Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hinn 4.4. 1921 fædd- ist Guðjón Magnússon, hinn 1.5. 1921 fæddist Týr. Þannig hófst sam- ganga þeirra. Guðjón Magnússon og Týr voru óaðskiljanlegir upp frá því. Ég kynntist Gauja Manga (eins og við þekktum hann) fyrir 40 árum. Þau kynni voru einlæg og góð. Við brölluðum margt saman. Guðjón var alltaf foringinn, og ekki má gleyma henni Önnu Gríms. Týr átti lengi heima í austurher- berginu götumegin á jarðhæðinni Heiðarvegi 52. Þar voru haldnir stjórnarfundir, spjallfundir og alls konar fundir og uppi á lofti biðu okkar kaffi og kökur, brauðtertur og allt. Ja, kannski er ég nú farinn að bulla, því ekki það, ég held að Guðjón Magn- ússon mundi fyrirgefa gömlum félaga bullið. „Fræknustu englar sem ferðast um ský, forðum á jörðinni voru í Tý.“ Svo segir í einum borðsálmi þeirra Týr- ara, og nú hefur enn einn bæst í þann hóp, frækinn íþróttamaður og um- fram allt maður í besta skilningi þess GUÐJÓN MAGNÚSSON ✝ Guðjón Magnús-son fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 12. janúar. orðs. Guðjón var dreng- ur góður. Í fornsögum okkar var óþarfi að lofa menn með hástemmd- ari orðum, en slíkur var Guðjón. Guðjón var maður ósérframtrönulegur en samferðamenn hans völdu hann þó til for- ustu. Hann varð for- maður Týs auk alls kon- ar formennsku í nefndum og ráðum. Í Netagerð Vestmanna- eyja er lítill afkimi sem kallast kaffistofa. Á þeirri kaffistofu eru kaffitímar allan sólarhringinn. Þangað safnast menn hvaðanæva úr bæjarlífinu, ræða mál- in og leita ráða. Sá ráðagóði var Gaui Manga og reyndar ekki bara hann því þarna mættu spekingar úr öllum þáttum atvinnulífsins. Gaui Manga hafði þann eiginleika að laða til sín menn sem þurftu á ráðum hans að halda. Því varð kaffistofan svo vinsæl að menn sem ekki höfðu endilega áhuga á kaffinu mættu þarna daglega til að ræða málin. Gaui Manga hafði áhuga á öllu mannlegu, þó mest íþróttum og æsk- unni. Þótt Gaui Manga væri nær átt- ræður var hann enn þá barn í hjarta sínu, en slíkir eldast ekkert. Það var nánast sama við hvern hann talaði; í því samtali voru þeir jafnaldrar. Ég veit að Gaui Manga fyrirgefur Magga skalla þótt þessi minningarorð séu fátækleg. Hann hefði átt skilið há- leitari orð en það verða einhverjir aðrir til þess. Við Guðjón skildum hvor annan og þurftum aldrei að há- skrúfa samtöl okkar. Ég votta eiginkonu og börnum dýpstu samúð mína og allra annarra Týrara. Vertu sæll, vinur, ég á eftir að sakna þín. Magnús Magnússon. Guðjón Magnússon, Gaui Manga, er látinn eftir stutt en erfið veikindi. Gaui Manga var einhver besti frjáls- íþróttamaður sem Eyjarnar hafa alið og varð margfaldur Íslandsmeistari í stangarstökki á ferli sínum. Guðjón fæddist árið 1921 eða sama ár og Knattspyrnufélagið Týr var stofnað en hann fæddist í Týspeysu og var alla tíð mikill Týrari. Hann var formaður félagsins til margra ára og sat þar enn lengur í stjórn. Á þeim ár- um var heimili hans og Önnu eigin- konu hans félagsheimili Týs, þaðan var starfinu stjórnað og þar voru fundirnir haldnir og samkomurnar. Þrátt fyrir sterkt Týshjarta var Guð- jón mikill fylgismaður þess að félögin Týr og Þór væru sameinuð eins og reyndin varð á sínum tíma. Guðjón sat í fyrstu stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja og honum hefur verið sýndur margskonar heiður fyrir störf sín innan