Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss og Dettifoss koma og fara í dag. Trinket fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus, Pétur Jónsson, og Dellach fóru í gær. Lagarfoss kom í gær. Fréttir Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í s. Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800-4040, kl. 15–17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Flóamark- aður og fataúthlutun. Opið frá kl. 14–17. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar not- uð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi. Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Mannamót Aflagrandi 40. Kirkju- starf aldraðra, ára- mótaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju í dag kl. 14, prestur sr. Vig- fús Þór Árnason og sr. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, sem mun túlka á tákn- máli. Litli kór Nes- kirkju syngur og leiðir almennan söng. Söng- stjóri og einsöngvari Inga J. Backman, org- anisti Reynir Jónasson. Kaffiveitingar í boði Grafarvogssóknar eftir guðsþjónustuna. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. Farið frá Aflagranda kl. 13. Skráning í afgreiðslu og í s. 562-2571. Á morgun myndmennt kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl.9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félagsstarf, Furugerði 1. Þrettándagleði verð- ur föstudaginn 5. jan- úar kl. 14. Ólafur B. Ólafsson leikur á píanó og harmonikku og dótt- ir hans, Ingibjörg Aldís sópransöngkona, syng- ur innlenda og erlenda tónlist. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Línudanskennsla Sigvalda í kvöld kl. 19.15. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 11. jan- úar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Breyting hef- ur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar, opið er á mánud. og miðvikud. frá kl. 10–12 f.h., uppl. á skrifstofu FEB í s. 588-2111 frá kl. 10–16. Gerðuberg, félagsstarf. Opið frá kl. 9–16.30, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 12.30–13.30 banka- þjónusta (ath. breyttan tíma). Í dag verður áramótaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14 á vegum Ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma. Prestar sr. Vig- fús Þór Árnason og sr. Miyako Þórðarson sem túlkar á táknmáli. Litli kór Neskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Ingu J. Backman sem einnig syngur ein- söng. Organisti Reynir Jónasson. Kaffiveit- ingar í boði Grafarvogs- sóknar. Eftir athöfnina verður ekið um borgina ljósum prýdda. Mæting í Gerðubergi kl. 13.15. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Starfsfólk óskar öllum þátttakendum og sam- starfsaðilum gleðilegs árs og friðar með þakk- læti fyrir stuðning og samstarf á árinu sem er að líða. Hlökkum til nýja ársins. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb og tréskurð- ur. Kynningardagur verður fimmtudaginn 4. janúar kl. 14. Skráning á námskeið fer fram á sama tíma. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér þá starfsemi sem fyrirhuguð er til vors og koma með til- lögur. Leikfimi hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar á venjulegum tíma. Gullsmári, Gullsmára 13. Leikfimi byrjar í dag á venjulegum tíma. Kynningardagur verður í dag kl. 14–16. Skrán- ing á námskeið fer fram á sama tíma. Fólk er hvatt til að mæta og koma með tillögu um hvað hægt sé að gera í félagsheimilinu. Heitt á könnunni og heimabak- að meðlæti. Hraunbær 105. Erum byrjuð aftur á fullum krafti, allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kl. 9–16.30 bútasaum- ur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Lausir tímar í myndlist og glerskurði, uppl. í síma 587-2888. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun og fótaað- gerð, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 böðun. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 14 danskennsla, Sigvaldi, kl. 15 frjáls dans, Sig- valdi, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9–16 fótaaðgerðastofan opin, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 9–16.45 handa- vinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13– 16 myndlistarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Áramótaguðsþjónusta verður í Grafarvogs- kirkju í dag kl. 14. