Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 74
FÓLK Í FRÉTTUM
74 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TVÍMÆLALAUST einn hæfi-
leikaríkasti og frumlegasti leik-
stjóri/handritshöfundur samtíð-
arinnar kemur frá New Jersey.
Það ágæta fylki kemur líka oft-
lega við sögu í yfirgengilegum
satírum Kevins Smith. Þessi þrí-
tugi Bandaríkjamaður er í
fremstu röð óháðra kvikmynda-
gerðarmanna í dag og hefur öðl-
ast umtalsvert fylgi gallharðra
aðdáenda. Stundaði framhaldsnám
í ritsmíðum, uns hann var rekinn
fyrir að varpa blöðrum, fullum af
vatni, út um gluggann á heima-
vistinni. Tók samstundis upp þráð-
inn við skóla í Vancouver en hætti
skyndilega eftir fjóra mánuði,
sneri aftur heim til New Jersey og
fór að vinna í hverfisverslun og
leggja drög að fyrstu kvikmynd-
inni. Undir áhrifum Slacker (’91),
hræódýrum, minni háttar smelli
eftir Texasbúann Richard Linklat-
er, lagði hann, rétt liðlega tvítug-
ur til móts við kvikmyndalistina.
Kallaði sér til aðstoðar Scott
Moster, gamlan skólabróður.
Hræódýr
blókarstörf
Með fátæklega 27 þúsund dali,
sem aflað var með peningaslætti
hjá þeirra nánustu, sölu á heitt-
elskuðu teiknimyndabókasafni,
o.s.frv., réðust félagarnir í tökur á
Clerks. Kostuglegri, grárri og
hrárri sýn á bandaríska neytenda-
menningu, þar sem Smith nýtir
sér eigin reynslu af blókar-
störfum. Myndin var tekin á
kvöldin í versluninni sem leikstjór-
inn/handritshöfundurinn, starfaði
í á daginn. Þeir Moster luku kvik-
myndagerðinni á aðeins þremur
vikum og hófu kynningu á Clerks,
á hátíðahringnum skömmu síðar.
Clerks var frumsýnd á Sun-
dance 1994 og varð stórviðburður
kvikmyndahátíðarinnar það árið. Í
einu vetfangi varð Smith, með sitt
næma eyra fyrir suddalegum, þó
stílfærða munnsöfnuði, litríku per-
sónusköpun og beitta, jaðarmenn-
ingarlega næmleika, orðinn innsti
koppur í búri óháðra kvikmynda-
smiða. Ekki leið á löngu uns hann
var kominn með umboðsskrifstof-
una Creative Artists Agency á bak
við sig og dreifingarsamning hjá
Miramax, sem sérhæfir sig í list-
rænum – og jaðarmyndum.
Bað aðdáendur
afsökunar
Eftir að hafa barist til sigurs
við að fá Clerks dæmda hæfa til
sýninga fyrir 17 ára og eldri, fór
myndin í dreifingu í kvikmynda-
hús sem sérhæfa sig í listrænum
myndum. Á örskammri stundu
fékk Smith kostnaðinn marg-
faldan til baka og myndin hlaut
einróma lof gagnrýnenda. Fyrr en
varði var Smith tekin til við gam-
anmyndina Mallrats, annan kafla í
myndbálki sem hann nefnir „New
Jersey-þrennuna“. Þrátt fyrir að
nokkrar persónur, þeirra á meðal
hin hlið leikstjórans, Silent Bob,
og svipað andrúmsloft, fékk
myndin hrikalegar móttökur hjá
gagnrýnendum og kvikmyndahús-
gestum. Aðdáendasöfnuður Kevins
Smith/Silent Bob, reyndist hins
vegar tryggur og trúr. Smith bað
engu að síður afsökunar á Mall-
rats, á afhendingarhátíð In-
dependent Spirit Award árið
1995. Ekki liðu nema tvö ár þar til
Smith var kominn á fulla siglingu
með Chasing Amy, lokakaflann í
fyrrnefndum New Jersey-þríleik.
Gráglettin, þó fyrst og fremt al-
varleg tímamótamynd um við-
skipti gagn- og samkynhneigðra á
ofanverðri 20. öld, og þroskaðasta
mynd leikstjórans til þessa. Öfugt
við Mallrats, var Chasing Amy
tekin fegins hendi af gagnrýn-
endum sem lofuðu innsýn leik-
stjórans/handritshöfundarins í
ástamál og missi hennar.
Hvítþvegnar
Disney-hendur
Árið 1999 var Smith aftur á
ferðinni, nú með dogma, sem m.a.
segir af síðasta afkomanda Jesús
á Jörðu hér. Sá er starfsmaður á
sjúkradeild fóstureyðingaraðgerða
(Linda Fiorentino), sem vitaskuld
er staðsett í New Jersey. Myndin
vakti gífurleg viðbrögð er hún var
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Miramax, sem er í eigu
hins fyrrverandi fjölskylduvæna
Disney-veldis, þvoði hendur sínar
(að hætti Heródesar), og ákvað að
fela öðrum aðila dreifinguna.