íþróttahreyfingarinnar, m.a. verið sæmdur Gullkrossi ÍBV, æðstu viðurkenningu bandalagsins. Gaui Manga var einn af þeim sem áttu sinn þátt í því að gera þrettándann í Vestmannaeyjum að því sem hann er í dag, stórkostleg fjölskylduhátíð. Hann var uppátækjasamur við hönn- un á tröllum og forynjum sem löngu eru landsfræg. Það var því táknrænt er þrettándagleðinni lauk á malarvell- inum í Löngulág sl. laugardagskvöld að þá gengju jólasveinar og tröll fylktu liði að heimili Gauja og Önnu og vottuðu foringjanum virðingu sína í lok gleðinnar sem Gaui á hvað stærsta þáttinn í að skapa. Með Guðjóni er fallinn einn mik- ilvirtasti forystumaður íþróttahreyf- ingarinnar í Vestmannaeyjum. Stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja vill þakka honum starfið og vottar fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. Stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Um leið og við félagarnir í Kiwanis- klúbbnum Helgafelli Vestmannaeyj- um kveðjum vin okkar og félaga Guð- jón Magnússon, viljum við þakka honum ánægjulega samfylgd. Gaui Manga, eins og hann var alltaf kall- aður, gekk í Kiwanisklúbbinn Helga- fell árið 1978 og varð um leið einn af öflugustu félögum klúbbsins. Það var alveg sama hvað þurfti að gera alltaf var Gaui boðinn og búinn, sama hvernig á stóð. Þegar kom að því að skreyta félagsheimilið okkar fyrir skemmtan- ir var Gaui sjálfkjörinn og hann var ekki í vandræðum með að hrista fram úr erminni það útlit sem passaði hverju sinni. Þó að hann væri elstur okkar félaganna trúðu því fæstir að þessi strákur með hreyfingar tán- ingsins, ætti ekki eftir nema þrjá mánuði í áttrætt. Það verður ekki auðvelt að fylla það skarð sem hann skildi eftir. Hans er og mun verða sárt saknað í okkar hópi. Kæra Anna, við Helgafellsfélagar sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kiwanisfélagar Helgafelli Vestmanneyjum. Elskulegur afi, þú kvaddir svo óvænt en það er huggun harmi gegn hvað þú hélst virðuleikanum og reisninni allt fram í andlátið. Ég hefði ekki séð þig fyrir mér á dvalarheimili eða annarri stofnun upp á aðra kominn, það hefði aldrei gengið. Þú varst okkur barnabörnunum mikil og góð fyrirmynd og hvattir okkur beint eða óbeint bæði í leik og starfi. Ég man þegar ég lauk meist- araprófi í rafvirkjun sem þykir kannski ekki svo merkilegt saman- borð við aðrar prófgráður, en þú og amma færðuð mér áritaða bók. Í árit- uninni stóð eftirfarandi: „Þann 25 maí 1992 lauk Einar Jes Guðmundsson dóttursonur okkar meistaraprófi í raflögnum og tilheyr- andi raffræðum. Hlaut hann ágæta fyrstu einkunn og var sér og sínum til sóma, sem við viljum þakka og sýna honum með þessari bókargjöf virð- ingu okkar á þessari frammistöðu. Við óskum honum heilla. Manndóm- ur framtak og varúð megi fylgja hon- um.“ Þetta þótti mér virkilega vænt um. Mér er enn ljóslifandi sú minning þegar við fórum saman á Willis-jepp- anum mínum yfir Skarðsheiði. Þá var ég eitthvað innan við tvítugt. Það var mikill heiður fyrir mig þegar þú baðst mig um að fara með þig línu- veginn sem liggur um þá fornu þjóð- leið milli Skorradals og Leirársveit- ar. Þeir voru fáir blettirnir á Íslandi sem þú hafðir ekki komið á en þeir voru allmargir kílómetrarnir sem þú ferðaðist um landið á jeppa, þá að- allega í tengslum við starf þitt. Við höfðum með okkur nesti sem við snæddum efst á heiðinni og nutum útsýnis. Það