Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 27 „JARÐSKJÁLFTAR eru alltaf hryllilegir. En ef sjá á einhverja já- kvæða hlið á þeim mætti segja að þeir veki upp það besta í fólki, bæði einstaklingum og þjóðum,“ sagði Einar Sveinsson þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær. Einar, sem er búsettur í hæð- unum fyrir ofan San Salvador, hefur búið í Rómönsku Ameríku síð- an árið 1968 og hefur ítrekað orðið vitni að náttúruhamförum og afleið- ingum þeirra. Hann starfar sem rit- stjóri hjá upplýsingaþjónustu bandarískra kapalsjónvarpsstöðva í Mið-Ameríku. Einar var ekki staddur heima við þegar skjálftinn átti sér stað, heldur í nágrannaríkinu Hondúras og fann því ekki fyrir skjálftanum. Skömmu síðar lagði hann hins vegar af stað akandi frá Hondúras heim til sín og sá því vel hvernig skjálftinn hafði leikið landið. „Ég kom til El Salvad- or síðdegis á laugardag og það var mjög sorgleg sjón sem blasti við. Alls staðar var ljóslaust, rafmagnslaust og vatnslaust.“ Einar segir að einnig hafi verið mjög sérkennilegt að aka inn í San Salvador því þar hafi enginn verið á ferli. „Það varð hér jarðskjálfti 1986 sem greinilega situr enn mjög í fólki. Það fóru allir strax heim til sín eftir að skjálftinn reið yfir núna til að at- huga sín mál.“ Að sögn Einars er tjónið á húsum í sjálfri höfuðborg- inni ekki svo hrikalegt. Nýrri hús séu öll byggð til að standast skjálfta og ekki sjái á þeim. Hins vegar hafi hrunið úr hillum, rúður brotnað o.fl. Fylgst með að framlög komist til skila Einar telur það aðdáunarvert hversu vel hafi verið brugðist við í björgunarstörfum. Einungis tólf tímum eftir skjálftann hafi t.d. verið komið lið frá Mexíkó til hjálpar við leit í rústum og síðan hafi fólk komið víðar að. „Virtir kaupsýslumenn hafa síðan tekið sig saman og stofnað nefnd sem mun hafa yfirsýn yfir framlög erlendis frá og tryggja að allt sem önnur ríki og samtök leggja til skili sér. Þetta er mjög mikilvægt atriði,“ segir Einar og bendir á að hann hafi upplifað aðra sögu árið 1972 þegar jarðskjálfti reið yfir Managua í Nicaragua. „Þá jafnaðist borgin nánast við jörðu, enda húsin mjög illa byggð. Síðan tók herinn að sér að taka við framlögum til hjálp- arstarfsins og ansi stór hluti þess skilaði sér ekki, dæmi voru um að heilu flugvélarnar týndust.“ Einar segir að ekki sé rætt um annað en skjálftann í El Salvador. Allt samfélagið hafi lamast, enda þekki flestir einhvern sem sé saknað eða hefur misst heimili sitt. En allir séu viljugir að hjálpa til. „Fólk er mjög trúað hér og biður fyr- ir þeim sem eiga um sárt að binda. Einnig leggur það til alls kyns að- stoð. Hér á t.d. margt af ríka fólkinu þyrlur og eru þær nú notaðar til björgunarstarfa, til að fara með mat á slysstaði og flytja særða til borg- arinnar. Ég hef aldrei séð jafn marg- ar þyrlur á lofti í einu á ævinni en ég sé yfir borgina frá heimili mínu og hef því fylgst vel með þessu. Þetta eru hetjur sem fljúga þessum þyrl- um, flugmennirnir þurfa að lenda hvar sem er.“ Einar fór sjálfur á sunnudag og leit á hverfið Las Colinas í útjaðri San Salvador þar sem aurskriða féll og mörg hús grófust í aurinn. „Það var hrikalegt um að litast þar. Síðan heyrði ég að það ætti að rýma allt hverfið núna vegna hættu á því að það verði önnur aurskriða. Þetta tek- ur allt mjög á fólk.“ Ekki talað um annað en jarð- skjálftann Einar Sveinsson HART var deilt á Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, á sunnudag fyrir að hafa átt fund með forvera sínum í embætti, Slobodan Milosevic, daginn áður. „Milosevic ætti að vera í fang- elsi,“ sagði Zarko Korac, leiðtogi Sambands jafnaðarmanna, eins sam- starfsflokka stjórnmálahreyfingar Kostunica á þingi. „Með þessum fundi er verið að gefa í skyn að hann sé mik- ilvægur stjórnmálaleiðtogi sem ræða verði við.“ Kostunica sigraði Milosevic í for- setakjöri í september en hefur neitað að viðurkenna lögmæti stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag sem hefur ákært Milosevic fyrir að bera ábyrgð á glæpum Serba í Kos- ovo. Að sögn Tanjug-fréttastofunnar ræddu þeir Kostunica og Milosevic um ástandið í Kosovo, sem nú er und- ir bráðabirgðastjórn SÞ og nýtur her- verndar Atlantshafsbandalagsins, einnig um samskipti Serba og Svart- fellinga í ríkjasambandinu Júgóslavíu og fleiri mál. Fyrstu viðbrögð Zorans Djindjic, baráttufélaga Kostunica og verðandi forsætisráðherra, voru þau að segja að ekkert mark bæri að taka á tillögum sem Milosevic legði hugs- anlega fram. Djindjic sagðist reikna með því að Kostunica útskýrði málið fyrir samstarfsmönnum sínum í flokkabandalaginu sem veltu Milos- evic úr sessi en síðar sagði Djindjic að forsetinn hefði sinnt reglum kurteis- innar með samtalinu við Milosevic. Djindjic er einn áhrifamesti leiðtog- inn í flokkabandalaginu en nýtur minni lýðhylli en Kostunica. Fulltrúi óháðra mannréttindasam- taka í Belgrad, Natasa Kandic, lýsti hneykslun sinni á viðræðum Kost- unica við forsetann fyrrverandi. Tals- maður stríðsglæpadómstóls SÞ sagði í gær að Kostunica ætti að láta hand- taka forsetann fyrrverandi. Kostunica ver gerðir sínar og segir að eðlilegt sé að hann tali við leiðtoga næstöflugustu hreyfingarinnar á þingi en sósíalistaflokkur Milosevic fékk um 14% fylgi í þingkosningunum 23. desember. Júgóslavíuforseti átti fund um helgina með Slobodan Milosevic Kostunica gagnrýndur Belgrad. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.