Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RICHARD Simm píanóleikari held- ur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru í Tíbrárröð- inni og hefjast kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Verdi- Liszt, Chopin-Rosenthal, Behr- Rachmaninov, Kreisler-Rachm- aninov, Korsakov-Rachmaninov auk fimm írskra og fimm íslenskra laga sem píanóleikarinn hefur sjálfur út- sett. Öll eru verkin, að hinu fyrsta und- anskildu, útsetningar tónskálda á verkum starfsbræðra sinna. Rigol- etto Paraphrase er útsetning Liszt á Verdi, Mínútuvals er útsetning Ros- enthals á Chopin og Rachmaninov á þrjár útsetningar á efnisskránni; eft- ir Behr hefur hann útsett Polka de V.R., Liebesfreud eftir Kreisler og Flight of the Bumblebee eftir Korsakov. „Ég er svolítið hrifinn af útsetningum og á síðustu tíu árum hef ég sjálfur útsett ýmislegt fyrir kennara og nemendur til að spila saman. En allt saman byrjaði þetta með því að ég fór að útsetja fyrir tvö píanó hljómsveitarverk sem mig langaði til að spila sjálfur,“ segir Richard. Rómantískur píanisti Áður en hann tekur til við útsetn- ingarnar leikur hann Fantasíu í C- dúr eftir Schumann, sem hann lýsir sem stóru og glæsilegu verki. „Þetta er ótrúlega stórkostlegt verk og mjög rómantískt. Ég er sjálfur róm- antískur píanisti og mér finnst sér- staklega gaman að spila tónlist frá því tímabili,“ segir hann. „Liszt útsetti fjöldann allan af óp- eruverkum eftir Mozart, Verdi og Donizetti. Það var jafngildi auglýs- ingar á þeim tíma að Liszt útsetti og spilaði sjálfur einskonar úrklippur úr óperum – og gerði það glæsilega vel. Rosenthal var nemandi Liszts og honum fannst líka gaman að útsetja af og til. Rachmaninov gerði líka mik- ið af því að útsetja. Polkann eftir Behr skilst mér að faðir Rachman- inovs hafi spilað fyrir hann ungan og að drengurinn hafi orðið svo hrifinn af verkinu að hann hafi ákveðið að út- setja það sjálfur seinna. Kreisler var frægur fiðluleikari og útsetti mjög oft sjálfur lög fyrir fiðlu. Hann var þekktur fyrir að hafa samið lög sem hann sagði vera eftir tónskáld sem enginn hafði heyrt um. Stundum bjó hann til nafn eða notaði nöfn tón- skálda sem voru ekki mjög fræg. Rachmaninov útsetti verk eftir hann en ef ég hef skilið það rétt þá var Kreisler víst ekki sérstaklega hrifinn af því að aðrir væru að útsetja verk hans,“ segir Richard. Síðastar á efnisskránni eru tvær lagasyrpur í eigin útsetningu píanó- leikarans, fyrst Fimm írsk þjóðlög, sem hann segir öll mjög þekkt, og svo Fimm íslensk lög. „Þetta eru lög sem allir þekkja, nema kannski það síðasta, Æskuheit eftir Ingunni Bjarnadóttur. Ég þekkti dóttur hennar fyrir norðan og hún sýndi mér nokkur lög sem Ingunn samdi þegar hún var ung og mér fannst þau afskaplega falleg,“ segir hann. Richard Simm fæddist í Newcastle á Englandi og vakti athygli sextán ára gamall með leik sínum á píanó- konsert nr. 1 eftir Liszt. Hann nam við Konunglega Tónlistarháskólann í London hjá Bernard Roberts og við Staatliche Hochschule für Musik í München hjá Erik Then-Bergh. Hann hefur haldið tónleika víða, m.a. í Wigmore Hall og Purcell Room í Lundúnum auk fjölmargra tónleika í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hann var fastráðinn píanisti og kennari við Háskólann í Wales í níu ár og ges- taprófessor í þrjú ár við Illinois-há- skólann í Bandaríkjunum. Frá því hann settist að á Íslandi árið 1989 hefur hann komið fram víða og unnið með mörgum helstu tónlistarmönn- um hérlendis ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, Íslensku óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Richard bjó á Norðurlandi í tíu ár en býr nú og starfar í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn „Ég er sjálfur rómantískur píanisti og mér finnst sérstaklega gaman að spila tónlist frá því tímabili.