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 13.15. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, túlkar á táknmáli. Litli kór Neskirkju syngur og leiðir almennan söng, söngstjóri og ein- söngvari Inga J. Back- man, organisti Reynir Jónasson. Kaffiveit- ingar í boði Grafarvogs- sóknar eftir guðþjón- ustuna. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðarkirkja, starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530- 3600. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540-1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Í dag er miðvikudagur 3. janúar, 3. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jóh. 12, 44.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. NÚ GETUR hver maður séð að þessi leið til að ákveða laun kennara er alröng, þar sem hún bitn- ar á saklausum aðila, sem er æskulýðurinn í landinu, og það er engu líkara en blessuðum börnunum sé haldið í gíslingu. Þegar í upphafi bar svo mikið á milli deiluaðila að þeir gátu ekki samið sín á milli um neina millileið og nú er það mál að sannast að þetta er ekki leið til þess að ákveða laun kennara. Það verður að gerast í kjaranefnd eða kjaradómi, eins og gerist hjá hlið- stæðum stéttum í þjóð- félaginu. Nú er fengin sú reynsla að fyrsta verk stjórnvalda verður að vera að þetta gerist aldrei aftur og verði ákveðin hér eftir af sérstökum kjara- dómi eða kjaranefnd. Gamall kennari. Skrípaleikur AF HVERJU er þessi skrípaleikur ár eftir ár við öryrkja að gefa þeim jóla- uppbót og taka þetta svo aftur í skatta? Í ár voru það 15.900 kr. en eftir skatta voru litlar 4.797 eftir. Maður fer að gráta þegar maður sér þetta. Er ekki búið að kvelja okkur nógu mikið? Þarf einnig að eyðileggja jólahátíðina með þessum uppákomum? Hvers konar land er þetta sem við búum í? Það er sko ekkert sæluríki fyrir öryrkja og eldri borgara. Það hefur verið staðfest aftur og aftur en ekki af þeim sem ráða ríkjum hérna. Eftir áliti þeirra höfum við það prýðilegt og stórfínt. Bæði þarf að hækka skattleysismörkin og svo aðeins að taka skatta af hálfsdagsvinnu handa þeim sem treysta sér til að vinna. En hérna refsar ríkið þeim sem vinna með því að lækka örorkubæt- ur. Þetta kalla ég andlegt ofbeldi og niðurlægingu gagnvart varnarlausu fólki sem orðið hefur fyrir því að missa það dýrmæt- asta sem við höfum – heilsu okkar. Sonja R. Haralds, Bakkakoti. Ánægð með Ríkissjónvarpið KONA hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir ánægju sinni með dagskrá Ríkissjónvarpsins um jólin. Hún var mjög ánægð með dagskrána á jóladag og annan í jólum. Classic Sun EIGANDI Classic Sun hafði samband við Velvak- anda vegna greinar sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu. Það er búið að opna Classic Sun í Bæj- arlind 14-16 í Kópavogi undir nafninu Lindarsól. Tapað/fundið Blátt hjól í óskilum BLÁTT karlmannshjól er í óskilum í garði á Sel- fossi. Upplýsingar í síma 482-2435. Karlmanns- armband tapaðist TAPAST hefur karlmanns silfurarmband með text- anum: Þröstur og Íris. Armbandið hefur mikið persónulegt gildi. Finn- andi vinsamlegast hafið samband í síma: 896-0315 og 891-7441. Fundarlaun í boði. Glæsileg svört karlmannsúlpa tapaðist GLÆSILEG svört karl- mannsúlpa tapaðist í eða við Hótel Ísland á annan í jólum. Húm er svört með gráu fóðri innan í og það er mynd af grárri eðlu á bakinu. Fundarlaun. Upp- lýsingar í síma 565-7610 eða 867-1683. Kvengullúr í óskilum KVENGULLÚR fannst fyrir utan Kringluna föstudaginn 29. desember sl. Upplýsingar í síma 588-7765. Dýrahald Lubbi er týndur HANN býr á Núpabakka í Breiðholti. Lubbi er svartur og hvítur, loðinn köttur. Hans er sárt sakn- að. Lubbi hvarf að morgni 28. desember sl. Vinsam- legast hafið samband í síma 567-7010. