Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ göngu nefndar tekjur bótaþega, ekki er minnst á tekjur maka bótaþega. Texti ákvæðisins er skýr að þessu leyti. Það sjón- armið hefur verið orð- að varðandi lögskýr- ingu, að gild rök þurfi til að víkja frá skýru orðalagi ákvæðis. Í al- mannatryggingalög- gjöfinni er kveðið á um ákveðin réttindi þegn- anna, þ. á m. lágmarks lífeyri til handa þeim sem hafa skerta starfsorku. Ef skerða á slík réttindi verða skerðingarákvæðin að vera skýr og hafa stoð í lögum. Gildissvið jafnræðisreglu Spurning er hvort framkvæmd þessi samræmist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og skuldbind- ingum þeim sem Ísland hefur gert samkvæmt alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum. Í 65. gr. stjórnar- skrár nr. 33/1944, sbr. 3. gr. laga nr. 97/1995 felst jafnræðisregla eða með öðrum orðum reglan um bann við mismunun. Talin eru sérstak- lega upp nokkur atriði sem er óheimilt að byggja mismunun á. Þar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum og njóta mannrétt- inda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Með orðunum „stöðu að öðru leyti“ er ljóst að ekki er um tæmandi taln- ingu að ræða í ákvæðinu. Í athuga- semd með 3. gr. frumvarpsins segir að undir þessi orð geti fallið fjöl- breytilegustu atriði, svo sem heilsu- far manna og líkamlegt ástand. Í LOKARITGERÐ minni til embættis- prófs í lögfræði vorið 1998 fjallaði ég um réttarstöðu fatlaðra samkvæmt gildandi rétti á Íslandi og um þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Ísland er bundið af, sérstaklega með tilliti til reglna um bann við mismunun, þ.e. jafn- ræðisreglna. Eitt af umfjöllunarefnum mínum var hvort ákvæði 17. gr. laga nr. 117/1993 og ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerð- ar nr. 485/1995, stæðust hin nýju mannréttindaákvæði stjórnarskrár, sem sett voru með lögum nr. 97/ 1995, sérstaklega 65. og 76. gr., og hvort þau (skerðingarákvæðin) samrýmdust ákvæðum mannrétt- indasáttmála þeirra sem Ísland hef- ur fullgilt eða lögfest. Vegna þeirrar miklu umræðu sem orðið hefur í kjölfar nýgengins dóms Hæstaréttar í máli nr. 125/ 2000, þ.e. öryrkjadómsins, ætla ég grípa niður á nokkrum stöðum í þann kafla ritgerðar minnar er fjallar um ákvæði 17. gr. almanna- tryggingalaga. Skerðingarákvæði verða að vera skýr og hafa heimild í lögum. Tekjutrygging, skv. 17. gr. al- mannatryggingalaga, öðru nafni líf- eyrisuppbót eða uppbót á örorku- bætur einstaklings eru tengdar launum maka hans. Þetta hefur ver- ið gert með því að setja í reglugerð reglur um skerðingu tekjutrygging- ar vegna tekna maka. Sú reglugerð sem nú er í gildi er reglugerð nr. 486/1995 og er skerðingarákvæðið í 4. gr. hennar. Í ákvæðinu eru ein- Fötlun fellur þannig undir niður- lagsorð ákvæðisins. Auk þessa segir m.a. að mikilvægi jafnræðisregl- unnar felist ofar öllu í því að vera almenn leiðbeiningarregla um bann við mismunun sem beri ávallt að hafa að leiðarljósi og að jafnræð- isreglan geti að sjálfsögðu haft bein og ótvíræð áhrif ef t.d. ákvæði í al- mennum lögum feli í sér mismunun sem brjóti í bága við regluna. Rétturinn til að ganga í hjónaband Í 12 gr. mannréttindasáttmála Evrópu segir að karlar og konur á hjúskaparaldri hafi rétt til að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi. Enn ítarlegra ákvæði um réttinn til að ganga í hjónaband er í 23. gr. alþjóðasamnings um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi. Í VII. kafla