Smith hélt því hins vegar jafnan
fram að myndin fjallaði um mik-
ilvægi trúarinnar frekar en að
gera hana hlægilega.
Samkvæmt nýjustu fréttum hafa
aðilarnir borið klæði á vopnin,
Miramax er bakjarl Jay and Silent
Bob Strike Again, sem þessi ein-
staki háðfugl er að hefja tökur á
núna í mánuðinum.
Reuters
Joey Lauren Adams leikur lesbíuna Amy í Chasing Amy. Clerks kom Smith kirfilega á kvikmyndakortið. Englarnir Ben Affleck og Matt Damon í Dogma.
KEVIN SMITH
Smith hefur hlotið fjölda verðlauna. Hér tekur hann við Independent
Spirit verðlaununum árið 1998 fyrir handrit sitt að Chasing Amy.
BÚÐARLOKUR - CLERKS
(1994) Dante (Kevin O’Halloran), er inn-
anbúðar hjá „kaupmanninum á horn-
inu“ í óhrjálegu hverfi í New Jersey.
Illa launaður, kúnnarnir tómir sót-
raftar, að því er virðist. Kærastan
veldur honum daglöngu hugarangri
þar sem hún tjáir honum í morgun-
sárið að hún hafi ekki sængað með
öðrum körlum um dagana en verið
þess iðnari til munnsins. Fréttir af
væntanlegu brúðkaupi æskuástar-
innar bæta ekki úr skák, því síður
afturkoma hennar. Ofaná allt saman
átti hann að vera í fríi. Þá er fátt eitt
talið sem reynir á þolrif blókar.
Bleksvört, óvenjuleg gamanmynd
með stórkarlalegan húmor og fárán-
legar uppákomur. Hrá, grófgerð og í
svart/hvítu, sem er vel við hæfi.
Leikararnir eru stórskemmtilegir,
leikstýrt og skrifuð af nýliðanum
Smith, af leiftrandi skopskyni og
tekst með ólíkindum vel að mjólka
annars ofur hversdagslega hluti og
umhverfi, sem flestir telja tæpast
með í tilverunni.
CHASING AMY (1997) Holden og Banky (Ben Affleck og
Jason Lee), góðir vinir og félagar,
kynnast Amy (Joey Lauren Adams),
kollega þeirra í teiknimyndabóka-
gerð. Holden verður yfir sig ástfang-
inn en Banky afbrýðisamur og sár.
Málin gerast enn flóknari þar sem
Amy er lesbía og hefur hingað til
ekkert viljað með karlmenn hafa.
Snúast lesbíur jafntrúverðuglega og
Amy? Bágt er að sannfærast um það,
hitt er á hreinu að myndin er fyndin
og fordómalaus, óvenjuleg og einkar
vel leikin, ekki síst af Adams í tit-
ilhlutverkinu. Blæbrigðarík mynd
sem rifjar upp gamlan sannleik úr
Gísl Brendans Behan; „Því hver er
hvað og hvað er hver, og hver er ekki
hvað?“
DOGMA (1999) Háðfuglinn Smith lætur gammin
geisa á sinn snjalla og óforskamm-
aða hátt og ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur heldur kaþ-
ólska guðfræði, boð hennar og bönn.
Nokkrir frammámenn þeirra trúar-
bragða hafa rekið upp ramakvein og
ásakað Smith um guðlast – sem
vissulega er fyrir hendi ef menn vilja
höggva á samhengið. Því satíran
Dogma tekur kaþólskar kenningar
og siðfræði einkar bókstaflega þótt
hún dragi vissulega upp ýkta mynd
af samskiptum klerka og kirkju við
söfnuð sinn við lok 20. aldar. Undir-
strikar úrræðaleysi hinnar geistlegu
stéttar við að ná til fólksins en frá-
sögnin er stórkarlaleg og sjálfsagt
geta einhverjir flokkað einhverjar
uppákomurnar og orðbragðið undir
guðlast. Persónurnar eru englar, ár-
ar og dauðlegir menn. Tveir fallnir
englar, Loki (Matt Damon) og Bartl-
eby (Ben Affleck) hafa verið dæmdir
í útlegð um alla eilífð og sitja af sér
sneypuna í Wisconsin. Una vistinni
illa. Að því kemur að þeir félagar
telja sig finna leið til að smokra sér
aftur inn í Paradís, bakdyramegin að
vísu. Alan Rickman er óborganlegur
engill og Alanis Morissette er Guð
allsherjar. Linda Fiorentino slær um
sig að venju, nú sem síðasti afkom-
andi J.K. Það segir það sem segja
þarf um bleksvartan húmorinn.
Sæbjörn Valdimarsson
Sígild myndbönd