Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Einar ÁgústFlygenring fædd-
ist í Reykjavík 1.
september 1929.
Hann lést 23. des-
ember síðastliðinn á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri. For-
eldrar hans voru Sig-
urður Flygenring
byggingartækni-
fræðingur, f. 28. júlí
1898, d. 2. október
1977, og Ásta Þórdís
Tómasdóttir Flygen-
ring, húsmóðir, f. 23.
september 1900, d.
25. maí 1972. Systur hans eru Sig-
ríður, f. 1926, og Anna Þórunn, f.
1930.
Einar kvæntist Stefaníu Svein-
björnsdóttur 1956, þau skildu.
Börn þeirra eru 1) Anna María
Flygenring, f. 6. ágúst 1956 bú-
fræðingur, gift Tryggva Steinars-
syni, bónda í Hlíð, Gnúpverja-
hreppi, f. 9. mars 1954. Dætur
þeirra eru Jóhanna Ósk, f. 1981,
Helga Katrín, f. 1984, og Guðný
Stefanía, f. 1991. 2) Súsanna Sig-
ríður Flygenring, f.
7. febrúar 1960,
bókasafnsfræðingur
og garðyrkjufræð-
ingur. 3) Sigurður
Flygenring, f. 26.
febrúar 1963, flug-
virki.
Einar varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
1949. Lærði síðar
loftsiglingafræði.
Hann vann í Iðnað-
arbankanum til
1964. Var sveitar-
stjóri á Dalvík
(1964–66), Hveragerði (1966–70)
og Stykkishólmi (1970–74). Vann
síðan ýmis störf m.a. hjá prjóna-
stofunni Hildu hf. og innréttinga-
fyrirtækinu Benson hf. þar til
hann hóf störf sem fjármálastjóri
hjá Rafmagnsveitum ríkisins
Norðurlandi vestra, Blönduósi,
árið 1985 og starfaði þar fram á
eftirlaunaaldur.
Útför Einars fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15
Það er stundum sagt um Íslend-
inga að þeir séu sjálfstæðir í lund,
agalausir, jafnvel ævintýramenn.
Einar Flygenring tengdafaðir minn
var sannur Íslendingur að þessu
leyti. Margt fleira má tína til sem
einkenndi hann. Í mínum huga er
hann einn hæfileikaríkasti og fjöl-
hæfasti einstaklingur sem ég hef
kynnst. Þegar okkur Önnu vantaði
aðstoð við hússtörfin fyrir nokkrum
árum varð það úr að Einar tók að sér
starfið og kom það sér vel fyrir okk-
ur öll. Samt sem áður var ég fullur
efasemda um að maður kominn á
þennan aldur, sem hafði starfað nær
allt sitt líf við gjörólík störf, réði við
það sem við ætluðumst til af honum.
En það var öðru nær. Á skömmum
tíma hafði hann tileinkað sér flókin
bústörf og gjörólík þeim sveitastörf-
um sem hann kynntist sem strákur í
sveit. Það var sama hvað var. Það
var eins og hann hefði ekki gert ann-
að en að mjólka árum saman, alls
konar viðgerðir voru leikur einn, raf-
tæki, búvélar, vatnslagnir, bílar, allt
lék í höndunum á honum.
Því miður varð þessi tími hans hjá
okkur fullstuttur, en Einar var oft
fullmikið fyrir líðandi stund og of
agalaus hvað hann sjálfan varðaði.
Vonandi hefur þessi dvöl hans hjá
okkur verið honum til ánægju, og þá
ekki síst að vera meira með afkom-
endum sínum en hann hafði tök á á
seinni árum.
Einar var ævintýramaður allt sitt
líf. Það var gaman að heyra hann
segja frá ýmsu sem hafði á daga
hans drifið og þá naut hann sín vel
með sína sérstöku frásagnargáfu.
Ferðir um þvert og endilangt há-
lendi landsins á Dodge weapon-
trukk löngu áður en hálendisferðir
urðu jafn almennar og nú er.
Á ýmsu gekk og eins og hann
sagði frá og af kynnum mínum af
Einari þá efast ég um að hann hafi
getað orðið hræddur.
Þegar líða tók að starfslokum og
ævikvöldið nálgaðist hóf Einar að
smíða flugvél og sýnir það best hve
hann átti auðvelt með að afla sér
þekkingar að geta tekið að sér að
smíða jafn flókið fyrirbæri og flugvél
er. En margt fer öðruvísi en ætlað er
og fyrsta flugið, sem átti að verða nú
rétt fyrir jólin, varð ekki. Einar
veiktist og kvaddi áður en við varð
litið. Enn á ný hefur hann flug, nú á
vit hins óþekkta inn í æðri heima.