hjúskaparlaga nr. 31/ 1993 kemur fram að hjón séu fram- færsluskyld gagnvart hvort öðru. Framfærsluskyldan virkar ekki að- eins í aðra áttina, heldur í báðar átt- ir, sem þýðir að hinn makinn (ófatl- aði) á líka framfærslurétt á hendur hinum fatlaða. Í hjúskaparlögunum kemur ekkert fram um það að heimilt sé að skerða lífeyristekjur né aðrar tekjur einstaklings vegna tekna maka hans. Annað mál er svo hvernig yfirvöld skattleggi tekjur hjóna, sem ekki má rugla saman við skerðingu almannatryggingabóta. Tekjur annarra einstaklinga eru ekki tengdar launum maka. Með öðrum orðum getur vinnuveitandi ekki miðað laun einstaklings sem er í vinnu hjá honum við þau laun er maki hans hefur. Lífeyristekjur/ bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins eru skattlagðar á sama hátt og aðrar tekjur, um sama frítekjumark er að ræða og ættu lífeyristekjur Rétturinn til að ganga í hjónaband – lögvarin mannréttindi Lára Helga Sveinsdóttir ÞAÐ er staðreynd að við veljum okkur ekki foreldra eða ættingja. Mörg börn alast upp við góðar fjölskylduað- stæður og fá allt það sem þau þurfa á að halda á meðan þau eru að vaxa úr grasi. En ekki eru öll börn svo heppin. Skortur veldur oft- ast skerðingu! T.d veldur D-vítamínskort- ur í fæðu hjá börnum því að beinin vaxa ekki eðlilega og þau fá bein- kröm, sem þau hafa einkenni af alla ævi. Það er hægt að loka augunum fyrir því, en beinkrömin er áfram til stað- ar. Eins er með það að ef mikið vant- ar á í uppeldinu, hvort sem það er efnislega, tilfinningalega, félagslega eða annað, þá er ólíklegra að til verði alheill fullorðinn einstaklingur! Það er löngu orðið ljóst, að margir koma mikið skaddaðir á sálinni úr fjölskyldum þó að ekkert virðist vera að – utan frá séð. Þar er þá um að ræða sálarkreppur og andleg vanda- mál af ýmsu tagi inni á heimilinu. Þetta er líklega oft mest áberandi í fjölskyldum þar sem um vímuefna- misnotkun/alkóhólisma, er að ræða. En þar sem engin neysla er, er oft miklu erfiðara að átta sig á því að eitthvað sé, eða hafi verið að í upp- eldinu. Oft er það fólk ekkert síður skaddað inni í sér en þeir sem hafa alist upp við alkóhólisma og líður oft mjög illa – en það sækir sér sjaldnar hjálp. Hér er rétt að undirstrika að það er ekki verið að koma „sök“ á nokk- urn mann eða foreldra. Hvaða for- eldrar vildu ekki gefa og gera barni sínu allt hið besta, – ef þeir bara gætu? Það er tilgangslaust og rangt að ásaka endalaust aðra ef okkur gengur ekki eða líður ekki nógu vel í tilverunni. Það þarf að vinna sjálfur í mál- unum og þroskast þannig. Annars taka menn ekki ábyrgð á sjálfum sér og verða þar með aldrei fullorðnir einstaklingar. Hér koma nokkur dæmi um að- stæður, sem börn í „vanhæfum fjöl- skyldum“ alast upp við: 1. Ást/höfnun: „Ég elska þig, en ekki trufla mig, ég er upptekin(n).“ Á fullorðinsárum er þetta fólk oft í samböndum þar sem því er hafnað – vegna þess að það leggur að jöfnu ást og höfnun. 2. Þú getur treyst mér/vonbrigði: Foreldrið segir: „Ég verð tiltækur næst“. En er ekki tiltækt þegar raunverulega þarf á að halda. Vanhæfir foreldrar vilja fá viður- kenningu fyrir sínar góðu fyrirætl- anir en vilja ekki taka við öllum þeim vonbrigðum sem þeir valda. Barnið lærir því að vænta einskis, það af- neitar þörfum sínum til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Og það lærir að treysta ekki öðru fólki. 