Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSVARSMENN Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins áttu í gærmorgun fund með fjármálaráðherra, ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins og formanni samninganefndar ríkis- ins um kostnaðarhækkanir ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga við framhaldsskólakennara. Á fundin- um kynnti fjármálaráðherra út- reikninga sem nú liggja fyrir vegna samninganna en samkomu- lag varð um það á fundinum að sérfræðingar samtakanna og fjár- málaráðuneytisins færu nánar yfir einstaka þætti á næstu dögum. Forystumenn á vinnumarkaði hafa lýst áhyggjum af hugsanleg- um áhrifum kennarasamninganna á gildandi samninga á almenna vinnumarkaðinum. Telja samninginn innan ramma kjarasamninga „Þetta var ágætur fundur. Við fórum yfir samninginn við fram- haldsskólakennarana, þær for- sendur sem þar eru og þá útreikn- inga sem nú liggja fyrir um hækkanir í samningunum. Það var svo ákveðið að sérfræðingar frá öllum aðilum færu nánar yfir þetta,“ sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Hann bætti við að það væri skoðun hans og ráðuneyt- isins að samningarnir væru innan ramma þess sem áður hefði verið samið um á vinnumarkaði. „Þetta er á því stigi að það er lítið hægt að segja um málið núna því þetta voru aðeins fyrstu við- ræður,“ sagði Halldór Björnsson, starfandi forseti ASÍ, eftir fund- inn. Hann sagði að farið hefði ver- ið yfir óskir samtakanna um að fá skýringar ráðuneytisins á kostnaði vegna samninganna. Halldór sagði að málið væri nú í höndum hóps sérfræðinga sem ætti að vinna að málinu á næstu dögum en næstkomandi þriðjudag verður haldin formannaráðstefna ASÍ, þar sem ræða á forsendur kjarasamninga á almenna vinnu- markaðinum. Hann sagði að einnig yrði væntanlega farið í saumana á samningi launanefndar sveitar- félaga við grunnskólakennara í þessari viku. Forystumenn á vinnumarkaði á fundi fjármálaráðherra Fara í saumana á kennarasamningunum Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVanda með tilboð um þjálfun í Bandaríkjunum / B1 Kristinn Jakobsson í hæfileikapróf ungra dómara / B16 16 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM RÚMLEGA fertugur karlmaður, Benedikt Valtýsson, varð úti á Fjallabaksleið nyrðri aðfaranótt sunnudags. Hann hafði orðið viðskila við ferðafélaga sína nokkru eftir hádegi á laugardag. Þeir voru þá á ferð á vélsleðum frá Jökuldölum og stefndu til Veiðivatna, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Benedikt var 43 ára, fæddur 8. október 1957, búsettur í Fannafold 138, Reykjavík. Hann læt- ur eftir sig tvö börn. Mennirnir lögðu af stað frá skála í Jökul- dölum um kl. 12 á laugardag. Ferð þeirra var heitið í skála í Veiðivötnum þar sem þeir ætluðu að hitta nokkuð stóran hóp ferðamanna sem þeir voru í slagtogi með. Um tveimur tímum síðar komu þeir að vélsleða sem hafði bilað í Svartakróki kvöldið áður og ætlunin var að koma í gang á ný. Benedikt varð þá viðskila við hópinn. Hann hafði ekki fjarskiptatæki á vélsleð- anum sínum en var að sögn lögreglu vel búinn og reyndur fjallamaður. Hann mun einnig hafa verið þaul- kunnugur staðháttum að fjallabaki. Ferðafélögum hans tókst að gera við vél- sleðann og fóru þaðan að bílum sínum við Hnausa. Þeir töldu víst að Benedikt hefði farið á undan þeim til Veiði- vatna. Mennirnir óku því næst að skálanum í Veiðivötnum og voru komnir þangað síðdeg- is. Um kvöldið versnaði veður mjög, með rign- ingu og hláku. Félagar Benedikts fóru þá að hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum hans enda hafði ekkert spurst til hans frá því hann varð viðskila við þá um kl. 14. Um miðnætti lögðu þeir ásamt fleir- um af stað til leitar á jeppabifreiðum og vélsleðum og höfðu jafnframt samband við lögreglu. Lögreglan á Hvolsvelli hafði skömmu síðar samband við svæðisstjórn Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í