Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 32
FLÓÐIN Í HVÍTÁ 32 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ar, varðstjóra hjá lögreglunni á Sel- fossi, hélt fólk á flóðasvæðunum ró sinni og engar aðstoðarbeiðnir frá fólki bárust lögreglunni vegna flóð- anna. Flóðin náðu hámarki sínu aðfara- nótt mánudags og ruddu klaka- stykkjum upp á tún, þar á meðal gríðarstórum ísjökum upp á tún í landi Stóru-Reykja. Ísjakar í túnum Gísli Hauksson, bóndi á Stóru- Reykjum, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær, vænta þess að áhrif flóðanna kæmu betur í ljós í vor en taldi þau hafa fremur lítil áhrif núna. „Það eru borgarísjakar á túnunum hjá mér og stærð þeirra er með ólíkindum,“ sagði Gísli. „Þeir eru allt að 60 cm þykkir og 9x7 metr- ar í þvermál og ég tel að það sé möl og aur í þeim sem munu skemma túnin í vor. Mesti skaðinn felst þó í girðingum hjá mér sem hafa farið í sundur, en þær hafa skemmst á löngum köflum. Þær halda því ekki hrossum á sínum stað og ég verð að finna þeim hólf þar sem ekki hefur flætt yfir.“ Gísli slapp við flóðskemmdir á húsum sínum en vatnið seildist í kjallarann hjá nágrönnum hans á bænum Litlu-Reykjum. Skemmdir urðu þó ekki alvarlegar þótt vatns- hæðin hefði orðið töluverð þegar mest var. Ábúendur á Litlu-Reykj- um, hjónin Ragnheiður Jónsdóttir og Þorvaldur Þórarinsson, gátu var- ist flóðunum og bjargað munum upp á efri hæð hússins, en tjón varð á gólfefnum og hurðum í kjallaranum. Þau sögðust engan veginn hafa geta séð fyrir hvað var í vændum á sunnudaginn þegar Hvítá síflaðist. „Áin stíflaðist fyrst í gærmorgun á ellefta tímanum og um klukkan 14.30 sýndist okkur flóðið standa í stað,“ sagði Ragnheiður. „Áin ruddi sig en stíflaðist svo aftur um klukk- an 15 og þá varð mikið flóð á skömm- um tíma með jakaburði,“ sagði Þor- valdur. Skömmu síðar fór að flæða inn í kjallarann, þar sem er bílskúr og íbúð. Vatnið varð fljótt hnédjúpt í kjallaranum og hófust þau hjón handa við að dæla vatninu út á sunnudagskvöldið og héldu verkinu áfram eldsnemma í gærmorgun. Enga utanaðkomandi aðstoð við verkið var hægt að veita, þar sem ófært var með öllu að bænum. „Það var gjörsamlega ófært hingað, svo hvorki slökkvilið né aðrir komust hingað,“ sagði Þorvaldur. „Það tók okkur tvær klukkustundir að kom- ast 800 metra á dráttarvélinni til að ná í bensíndælu,“ bætti hann við. Þeim tókst að verja íbúðina með plasti og sandpokum og einbeita sér að austrinum og björgun húsmuna. Frystikistum var lyft upp á stöpla og ýmislegt borið upp á efri hæðina. Litlu mátti muna að fjöldi frænd- fólks þeirra hjóna, sem var í heim- sókn á Litlu-Reykjum á sunnudag, yrði innlyksa á bænum þegar það kom að virða fyrir sér flóðin. Um daginn varð fólkinu ekki um sel og fór í samfloti til baka og skömmu síðar lokaðist vegurinn, Flóavegur- inn, eða Suðurlandsvegurinn. Allir óhræddir Þau hjón fluttu að Litlu-Reykjum árið 1984, sama ár og flóð urðu í Hvítá. „Þá var talað um að flóðin væru þau mestu í manna minnum, en þetta flóð er samt þónokkuð meira,“ sagði Þorvaldur. „Jakaburð- urinn og vatnsmagnið að þessu sinni er miklu meira á þessum blett hjá okkur.“ Þrátt fyrir að atburðarásin að þessu sinni hafi verið hröð, olli hún engri skelfingu á bænum, hvorki meðal fullorðinna né barna. Helst þótti börnunum spennandi að fylgjast með flóðunum og taka þátt í björgunarstörfunum, að sögn Þor- valdar og Ragnheiðar. Frá Litlu-Reykjum er stutt að Oddgeirshólum eftir samnefndum vegi, en sá varð ófær. Oddgeirshólar eru þó ekki alveg einangraðir þar sem unnt er að komast á jeppa eftir Langholtsvegi. Í gær flæddi yfir víða yfir veginn á löngum köflum og var honum lokað. Að undanskildum samgöngutruflunum ollu flóðin ábú- endum ekki óþægindum. Klakastífl- an, sem olli flóðunum, er skammt frá bænum og skildi áin eftir sig mikil ummerki við Háaberg í Kiðabergs- landi þar sem áin hafði rutt gríð- arstórum jakastykkjum upp á bakk- ana. Hvítá flæddi yfir hluta Brúnastaðalands, svokallað Brúna- staðanes og varð Ketill Ágústsson bóndi var við töluverðar skemmdir á túnum og girðingum. „Það sér á túnum, grassvörðurinn hefur verið ristur upp og girðingar hafa skemmst,“ sagði Ketill. „Það fór til dæmis splunkuný girðing á 800 metra löngum kafla og svo eyði- lagðist landamerkjagirðing á tölu- vert löngum kafla auk annarra minniháttar girðingaskemmda.“ Hann telur að Bjargráðasjóður komi helst til greina þegar tjón af þessu tagi ríða yfir. Ketill sagði að flóðið árið 1984 hefði haft mun meiri áhrif hjá sér en flóðið að þessu sinni. „Áin er 1.100 metra breið á nokkuð löngum kafla hér og þá kom hún með alla íshell- una yfir túnin og olli miklum skemmdum.“ „Var gjörsamlega ófært hingað“ Morgunblaðið/RAX Oddgeirshólavegur er ófær nema stærri jeppum vegna jakaframburðar og vatnselgs. Vegagerðin fylgist með veginum og opnar hann um leið og aðstæður leyfa. Ófært er á bílum að Oddgeirshólum en fært ríðandi fólki eins og Söndru Hróbjartsdóttur.                            !"             #        $%   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.