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þetta má aldrei gerast aftur Víkverji skrifar... BÓKIN Hálendið í náttúru Ís-lands eftir Guðmund Pál Ólafs- son er stórmerkileg og hreint þrek- virki. Hún er allt í senn: myndabók, ferðabók og fræðirit um náttúru fyr- ir unga sem aldna. Í ofanálag er hún feikn vel skrifuð og oftlega tekur höfundur fyrir merkingu orða sem tengjast landinu. Víkverja áskotnaðist bókin um jól- in og hefur þegar blaðað gegnum hana og lesið talsvert í henni og kom- ist að ofangreindri niðurstöðu. Það skal strax tekið fram að þessa bók taka menn trauðla í rúmið á kvöldin þar sem hún er í stóru broti og þung og yfir 400 blaðsíður. Sjálfsagt verð- ur hún heldur ekki lesin í einum rykk eins og hver annar reyfari heldur er eðlilegra að taka fyrir ákveðna kafla eða hluta bókarinnar og fara yfir þá eftir því sem áhuginn leiðir lesand- ann. Þetta er líka bók sem gott er að grípa til þegar hugað er að óbyggða- ferð til að glöggva sig á staðháttum og landafræði. Einnig er bent á eitt og annað sem getur komið að gagni í slíkri ferð og víst er alltaf þörf á slík- um heilræðum og ábendingum- .Dæmi um það er tilvitnun í Sigurjón Rist vatnamælingamann þar sem hann fjallar um hvernig best er að haga sér ef fara þarf um sandbleytu, bls. 79. x x x ÍFORMÁLA bókarinnar segir höf-undur að löngun hans til að örva lesendur til óbyggðaferða liggi að baki verkinu: „Í þjóðfélagi þar sem ys og þys er daglegt brauð eru hin hjóðlátu ferðalög og þögn öræfanna mikilvægari en manninn grunar þeg- ar hann leggur upp í sína fyrstu ferð. Fleira hangir á þeirri spýtu – meðal annars sú von og trú að náin kynni og þekking muni efla vitund og virð- ingu gagnvart náttúru landsins,“ segir hann og kveður bókina hugs- aða sem fræðilegan bakgrunn og vopn þeirra sem umhugað er að vernda landið og villta náttúru þess. „Þar af leiðandi er verkið ekki síður ætlað þeim sem huga að fram- kvæmdum á öræfum og vilja vanda til verks. Fræðileg og listræn ábyrgð þeirra er gríðarleg.“ Þarna kemur höfundur að kjarna bókarinnar, þeim rauða þræði sem gengur gegnum hana alla: Að vernda óspillta náttúruna og gefa henni frið fyrir hvers kyns röskun og inngripi mannsins. Þessi umhyggja höfundar fyrir hálendinu og viðvörun um að fara með gát kemur vel fram í þeim fyrsta hluta bókarinnar sem Víkverji hefur þegar lesið. Hægt er að nefna nokkur dæmi um þetta: „Verði virkj- að í Bjarnarflagi kann Hverarönd að kólna,“ segir í myndatexta á bls. 63 og á hann þar við hverina austan Námafjalls. „Blöndulón var forleik- ur, eins konar æfing á þjóðinni. Við fórn Fögruhvera hófst meðvituð at- laga stjórnvalda að náttúru landsins. Slík mistök verða aldrei lagfærð og aðeins þjóðin sjálf getur komið í veg fyrir hömlulausa eyðileggingu fóst- urjarðarinnar með því að læra að meta hana í sinni hreinu og óvirkj- uðu tign.“ Bls. 65. x x x FRAMSETNING efnisins er að-gengileg. Fyrir utan stórgóðar myndir er textinn skýr og brotinn upp með tilvitnunum. Þar leitar höf- undur víða fanga, hjá fræðimönnum, skáldum og sagnariturum. Annars er þessi pistill ekki hugsaður sem rit- dómur um bókina heldur er verið að vekja athygli á hversu skemmtileg og fróðleg hún er. Hún hlýtur að verða skyldulesning í skólum, senni- lega framhaldsskólum. Þess vegna ætti höfundur eða kennarar í sam- ráði við hann að semja eins konar kennsluleiðbeiningar við bókina. Víkverji kynntist hálendinu fyrst fyrir rúmum 30 árum og hefur þó ekki gert annað en gára yfirborðið. Nóg er eftir og hann tekur undir með Guðmundi Páli á bls. 10: „Við erum landkönnuðir í eigin landi og rétt að hefja störf.“ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 flík, 4 grasflöt, 7 ves- öldin, 8 hyggur, 9 skepna, 11 bráðum, 13 spotta, 14 sé í vafa, 15 þorpara, 17 sáru, 20 borðandi, 22 róin, 23 svæfla, 24 málmurinn, 25 hæsi. LÓÐRÉTT: 1 svengdar, 2 land í Asíu, 3 brún, 4 vex, 5 bátagálg- inn, 6 veiða, 10 stundum þessi, stundum hinn, 12 veiðarfæri, 13 borða, 15 gagnslítil, 16 miskunnin, 18 sárum, 19 úrana, 20 at- ferlið, 21 keyrir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 mergjaður, 8 rófur, 9 aldin, 10 ill, 11 sárar, 13 linna, 15 krans, 18 andar, 21 vin, 22 latti, 23 getan, 24 barningur. Lóðrétt: 2 elfur, 3 gerir, 4 aðall, 5 undin, 6 hrós, 7 enda, 12 ann, 14 inn, 15 köld, 16 aftra, 17 svinn, 18 angan, 19 duttu, 20 rann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.