3. Segðu alltaf satt/Ég vil ekki vita það. Barninu er kennt að segja alltaf satt – svo lengi sem það er eitthvað sem foreldrarnir vilja heyra. Sann- leikurinn verður að hugsjón en raun- veruleikinn er lifandi lygi. Á fullorð- insárum lýgur þessi einstaklingur oft alveg sjálfkrafa því að honum hefur verið kennt að það er einfald- lega nauðsynlegt að segja ósatt á köflum. 4. Allt er í besta lagi/vonleysistilfinn- ing: Barninu er sagt í orðum að allt sé í besta lagi, eða verði það, en and- rúmsloftið á heimilinu er fullt af von- leysi þunglyndi og kvíða og barnið finnur vel að það er ekki allt í besta lagi. Barnið fer þá að vantreysta dómgreind sinni, rangtúlka raun- veruleikann og verður gjarnan þunglynt. Algeng mynd af fullorðnu barni úr vanhæfri fjölskyldu: 1. Það þekkir ekki hvað „eðlilegt“ er? „Hvað er „normalt“?“ Þekkir ekki landa- mærin milli einstak- linga, og ekki heldur milli raunverulegra til- finninga og stundar- langana. Þannig lærir það að taka ekki mark á eigin tilfinningum og þar með líka að taka ekki mark á sjálfu sér, og bera ekki virðingu fyrir sjálfu sér. Slík manneskja væri vís til að þekkja ekki sanna ást þegar hún loksins birtist, en velja þess í stað einhvern til sam- búðar sem enga ást hefur að gefa, en er nógu stjórnsamur eða eftirgefanleg- ur svo að hægt sé að stjórna honum. Jafnræði verður sjaldnast með slík- um hjónum. Þessu má líkja við það að því hafi ekki verið kennt að lesa eða skrifa, en samt ætlast til að það gerði hvort- tveggja. Þannig stendur það aug- ljóslega höllum fæti gagnvart þeim sem „heppnari“ hafa verið í sínu uppeldi. Fullorðna barnið á oft erfitt með að beina athyglinni lengi að einu verkefni í einu, og ljúka því áður en hafist er handa við annað. Oft eru mörg verkefni í gangi í einu, öll hálf- kláruð. Það hefur oft góðar hugmyndir en veit ekki hvernig á að koma þeim í framkvæmd, og kann ekki að sækja sér aðstoð og tilsögn, þar sem það hefur aldrei vanist því eða upplifað að aðstoð sé yfirhöfuð að fá. 2. Það dæmir sjálft sig miskunnar- laust og miklu harðar en allir aðrir og miklu harðar en það dæmir aðra. Sama hversu mörgum gullmedalíum í íþróttum, háum einkunnum eða frábærum starfs- frama er náð finnst því það aldrei gera nógu vel. Það ert alltaf jafn tómt að innan, þrátt fyrir stans- lausa baráttu. Hér læt ég staðar numið, enda ábyggilega komið meira en nóg fyrir flesta að hugsa um. Finni menn sjálfa sig fyrir í þess- um línum er hjálp að finna hjá sál- fræðingum, geðlæknum og öðru fag- fólki. Einnig er til mikið af sjálfs- hjálparbókum um svona mál. Galli við margar þeirra þykir mér vera að þær líta margar á reiðina sem eitt- hvað til að þroska með sér og njóta, líkt og æxli, í stað þess að losa sig við ófögnuðinn og læknast þannig. Það eru líka til 12 spora samtök sem heita „fullorðin börn alkóhól- ista“ „FBA“ Nafnið er til komið vegna þess að þannig byrjuðu sam- tökin. Vandamálin voru mest áber- andi í fjölskyldum og hjá börnum alkóhólista og auk þess höfðu þau fyrir sér 12 spora kerfi AA-samtak- anna til að móta sig að miklu leyti eftir. Eins og er er eina starfandi FBA-deildin í Reykjavík, í félag- heimili Bústaðakirkju „Bústaðir“, baka til. Fundirnir eru á sunnudög- um kl. 11–13, með hléi um kl 12. Allir sem óska sér andlegs bata eru vel- komnir, þó að þeir komi ekki frá alkóhólískum heimilium. Eina inn- gönguskilyrðið er að vilja þroskast. Ath.: Ef þér hitnar í hamsi: verður pirraður, reiður, glaður eða dapur, við lestur þessarar litlu greinar þá er mjög líklegt að hún eigi einmitt er- indi við þig! Og að þú þurfir að vinna betur úr þínum málum – núna! Leiðin út Jón Tryggvi Héðinsson Geðheilbrigði Hver sem saga ykkar nákvæmlega er, segir Jón Tryggvi Héðinsson, þá finnur hún mjög líklega hljómgrunn í FBA-hópnum. Höfundur er læknir á geðdeild Landspítalans. NÝUPPKVEÐINN dómur Hæstaréttar í máli Öryrkjabanda- lagsins gegn íslenska ríkinu hefur vakið mikla athygli. