Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 73 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Acidophilus FRÁ Bjóðum upp á 3 tegundir: 2 billj., 4 billj. og 8 billj. APÓTEKIN FRÍHÖFNIN Uppl. í síma 567 3534 Í BORGARLEIKHÚSINU eru það lög frumskógarins sem ráða ríkjum þessa dagana. Ekki einungis lög og regla hinna frjálsu úlfa heldur líka þau lög sem eru leikin og sungin af dýrunum sem búa í frumskóginum sem plantað hefur verið niður á Stóra sviðinu. Barnaleikritið Móglí er íslensk leikgerð Illuga Jökulssonar eftir Skógarlífi, sögu Rudyards Kiplings um munaðarlausa mannsbarnið sem alið er upp af úlfum. Þau eru eflaust fá barnaleikritin sem eru lagalaus og Móglí er þar engin undantekning. Tónlistin er íslensk, skrifuð og unnin af Óskari Einarssyni í samvinnu við Berg Þór Ingólfsson, leikstjóra sýn- ingarinnar. Af öpum og Quarashi Óskar hefur verið viðloðinn Borg- arleikhúsið í nokkur ár og er sönnun þess að það margborgar sig að vera þolinmóður. „Hann byrjaði nú hér frammi í and- dyri að spila á píanó,“ segir Bergur og hallar höfðinu í átt til félaga síns. „Já, ég byrjaði hér á því að leika fyrir leikhúsgesti fyrir sýningar frammi í anddyri,“ útskýrir Óskar. „Þá var ég einhvers konar leikhús- rotta. Svo fékk ég það hlutverk að leika undir fyrir leikara, kenna og æfa með þeim lög og annað. Smám saman þróaðist það út í það að halda utan um tónlist í leikritum. Þannig að ég komst út frá anddyrinu og inn í leik- salinn.“ Eitt leiddi sem sagt af öðru og oft er víst betra að leita ekki of langt yfir skammt og því var engin ástæða fyrir Berg að hefja leitina að lagahöfundi fyrir utan veggi Borgarleikhússins. „Ég byrjaði á hugmyndavinnunni alveg hálfu ári áður en við byrjuðum að æfa,“ útskýrir Bergur. „Við völd- um þá leið sem við vildum fara og svo sendi ég hljóðheim, unninn af diskum sem ég átti heima, til Óskars og hann áttaði sig á því hvað ég átti við og hvaða kraft ég vildi í tónlistina á hverjum stað. Þannig vinnum við saman. Svo mætti hann bara með lög og í öllum tilfellum samþykkti ég þau. Ég hefði alveg getað afþakkað en þurfti þess aldrei.“ „Hann vildi fá ýmsar stemmningar, indverska, sígauna og jafnvel rapp,“ bætir Óskar við. „Þessi tónlist sem hann lét mig fá var mjög spennandi.“ Þetta er eflaust í fyrsta skiptið sem dýrin í Skógarlífi taka upp á því að „láta rímið flæða“, eins og þeir orða það Rottweiler-hundarnir í Árbæn- um. Hvað skyldi hafa komið þeim á bragðið? „Ja, „hvernig eru apar?“ hugsar maður. Þá eru það bara Quarashi sem passa,“ útskýrir Bergur og brosir sínu breiðasta. „Þess vegna eru ap- arnir í rappi. Maður reynir bara að ná fram stemmningum. Eitthvað sem þjónar sögunni og því sem er í gangi á sviðinu. Þess vegna er tónlistin úr ýmsum áttum.“ Snilld að stela Margir kannast eflaust við út- færslu Disney’s á ævintýrinu sígilda í hinni klassísku teiknimynd Jungle Book og muna jafnvel eftir tónlistinni úr henni. Það hlýtur að teljast virð- ingarvert að aðstandendur sýningar- innar ákváðu frekar að fara ótroðnar slóðir í stað þess að styðjast við þá tónlist sem þegar var til staðar. „Við fengum synjun frá Disney að nota þá tónlist,“ útskýrir Óskar. „Þá var bara ákveðið að gera nýja tón- list.“ „Ég segi nú eiginlega bara sem betur fer,“ segir Bergur stoltur. „Það sem tókst svo vel við þessa sýningu var að búa til útsetningu sem hentaði hverju dýri fyrir sig,“ útskýr- ir Óskar. „Ég hafði textana fyrir framan mig og var alltaf að hugsa út í það hvort dýrið sem ætti að syngja lagið væri vont, gott, skemmtilegt eða alvarlegt. Ég á þrjú lítil börn og ég prófaði þetta á þeim tveimur eldri til þess að sjá hvort þau gripu laglínuna. Ef svo var fannst mér ég vera á réttri leið. Núna kunna þau þetta allt saman utan að.