Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRNIN féll í gær frá því að leita afbrigða frá þingsköpum Al- þingis þannig að mæla mætti fyrir frumvarpi hennar um breytingar á lögum um almannatryggingar á þingfundi Alþingis í gærdag eða á fyrsta starfsdegi þingsins eftir jól en eins og kunnug er var frumvarpið samið í kjölfar dóms Hæstaréttar Ís- lands í máli Öryrkjabandalags Ís- lands og Tryggingastofnunar ríkis- ins. Frumvarpið var lagt fram á Al- þingi í gær um kl. 13.30, eða skömmu eftir að þing kom saman að nýju eftir jólahlé, en samkvæmt þingsköpum Alþingis má ekki nema með sam- þykki þingsins taka frumvarp til um- ræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt. Skömmu eftir að þingfundur Alþingis hófst í gær kvöddu forystu- menn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og kom fram í máli þeirra að þeir myndu ekki greiða atkvæði með því að frumvarpið fengi flýtimeðferð á þinginu þannig að fyrir því yrði mælt þegar á fyrsta degi. Sögðu þeir m.a. að frumvarpið bryti gegn stjórnarskránni og að þeir myndu ekki vilja taka þátt í því að hraða „slíkum brotum“. Eftir þessi ummmæli stjórnarand- stöðunnar kom Davíð Oddsson for- sætisráðherra í pontu og sagði að ríkisstjórnin myndi falla frá beiðni um að leita afbrigða frá þingsköpum svo málið kæmist sem fyrst á dag- skrá þingsins. Málið yrði því ekki rætt á Alþingi fyrr en á miðvikudag- inn kemur. „Það kemur manni mjög á óvart að stjórnarandstaðan skuli láta þjóðina bíða eftir því í tvo daga að hér megi fara fram umræður um þetta mikilvæga mál,“ sagði for- sætisráðherra eftir að hafa tilkynnt fyrrgreinda ákvörðun. „Ríkisstjórn- in var svo sannarlega tilbúin til þess að fara í umræður um þetta mál. Það væri ekki vanþörf á því að leiðrétta alls konar misskilning og rang- færslur sem í gangi hafa verið.“ Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var Alþingi kallað saman til fundar í gær svo hægt yrði að ræða og afgreiða fyrrgreint frum- varp ríkisstjórnarinnar, viku fyrr en gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Er í frumvarpinu farið að niðurstöðum starfshóps sem ríkis- stjórnin skipaði í kjölfar umrædds dóms Hæstaréttar, en þar er m.a. lagt til að öryrkjar, sem fengið hafa skertar bætur vegna tekna maka, fái leiðréttingu bóta fjögur ár aftur í tímann. Er miðað við að lögin, verði þau samþykkt, öðlist gildi hinn 1. febrúar nk. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi forystumanna stjórnarandstöðunnar um þetta mál á Alþingi í gær og sagði m.a. að með umræddu frumvarpi væri ekki verið að fara eftir niðurstöðu Hæstaréttar á máli Öryrkjabandalagsins og Tryggingastofnunar. „Ríkisstjórnin á að draga þetta frumvarp til baka. Það þarf ekki lög til að fara að dómi Hæstaréttar í þágu öryrkja. Það er heimilt að greiða öryrkjum það sem þeim ber. Það þarf ekki lög, það þarf vilja,“ sagði hún m.a. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði eins og aðrir stjórn- arandstæðingar að frumvarp ríkis- stjórnarinnar stríddi gegn stjórnar- skrá Íslands samkvæmt dómi Hæstaréttar og sagði ennfremur að menn gengju út frá því að niðurstaða Alþingis yrði sú sem ríkisstjórnin hefði mælt fyrir um. Trygginga- stofnun ríkisins hefði m.a. gengið út frá niðurstöðu ríkisstjórnanarinnar sem vísri í auglýsingu sem TR birti um helgina en þar væri greint frá því hvernig staðið yrði að málum eftir að lögin hefðu verið samþykkt. Segði í auglýsingunni að bætur yrðu greidd- ar allt að fjórum árum aftur í tímann, en að mati Ögmundar væri augljóst að það bæri að lágmarki að greiða bætur sjö ár aftur í