Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 31
LÖGREGLAN á Selfossi var með
vakt við Oddgeirshólaveg í fyrri-
nótt en hefur að sögn Ólafs Íshólms
Jónssonar varðstjóra ekki þurft að
hafa mikið fyrir hlutunum, enda
enginn beðið hana um aðstoð. „Það
er að rætast úr þessu öllu,“ sagði
Ólafur í gær á hlaðinu við Litlu-
Reyki. „Vatnsyfirborðið er greini-
lega farið að lækka, svo þetta
stendur allt til bóta. Við vorum með
vakt hér í nótt vegna rafmagnslín-
unnar sem féll á Oddgeirshólaveg
til að tryggja að enginn færi sér að
voða. Annars hafa engar beiðnir
um aðstoð lögreglu borist frá fólki
vegna flóðanna. Fólk virðist vera
ákaflega rólegt yfir þessu. Það er
orðið vant því að lenda í svona smá-
hremmingum og virðist taka þessu
með jafnaðargeði. Við munum ekki
hafa formlegt eftirlit með svæðinu
hér eftir, en almannavarnanefnd er
í viðbragðsstöðu og er tilbúin að
grípa inn í ef ástæða er talin til og
sama er að segja um björg-
unarsveitir. Það hefur þó ekki
reynt á það enn,“ sagði Ólafur.
Vegagerðin fylgist áfram með
Oddgeirshólavegi og Langholts-
vegi og væntir þess að opna þá um
leið og flóðvatnið minnkar á þeim.
Þeir eru víða undir alldjúpu vatni
og erfitt að segja til um hversu mik-
illa viðgerða þeir krefjast eftir
hamfarirnar.
Steinþór Guðmundsson á Oddgeirshólum kannar ummerki við klakastífluna gegnt Háabergi í Kiðabergslandi.
„Fólk tekur flóðunum
með jafnaðargeði“
Ólafur Íshólm Jónsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, fylgist
með gangi mála við Litlu-Reyki.
Langholtsvegur er undir flóðvatni á löngum kafla og var lokað á sunnudagskvöld.
FLÓÐIN Í HVÍTÁ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 31
lega. Fylgst verður með ástandi
þeirra í dag og reynt að opna þá um
leið og aðstæður leyfa. Veghefill frá
Vegagerðinni var í gær sendur áleið-
is til Oddgeirshóla til að ryðja burtu
stórum klakastykkjum á veginum en
hann varð frá að hverfa vegna raf-
línu sem fallið hafði á veginn.
Straumur var enn á línunni þar sem
hún lá á veginum en viðgerð fór
fram um hádegisbil.
Almannavarnanefnd Árborgar og
nágrennis er í viðbragðsstöðu vegna
flóðanna en þau kölluðu ekki á að-
gerðir hennar, né björgunarsveita.
Að sögn Ólafs Íshólms Jónsson-
Morgunblaðið/RAX
hingað“
Ábúendur á Litlu-Reykjum, Ragnheiður Jónsdóttir og Þorvaldur Þór-
arinsson. Með þeim er Gísli Hauksson á Stóru-Reykjum.