hátt bitnað á menntun
og þroska.
Það er alvarleg
brotalöm þegar skóla-
starf lamast vegna
ágreinings um launa-
kjör, skipulag náms
eða vinnutíma; og
vissulega eru deilur af
þessum toga mikill
vandi, raska námi
unga fólksins og tefla í
tvísýnu framtíð þess
og lífssýn. Brýnt er að
varanlegur friður
verði um skólastarfið
svo að kennarar, for-
eldrar og nemendur
geti einbeitt sér að því
sem öllu skiptir: að búa æsku Ís-
lands svo ríkulega að þekkingu og
hæfni að þjóðin haldi sjó og miði
áleiðis í umhleypingunum sem ein-
kenna munu öldina sem nú er haf-
in.
Okkur tókst fyrir áratug að ná
þjóðarsátt um árangur í glímunni
við verðbólguna sem lengi hafði
lamað hér framfarir og farsæld alla
og þá urðu margir að ganga til
samstarfs um leiðir sem áður voru
taldar ófæra ein.
Á svipaðan hátt þurfum við nú að
slá skjaldborg um skólastarfið,
þróa friðargjörð sem tryggir nem-
endum öryggi og samfellu við nám-
ið sjálft og gerir kennurum kleift
að helga sig óskipta merku starfi
sem þeir gegna í þjóðarþágu.
Í anda þeirrar ábyrgðar sem við
berum gagnvart æsku landsins
verður áfram að leita leiða sem
koma í veg fyrir að þúsundir ung-
menna verði á ný fórnarlömb þeirr-
ar upplausnar sem jafnan fylgir
löngum deilum.
Ég beini því til ykkar, nemendur
sem nú bíðið þess að skólinn byrji,
að glata ekki trúnni á gildi náms-
ins, gefast ekki upp og falla ekki
fyrir freistingum sem kunna að fel-
ast í gylliboðum um skjótfengnar
tekjur sé skólagöngu slegið á frest.
Hagsældin á liðnum árum og
léttfenginn auður í viðskiptum með
verðbréfin hafa á skömmum tíma
skapað í huga margra þá fölsku trú
að áhætta sé ætíð rétt, að hin
gömlu gildi, ábyrgð og varkárni,
séu úrelt þing.
Samfélag okkar hefur mótast
mjög af tilboðum um kostakjör og
kapphlaupi fyrirtækja um fjármuni
almennings, peninga heimilanna.
Stundum hefur jafnvel verið gengið
svo langt að veðsetja íbúðir og fjöl-
skyldueignir til að taka þátt í happ-
drættinu um hlutabréfin. Gleymum
þó ekki að sagan kennir að vogun
bæði vinnur og tapar og kröfugerð-
in er þá einatt borin fram af mis-
kunnarleysi handhafans sem aðeins
hirðir um lúkningu skuldarinnar.
Margt bendir til að nú kunni að
fara í hönd sá tími að betra sé að
sýna ábyrgð og aðhald en hætta
öllu sínu á markaðstorgi verðbréf-
anna og vonandi verða brostnar
hagnaðarvonir ekki mörgum um
megn ef harðnar á dalnum.
Við Íslendingar erum nýgræð-
ingar í kauphöllunum, höfum ekki
langa reynslu af þeim tækifærum
sem bylt hafa atvinnulífi og fjár-
málakerfi víða um veröld. En ólgan
sem nú blasir við ætti að verða
okkur hvatning til að varðveita enn
betur það hyggjuvit sem löngum
var aðal bænda og fiskimanna í
okkar góða landi og gerði þeim
kleift að lifa af erfiðar aldir.
Vissulega eru nú vatnaskil í
mörgum efnum og aldirnar tvær,
sú liðna og hin nýja, vekja í hug-
anum spurningar um göngu ís-
lenskrar þjóðar götuna fram eftir
veg.
Í árdaga 20. aldar veitti baráttan
fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðinni
innblástur og nýja sýn. Til sjávar
og sveita var leitað nýrra leiða til
að efla atvinnulíf og framför alla.
Hin kraftmikla kynslóð sem þá
gekk til móts við manndómsárin
hlaut vegna verka sinna sæmdar-
heiti kennt við aldamótin.
Við sömu skil á okkar tímum má
víða greina merki þess að þjóðin sé
nú að eignast nýja aldamótakyn-
slóð sem glæðir menningu okkar,
vísindi og athafnalíf nýjum krafti.
Við höfum þessi jól notið skáld-
verka, ljóða og fræðirita sem sýna
litríka grósku í andlegu lífi og ung-
ir höfundar hasla sér nú völl svo að
eftir er tekið. Íslenskar bókmennt-
ir njóta hylli í mörgum löndum og
ný verk eru jafnóðum þýdd á höf-
uðtungur.
Við lifum einstaka sköpunartíð í
íslenskum kvikmyndum og með
listrænum tökum, snjöllum leik og
nýrri sýn á mannleg gildi er hin
unga sveit kvikmyndafólks að
miðla umheimi skilningi á íslensk-
um veruleika sem jafnframt færir
öðrum ferska sýn á sjálfan sig.
Ungir söngvarar og tónlistarfólk
starfa nú um veröld víða og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands fór frægðarför
um Vesturálfu, sönnun þess að
áherslur sem mótaðar voru í tón-
listaruppeldi á sínum tíma hafa nú
skilað okkur glæsilegum árangri og
æ fjölþættara listalífi.
