Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 27

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 27 FYRIRTÆKJUM í hefðbundnum iðnaði í Noregi gengur nú mun betur en fyrirtækjum nýja hagkerfisins að því er fram kemur í nýrri umfjöllun Aftenposten. Þar er einnig greint frá því að alls framleiða álver norsku fyrirtækjanna Elkem og Norsk Hydro um 23,5 milljónir tonna af áli á ári og þar af er eitt tonn framleitt í Noregi. Þessi hefðbundnu iðnfyrirtæki eru fyrirtæki í málm- og efnaiðnaði ásamt pappírsvinnslu en ekki olíu- vinnslu. Þau sýna næstum tvöfalt betri afkomu á þessu ári en því síð- asta miðað við frumtölur en hagn- aður þeirra á þessu ári er talinn verða um 140 milljarðar íslenskra króna, miðað við 75 milljarða í fyrra. Fyrirtæki í upplýsingatækni eru flest rekin með tapi, auk þess sem markaðsverðmæti þeirra hrynur nú í flestum kauphöllum heims. Gengi hlutabréfa hefðbundinna iðnfyrir- tækja hefur líka lækkað en ekki eins mikið. Í Kauphöllinni í Ósló hafa hlutabréf iðnfyrirtækja lækkað um tæp 10% í ár en upplýsingatæknifyr- irtækin um 33%. Í ljósi þessa hafa fjárfestar reynst viljugri til að setja fé í hefðbundin iðnfyrirtæki og fögnuðu starfsmenn álvers Elkem í Mosjøen í Noregi í vikunni þegar ákveðið var að hefja framkvæmdir við stækkun versins og endurbætur á því. Elkem er eig- andi álversins ásamt bandaríska ál- félaginu Alcoa og munu fyrirtækin setja um 17 milljarða íslenskra króna í framkvæmdirnar. Álverið hefur orkusamning við sænska Vatt- enfall til ársins 2020 og hefur sýnt fram á aukna framleiðni undanfarið. Af þeim sökum samþykkti Alcoa að leggja fram fé til að auka fram- leiðnina enn frekar. Álverið er eitt af 25 í eigu Alcoa. John G. Thuestad, deildarstjóri Elkem Aluminium, seg- ist í samtali við Aftenposten vera orðinn leiður á tali um nýja hagkerf- ið og að álbræðslur séu risaeðlur at- vinnulífsins. Álverið í Mosjøen sé vel samkeppnishæft, ella hefði það ekki fengið nýtt fjármagn. Velgengni iðnfyrir- tækja í Noregi Ósló. Morgunblaðið. Niðurskurður hjá Ford FORD, annar stærsti bílafram- leiðandi heims, sendi nýlega frá sér aðra afkomuviðvörun fyrir síð- asta fjórðung ársins, þar sem segir að hagnaður tímabilsins verði lík- lega 10 sentum lægri á hlut en fjármálasérfræðingar á Wall Street gera ráð fyrir, eða um 64 sent. Fyrirtækið lýsir því yfir að bíla- framleiðslan í Bandaríkjunum verði minnkuð um 9% á fyrsta fjórðungi næsta árs og starfsemi verði lögð niður í flestum verk- smiðjum fyrirtækisins í Banda- ríkjunum í eina viku. Þetta sé nauðsynlegt til að laga fyrirtækið að hægara efnahagslífi í Banda- ríkjunum. Við aðgerðirnar missa 36 þúsund verkamenn vinnuna tímabundið. Ford er ekki eini bílaframleið- andinn sem varar við lakari af- komu og býst til að skera niður. General Motors hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir sem gera um 17 þúsund verkamenn atvinnu- lausa um tíma í Bandaríkjunum. Idar Kreutzer nýr forstjóri Storebrand Ósló. Morgunblaðið. STJÓRN norska tryggingafélagsins Storebrand hefur útnefnt Idar Kreutzer næsta aðalforstjóra fyrir- tækisins. Kreutzer tók við tímabund- inni stöðu í október þegar Åge Kors- vold var sagt upp störfum vegna ólöglegra viðskipta með hlutabréf í Storebrand. Kreutzer hefur starfað hjá Storebrand í átta ár, síðast sem fjármálastjóri. Það er þó ekki venjan hjá Storebrand að ráða innanbúðar- menn í forstjórastarfið, en stjórnin lýsti því yfir að Kreutzer væri besti kosturinn af hæfum einstaklingum innan og utan fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.