voru ófáir fróðleiks- molarnir sem komu frá þér en það ÞORSTEINN EINARSSON ✝ Þorsteinn Ein-arsson fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1911. Hann lést á heimili sínu 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 12. janúar. voru fáir menn sem skemmtilegra var að ræða við bæði hvað varðaði náttúrufræði, landafræði eða annan fróðleik. Á leið okkar var djúpt gil með brött- um brekkum beggja vegna, þann spöl kaust þú að fara fótgangandi, en mikið hreifst þú af því hvað Willisinn fór þetta létt enda höfðu þeir tekið talsverðum breytingum hvað vél- arafl og dekkjastærð áhrærði frá þeim tíma er þú ferðaðist á slíku tæki. En nú eruð þið sameinuð á ný þú og amma, eftir lifum við með minn- ingarnar og mun ég leitast við að verða mínum afkomendum sama fyr- irmynd og þú varst okkur. Einar Jes. Kæri afi minn, þá kom að því að hún amma kallaði þig til sín, enda er erfitt að hugsa sér ykkur aðskilin hvort frá öðru í langan tíma. Þar sem ég á ekki heimangengt til að kveðja þig langar mig til að festa á blað nokkur minningarbrot en af mörgum er að taka. Margar ferðirnar fór ég bílveikur fyrir Hvalfjörðinn til að heimsækja ykkur ömmu, en óhætt er að segja að hver beygja og hver hola hafi verið þess virði því á leiðarenda biðu alltaf hlýjar mótökur og ný ævintýri. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu mikils virði mér þótti að vakna snemma á morgnana inni á Laugarásvegi, því þá var aldrei að vita nema maður fengi að fara með afa í morgunbaðið, var manni þá ávallt kennt hvernig maður ætti að þvo kroppinn og í hvaða röð maður ætti að gera hlutina, svo ekki sé talað um þá miklu list að beita handklæð- inu rétt og hvaða hluti handklæðisins var ætlaður hverjum líkamshluta, eftir baðið settumst við gjarnan niður í eldhús og fengum okkur morgun- verð með glasi af góðu heimalöguðu súkkulaði með hunangi út í, á eftir voru fuglarnir fóðraðir en garðurinn þinn er áreiðanlega stærsti griða- staður fyrir fugla á höfuðborgar- svæðinu. Ef merkisdagur var í fjöl- skyldunni þá var fáninn dreginn að hún, með viðeigandi fánahyllingu, hjá þér lærði ég hversu mikils virði ís- lenski fáninn er okkur, og hvernig okkur bæri að umgangast hann með virðingu. Ógleymanlegar eru stund- irnar þegar þú lést okkur frændurna glíma í borðstofunni, eða þegar þú leiðbeindir okkur í spjótkasti og öðr- um íþróttum úti á túni, í huga okkar strákanna komst þú næstur görpun- um úr Íslendingasögunum þegar glíma og íþróttir voru annarsvegar. Lengi mun ég muna göngutúrana okkar niður í dal, úti í náttúrunni varst þú ávallt ötull við að fræða okk- ur um það sem fyrir augu bar. Eftir að ég óx úr grasi átti ég alltaf víst húsaskjól hjá ykkur ömmu, og áttum við þá saman margar ánægjulegar stundir þar sem þú gast tímunum saman sagt frá hlutum sem þú hafðir upplifað á langri ævi og ómetanlegar eru allar frásagnirnar af forfeðrum og ættingjum, sem voru horfnir á braut áður en ég kom til sögunnar. Eitt er víst að allt sem þú gafst frá þér til mín hefur reynst mér vel á lífs- leiðinni,og á ég örugglega eftir að segja barnabörnunum mínum frá þér og ömmu með stolti í hjartanu. Berðu henni ömmu kveðju mína. Með kæru þakklæti fyrir allt. Sigurður Ingi. Fyrstu kynni mín af Þorsteini Ein- arssyni voru fyrir um 40 árum, á hin- um fjölmennu og vinsælu skólasund- mótum í Sundhöll Reykjavíkur, sem Þorsteinn skipulagði