Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. ALVÖRU ÚTSALA Ótrúlega lágt verð 70-80% afsláttur Dæmi um verð Áður Nú Sítt pils 3.900 900 Skyrta 3.900 600 Slinky bolur 3.300 900 Herrabuxur 4.900 1.200 Herraskyrta 4.300 900 Og margt fleira Einnig fatnaður í stærðum 44-52 Bó nu s Kauptu eina flík og fáðu aðra fría Í DESEMBER sl. kom út fréttabréf Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga og hófst fréttabréfið á kristi- legri hugvekju sóknar- prests. En ekki var kristilega þelinu lengi fyrir að fara og mátti í skrifum fréttabréfsins víða sjá hönd prókúru- umboðsmanns kaup- félagsins, Gísla Jónat- anssonar, m.a. þar sem hann ritar minningar- grein um sjálfan sig undir dulnefni, ræðst að starfsfólki með ásakanir, vegna sinna eigin mistaka og dómgreindarbrests og einnig segir hann frá afhjúpun minnisvarða á árinu 2000 um Berg Hallgrímsson frá Hafnarnesi sem stundaði atvinnurekstur og útgerð á Fáskrúðsfirði í um það bil 30 ár. Frumkvæði að því að heiðra minn- ingu þessa mæta manns áttu Guð- ríður Bergkvistsdóttir og Eiríkur Stefánsson, þó ekki sé minnst á nafn Eiríks í fréttabréfi kaupfélagsins nema til ærumeiðinga. Gísli pró- kúruumboðsmaður segir orðrétt um afhjúpun minnisvarðans um Berg Hallgrímsson. ,,Athöfnin var hátíð- leg að öðru leyti en því að ummæli formanns Verkalýðs- og sjómanna- félags Fáskrúðsfjarðar í garð Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga þóttu eng- an veginn viðeigandi og alls ekki í anda Bergs Hallgrímssonar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prókúru- umboðsmaður kaupfélagsins og hans líkar fara með ósannan róg- burð um undirritaðan og reyna að hræða fólk frá því að tjá sig eða skrifa greinar. Undirritaður hefur fengið þakkir fyrir ræðu sína við af- hjúpun minnisvarðans um Berg frá ótrúlegum fjölda manna, m.a. fjöl- skyldu Bergs, og margir hafa beðið um afrit af ræðunni og vil ég biðja hinn vandaða fjölmiðil Morgunblað- ið að birta hana í heild og þá geta menn dæmt um hvort undirritaður hafi vegið ómaklega að Kaupfélag- inu á Fáskrúðsfirði eða vanvirt minningu Bergs Hallgrímssonar. ,,Góðir Fáskrúðsfirðingar, ætt- ingjar Bergs Hallgrímssonar og aðrir gestir. Við erum hér saman komin við fyrrum heimili Bergs Hallgrímsson- ar til að minnast hans og afhjúpa hér minnisvarða, svo að minning um hann megi ávallt lifa meðal þeirra sem búa á Fáskrúðsfirði og þeirra sem eiga leið hér um. Minning um mann sem eyddi hér á Fáskrúðsfirði mest allri ævi sinni við atvinnurekst- ur, landvinnslu og útgerð. Bergur var á landsmælikvarða talinn stóratvinnurek- andi og útgerðarmaður og á heimsmælikvarða sem síldarverkandi. Hann lifði sem at- vinnurekandi bæði meðbyr og mótlæti og ávallt lá allt sem hann átti undir, fyrirtæki, einkaeigur og heimili þeirra hjóna Bergs og Helgu, allt var þetta veðsett fyrir fyrirtæk- ið þegar svo stóð á. Þeir sem muna fyrstu skref þeirra hjóna á Pólarsíld fyrir mörgum áratugum muna að heimili þeirra var á loftinu á vinnustaðnum, svo hart var að sér lagt til að koma fyrirtækinu á legg. Mér þætti gaman að sjá forstjóra nútímans á Íslandi leggja sig svo fram, ónei þeir hafa allt sitt á hreinu ef illa skyldi fara. Bergur Hallgrímsson var stærsti síldarverkandi á Íslandi og gerði um tíma út þrjá 200 tonna báta og einn- ig smærri báta, þannig að ekki var lagst lítið í fang og bærinn og fólkið naut þess í ríkum mæli þar sem þessu fylgdi gífurleg atvinna og oft á tíðum mikil uppgrip. Velferð á Fáskrúðsfirði byggðist á þessum tíma algjörlega á því að Pólarsíld starfaði við hlið Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga við atvinnu- rekstur hér í bæ og fólk gat valið um atvinnu og fyrirtæki sem það vildi starfa hjá. Ég þurfti að eiga mikið samstarf við Berg sem formaður í verkalýðs- félagi og það var ekki allt dans á rós- um eins og nærri má geta, svo stór sem Bergur var sem atvinnurekandi og ýmsar uppákomur áttu sér stað, en aldrei lét hann það bitna á okkar samskiptum þó í odda skærist. Skoðun Bergs á einu atriði í sam- skiptum