Blessuð sé minning hans.
Tryggvi Steinarsson.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Elsku afi, með þessum orðum
sendum við þér okkar hinstu kveðju.
Þú sem kvaddir svo snöggt og
óvænt. Við systurnar munum líklega
lengi minnast heimsókna þinna, þar
sem skemmtilegast var alltaf ef þú
flaugst hingað suður á flugvélinni
þinni. Flugáhugi þinn var óstöðvandi
og síðustu árin hafðir þú verið að
dunda þér við að smíða þína eigin
flugvél en hana færðu víst ekki klár-
að, ekki í þessari lotu að minnsta
kosti. Þegar þú komst kom Kata nær
alltaf með en hún var ástkær hund-
urinn þinn. Þú hefur svo lengi sem
við munum eftir alltaf átt hund sem
hét Kata, að minnsta kosti þrjár Köt-
ur, en svo breyttir þú lítillega út af
hefðinni með þinn síðasta hund og
nefndir hana Sunnu. Farangurinn
sem fylgdi var aldrei mikill, helst
bara tómatar, pípan og nammikrús
handa hundinum. Svona hafðir þú
þína siði sem enginn sagði neitt við,
svona varst þú einfaldlega, rataðir í
mörg ævintýrin og hafðir gaman af.
Vonandi hittist þið Sunna nú aftur að
þessu lífi loknu því hvort án annars
getið þið varla verið. Guð geymi þig
og varðveiti um ókomna tíð.
Jóhanna, Helga og
Guðný Stefanía.
Mig langar til að minnast æsku-
vinar míns, Einars Ágústs Flygen-
ring, er lést 23. desember sl. Leiðir
okkar lágu fyrst saman haustið 1947,
er foreldrar mínir höfðu flust á Sel-
tjarnarnes svo til í næsta hús við for-
eldra Einars. Einar bjó á Tjörn, en
ég á Hvoli (nú við Tjarnarstíg). Ein-
ar var mjög lífsglaður maður, jafnan
kátur og hress. Auðvelt var fyrir mig
að kynnast honum og hélst vinátta
okkar æ síðan. Ég varð fljótt heima-
gangur á Tjörn, því menningar- og
myndarheimili, en foreldrar Einars,
þau Ásta Tómasdóttir og Sigurður
Flygenring, bjuggu þar búi sínu
ásamt Einari og yngri dóttur, Önnu.
Elsta barn þeirra hjóna, Sigríður,
var þá gift kona og flutt úr foreldra-
húsum.
Við Einar vorum báðir nemendur
við Menntaskólann í Lækjargötu. Að
loknu stúdentsprófi dvaldi Einar
vetrarlangt í Kaupmannahöfn við
tannlæknanám. Næsta vetur kaus
hann að nema hér heima og innritaði
sig í læknisfræði. Á þeim árum var
félagslíf við Háskólann hið blómleg-
asta. M.a. var þá ætíð árleg brids-
keppni. Einar var frábær spilari og
átti raunar ekki langt að sækja það,
því móðir hans, Ásta, var margverð-
launuð bridskona. Ég var í bridssveit
með Einari og eftir hrakfarir okkar í
fyrstu keppni voru hlutirnir teknir
alvarlegar en fyrr, og á næstu árum
gekk okkur allt í haginn.
Á háskólaárunum kvæntist Einar
Stefaníu Sveinbjörnsdóttur, kaup-
manns í Fatabúðinni. Þeim varð
þriggja barna auðið, er öll hafa hlotið
góða menntun og komist vel til
manns. Þau eru Anna María, bú-
fræðingur, bóndi og bóndakona í
Hlíð, Árnessýslu, Sigurður, flugvirki
hjá Flugleiðum og Súsanna, bóka-
safnsfræðingur.
Einar hætti námi í Háskólanum
og fór að starfa í Iðnaðarbankanum
við stofnun hans. Eftir nokkurra ára
störf þar gerðist hann sveitarstjóri á
Dalvík. Einari voru þá sveitarstjórn-
armál ekki ókunn, því faðir hans,
Sigurður, hafði verið oddviti sveit-
arstjórnar Seltjarnarneshrepps, og
sinnti málefnum hreppsins að
nokkru heima þar sem hann hafði að-
stöðu, en að öðru leyti vann Sigurður
að verkfræðistörfum hjá Reykjavík-
urhöfn í fullu starfi. Eftir Dalvíkur-
dvölina varð Einar sveitarstjóri í
Hveragerði og loks í Stykkishólmi.
