Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 1
12. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. JANÚAR 2001 HEILAR, mergur og aðrir hlutar nautgripa sem kunna að bera í sér kúariðusmit kunna í framtíðinni að verða hluti af dönsku sementi. Danskir vísindamenn hafa leitað lausna á því hvað gera eigi við þá hluta skepnunnar sem geta borið smit og eru nú að leggja lokahönd á sement blandað kýrheilum og merg. Dýralæknisembættið og um- hverfismálayfirvöld hafa gefið grænt ljós. Þar sem bannað er að nýta kjöt- og beinamjöl í fóður vegna hætt- unnar á smiti hafa vísindamenn reynt að finna önnur not fyrir það enda um talsvert magn að ræða, um 250 tonn á viku, sem þarf að losna við. Kjöt- og beinamjöli hefur verið blandað í sement í nokkrum Evr- ópulöndum og telja dönsk yfirvöld ekkert að því að taka slíkt upp í Danmörku. Áður en það gerist verða mjölframleiðendur að semja um verð við sementsframleiðendur og vona að banni Evrópusambands- ins við allri notkun kjöt- og beina- mjöls verði breytt er það rennur út 30. júní nk. Samkvæmt því verður að geyma allt áðurnefnt mjöl þar til eftirlits- kerfi í viðkomandi löndum hafa verið könnuð til fullnustu en Danir framleiða um 200.000 tonn af kjöt- og beinamjöli árlega. Kýrheilar notaðir í sement Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. OTTO Gregussen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, hefur til athugunar að koma á veiðileyfagjaldi í sjávarút- veginum en leggur áherslu á, að það verði að bíða um sinn vegna ástands- ins í greininni. Gregussen segir að meginverkefn- ið nú sé að endurskipuleggja fiski- skipaflotann en afkastageta hans er miklu meiri en svarar til aflaheimild- anna. „Þeir, sem hið opinbera úthlutar veiðileyfum, njóta ákveðinna forrétt- inda, sem þeir geta hagnast mikið á. Þegar búið verður að laga flotann að því, sem auðlindin gefur af sér, er rétt, að þeir greiði nokkuð til sam- félagsins fyrir þessi forréttindi,“ segir Gregussen og heldur því fram að það sé skynsamlegra fyrir þá, sem mega stunda ákveðnar veiðar, að greiða hæfilegt gjald en eiga á hættu, að þær verði opnaðar öllum. Gregussen kynnti þessar hug- myndir sínar á fundi með útgerðar- mönnum í síðustu viku en fékk held- ur dræmar undirtektir. Þeir og önnur hagsmunasamtök í norskum sjávarútvegi eru andvíg veiðigjaldi en Leiv Grønnevet, sem fer með mál- efni sjávarútvegsins í norska bank- anum Kreditkassen, segir, að veiði- gjald sé eðlilegt þegar búið verði að taka til í greininni. Noregur Veiðileyfa- gjald til athugunar Ósló. Morgunblaðið. ÍSRAELAR aflýstu í gær friðarvið- ræðum, sem fara áttu fram síðar um daginn við Palestínumenn, og lokuðu Gazasvæðinu vegna morðs á ísraelsk- um landnema. Viðræðunum verður þó haldið áfram í dag að sögn ísra- elska ríkisútvarpsins. Ísraelski herinn brást við morði ísraelska landnemans með því að loka alþjóðaflugvellinum á Gaza og einnig helstu þjóðvegum á svæðinu. Var því öllu skipt upp í fjóra hluta og þannig komið í veg fyrir, að Palestínumenn gætu farið ferða sinna. Hefndu aðrir ísraelskir landnemar morðsins með því að brenna heimili Palestínu- manna, akra og gróðurhús. Þá skutu ísraelskir hermenn Palestínumann til bana á Vesturbakkanum. Hótar refsingum Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær, að morðið á ísra- elska landnemanum væri glæpur, sem ekki yrði fyrirgefinn. Sagði hann, að Ísraelar myndu ná til morðingj- anna og refsa þeim og öðrum, sem ráðist hefðu gegn Ísraelum. Meira en 360 manns hafa fallið síðustu mánuði, langflestir Palestínumenn. Aftökur tveggja manna, sem pal- estínsk yfirvöld dæmdu til dauða fyrir samstarf við Ísraela, hafa verið for- dæmdar, einkum í Evrópu, en auk þess hafa tveir menn aðrir verið dæmdir til dauða fyrir sömu sakir. Segja talsmenn Palestínustjórnar, að njósnir mannanna fyrir Ísraela hafi leitt til dauða nokkurra landa þeirra, en stjórnin hefur nú ákveðið að heita þeim griðum, sem starfað hafa fyrir Ísraela, gefi þeir sig fram innan 45 daga. Gazasvæði lokað og friðarviðræðum frestað Gaza, Jerúsalem. AP, AFP.  Aftökur/28 MIKILL óhugur er í íbúum El Salva- dor eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir landið á laugardag og forseti þess, Francisco Flores, reyndi í gær að fullvissa þá um að ekki væri hætta á frekari náttúruhamförum. Að minnsta kosti 500 manns biðu bana og 780 slösuðust í jarðskjálft- anum í El Salvador sem mældist 7,6 stig á richterskvarða. Haft er hins vegar eftir talsmönnum ýmissa hjálp- arstofnana, að meira en 4.000 manns til viðbótar sé enn saknað, þar af um 3.000 í Comasagua og 1.200 í ná- grannabænum Las Colinas. Björgun- armenn voru ekki komnir til bæjanna í gær vegna ónýtra vega en sagt er, að mikil skriða hafi fært Comasagua á kaf. Um 500 eftirskjálftar, allt að 5,6 á richterskvarða, ollu mikilli skelf- ingu meðal íbúanna og torvelduðu björgunarstarfið. Francisco Flores sagði að ekki væri hætta á öðrum stórum skjálfta á næstunni og reyndi að kveða niður orðróm um að jarðhræringarnar gætu komið af stað eldgosi eða flóð- bylgjum, sem geta fylgt öflugum jarðskjálftum. „Engar slíkar náttúruhamfarir verða,“ sagði Flores. „Við hvetjum fólk til að sýna stillingu og halda dyr- um heimila sinna opnum til að geta komist út ef snarpir eftirskjálftar verða.“ Þúsundir húsa eyðilögðust Yfirvöld sögðu að 11.000 manns hefðu orðið að flýja heimili sín vegna skjálftans. Alls hefðu um 8.000 hús eyðilagst og tæplega 16.900 skemmst. Af þeim 403 líkum sem höfðu verið grafin upp í gær fundust flest í bæn- um Santa Tecla, skammt frá höfuð- borginni San Salvador, þar sem allt að 500 hús eyðilögðust í aurskriðu. Talsmenn Rauða krossins sögðu að óttast væri að 1.000 lík væru enn í húsarústum bæjarins. Þúsundir manna héldu áfram björgunarstarfinu í Santa Tecla en ólíklegt var talið í gær að nokkur fyndist á lífi úr þessu. Skjálftans varð einnig vart í grannríkjunum Gvatemala, Ník- aragva, Hondúras og allt norður til Mexíkóborgar. Sex manns biðu bana í Gvatemala. AP Íbúar bæjarins Santa Tecla, skammt frá San Salvador, leita að fórnarlömbum skriðu sem féll á bæinn í jarðskjálftanum á laugardag. Hundruð manna farast í jarðskjálfta í El Salvador og þúsunda er saknað Reynt að draga úr ótta við frekari hamfarir San Salvador. AFP, Reuters.  Miklir eftirskjálftar/26 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.