“ Píanóleikarinn Richard Simm á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld Leikur útsetningar tónskálda á verkum annarra tónskálda ÞAÐ var nánast fullt hús á Tíbrártónleikum þeirra Ólafs Kjartans Sigurðarsonar og Jónasar Ingimundarsonar á sunnudags- kvöld. Ólafur hefur gert víðreist undanfarið með erlendum ferða- óperum, fer með stórt hlutverk hér á landi í La Bohème í febrúar og kom nýlega fram í vinsælum skemmtiþætti Ríkissjónvarpsins, og aðsóknin því varla nema fyr- irsjáanleg. Þegar í fyrstu lögum, Í fjarlægð og Útlaganum Karls Ottó Runólfs- sonar, kvað við kraftmeiri og óp- erureyndari Ólafur Kjartan en áður hefur heyrzt. Síðan komu þrjú lög eftir undirleikarann, hin post-im- pressjónísku Vetrardagur (Stefán H. Grímsson) og Blómrósir (Helgi Sæmundsson) og Þetta land (Krist- ján frá Djúpalæk), sem nánast mætti kalla þjóðlega göngulagsfan- föru í einsöngsformi. Tvö laganna hlutu fyrir skömmu e.k. laumuforkynn- ingu á Við slaghörp- una-tónleikum, og heyrðist við ítrekun enn betur hvað Jónasi tókst að tjá mikið með litlu, sem ber vott um yfirlegu og miskunn- arlausa slípun. Svona beinskeytt látleysi er sjaldan allt þar sem það er séð, en einmitt með því að fórna meiru fyrir minna opnast tónhöfundi oft vísasta leiðin til sí- gildrar endingar. Ólafur Kjartan söng með innlifun og þrótti, og var að- eins á stakri hánótu í síðasta laginu (og rétt snöggvast í Í fjarlægð þar á undan) að vottaði fyrir ávæningi af hæsi eða þreytu sem hugsanlega mætti rekja til tímabundins álags eða kverkaskíts. Of Love and Death, hin ljóðrænt expessjónísku sönglög Jóns Þórar- inssonar frá 1950, skörtuðu kraft- miklum glæsibrag; að vísu stundum á kostnað mýktar og næmleika, sem, þótt fyrirfyndust vissulega inn á milli, hefðu að ósekju mátt vega þyngra á vogarskálum. Þetta ein- kenndi sömuleiðis nokkuð meðferð- ina á Vier ernste Gesänge eftir Brahms, t.a.m. í niðurlagi O Tod (3.), og mótun hendinga hefði í heild mátt taka mið af stærri ein- ingum og breiðara flæði, en annars voru þessi meistaraverk sungin af einlægri tilfinningu. Tæpast gat farið fram hjá neinum, að söngv- arinn hefur nú öðlast allt það afl og hljómfyllingu sem til þarf fyrir óp- eruhúsin. En þó að meðvitundin um þennan áfanga hljóti bæði að vera ljúf og skiljanleg, mun þegar á heildina er litið oft árangursríkara í ljóðasöng að treina kraftana með markvissri slægð, svo að styrkrænu hápunktarnir haldi fullum áhrifum allt til enda. Lagavalið eftir hlé sló á léttari strengi. Sönglögin þrjú í Don Quichotte a Dulcinée frá 1932 kváðu síðasta fullkláraða verk Maurice Ravels, ætluð rússneska bassanum Sjeljapin í kvikmynd um riddarann hugumprýdda (þótt út- gáfa Iberts endaði með að hreppa hnossið); ótrúlega lipur og létt mið- að við hvað höfundur þeirra var far- inn að kröftum. Þeir Ólafur fluttu spænsku rómaneskuna með þokka, epíska lagið af frásagnargleði og fóru á kostum í drykkjusöngnum, þar sem söngvarinn sýndi tilþrif er ættu að gera hann sjálfkjörinn í hlutverk Falstaffs ef þar að kemur. Írsku þjóðlögin á eftir voru ekki síðri; Londonderry Air (O Danny Boy) sveif á nótum göfuglyndis, The Spanish Lady dillaði sér ómót- stæðilega áfram við fjaðurmagnað- an píanóleik, og farsinn fékk að gossa í The Stuttering Lovers. Fallegustu mýkt kvöldsins náði söngvarinn í líðandi amerísku lög- unum Beautiful Dreamer (Foster) og Ma Curly-Headed Babby (Cluts- am), þar sem né heldur varð á betra kosið í fylgnum og flosmjúk- um undirleik Jónasar. Prentaðri dagskrá lauk með hinu gáskafulla bandaríska barnalagi I Bought Me A Cat í útsetningu Coplands, þar sem söngvarinn sletti úr klaufum með kostulegum húsdýraeftirherm- um. Aukalögin skiptu svo gamni og alvöru á milli sín með Spóakvæði og Báran kallar, við dynjandi og verð- skuldaðar undirtektir. Gaman og alvara TÓNLIST S a l u r i n n Íslenzk og erlend sönglög eftir m.a. Karl Ottó Runólfsson, Jónas Ingi- mundarson, Jón Þórarinsson, Brahms og Ravel. Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton; Jónas Ingi- mundarson, píanó. Sunnudaginn 14. janúar kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Jónas Ingimundarson Ólafur Kjartan Sigurðarson SKÁLDSAGA Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar Slóð fiðrildanna, eða „The Journey home“ eins og hún hefur verið nefnd á ensku, hefur hlot- ið umtalsvert lof í bandarískum fjöl- miðlum undan- farna tvo mánuði. Nú síðast var það Susan Salter Reynolds, rit- stjóri Los Ang- eles Times, sem í umfjöllun í ritinu Newsday, hrósaði Ólafi Jóhanni og sagði sögu hans bæði „heilstæða og heillandi.“ Að mati Reynolds þarf vissa manngerð til að fjalla um fólk á borð við það sem Ólafur Jóhann geri að sögupersónum sínum. Hann nái hins vegar að gæða persónur sínar lífi og það sé viðkvæmni þeirra sem geri Slóð fiðrildanna að því verki sem hún er. Dagblaðið Washington Times hef- ur þá einnig tekið söguna til umfjöll- unnar og segir gagnrýnandi blaðsins að höfundi hafi tekist að skapa eft- irminnilega sögupersónur. „Ólafur Jóhann er hæfileikaríkur rithöfund- ur sem hefur tekið gamalt viðfangs- efni – heimferð – og gert að áhuga- verðu efni. Þessi bók er þess eðlis að hana má lesa aftur. Hún er þess virði að eiga,“ segir í dómi blaðsins. „Heilstæð, heillandi“ Ólafur Jóhann Ólafsson HINN alræmdi vágestur, eiturlyf- in, hefur nú komið sér inn í kvik- myndir flestra þjóða, jafnvel okkar Íslendinga, og er stóra kvikmynda- gerðarþjóðin Frakkar engin undan- tekning þar á. Le Cousin fjallar um lögreglu- manninn Gérard sem vinnur við að uppræta eiturlyfjahringi. Honum til halds og traust er eiturlyfjasalinn Nounours, eða Frændinn, sem kjaft- ar frá ýmsum leyndarmálum eitur- lyfjaheimsins, og fær sína þóknun fyrir. Þessi mynd er mjög ólík því sem ég hef séð eftir Alain Corneau, eins- og Tous les Matins du Monde og Nocturne Indienne, sem eru íburð- armiklar, stílfágaðar og ljóðrænar kvikmyndir. Le Cousin er alveg hin- um megin á skalanum, og í takt við efnið er hún hrá og raunsæisbragur yfir henni. Corneau notar vinsæl frönsk popplög undanfarinna ára, sem virkar svona upp og ofan, en gaman er að heyra. Myndin er að mínu leyti dæmigerð kvikmynd um þetta efni, og jaðrar þess vegna við að vera bæði ófrum- leg og ópersónuleg. Gérard er lög- reglumaðurinn sem er aldrei heima, er með stöðugt samviskubit yfir að sinna ekki syninum, en kemst aldrei úr vinnunni, hún er þess eðlis. Er þetta klisja eða bara raunveruleikinn sem svo oft er sýndur í bíómyndun- um? Það er helst að vanlíðan eigin- konunnar hafi snert mig. Nournours er hins vegar mjög skemmtilegur og fjölskylduaðstæð- ur hans aðeins frumlegri og forvitni- legri. Karakterinn er yndislegur og leikarinn Patrick Timsit túlkar hann á mjög eftirminnilegan hátt. Le Cousin sýnir að mínu mati raunsæja mynd af frönsku samfélagi og getur því reynst bæði upplýsandi og ágætis skemmtun fyrir áhuga- sama. Löggan og bófinn KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri: Alain Corneau. Handrit: Michel Alexandre og Alain Corn- eau. Aðalhlutverk: Patrick Timsit, Alain Chabat og Agnès Jaoui. 1998. LE COUSIN  Hildur Loftsdótt ir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.