Einar flutti til Reykjavíkur frá
Stykkishólmi eftir samtals liðlega 10
ára störf sem sveitarstjóri. Um þær
mundir skildi leiðir hans og Stefaníu
Sveinbjörnsdóttur. Einar bjó ávallt
einn eftir það.
Í Reykjavík gegndi Einar ýmsum
störfum. Var um skeið fram-
kvæmdastjóri hjá FÍB og skrifstofu-
maður hjá firmanu „Hilda“ er hafði á
þeim tíma mikil umsvif bæði hér
heima og erlendis í prjónaskap og
sölu afurða á því sviði.
Síðustu 14 ár starfsævi sinnar var
Einar fjármálastjóri hjá RARIK á
Norðurlandi vestra og bjó á Blöndu-
ósi allt til dauðadags. Hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir árið 1999.
Þegar á menntaskólaárunum
hafði Einar mikinn áhuga á flugi,
sem entist honum til æviloka. Hann
tók ungur „sóló“-próf og síðar einka-
flugmannspróf. Hann eignaðist fljótt
hluta í einkaflugvél og átti síðar einn
litla snotra flugvél. Á síðustu fjórum
árum eyddi hann að mestu öllum frí-
stundum sínum í að smíða flugvél, og
var kominn mjög langt með það verk
er hann féll frá. Einar þótti athugull
og gætinn flugmaður og átti langan
feril án óhappa.
Einar var óvenju skarpskyggn
maður og hafði rökstuddar skoðanir
á flestum málefnum. Ef honum þótti
hallað réttu máli lét hann skoðanir
sínar mjög ákveðið og skýrt í ljós og
skipti þá engu hverjir í hlut áttu, háir
eða lágir.
Einar var einn af þeim mönnum
sem áttu auðvelt með að greina
kjarnann frá hisminu og mun þessi
eiginleiki hans hafa notast honum
drjúgt í þeim mörgu og mismunandi
störfum er hann gegndi.
Einari varð stundum fótaskortur í
glímunni við Bakkus, svo sem mér og
mörgum öðrum vinum hans og kunn-
ingjum. Ekki mun sú glíma þó hafa
haft veruleg áhrif á lífsstörfin.
Nú í haust sagði Einar mér frá því
að hann hefði rekist á minningar-
grein um afa sinn, Ágúst Flygen-
ring, þingmann þeirra Hafnfirðinga
og stórútgerðarmann þar í bæ.
Greinina hafði Ólafur Thors, fyrr-
verandi forsætisráðherra, ritað. Þar
hafi m.a. staðið um Ágúst: „Hann var
orðhvatur, en ekki alltaf orðvar.“
Einar hló mikið að þessari setningu.
Þegar ég benti honum á, að setning-
in gæti allt eins verið um hann sjálf-
an, sbr. eplið og eikina, voru svör
Einars enn meiri hlátur.
Einar kenndi sér fyrst meins fyrir
rúmum tveim mánuðum. Taldi hann
að um bakmein væri að ræða. Það
var rannsakað. Einar dvaldi heima
hjá sér, allt þar til hann var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
um þrem sólarhringum fyrir andlát
sitt. Banamein hans var krabbamein.
Ég kveð þig nú, kæri vinur, og
vænti þess að þú getir nú aftur flogið
áhyggjulaus um loftin blá.
Ég bið börnum Einars, systrum,
öðrum ættmennum, venslafólki og
öllum vinum guðs blessunar.
Ólafur Þorláksson.
Ég ætla að skrifa nokkur orð til
minningar um félaga minn, hann
Einar Flygenring.
Ég kynntist Einari fyrir um 15 ár-
um þegar hann fluttist til Blönduóss
og fór að vinna hjá RARIK sem fjár-
málafulltrúi en á þeim tíma vann ég
einnig þar.
Þar sem Einar var með flugskír-
teini og flugdellu og ég var að læra
flug ásamt fleirum hér á Blönduósi
myndaðist fljótlega hópur áhuga-
manna um uppbyggingu á flugskýli
og kaup á einkaflugvélum.
Oft höfum við Einar farið í flugtúr
saman en síðasta ferð okkar var um
verslunarmannahelgina þegar við
fórum að Múlakoti í Fljótshlíð þar
sem flugáhugamenn koma saman
um þá helgi. Við tókum að sjálfsögðu
tíkina hans, hana Sunnu, með okkur
eða Sunnevu Íslandsmey Flygenring
eins og Einar kallaði hana stundum.