og stjórnaði af röggsemi. Í þau ár sem ég starfaði sem nám- stjóri í sundi átti ég mikið og náið samstarf við Þorstein. Verkefni við endurskoðun námskrár og reglu- gerða í sundi, námskeið fyrir sund- kennara svo og ýmislegt er laut að ör- yggismálum sundlauga var efst á baugi þá. Útgáfa námsefnis fyrir kennara var nokkur og þá var gott að eiga Þorstein að. Hann prófarkalas bæklingana, leiðrétti og stílfærði af kunnáttu, því vald hans á móðurmál- inu var gott. Þetta var skemmtilegur og þrosk- andi tími fyrir ungan mann að starfa með þessum reynda og stjórnsama manni. Þorsteinn var duglegur og vinnusamur og fullur eldmóðs, áhuga og óbilandi trúar á það sem hann tók sér fyrir hendur. Þessir eiginleikar höfðu örvandi áhrif á umhverfi hans og gerði vinnuna líflega og skemmti- lega. Þorsteinn hóf störf sem íþrótta- fulltrúi ríkisins, árið 1941. Það kom í hans hlut að sjá um framkvæmd nýrra íþróttalaga, sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar 1940. Með íþróttalögunum var komið á sund- skyldu allra skólabarna á Íslandi. Þar segir orðrétt í upphafi 13. greinar: „Öll börn í landinu skulu læra sund, nema þau séu óhæf til þess, að mati skólalæknis.“ Með þessa afdrátt- arlausu málsgrein að leiðarljósi hóf Þorsteinn uppbyggingu sund- skyldunnar í skólum landsins. Framkvæmdin tókst vel undir öryggri forystu hans. Í samvinnu við- fræðslustjóra, skólastjóra, sveitar- stjórnamenn og kennara var lyft Grettistaki í sundmálum þjóðarinnar, jafnt uppbyggingu sundlauga sem sundfærni. Þorsteinn vildi einnig sýna fram á að fjármagni væri vel varið og safnaði í því skyni ýmsum upplýsingum um prófárangur, ástundun, fjölda þeirra sem nutu sundkennslu og ýmsum öðrum upp- lýsingum. Í dag eru vinnubrögð sem þessi kennd við gæðastjórnun og innra eftirlit. Sennilega er það einsdæmi meðal þjóða, að skylda öll börn til sund- færni. Gögnin sem liggja í geymslum ráðuneytisins sýna að 85-90% skóla- barna stóðust sundpróf í 12 ára bekk. Það próf var hin íslenska skilgreining á því að vera syndur. Frábær árang- ur. Vegna sundskyldunnar voru sund- laugar yfirleitt fyrstu íþróttamann- virkin sem byggð voru. Þær voru hagkvæmar í rekstri, einkum þar sem heitt vatn var að finna. Sundið var Þorsteini hugleikið og áhugi hans á sundíþróttinni var ætíð mikill. Ætla má að sú ákvörðun að skylda öll skólabörn á landinu til þess að læra sund sé ein viðamesta slysavörn sem komist hefur í framkvæmd á Íslandi. Í mars árið 1995 stofnuðu for- stöðumenn 35 sundstaða á Íslandi með sér félagsskap, Samtök for- stöðumanna sundstaða á Íslandi. Markmið þeirra var m.a. að stuðla að aukinni þekkingu félagsmanna á tækni- og öryggismálum sundlauga. Þessi málefni lét Þorsteinn mikið til sín taka sem embættismaður um 40 ára skeið. Hann var í góðu sambandi við starfsfélaga sína á Norðurlöndum og naut þeirrar þekkingar og tækni- framfara sem þarlendar tæknistofn- anir höfðu yfir að ráða. Þessa þekk- ingu færði hann til landsins og má fullyrða að Þorsteinn hafi á starfs- tíma sínum, í samstarfi við innlenda tæknimenn, nútímavætt sundlaugar á Íslandi. Hann leiddi einnig ýmsa til- raunastarfsemi í sundlaugagerð, s.s. plastlaugar og pokalaugar. Pokalaug var ódýr kostur, sem hentaði vel til fárra ára brúks. Ein af fyrstu poka- laugunum var sett upp sem keppn- islaug á Landsmóti UMFÍ á Laug- arvatni árið 1965, sællar minningar. Á