Hugvit og fræði, vísindi og rann-
sóknir hafa á skömmum tíma orðið
undirstaða nýrra fyrirtækja og at-
vinnugreina sem við kunnum varla
að nefna fyrir nokkrum árum. Hin
unga kynslóð er með menntun
sinni og kunnáttu að gjörbreyta ís-
lensku atvinnulífi. Hún býr í reynd
við alþjóðlegan markað fyrir hæfi-
leika sína og getu, en það skiptir þó
öllu að Ísland megi áfram njóta
verka hennar.
Líkt og bóndinn fagnar góðri tíð
og sjómaður gæftum gleðjumst við
yfir þeirri grósku sem hvarvetna
blasir við og um leið leitum við leið-
arljósa um framtíðina, vegvísa sem
fylgja ber á breytingabraut.
Sóknin til sjálfstæðis, framfarir
til sjávar og sveita, menntun og
menning, voru hugsjónir kynslóð-
arinnar sem fyrir hundrað árum
var að hasla sér völl og með krafti
gekk fram til góðra verka undir
kjörorðinu Íslandi allt. Í ræðum og
ritum er varðveittur ítarlegur vitn-
isburður um virðingu hennar fyrir
sjálfsvitund og samheldni Íslend-
inga, um leit hennar að því sem til
hagsbóta væri ættjörðinni.
Hvert er nú leiðarljósið? Hvar
eru þær hugsjónir sem skapa úr
framlagi hvers og eins framfarir
sem veita öllum ávinning? Hver er
samnefnarinn sem áfram skapar ís-
lenskri þjóð sjálfstæða vitund?
Íslensk tunga er sameign okkar,
auðug að orðum og máttugt tæki til
skapandi hugsunar, brú aftur til
alda og farvegur umræðu um
breytingar sem einkenna heiminn
allan.
Sagan og menningin eru okkur
einnig uppspretta skilnings og vit-
undar um stöðu okkar og stefnu og
liðið ár verður lengi í minnum haft
vegna hátíða sem tileinkaðar voru
kristnitöku og landafundum. Saga
Íslendinga og fornar bækur eru
arfur sem þjóðirnar í Vesturheimi
hafa nú heiðrað með einstökum
hætti, íslenskum hagsmunum til
vegsauka og ávinnings í framtíð-
inni.
En arfleifðin verður að vera lif-
andi brunnur, eiga hljóm í hverjum
tíma og kynslóðirnar túlka hana
hver með sínum hætti, draga af
henni lærdóma sem duga. Bók-
menntir, sögu og menningu má
ekki daga uppi sem hátíðaefni og
skraut á tyllidögum; það er hin lif-
andi ögrun og hvatning til dáða
sem öllu skiptir.
Arfleifðin hefur einnig að geyma
margvíslegan vitnisburð um hvern-
ig rætur þjóðarinnar í dreifðum
byggðum hafa skapað tilfinningu
fyrir upprunanum en nú er í vax-
andi mæli einkum horft til erfið-
leika sem lama kunna sóknarkraft-
inn í héruðunum. Slíkt hugarfar
getur hins vegar á skömmum tíma
fært í fjötra aflið til nýsköpunar og
frumkvæðis sem jafnan hefur veitt
landsbyggðinni aukinn þrótt.
Á ferðum mínum um Strandir,
Snæfellsnes og Rangárvelli á liðnu
ári, í heimsóknum til Húsavíkur,
Eiða og Egilsstaða, í Borgarfjörð
og Dali, til Akureyrar og Vest-
mannaeyja, á Ísafjörð, Hofsós og
Hrafnseyri hef ég sannfærst um
hve ríkulegur krafturinn er til
nýrra verka, til hagnýtingar auð-
linda með nýrri tækni, til umbreyt-
inga á landbúnaði og í vinnslu sjáv-
arafla, til varðveislu sögulegra
minja á þann hátt að styrki at-
vinnulíf og tekjuöflun, endurnýi
skólastarf og menningariðju.
Allir þessir eiginleikar setja
sterkan svip á mannlífið á lands-
byggðinni. Fólkið býr með hæfni
sinni og hugsun að svo skapandi
krafti að undrun sætir að nú skuli
þurfa á brattan að sækja. Byggð-
irnar eru auðugar af þeim eigin-
leikum sem til verðmæta teljast á
nýrri öld og ættu því að eiga sér
bjarta framtíð, einkum ef samtaka-
mátturinn nær að skapa afl sem
dugir og fremur er horft til tæki-
færanna framundan en þess sem á
kann að skorta á hverjum stað.
Það hefur verið mér uppspretta
ánægju og gleði að hafa á liðnu ári
notið fróðleiks og samræðna víða
um land og fyrir þær mörgu og
góðu stundir vil ég þakka nú um
leið og ég óska ykkur öllum árs og
friðar.
Við Íslendingar njótum þess að
landið okkar er ríkt að þeim auð-
lindum sem best munu reynast á
nýrri öld og það er mikil ábyrgð í
því fólgin að hljóta slíka ættjörð í
arf, ábyrgð gagnvart okkur sjálfum
og þeim sem síðar koma.
Við skulum vona að skilningur á
þeirri skyldu muni ætíð fylgja Ís-
lendingum.
Nýársávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar
Höfum við misst sjónar
á þeirri ábyrgð sem við
berum hvert á öðru?
Ólafur Ragnar
Grímsson