“ Óskar er lítið fyrir það að draga dul á hverjir áhrifavaldar hans eru. „Ég fór aðeins í smiðju til Andrews Lloyds Webbers og skoðaði mig þar um,“ viðurkennir Óskar. „Maður stel- ur að sjálfsögðu ekki en maður fær hugmyndir. Til dæmis varðandi upp- byggingu og annað.“ „Það er bara snilld að stela og gera það að sínu. Það segir Atli Heimir,“ segir Bergur og báðir hlæja léttilega. „Auðvitað gera þetta allir,“ bætir Óskar við og blaðamaður velti því fyr- ir sér hvort þar hafi hann verið að koma upp um sig. „Flestar hljóm- sveitir í dag eru að stela Beethoven- stefjunum fram og til baka.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni,“ heldur Bergur blygðunarlaus áfram. „Þetta er bara hráefni alls staðar í kringum okkur og svo bara tekur maður. Ef maður er snillingur þá kemst maður upp með það.“ „Það eru náttúrlega bara tólf nótur í skalanum þannig að það hlýtur að vera búið að raða þeim upp í dag á alla mögulega vegu. Þá ætti þetta að vera byrjað að endurtaka sig.“ Útgáfa í febrúar Geisladiskurinn Móglí er svo vænt- anlegur í búðir í byrjun febrúar. Á honum verða öll níu lögin og leikið efni á milli þeirra. „Sagan verður sem sagt sögð eins og útvarpsleikrit ásamt þeirri tónlist sem er í bak- grunninum,“ segir Bergur. „Bara eins og Dýrin í Hálsaskógi,“ bætir Óskar við. „Ég ætla að reyna komast hjá því að hafa sögumann,“ útskýrir Bergur nánar. „Frekar vil ég bara styðjast við leikarana og þeirra texta.“ Þeir félagar segja allan metnað vera lagðan í það að njóta megi geisla- disksins óháð því hvort hlustendur hafi séð sýninguna eða ekki. Þetta sé gert í þeim tilgangi að platan eigi möguleika á því að vera sígild barna- plata sem standist tímans tönn. „Þetta hefur alla burði til þess,“ segir Óskar. „Ég veit að tónlistin er bæði fjöl- breytt og heilsteypt þannig að hlust- andinn verður ekkert leiður á því að hlusta í gegn,“ segir Bergur að lok- um. Geisladiskur með tónlistinni úr Móglí er væntanlegur Íslensk tónlist í frumskóginum Apar sem rappa, slöngur sem raula ítalskar aríur og úlfar sem spangóla um réttlætið. Allt þetta er að finna í barnaleikritinu Móglí. Birgir Örn Steinarsson hitti þá Berg Þór Ingólfsson og Óskar Einarsson, menn- ina sem kenndu dýrunum að syngja. Morgunblaðið/Golli „Hvar er myndavélin?“ Bergur Þór og Óskar í rólegheitum. Morgunblaðið/Jim Smart Friðrik Friðriksson leikur Móglí. Afneitun (Denial) G a m a n / D r a m a Leikstjórn og handrit Adam Rifkin. Aðalhlutverk Jonathan Silverman, Jason Alexander, Patrick Dempsey. (89 mín.) Bandaríkin 1998. Há- skólabíó. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI tveggja ára gamla mynd smellpassar inn í þann hóp mynda sem komið hafa út á myndbandi und- anfarið og fjalla á áleitinn máta um hjónabandið og skuldbindingar þess eins og t.d. að helga ástarlíf sitt einni manneskju. Í upphafi myndarinnar sitja sjö vinir að snæðingi, þrjú pör og einn piparsveinn. Sá einhleypi hefur æði ögrandi hugmyndir um samband milli tveggja einstaklinga og heldur því fram að það vari engan veginn án lyga og undirferlis upp að vissu marki – enginn geti m.ö.o. ver- ið í eðli sínu fullkomlega trúr annarri manneskju uns dauðinn skilur þau að. Pörin taka misjafnlega í þessar fullyrðingar, sér- staklega konurnar en þegar fram líða stundir kemur í ljós að pipar- sveinninn virðist hafa eitthvað til síns máls – í það minnsta í tilfelli paranna þriggja. Það eru æði vafasöm fræði sem Rifkin höfundur og leikstjóri predik- ar og næsta víst að flestir séu þeim andsnúnir. Sæmileg afþreying en leikurinn þó upp og ofan, Silverman og Dempsey afleitir en Alexander (George úr Seinfeld) fínn. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Ást og lygar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.