Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 61 ENSKA ER OKKAR MÁL Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Sam Chughtai Rob Otorepec Enskuskólinn FYRIR FULLORÐNA FYRIR BÖRN SÉRNÁMSKEIÐ INNRITUN STENDUR YFIR Fjölbreytt námskeið í boði Almenn enskunámskeið, áhersla á talmál (14 stig) Umræðuhópar Sérnámskeið fyrir byrjendur og eldri borgara Viðskiptaenska Viðskiptaenska talmál Viðskiptaenska ritmál Símsvörun á ensku Rituð enska og málfræði TOEFL/GMAT (Undirbúningur) Einkatímar Hringdu og kannaðu málið símar 588 0303/588 0305 NÁMSKEIÐIN HEFJAST 15. JANÚAR FAXAFENI 10 FRAMTÍÐIN Leikskóli 6 ára Enskunámskeið, áhersla á talmál 7-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk MÁLASKÓLAR Í BRETLANDI. Bætið enskukunnáttuna í gegnum styttri eða lengri námskeið, dvöl hjá breskri fjölskyldu og dagsferðir FYRIRTÆKI: Bjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja Póstfang: enskuskolinn@isholf.is — Heimasíða: www.enskuskólinn.is FJÁRFESTING Í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT! VERTU VELKOMINN Á KYNNINGARFUND Á SOGAVEGI 69, FIMMTUDAG KL. 20:30 DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ HJÁLPAR ÞÉR AÐ: VERÐA HÆFARI Í STARFI FYLLAST ELDMÓÐI VERÐA BETRI Í MANNLEGUM SAMSKIPTUM AUKA SJÁLFSTRAUSTIÐ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR SETJA ÞÉR MARKMIÐ STJÓRNA ÁHYGGJUM OG KVÍÐA ÞAÐ að kjassa valdið og bregðast við fátækt með hroka, segir sitt um hugsun og eðli þeirra er tileinka sér slíka framkomu. Þessa ættu ráðamenn að minnast nú (og gætu þá litið í bækling frá Vikt- oríutímanum; Every- body’s Book of Correct Conduct. Þar segir m.a „It is the correct thing to remember that adulation to power and arrogance to poverty, mark a plebian in mind as well as in origin.“) Efnaleg fátækt hér og nú er afar sýnileg í þjóðfélaginu þeg- ar þriðjungur ellilífeyrisþega, öryrkj- ar, ásamt slatta einstæðra mæðra, er undir fátæktarmörkum. Tveir fyrr- nefndu hóparnir fá lítið að gert, og einstæðar mæður vinna af neyð meira en nokkrum er boðlegt – síst börnum þeirra. Fræðslu-, uppeldis- og umönnunarstéttum (kvennastétt- ir að meirihluta) er og haldið niðri sem mest má vera í launum. Nú er það verkfall framhaldsskóla- kennara og geigvænlegar afleiðingar þess sem brenna á fyrrnefndum ráðamönnum og þjóðinni allri. Fram- haldsskólum er haldið í slíku fjár- svelti, m.a hvað varðar laun kennara, að þangað fást tæpast menn til starfa – laun í boði eru í fáránlegu ósam- ræmi við vinnuframlag og ábyrgð. Það er síst ofsagt að misjafnlega sé búið að ríkisstarfsmönnunum. Nær- tækt er að nefna annarsvegar laun ráðherra, þingmanna og þess slektis alls, og hollt er nú að rifja upp launa- mál þeirra sem þáðu (þiggja enn?) greiðslu fyrir fyrirbrigði sem nefnd- ist óunnin yfirvinna. Ekki skorti fé í slíkar greiðslur á sínum tíma. Framhaldsskóla- kennarar fara hinsveg- ar í hógværð sinni að- eins fram á sanngjörn laun – fyrir unna vinnu, nota bene. Kennarar á öllum skólastigum vinna ólaunaða yfir- vinnu, sem að hluta til stafar af aðstöðuleysi og tækjaskorti á vinnu- stað m.a. leggja þeir ríkinu til vinnuaðstöðu á heimilum sínum ásamt tólum og tækj- um. Plús netnotkun í þágu skóla. Og þykir bara sjálfsagt. Deilan er komin í þvílíkan hnút að vandséð er hvernig leystur verður, og þeir sem ábyrgir eru fyrir því hvernig málin hafa þróast, sýna lítil viðbrögð, og þá helst geðvonsku. Þeir ráðherrar sem eðli málsins sam- kvæmt koma að þessum málum og ber skylda til að leysa þau, sinna ekki þeirri skyldu nema síður sé. Fjár- málaráðherra heldur því gallharður fram, að verkfallið dragist enn á langinn, og þegar upp verði staðið fái kennarar engar þær kjarabætur, sem þeir ekki hefðu fengið án verk- falls. Hvað varst þú þá að hugsa, drengur minn, að láta þitt samninga- lið ekki byrja viðræður fyrir löngu – þannig að ekki kæmi til verkfalls? Menntamálaráðherra verður svo að gæta þess að halda lágmarksjarð- sambandi, þótt það sé voðalega gam- an í upplýsingaheimum, en hann sést aðallega í fjölmiðlum opna vefsíður þessa dagana. Og skjöplast þegar hann segir í gremjubréfi sínu á heimasíðu, að foreldrar hafi snúist gegn kennurum; það andi köldu til þeirra frá almenningi. Í greinaskifum undanfarinna vikna er það einmitt at- hyglisvert að löng sumarfrí og stutt- ur vinnutíma kennara eru ekki til umræðu að þessu sinni. Það er merk breyting og tímabær á hugsunar- hætti almennings og guð láti gott á vita. Aðeins meira jarðtenging menntamálaráðherra við staðreyndir væri æskileg. Hann vitnar síðan í Eð- varð gamla Sigurðsson – af öllum mönnum – varðandi það að verkföll borgi sig ekki. Hvað taldi Eðvarð ráðlegt að kæmi í staðinn? Hefði mátt fylgja með. Verkfall er aðgerð sem gripið er til í neyð, og ekki fyrr en allt annað hef- ur verið reynt til þrautar. Það er eina vopn launþega sem hafa verið huns- aðir árum saman – eins og kennarar framhaldsskólanna nú – en kröfum þeirra um leiðréttingu launa var ekki sinnt – mér liggur við að segja fram að fyrsta dagi verkfalls. Ekki trúi ég þeim röksemdum sem menntamálaráherra ber á borð, að hér sé ekki „efnahagslegt svigrúm til aðgerða“. Þó ráðherrum okkar virð- ist fyrirmunað að hugsa nokkuð að ráði fram í tímann, þá má samt spyrja sem svo: Af hverju lögðuð þið ekki eitthvað til hliðar í góðærinu til að mæta sanngjörnum kröfum, sem þið vissuð ofurvel að biðu lausnar? Fyrir áratug eða svo, já bara „fyrir góðæri“, samþykktu kennarar eins og aðrir að leggja sitt af mörkum til þjóðarsáttar, frysta launakröfur að mestu, og snúa sér þess í stað tvíefld- ir að „innra starfi skóla“. Nú hafa þeir setið við þá naflaskoðun um all- langt skeið, og barið m.a. saman skólanámskrár af offorsi. Góðærið, þessi guð sem margir lofa, kom, og þótt það sé kannski að sýna á sér far- arsnið, verður kennurum ekki þar um kennt. Þeir stóðu við sitt og nú eigið þið að standa við ykkar hluta „þjóðarsáttarsamnings“. Á meðan Róm brennur, horfir for- sætisráðherra síðan á og aðhefst ekk- ert. Minna gæti það ekki verið. Formaður menntamálanefndar al- þingis minntist á það á dögunum að heildarmeðallaun kennara væru meira en bærileg. Ekki hef ég það í kollinum hver sá mæti heilviti er, en hann ætti að fara varlega í að nota orðið „heildarmeðallaun“ í því skyni að sanna góða afkomu hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Ef sú hugsun er gripin á lofti og henni fylgt til enda, má með hundalógík sanna, eins og að drekka vatn með nefinu, að allir vinnufærir menn hafi það bráðgott fjárhagslega, því að með t.d. 16 tíma vinnu á sólarhring að meðaltali, kæmust þeir flestir upp í engin smá- ræðis „heildarmeðallaun“. En merg- ur málsins er að menn eiga að geta lifað af daglaunum sínum í því starfi sem þeir hafa valið sér. Vonandi er þetta í síðasta sinn sem maður sér þessa röksemdafærslu þegar kjara- mál eru annars vegar og tími til kom- inn. Út í hött og vekur reiði launþega. Allt bitnar þetta svo á þeim sem til spari eru nefndir framtíð þjóðarinn- ar, hverra hugvit verði ein helsta út- flutningsvara þjóðarinnar innan skamms; semsé nemendum fram- haldsskóla. Þetta fólk er metnaðar- fullt, forvitið í besta skilningi og vel gert upp til hópa. Hrein ánægja að kenna þeim. Nú ganga þeir um verk- lausir og framtíðarhorfur óljósar. Ráðamenn, hafið nú vit á og sóma til að skammast ykkar niður í hrúgu, og veita nemendum og kennurum þeirra viðunandi úrlausn –STRAX. Fram og aftur blindgötuna Guðrún Ægisdóttir Kennarar Framhaldsskólum er haldið í slíku fjársvelti, segir Guðrún Ægisdóttir, að þangað fást tæpast menn til starfa. Höfundur er fyrrverandi kennari og núverandi verktaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.