aðalfundi SFSÍ árið 1995 var samþykkt samhljóða að gera Þor- stein Einarsson að fyrsta heiðurs- félaga samtakanna. Félögum í SFSÍ var ljóst hið mikla brautryðjanda- starf sem Þorsteinn vann og vildu sýna þessum aldna heiðursmanni þakklæti og virðingu. Í samsæti sem honum var haldið af þessu tilefni bar margt fróðlegt og skemmtilegt á góma frá fyrri árum. Skömmu fyrir jól ræddum við Þor- steinn saman í síma. Þá boðaði hann komu sína í sund, sem honum því miður entist ekki aldur til. Ég votta börnum hins látna og fjöl- skyldum þeirra samúð. Blessuð sé minning Þorsteins Einarssonar. Guðmundur Þ. Harðarson, íþróttakennari. Þorstein Einarsson, íþróttafull- trúa ríkisins, sá ég fyrst á lýðveld- ishátíðinni á Þingvöllum 1944. Einn liður hátíðarhaldanna var kappglíma þar sem fræknustu glímusnillingar landsins kepptu um sæmdarheitin „glímukappi Íslands“ og „glímusnill- ingur Íslands“. Viðstaddir glímuna voru allir helstu íþróttafrömuðir landsins og var Þorsteinn yfirdómari. Guðmund- ur Ágústsson, úr Ungmennasam- bandinu Skarphéðni í Árnessýslu, vann bæði kappglímu- og fegurðar- glímuverðlaunin. Var einkar gaman að sjá hvað Guðmundur var fjöl- brögðóttur og minntist Þorsteinn oft síðan á þessa kappglímu við mig. Þorstein hitti ég fyrst í ársbyrjun 1946, en þá var ég í 3. bekk í Mennta- skólanum í Reykjavík. Leikfimikenn- ari okkar, Valdimar Sveinbjörnsson, tilkynnti okkur að í næsta tíma myndi Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi ríkisins, koma og kynna okk- ur íslenska glímu. Þorsteinn byrjaði á því að útskýra hvernig glíman hefði þróast frá fangbrögðum forfeðranna, kynnti okkur helstu glímureglur og glímubrögð. Síðan lét hann okkur takast á til að athuga hvernig okkur hefði tekist að meðtaka fræðin. Glímubelti voru engin, svo notast þurfti við „buxnatök. Ég dáðist að því hvernig Þorsteini tókst að miðla okk- ur af þekkingu sinni á skýran og skipulegan hátt. Engir okkar félag- anna urðu glímumenn, en ég og nokkrir aðrir urðu áhugamenn um glímu. Fljótlega eftir að ég lauk verk- fræðiprófi árið 1955 fór ég að vinna með Þorsteini að uppbyggingu ýmiss konar íþróttamannvirkja og bygg- ingu félagsheimila víða um land. Hlutverk Þorsteins sem íþróttafull- trúa ríkisins var að skipuleggja íþróttakennslu í skólum og taka sam- an leiðbeiningarbæklinga um hinar ýmsu íþróttir. Þorsteinn kynnti sér rækilega erlendar reglugerðir um íþróttamannvirki og miðlaði þeim til hönnuða og byggingarnefnda mann- virkjanna. Með tímanum varð hann eins konar lifandi gagnabanki um íþróttamannvirki og búnað þeirra. Var gott að geta sótt sér upplýsingar í þann banka. En Þorsteini nægði ekki að vinna eins manns starf heldur tók hann að sér framkvæmdastjórn bæði íþróttasjóðs og félagsheimila- sjóðs og færði bókhald þeirra beggja. Var það ekki lítið verk auk starfa Þorsteins sem íþróttafulltrúa. Sumarið 1963 átti ég þess kost að fara í nokkurra mánaða námsdvöl til Noregs. Sagði ég Þorsteini frá þess- ari fyrirætlan minni. Fyrri helming tímans ætlaði ég að vera á tæknilegri rannsóknarstofnun í Osló en síðari hlutann á byggingarstað í Norður- Noregi. Talaðist þá svo til á milli okk- ar Þorsteins að ég færi í 2-3 daga ferð um Suður-Noreg til þess að skoða íþróttamannvirki og félagsheimili þar þegar ég kæmi til baka. Slík mannvirki heyra þar í landi undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.