við sitt starfsfólk og verka- lýðsfélag var að laun fólksins væri ekki sá þáttur sem skipti sköpum í rekstri fyrirtækja og var mjög auð- velt að semja við hann um launamál, t.d. voru 14 og 15 ára unglingar oft- ast með fullorðinskaup og þeir eldri yfirborgaðir, jafnvel svo um munaði. Lægstu taxtar voru aldrei notaðir og þótti þetta mjög sérstakt þar sem um einkafyrirtæki var að ræða enda brá mörgum í brún þegar þeir ætl- uðu að hefja störf hjá öðrum fyr- irtækjum á Fáskrúðsfirði. Hjá Pól- arsíld starfaði sama fólkið áratugum saman og sagði það sína sögu hvern- ig því líkaði hjá Bergi. Bergur var ávallt verkamaður en aldrei for- stjóri. Eins og ég sagði áður þá var oft meðbyr hjá Bergi en einnig var um gífurlegt mótlæti að ræða eins og margur atvinnurekstur á Íslandi á þessum tíma þurfti að glíma við og átti m.a. óðaverðbólga og vaxtaokur þátt í því hvernig gekk og réðu vext- ir hvað eftir annað niðurlögum fyr- irtækja sem áttu ekki neina lífs- möguleika eins og ástandið var. Oft velti ég því fyrir mér af hverju Bergur notaði ekki ákveðið góðæri sem hann gekk í gegnum í rekstri til að hætta og selja allt sitt, setjast í helgan stein og tryggja sjálfum sér og sínum öryggi. Þetta kom aldrei til greina hjá honum og ég held að menn hafi verið farnir að trúa því að hann hefði níu líf og fyrirtækið myndi ávallt vera til staðar hér á Fá- skrúðsfirði. En ekkert er í lífinu sjálfsagt og óbrigðult og það þurfti ekki minna til en að eitt af stórveld- um heimsins, Sovétríkin, liðuðust í sundur og liðu undir lok til að síld- arkóngurinn Bergur Hallgrímsson og hans líkar áttu ekki lengur mögu- leika. Það hafa sagt mér forustu- menn í síldarmálum að þegar Sov- étríkin liðuðust í sundur og allir síldarsölusamningar heyrðu sög- unni til áttu þau fyrirtæki sem höfðu sérhæft sig í síldarvinnslu enga lífs- möguleika og segir það okkur hvað við erum háð heimsbyggðinni í öll- um okkar lífskjörum. Það er sorglegra en tárum taki að standa hér og minnast þessa mik- ilmennis og fátæka sveitadrengs sem braust áfram og varð einn af burðarásum atvinnulífs á Fáskrúðs- firði í áratugi og lagði aleigu sína undir hvað eftir annað þegar á þurfti að halda og á endanum missti hann allar veraldlegar eigur sínar og stóð uppi eins og hann byrjaði. En það mikilvægasta í lífi Bergs var fjöl- skylda hans og hún hélt saman eins og ávallt og það skipti hann megin máli. Ég vil þakka Bergi Hallgríms- syni og ekki síður Helgu konu hans fyrir þann tíma sem þau gáfu Fá- skrúðsfirðingum í blíðu og stríðu í áratugi. Sá minningarsteinn sem hér stendur er úr klettum beint fyrir of- an Hafnarnes, fæðingarstað Bergs, og vil ég segja frá því að steinnin hafði brotnað úr klettunum og fallið hundruð metra niður hlíðina og skil- ið eftir sig skarð í klettunum og mik- ið sár í grassverðinum í fjallshlíð- inni. Þegar við fundum þennan stein þá minnti þessi lýsing mig á brott- hvarf Bergs frá Fáskrúðsfirði sem skildi eftir sig mikið skarð og sár sem seint gróa, því við gátum ekki verið án þess fyrirtækis sem hann rak, það hefur komið skýrlega í ljós. Ég vil að lokum votta Bergi Hall- grímssyni virðingu mína og ég gerði það einnig meðan hann lifði, fyrir framlag hans til Fáskrúðsfjarðar. Enginn einstaklingur hefur lagt annað eins af mörkum fyrir fjörðinn og það er mitt mat að það hafi verið honum dýrkeypt, því að enginn mannlegur maður þolir slíka streitu sem fylgir því að standa áratugum saman í svona átökum þar sem allt er lagt undir hvað eftir annað og það hlýtur að bitna á heilsu. Ég óska Fá- skrúðsfirðingum og fjölskyldu hans til hamingju með þennan minnis- varða um Berg Hallgrímsson.