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skerðing örorkubóta vegna tekna maka væri andstæð jafnræðis- reglu stjórnarskrárinn- ar. Námslán stúdenta skerðast einnig vegna tekna maka og Vaka hefur lengi bent á það óréttlæti sem felst í því að skerða námslán með þessum hætti. Námsmenn eru með þessari skerðingarreglu LÍN gerðir fjárhagslega háðir maka sínum og Vaka álítur að brotið sé gegn rétti einstaklingsins með því að tengja fjárhæð námslána við tekjur maka. Hvað segja þingmennirnir? Vaka heldur í dag í samvinnu við Orator, félag laganema, hádegisfund þar sem Öryrkjadómurinn og þýðing hans fyrir stúdenta verður rædd. Fundurinn verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101, og hefst klukkan 12:15. Þingmenn fjögurra stjórnmála- flokka munu halda framsögu um málið en þeir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Lúðvík Bergvinsson, Samfylking- unni, Jónína Bjartmarz, Framsókn- arflokki, og Ögmundur Jónasson, Vinstri – Grænum. Að loknum fram- sögum þingmannanna verður opnað fyrir umræðu. Vaka hefur ætíð lagt á það áherslu að ræða málin á uppbyggilegan og málefnalegan hátt. Því var boðað til þessa fundar í dag, svo þingmenn og stúdentar gætu komið saman og rætt dóminn og hvort hann hafi þýð- ingu fyrir okkur námsmenn. Vaka leggur mikla áherslu á að hugað sé að fjölskyldumálum stúd- enta. Núverandi fyrirkomulag er ekki einasta óréttlátt heldur hefur það þá óheppilegu hliðarverkan að stúdentar forðast að skrá sig í sam- búð vegna fjárhagslegra ástæðna. Vaka telur að róa þurfi öllum árum að því að tryggja að stúdentar þurfi ekki að beita slíkum aðferðum til að tryggja fjárhagslega afkomu sína. Vaka opnar umræðuna Ljóst er að sitt sýnist hverjum um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalagsins. Umræða um það hvort umræddur dómur geti haft þýðingu fyrir þann málstað sem Vaka hefur á undanförnum árum barist fyrir er enn umdeildari og um leið áhuga- verðari. Það er því mjög mikilvægt að heyra sjónarmið sem flestra og að stúdentar hefji umræðuna. Vaka vill með því að boða til þessa hádegisfundar opna þessa umræðu og það er von okkar að sem flestir stúdentar mæti á fundinn og taki þátt í málefnalegri umræðu um Ör- yrkjadóminn og þýðingu hans fyrir námsmenn. Vaka hefur í vetur haldið fjöl- marga sambærilega fundi þar sem málefni sem varða stúdenta, beint og óbeint, eru reifuð. Það er mikilvægt að stúdentum gefist tækifæri til þess að viðra sjónarmið sín um leið og þeir kynnast af fyrstu hendi. Vaka trúir því að háskólasamfélagið og stúdent- ar séu mikilvæg stoð í samfélaginu og hefur því lagt mikla áherslu á að halda fundi um hin ýmsu mál. Við hvetjum stúdenta, og aðra áhugasama, til þess að mæta og fylgjast með umræðum um þetta mikilvæga mál. Vaka boðar til fundar Arnar Þór Stefánsson Soffía Kristín er formaður Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta og Arnar Þór er ritari Vöku. Stúdentapólitík Við hvetjum stúdenta, segja Soffía Kristín Þórðardóttir og Arnar Þór Stefánsson, til þess að mæta og fylgjast með umræðum um þetta mikilvæga mál. Soffía Kristín Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.