Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Byrjendur og framhald Kántrý línudans Keppnispör, æfingar 2 - 3 svar í viku Erlendir gestakennarar Einkatímar Frábærir kennarar Skemmtilegt andrúmsloft Opið hús á laugardagskvöldum Innritun og upplýsingar 3ja-16.jan.kl. 10.00-23.00 í síma: 564-1111 og höfum gaman... VERSLUNIN HÆTTIR ÓDÝRT – ÓDÝRT – ÓDÝRT úlpur – buxur – peysur – skór síðustu dagarnir Verðsprenging NÓATÚNI 17 S: 511 47475 Flateyri - Bjartsýni ríkti á eyrinni þegar Flateyringar brenndu bálköst og púður í blíðskaparveðri um ára- mótin. Liðið ár var að mörgu leyti mjög gott og margt unnið til að lífga upp á byggðina sem um þessar mundir telur á þriðja hundrað íbúa. Þegar litið er um öxl eru tvö at- riði sérstaklega eftirtektarverð. Skurkur var gerður í því að end- urbyggja þau hús og svæði sem ennþá báru merki snjóflóðsins sem féll fyrir fimm árum. Og grunnskóli staðarins kynnti nýja stefnu með nýjum skólastjóra þar sem rík áhersla er lögð á að skólastarfið geisli jákvæðum straumum út í samfélagið og takist á við vanda- mál sín með bros á vör. Ofan úr Eyrarfjalli þaðan sem myndin var tekin á gamlárskvöld sér yfir Flateyri og í vinstra horn- inu er Sólbakki þar sem ráð- herrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík stóð forðum en þar er nú heimili Einars Odds Kristjáns- sonar 5. þingmanns Vestfjarða- umdæmis. Gleðilegt ár á Flateyri Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Mynd tekin ofan úr Eyrarfjalli á gamlárskvöld. Séð yfir Flateyri og í vinstra horninu er Sólbakki þar sem ráð- herrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík stóð forðum en þar er nú heimili Einars Odds Kristjánssonar 5. þingmanns Vestfjarðaumdæmis. Selfossi - Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum, 28. des- ember 2000, fjárhagsáætlun sveitar- félagsins fyrir árið 2001 með sex at- kvæðum meirihlutans. Vinnsla áætlunarinnar fór fram í samvinnu allra bæjarfulltrúa og helstu emb- ættismanna sveitarfélagsins. Skatttekjur aukast um 15% Skatttekjur eru áætlaðar 1.205,9 milljónir króna árið 2001 og hækka úr 1.048,4 milljónum árið 2000 eða um kr. 157,5 millj. milli ára sem er 15% hækkun. Álagningarhlutfall út- svars er hækkað úr 12,04% í 12,7%. Á móti þessari hækkun munu fast- eignagjöld lækka. Ekki er því um nettóskattahækkun á hvern íbúa í sveitarfélaginu að ræða. Nettóútgjöld við rekstur mála- flokka án fjármagnsliða nema 1.026,4 milljónum króna árið 2001 og hækka úr kr. 945,4 millj. árið 2000 eða um kr. 80,9 millj. Nettóbreytingin er 8,6% hækkun milli ára m.v. endur- skoðaða áætlun ársins 2000. Launaútgjöld vega þungt Samkvæmt fjárhagsáætlun Ár- borgar fyrir árið 2001 nemur rekstr- arafgangur án fjármagnsliða kr. 1.179,6 millj. Að teknu tilliti til nettó- fjármagnsliða að upphæð kr. 43,9 millj. er rekstrarafgangur kr. 135,7 millj. eða 11,2 % af skatttekjum. Launaútgjöld vega mjög þungt í rekstri sveitarfélagsins eða rúmlega 70% af nettóútgjöldum málaflokka. Afgangur eftir rekstur 14% Í fréttatilkynningu bæjarstjóra segir: „Bæjarstjórn Árborgar legg- ur mikla áherslu á að halda rekstr- arkostnaði sveitarfélagsins í lág- marki svo viðunandi afgangur verði af tekjum til framkvæmda. Skv. áætluninni fyrir árið 2001 mun af- gangur eftir rekstur málaflokka verða 14,9% af skatttekjum sem er jákvæð þróun frá síðustu árum. Þessi afgangur er áætlaður um 9,8% árið 2000 og var 8,6% árið 1999. Af þessu er ljóst að áætlað er að hlut- fallsleg rekstrarafkoma Árborgar batni nokkuð milli ára. Nauðsynlegt er að styðja við þessa þróun og því er ekki orðið við ýmsum óskum um aukningu rekstrarútgjalda sem fram hafa komið við áætlunargerð- ina, s.s. um fjölgun starfsmanna, um aukið rekstrarumfang ýmissa stofn- ana og fleiri óska sem leiða myndu til aukinna útgjalda ef þær væru samþykktar. Allra leiða er leitað til að halda niðri rekstrarkostnaði.“ Heildarfjárfesting 317,8 milljónir Samkvæmt áætluninni er heildar- fjárfesting áætluð að upphæð kr. 317,8 millj. Fjárfestingartekjur nema 68,6 milljónum. Fjárveiting til gatna- og fráveituframkvæmda nemur samtals 129,4 milljónum króna. Hafin verður framkvæmd við nýjan leikskóla og undirbúin verður bygging nýs grunnskóla. Til F.Su. verður varið 22,4 millj. Nettóskuldir munu aukast um 97,4 milljónir. Í bókun bæjarstjórnar með áætl- uninni kemur m.a. fram að mikil uppbygging eigi sér nú stað innan Árborgar. Bæjarstjórn telji því að ekki verði hjá því komist að ráðast í framkvæmdir sem kalla á lántökur og tímabundna skuldaaukningu til að geta haldið uppi nauðsynlegri og lögbundinni þjónustu fyrir íbúana, s.s. vegna grunnskóla og leikskóla, auk framkvæmda við fráveitu og gatnagerð. Á heimasíðu Árborgar, www.ar- borg.is, er að finna nánari upplýs- ingar um áætlunina í greinargerð bæjarstjóra með henni. Fjárhagsáætlun Árborgar samþykkt Mikil uppbygging þrýstir á um fram- kvæmdir og lántökur Reyðarfirði - Sparisjóður Norð- fjarðar keypti sl. sumar húseign Pósts og síma á Reyðarfirði Á neðri hæð hússins hafa verið gerðar miklar endurbætur og flutti sparisjóðurinn starfsemi sína þangað 1. desember sl. Sparisjóðurinn tók að sér póst- afgreiðsluna af Íslandspósti og sameinaði afgreiðslur pósts og banka. Efri hæð hússins verður einnig endurbætt og þar verða skrifstofur. Opið er 9.15 til 16 alla virka daga. Afgreiðslustjóri er Ing- unn Indriðadóttir. Kaupþing er einnig til húsa þar, en forstöðumaður þess er Jónas Rafnar Ingason. Póstafgreiðslan í sparisjóðinn Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Starfsfólk Sparisjóðsins: Hjördís Káradóttir, Birna Guðmundsdóttir og Ingunn Indriðadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.