tímann. Þingmaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, kom því næst í pontu og sagði ljóst að þing- flokkur hans myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum leggja þessu frumvarpi ríkisstjórnainnar lið. Frumvarpinu væri ætlað að breyta dómsniðurstöðu Hæstaréttar þrátt fyrir að orð Hæstaréttar hefðu verið skýr. Þegar hér var komið sögu kvaddi Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og forsætisráðherra, sér hljóðs og sagði að tilgangurinn með því að leita afbrigða frá þingsköpum hefði verið að tryggja það að sem mestur tími fengist til að ræða um málið. „Ég vil gjarnan tala sem mest um þetta mál,“ sagði hann. „Ég tel að það sé margt sem þarf að skýra í þessu máli. Ég tel hins vegar að mjög margir hafi lagt sig fram um að setja fram skýringar sem ekki ganga upp í því máli. En fyrst og fremst er í mínum huga algjörlega ótvírætt að þessu máli verður ekki fram haldið nema lagasetning komi til. Hún hef- ur verið undirbúin og hana þarf að afgreiða til þess að hægt sé að greiða þeim hluta öryrkja – sem er að vísu ekki stór hópur miðað við heildar fjöldann – bætur sem má lesa úr dómi Hæstaréttar.“ Óvenjulegt að hafna afbrigðum Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, kvaðst undrandi á yfir- standandi umræðu. Sagði hann það einkennilegt að stjórnarandstaðan væri tilbúin til að ræða um málið „út um allt þjóðfélagið,“ eins og hann orðaði það, en ekki á Alþingi. Hann sagði ennfremur að umræddar tryggingabætur yrðu ekki greiddar nema Alþingi hefði greint frá vilja sínum. „Að sjálfsögðu þurfti að kalla löggjafarsamkunduna saman. Það liggur alveg ljóst fyrir. Þessar bætur verða ekki greiddar nema Alþingi setji fram vilja sinn,“ sagði hann. Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, sagði m.a. að það væri vissulega fremur óvenjulegt að því væri hafnað að taka mál á dagskrá þingfunda með afbrigðum. Það væri þó síður en svo sjálfgefið að afbrigði væru ávallt veitt. „Ákvæði 36. gr. þingskapa um að líða skuli minnst tvær nætur frá því að málum er út- býtt og þangað til þau eru rædd eru ekki sett að ástæðulausu. Þau eru í fyrsta lagi sett til þess að þingmenn hafi nokkurt tóm til að kynna sér mál eftir að þau koma fram. Þau eru í öðru lagi sett til að undirstrika það að Alþingi er ekki færiband fyrir framkvæmdavaldið, þó að núverandi framkvæmdavaldhafar vilja að það sé þannig… Og í þriðja lagi er það auðvitað þannig að ef þingmenn eða hópur þingmanna metur það svo að mál sé stórkostlega gallað, óhæft eða óþingfært, til dæmis feli í sér ætlað brot á stjórnarskránni, þá hafa menn þó þessi réttindi til að taka saman vopn sín áður en umræður um slíka hluti hefjast.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist hafa lagt eið að því að virða stjórnarskrána. „Ég hef lagt eið að því að fara eftir sannfæringu minni. Ég væri að rjúfa þann eið ef ég færi að styðja það að þetta mál væri tekið hér á dagskrá með afbrigðum. Ég tel og það er sannfæring mín að þetta mál fari gegn stjórnarskránni.“ Síðar kvaðst Össur heldur ekki sammála því að einungis væri hægt að greiða bætur út til öryrkja í kjölfar dómsins nema með lagasetningu á þingi. Benti hann á ummæli Eiríks Tómassonar prófessors við Háskóla Íslands í út- varpsviðtali fyrir skömmu því til stuðnings, en þar hefði Eiríkur sagt að sú leið sem Össur nefndi, þ.e. að greiða bætur án lagasetningar, væri ein þeirra leiða sem væri fær í þess- um efnum. Formaður Frjálslynda flokksins, Sverrir Hermannsson, gagnrýndi einnig frumvarp ríkisstjórnarinnar. Sagði hann það „frumvarpsóbermi“ sem skósveinar ríkisstjórnarinnar hefðu samið. Yrði það að lögum myndi það stangast á við niðurstöðu Hæstaréttar. „Og þetta frumvarp er þingmönnum sem hafa unnið dreng- skaparheit að stjórnarskránni ætlað að samþykkja. Sá sem hér stendur hlýtur að segja þvert nei við afbrigð- um um að slíkt svo fráleitt mál megi koma fyrir hér til umræðu og af- greiðslu.