Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 27 FYRIRTÆKJUM í hefðbundnum iðnaði í Noregi gengur nú mun betur en fyrirtækjum nýja hagkerfisins að því er fram kemur í nýrri umfjöllun Aftenposten. Þar er einnig greint frá því að alls framleiða álver norsku fyrirtækjanna Elkem og Norsk Hydro um 23,5 milljónir tonna af áli á ári og þar af er eitt tonn framleitt í Noregi. Þessi hefðbundnu iðnfyrirtæki eru fyrirtæki í málm- og efnaiðnaði ásamt pappírsvinnslu en ekki olíu- vinnslu. Þau sýna næstum tvöfalt betri afkomu á þessu ári en því síð- asta miðað við frumtölur en hagn- aður þeirra á þessu ári er talinn verða um 140 milljarðar íslenskra króna, miðað við 75 milljarða í fyrra. Fyrirtæki í upplýsingatækni eru flest rekin með tapi, auk þess sem markaðsverðmæti þeirra hrynur nú í flestum kauphöllum heims. Gengi hlutabréfa hefðbundinna iðnfyrir- tækja hefur líka lækkað en ekki eins mikið. Í Kauphöllinni í Ósló hafa hlutabréf iðnfyrirtækja lækkað um tæp 10% í ár en upplýsingatæknifyr- irtækin um 33%. Í ljósi þessa hafa fjárfestar reynst viljugri til að setja fé í hefðbundin iðnfyrirtæki og fögnuðu starfsmenn álvers Elkem í Mosjøen í Noregi í vikunni þegar ákveðið var að hefja framkvæmdir við stækkun versins og endurbætur á því. Elkem er eig- andi álversins ásamt bandaríska ál- félaginu Alcoa og munu fyrirtækin setja um 17 milljarða íslenskra króna í framkvæmdirnar. Álverið hefur orkusamning við sænska Vatt- enfall til ársins 2020 og hefur sýnt fram á aukna framleiðni undanfarið. Af þeim sökum samþykkti Alcoa að leggja fram fé til að auka fram- leiðnina enn frekar. Álverið er eitt af 25 í eigu Alcoa. John G. Thuestad, deildarstjóri Elkem Aluminium, seg- ist í samtali við Aftenposten vera orðinn leiður á tali um nýja hagkerf- ið og að álbræðslur séu risaeðlur at- vinnulífsins. Álverið í Mosjøen sé vel samkeppnishæft, ella hefði það ekki fengið nýtt fjármagn. Velgengni iðnfyrir- tækja í Noregi Ósló. Morgunblaðið. Niðurskurður hjá Ford FORD, annar stærsti bílafram- leiðandi heims, sendi nýlega frá sér aðra afkomuviðvörun fyrir síð- asta fjórðung ársins, þar sem segir að hagnaður tímabilsins verði lík- lega 10 sentum lægri á hlut en fjármálasérfræðingar á Wall Street gera ráð fyrir, eða um 64 sent. Fyrirtækið lýsir því yfir að bíla- framleiðslan í Bandaríkjunum verði minnkuð um 9% á fyrsta fjórðungi næsta árs og starfsemi verði lögð niður í flestum verk- smiðjum fyrirtækisins í Banda- ríkjunum í eina viku. Þetta sé nauðsynlegt til að laga fyrirtækið að hægara efnahagslífi í Banda- ríkjunum. Við aðgerðirnar missa 36 þúsund verkamenn vinnuna tímabundið. Ford er ekki eini bílaframleið- andinn sem varar við lakari af- komu og býst til að skera niður. General Motors hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir sem gera um 17 þúsund verkamenn atvinnu- lausa um tíma í Bandaríkjunum. Idar Kreutzer nýr forstjóri Storebrand Ósló. Morgunblaðið. STJÓRN norska tryggingafélagsins Storebrand hefur útnefnt Idar Kreutzer næsta aðalforstjóra fyrir- tækisins. Kreutzer tók við tímabund- inni stöðu í október þegar Åge Kors- vold var sagt upp störfum vegna ólöglegra viðskipta með hlutabréf í Storebrand. Kreutzer hefur starfað hjá Storebrand í átta ár, síðast sem fjármálastjóri. Það er þó ekki venjan hjá Storebrand að ráða innanbúðar- menn í forstjórastarfið, en stjórnin lýsti því yfir að Kreutzer væri besti kosturinn af hæfum einstaklingum innan og utan fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.