Það er alveg ótrúlegt hvað hún var
alltaf róleg í flugvél enda var hún al-
in upp við flug frá upphafi. Yndislegt
veður var þennan dag, svo til heið-
skírt og skyggni mjög gott. Þegar
við flugum yfir Langjökul og Jarl-
hettur var skyggnið svo gott að við
sáum um helming landsins, fannst
okkur þetta vera forréttindi að geta
leyft sér að ferðast með þessum
hætti og sjá landið okkar frá þessu
sjónarhorni. Einar spurði hvort við
ættum ekki að lækka flugið svolítið
og skoða hvernig heyskapur hjá
dóttur hans gengi en hún býr á bæ
skammt frá Hellu. Einar var stoltur
af þessu býli dóttur sinnar og sagði
mér frá ýmsu um búið, einnig sagði
hann mér að stundum hefði hann
lent þarna á flugvél og benti hann
mér á lendingarstaðinn sem er tún
skammt frá bænum. Þegar í Múlakot
var komið fór Einar að skoða heima-
smíðaðar flugvélar sem var hans
áhugamál og rabba við eigendur
þeirra. Eftir góðan dag héldum við
svo heim í sömu veðurblíðunni.
Einar var hættur að vinna hjá
RARIK vegna aldurs. Hann var að
smíða sér flugvél og lagði hann allan
þann tíma sem hann hafði í þá smíði.
Mætti Einar á hverjum morgni í
flugskýlið og stundaði sitt áhugamál
eins og vinnu. Alltaf var þó tími til að
tala saman um hitt og þetta þegar
við félagar hans komum til að tefja
hann við smíðina. Einnig gaf Einar
sér tíma til að mála og gera fínt á
flugvellinum í sumar og fannst mér
stundum nóg um þegar hann var
einn að mála flugturninn að utan
hangandi í spotta sem hann kallaði
öryggislínu. Það er einmanalegt að
koma núna í flugskýlið þar sem Ein-
ar var öllum stundum og enginn til
að kalla á mann og segja „það er
mannaþefur í helli mínum“ eins og
hann sagði oft þegar ég kom inn fyrir
dyrnar. Það er líka sorglegt að sjá
flugvélina hans svona langt komna,
sem hann hefði kannski flogið næsta
sumar ef almættið hefði gefið honum
aðeins meiri tíma hérna megin.
Ég minnist félaga sem kallaður
var í önnur störf mun fyrr en ég átti
von á og bið guð að geyma hann.
Að lokum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur til barna og ættingja
Einars.
Jónas Þór Sigurgeirsson.
Kæri vinur, ekki datt mér í hug að
þinn tími væri kominn. Það er ekki
svo langt síðan við vorum að spá og
spekúlera saman um flugvélasmíð-
ina. Það var ekkert sem skyggði á
gleði þína vegna viðurkenningar sem
þú hafðir fengið frá eftirlitsmanni
fyrir flugvélasmíðina.
Þar hafði einn sérvitringurinn við-
urkennt sérvisku annars og hvað
getur kætt mann meira! Ég hafði
ekki hitt þig nú nýlega, þar sem ég
hafði dvalist erlendis. Þykir mér
miður að svona skyldi fara.
Það er ansi margt sem rennur í
gegnum hugann, við höfðum oft tek-
ið flugið saman í margskonar skiln-
ingi. Einkum er mér minnisstætt
þegar þú lánaðir mér „Spögelsið“ en
það var viðurnefni á TF-SPG flug-
vélinni þinni sem var af gerðinni
PA-28. Við rúlluðum í gegnum
nokkrar lendingar og svo sagðir þú
mér bara að fara eitthvert sem mig
langaði.
Þetta finnst mér lýsa þér svo vel.
Þú varst vinur vina þinna.
Kæri vinur, þín verður sárt sakn-
að er haldið verður á flugvöllinn en
þar bar fundum okkar oft saman.
Hafðu þökk fyrir vinskapinn.
Lúðvík Blöndal.
EINAR ÁGÚST
FLYGENRING
!
!
"! $% &
$& ! '(! ) *"' &%
! "#
$ "$% &! '(
!"
)*' "+) *,%
"+) -) "+) .) /))0,)) 1 2, *,%
' %$ *,%1
!" #$ %& ' '$ %'
(
( )$*$%"