“ Er málfrelsi á Fáskrúðsfirði? Eiríkur Stefánsson Minnisvarði Undirritaður vó ekki ómaklega að Kaupfélag- inu á Fáskrúðsfirði, seg- ir Eiríkur Stefánsson, eða vanvirti minningu Bergs Hallgrímssonar. Höfundur er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. NÝVERIÐ skilaði Umboðsmaður Al- þingis áliti sínu í til- efni af kvörtun Rétt- indaskrifstofu Stúd- entaráðs vegna úrskurðar málskots- nefndar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna í máli Réttindaskrif- stofunnar gegn stjórn LÍN. Málið snerist um að grunnfram- færsla LÍN byggðist ekki á nægilega traustum rökstuðningi þar sem stjórn LÍN hefði vanrækt lög- boðnar skyldur sínar um að annast gagnasöfnun um fjárþörf námsmanna. Niðurstaða umboðsmanns var í stuttu máli sú að forsendur úrskurðar nefndar- innar væru ófullnægjandi og að hún hefði ekki sinnt rannsóknar- skyldu sinni í umræddu máli. Hér er um mikilvægan áfanga í lána- sjóðsbaráttu námsmanna að ræða og mun Röskva fylgja málinu fast eftir á komandi mánuðum. Grunnframfærslan Síðastliðið vor var samþykktur nýr framfærslugrunnur LÍN, sem byggist að verulegu leyti á neyslu- könnun Hagstofunnar frá 1995. Hér er um framfaraspor að ræða og lagði Röskva mikla áherslu á það fyrir síðustu stúdentaráðs- kosningar að grunnurinn yrði tengdur við raunverulega fram- færslukönnun. Stjórnarmeirihluti LÍN hafnaði þó að leggja niðurstöður Hagstofunnar til grundvallar í heild sinni og taldi fram- færsluþörf náms- manna hæfilega um 80% af framfærslu- þörf tekjulægsta hóps könnunarinnar. Sú staðreynd er hinsveg- ar fjarri lagi þar sem útgöld stúdenta eru mun hærri og stúd- entar hafa með marg- víslegum hætti sýnt fram á að grunnfram- færsla LÍN dugi ekki til framfærslu. Hlutverk og skylda LÍN Í 1. gr. laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna segir: „Hlut- verk Lánasjóðs íslenskra náms- manna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Jafn- framt kemur fram í lögunum að námslán skuli duga stúdentum til framfærslu (sbr. 3. gr.) og að sjóðnum ber að annast gagnasöfn- un varðandi þörf námsmanna á námslánum (sbr. 5. gr.). Af þessum lagaramma sem Lánasjóðnum er settur er ljóst að sjóðurinn hefur ekki geðþóttavald um ákvörðun grunnframfærslunnar. Ákvörðun grunnframfærslu undanfarinna ára ber hinsvegar berlega með sér að sjóðurinn hefur tekið sér slíkt vald og litið framhjá þeim skýru reglum sem honum eru settar. Þótt sjóð- urinn líti til neyslukönnunar Hag- stofunnar verður sjóðurinn jafn- framt að líta til aðstæðna námsmanna sem sjálfstæðs þjóð- félagshóps samkvæmt lánasjóðs- lögunum. Að því loknu ber sjóðn- um að taka mið af niðurstöðum slíkrar rannsóknar við ákvörðun grunnframfærslunnar. Sú leið sem LÍN hefur hinsvegar valið, að skil- greina stúdenta sem 80% fólk, er aftur á móti með öllu óviðunandi. Röskva vill hækkun Öflugur Lánasjóður er einn af hornsteinum íslensks menntakerf- Eru stúdentar 80% fólk? Guðmundur Ómar Hafsteinsson Lánasjóður Úrskurður Umboðs- manns Alþingis, segir Guðmundur Ómar Hafsteinsson er mikilvægur áfangi í lánasjóðsbaráttu námsmanna. MIKIL og ein- róma samstaða kom fram á fjölmennum fundi Suðurnesja- manna í Stapa í Njarðvíkum sl. fimmtudagskvöld þar sem fjallað var um tvöföldun Reykjanesbrautar og mestu mögulegu flýtingu verkefnis- ins. Þetta var mjög góður fundur um málefni sem á brenn- ur og mikilvægt er að koma í höfn eins skjótt og nokkur kostur er. Fundur- inn var sérlega vel undirbúinn hjá áhugamannahópi um verkefnið og hann var í alla staði málefnalegur og viðfangsefninu til framdráttar. Það er mjög mikilvægt að áhugamanna- hópurinn ætlar að halda áfram starfi sínu í þágu umferðaröryggis á Reykjanesbrautinni þar til tvöföldun er lokið. Hóp- urinn hefur unnið mjög já- kvætt og markvisst og slíkt er frábært innlegg í alla framvindu mála. Markmið ályktunar hins fjölmenna fundar er að tvöföldun verði lokið fyrir 2005. Menn sammála um mestu mögulegu flýtingu Á fundinum kom fram að unnið er eins hratt og mögulegt er að undirbún- ingi framkvæmda hjá Vegagerðinni í samræmi við niðurstöðu Alþingis sl. vetur, en þá skilaði Samgöngunefnd Alþingis einróma tillögu um flýtingu tvöföld- unar Reykjanesbrautar, þannig að verkið hæfist í ársbyrjun 2002 og verklok yrðu í síðasta lagi 2006 eða fyrr , en ekki 2010. Ríkisstjórn Dav- Mikil sam- staða um tvö- földun Reykja- nesbrautar Árni Johnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.