Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 59
því að lúta sömu lögmálum og
tekjur almennt. Eðlilegt og rökrétt
er að öryrkinn (launþeginn) haldi
tekjum sínum þótt hann gangi í
hjónaband. Ekki er vitað til þess að
neinn annar hópur í þjóðfélaginu
missi fjárhagslegt sjálfstæði sitt við
það eitt að ganga í hjónaband nema
að vera kynni námsmenn, en það er
efni í aðra grein. Fyrir utan þá stað-
reynd að öryrkjum er af þessum
ástæðum fyrirmunað að framfæra
sjálfa sig og leggja sitt af mörkum
til framfærslu fjölskyldu sinnar, er
þeim hættar við en öðrum að sæta
kúgun í hjónabandi, þar sem þeir
eru gjörsamlega háðir maka sínum
fjárhagslega.
Aðalatriðið er að hjón eru lögum
samkvæmt framfærsluskyld gagn-
vart mökum sínum, þ.e. fram-
færsluskyldan er gagnkvæm. Þeir
einstaklingar sem eru fatlaðir og
njóta örorkubóta njóta ekki jafn-
réttis á við aðra þegna landsins
varðandi það að ganga í hjónaband.
Með framangreindu skerðingar-
ákvæði koma stjórnvöld í veg fyrir
að öryrkjar geti uppfyllt þá laga-
skyldu sína, skv. VII. kafla hjú-
skaparlaga nr. 93/1993, að hjón
skuli sjá sameiginlega fjölskyldu
sinni farborða.
Af framansögðu verður sú álykt-
un dregin að framkvæmd sú sem
tíðkast varðandi skerðingu tekju-
tryggingar vegna tekna maka líf-
eyrisþega brjóti í bága við jafnræð-
isreglu stjórnarskrárinnar og
samræmist ekki ákvæðum mann-
réttindasáttmála þeirra sem Ísland
hefur fullgilt eða lögfest.
Allt frá þjóðveldisöld hafa gilt
hér á landi ýmis lagaákvæði um þá
sem minna hafa mátt sín í lífsbar-
áttunni. Þegar litið er á löggjöf um
réttarstöðu fatlaðra á tuttugustu
öldinni er það einkennandi fyrir
þróunina á þessu sviði, að löggjöfin
hefur breyst frá því að litið var á
hinn fatlaða sem „óæðri“ veru, sem
vegna líkamlegs eða andlegs at-
gervis var sviptur nánast öllum
réttindum mannlegs samfélags, til
þess viðhorfs sem nú er ríkjandi að
hinn fatlaði eigi jafnan rétt og aðrir.
Að mínu mati hefði verið eðlileg-
ast að stjórnvöld hefðu unnið með
forystu ÖBÍ að lausn þessa máls og
viðurkennt kröfur bandalagsins
strax í upphafi og þannig komast
hjá tímafrekum og kostnaðarsöm-
um málarekstri.
Að lokum við ég óska þjóðinni til
hamingju með niðurstöðu Hæsta-
réttar í þessu mikilvæga máli.
Öryrkjadómurinn
Framkvæmd á skerð-
ingu tekjutryggingar
vegna maka lífeyr-
isþega, segir Lára
Helga Sveinsdóttir,
brýtur í bága við
jafnræðisregluna.
Höfundur er lögfræðingur.