“ Eftir að Davíð Oddsson hafði kom- ið í pontu og lýst því yfir að ríkis- stjórnin myndi falla frá ósk um af- brigði frá þingsköpum var þingfundi slitið og nýr fundur settur strax að þeim loknum. Hófust þá umræður um einstaka þingmál. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar rætt á miðvikudag Stjórnarandstaða hafnaði flýtimeðferð frumvarpsins Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Davíð Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstæðinga og sagði það koma mjög á óvart að stjórn- arandstaðan skuli láta þjóðina bíða eftir því í tvo daga að umræður megi fara fram um frumvarpið. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, fylgdist með þegar taka átti frumvarpið á dagskrá á Alþingi í gær. Hann sést hér ræða við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, og Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Þingheim- ur minnist Björns Fr. Björns- sonar ÞINGHEIMUR minntist fyrrverandi alþingismanns og sýslumanns, Björns Fr. Björnssonar, í upphafi þing- fundar í gær. Forseti Alþing- is, Halldór Blöndal, flutti nokkur minningarorð um Björn sem andaðist á Land- spítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 21. desember sl. 91 árs að aldri. Björn Fr. Björnsson var í kjöri fyrir Framsóknarflokk- inn í Rangárvallasýslu við al- þingiskosningarnar vorið 1942. Hlaut hann kosningu og sat á sumarþingi það ár. Hann var aftur kjörinn þing- maður Rangæinga vorið 1959 og sat sumarþingið. Haustið 1959 var hann kjörinn þing- maður Suðurlandskjördæmis og sat á þingi til 1974. Hann var varaþingmaður Rang- æinga 1942–1959 og sat þá á Alþingi frá nóvember 1953 til apríl 1954 og frá febrúar til mars 1959. Hann sat á 19 þingum alls. Naut vinsælda meðal sýslunga sinna Í máli Halldórs Blöndal kom m.a. fram að mörg hefðu verið þau framfaramál í Rangárvallasýslu og víðar um Suðurland sem Björn hefði átt hlut að. „Hann naut vin- sælda meðal sýslunga sinna enda greiðvikinn og ráðhollur þeim sem til hans leituðu. Hann var röskleikamaður til verka og gegndi störfum sín- um í héraði og á Alþingi af samviskusemi og trú- mennsku.“ Bað hann því næst þingmenn að minnast Björns Fr. Björnssonar með því að rísa úr sætum. ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag með eftirfarandi fyr- irspurnum til ráðherra: Fyrirspurn til mennta- málaráðherra: 1. Endurheimt íslenskra forn- minja frá Danmörku. Fyrirspurnir til dóms- málaráðherra: 2. Framlög til lögreglu- umdæmis Árnessýslu. 3. Einbreiðar brýr. 4. Úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna. Fyrirspurn til sam- gönguráðherra: 5. Framkvæmdir tengdar Reykjanesbraut. Síðan verða eftirfarandi þing- mál til umræðu: 1. Meðferð opinberra mála. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Tóbaksvarnir. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Eiturefni og hættuleg efni. 1. umr. 4. Samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök. Fyrri umr. 5. Atvinnuréttindi útlendinga. 1. umr. 6. Skaðabótalög. 1. umr. 7. Vátryggingasamningar og Viðlagatrygging Íslands. 1. umr. 8. Lagaráð.1. umr. 9. Virðisaukaskattur. 1. umr. 10. Úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum. Fyrri umr. 11. Sveitarstjórnarlög. 1. umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.