Rangárvallasýslu og á fimmta tímanum voru björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Flug- björgunarsveitin á Hellu kallaðar út. Afar slæmar aðstæður voru til leitar, mikil rigning og hvassviðri. Færð hafði spillst mjög frá því fyrr um daginn og mikill krapi og íselgur á vegum og slóðum. Ferðafélagar Benedikts komust við illan leik á Fjallabaksleið nyrðri ofan við Sig- öldu og hugðust fara aftur um þær slóðir sem þeir voru á fyrr um dag- inn og athuga hvort hann hefði farið aftur í skálann í Jökuldölum. Laust fyrir kl. sjö að morgni sunnudags óku þeir fram á Benedikt við veginn um Fjallabaksleið nyrðri til móts við Hnausa. Hann var látinn þegar að var komið. Vélsleði Benedikts fannst síðar um daginn á ísilagðri Tungnaá í Svartakróki. Vélsleðinn hafði fallið hálfur niður um vök á ísnum þannig að framendi hans stóð upp úr. Lík Benedikts fannst tæplega 6 km frá þeim stað. Varð úti á Fjallabaksleið nyrðri                                           !  "    #     $            %     &                                              Benedikt Valtýsson VERULEGA hefur hægt á verð- bólguhraðanum samkvæmt síðustu mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs og þarf að fara eitt og hálft ár aftur í tímann til að finna dæmi um jafn litla hækkun. Verðbólga síðustu tólf mánaða samkvæmt vísitölu neysluverðs í byrjun janúar var 3,5% og þarf að fara aftur til júlímánaðar ársins 1999 til að finna dæmi um minni verð- bólguhraða, en þá var tólf mánaða verðbólguhraðinn 3,2%. Hann jókst síðan jafnt og þétt og varð mestur í apríl í fyrra 6,0%. Meiri sveiflur eru á verðbólguhraðanum þegar hann er skoðaður yfir styttri tímabil. Þannig er þriggja mánaða verðbólguhraðinn 1,8% nú í byrjun janúar, en var 6,2% í nóvembermánuði og 0,8% í sept- ember síðastliðnum svo dæmi séu tekin.                            Verulega hefur hægt á verðbólgunni ÁTJÁN ára gamall piltur fannst lát-inn í höfninni á Suðureyri við Súg- andafjörð skömmu eftir hádegi á sunnudag. Hans hafði þá verið leitað í um sólarhring. Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynn- ingu um að piltsins væri saknað kl. 13.19 á laugardag. Leit að honum hófst skömmu síðar og voru björg- unarsveitir kallaðar til aðstoðar. Leitin beindist einkum að höfninni á Suðureyri en einnig voru fjörur gengnar og notast var við leitar- hunda. Fannst látinn í höfninni ♦ ♦ ♦ JÓN Ragnarsson, aðaleigandi Hót- els Valhallar á Þingvöllum, gekk í gær að kauptilboði breska kaup- sýslumannsins Howards Krugers í hótelið. Jón samþykkti kaupverð og helstu skilmála, en kveðst hafa orðið að setja fyrirvara um atriði sem á skorti svo hægt væri að fullnægja þeim skilmálum sem Kruger gerði í tilboði sínu, þar sem erfitt hafi reynst að fá þau mál á hreint hjá ís- lenskum stjórnvöldum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jón segist þó vera bjartsýnn á að salan muni ganga í gegn og segir að gert sé ráð fyrir að nýr eigandi taki við rekstrinum fyrir vorið. Í fréttatilkynningu sem Jón sendi frá sér í gærkvöldi segir að stjórn- völd hafi látið einhliða þinglýsa hreinlætisaðstöðunni sem sinni eign án samþykkis eða vitundar eigenda Valhallar. „Verið er að reyna að fá þessa fáránlegu og ólögmætu þing- lýsingu afmáða úr bókum sýslu- mannsins á Selfossi. Þá hefur reynst ómögulegt að fá fram viljayfirlýsingu um að hr. Kruger geti treyst því að hann fái að halda hótelinu við með eðlilegum hætti og reka þar starfsemi árið um kring. Kannski má segja að óhætt sé að treysta því að engar ólögmætar hömlur verði lagðar á nýjan eiganda Valhallar, en hr. Kruger hefur látið í ljós undrun yfir tregðu og seina- gangi stjórnvalda nú, þegar íslenskir eigendur Valhallar eiga í hlut, og áhyggjur yfir því að samskiptin kunni að verða enn erfiðari fyrir er- lendan aðila,“ segir meðal annars. Gengið að tilboði í Valhöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.