Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birt ist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áski lur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirt ingu eða á annan hátt . Þeir sem afhenda blaðinu efni t i l birt ingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi . ÉG VAR að hlusta á þátt á Guf- unni þar sem rætt var við Harald Bessason rektor. Meðal þess sem hann kom inn á í sínu máli var að málfræði væri orðin hornreka í ís- lenskukennslunni og væri þar verr farið. Þessu get ég ekki verið sam- mála nema að litlu leyti, en honum má það í léttu rúmi liggja, ég er jú enginn sérstakur íslenskumaður. Ég tel mig þó hafa sæmilega til- finningu fyrir málinu, en man enn málfræðistaglið á skólaárum mín- um. Hér vil ég segja litla sögu sem er mér minnisstæð og segir sitt, þótt hún sé öfgafull. Ég var að lesa undir gagnfræða- próf þegar pabbi leit eitt sinn inn til mín. Meðan við vorum að spjalla saman tók hann upp bók af borðinu og blaðaði í gegnum hana. Það var málfræði Björns Guðfinns- sonar og það brakaði í henni. ,,Ekki er hún mikið lesin þessi,“ varð pabba að orði og ég varð að játa það. ,,Það gerir ekki svo mikið til, Björn var stærðfræðingur sem villtist inn í íslenskuna,“ varð pabba að orði. Enginn vænir hann um að hafa ekki haft vald á móð- urmálinu á sinni tíð. Hann sparaði ekki alltaf stóru orðin. Til að ekki valdi misskilningi vil ég taka fram að faðir minn, Helgi Hjörvar, mat örugglega Björn og verk hans að verðleikum. Ofan- greind orð hans voru aðeins skila- boð til mín, eins og oftar, um að tungan væri lifandi og frjáls, og ekki mætti koma á hana böndum. Fjötruð myndi hún deyja (eða verða að stofnanamáli). Það fer ekki fyrir brjóstið á mér þótt einhver sé að koma frá Egili, eða setji einfalt i í stað y, hitt er verra þegar maður les eða heyrir úr ritum skrifuðum á háskólaís- lensku. Fyrir nokkrum árum vann ég í starfsmannahaldi stofnunar hér í bæ þegar hópur háskólastúd- enta gerði skoðanakönnun þar og setti saman spurningalista að er- lendri fyrirmynd. Málfarið á list- anum var slíkt að hann fór beint í ruslakörfuna og mig minnir að ekki hafi orðið meira úr málinu. Þó má vera að nýr listi hafi verið gerður. Nú vil ég gera grein fyrir því hvers vegna ég tel að aukin mál- fræðikennsla bjargi ekki málum. Áðurnefndur listi var að því er ég best man málfræðilega réttur. En ég vil taka dæmi úr kveri sem nú hefur verið dreift um sömu stofn- un til að hjálpa starfsmönnum að finna sjálfa sig og meta. Þar stendur í kafla um starfsþjálfun m.a. orðið „starfsþróunarþjálfi“ og mun átt við leiðbeinanda, kennari er víst frátekið starfsheiti. Við eigum ef til vill eftir að sjá að ,,námsþróunarþjálfar“ hafi ver- ið í verkfalli. Málfræðilega rétt og hver hluti orðsins hefur merkingu, en orðið í heild er gersamlega merkingar- laust. Það er (oftast) hægt að þjálfa mann til starfs. Starfsþróun verður ekki þjálfuð, hún verður að mestu fyrir utanaðkomandi áhrif til hins betra eða verra. Þú hættir að nota blýant og tekur upp penna og síðan sestu við tölvu. Þessi andskoti tröllríður málinu í dag og ætti að varða við lög eins og aðrar misþyrmingar. Mín trú er sú, að málfræði- kennslan hafi rutt sér til rúms á sínum tíma vegna þess að það er svo auðvelt að meta kunnáttu í henni og gefa fyrir á prófi. Stíll, málsmeðferð og frásagnargáfa er öllu vandmeðfarnari. TRYGGVI HJÖRVAR (eldri), Austurbrún 35, Reykjavík. Um íslenskuna Frá Tryggva Hjörvar (eldri): DÓTTIR mín, 19 ára, á kærasta í Grindavík. Síðasta vetur og í vetur hefur hún dvalið í Grindavík og gengið í Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hún ekur því oft á milli Reykjavíkur og Grindavíkur og nán- ast daglega til Keflavíkur í skóla. Slysin á Reykjanesbrautinni eru þvílík að þakka má fyrir hvern dag sem ekkert kemur fyrir. Þegar ferðast er eftir Reykjanesbrautinni er maður á valdi örlaganna og slys getur borið að án þess að maður fái við ráðið. Maður verður að halda þeim hraða sem gildir og vona það besta. Það er því löngu orðin þörf á úr- bótum, þ.e. tvöföldun Reykjanes- brautar. Umferðin um Reykjanes- brautina er u.þ.b. jafnmikil og á Reykjanesbrautin – forgangsmál Frá Guðjóni Ólafi Sigurbjartssyni: Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.