Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 39
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 39 anum en þar sem orsökina er að finna. Meðferð hjá sjúkraþjálfara bygg- ist alfarið á sögu og mjög sérhæfðri skoðun, sem gerir meðferð bæði markvissari og líklegri til árangurs. „Misvægi eða ójafnvægi í stoðkerfi líkamans veldur mörgum vanda- málum m.a. bakverkjum, verkjum í hálsi og herðum, höfuðverkjum, svima, jafnvægisleysi, grindarlosi og svo mætti lengi telja,“ segir Sigrún. „Bakverkir eru sennilega eitt dýr- asta vandamál atvinnulífsins í dag. Afleiðingar þeirra eru mjög kostn- aðarsamar ef horft er til þess vinnu- taps sem margir verða fyrir af þeirra völdum og ennfremur vegna þeirra meðferða sem viðkomandi þarf að gangast undir til þess að ná betri heilsu til að komast aftur til starfa. “ Sigrún segir að með réttri grein- ingu og meðferð geti dregið úr þess- um kostnaði. Sjúkraþjálfarar hafa þó ekki úrlausnir við öllum bakverkj- um. Hún bendir á að börn með verki frá stoðkerfinu séu að verða æ stærri hópur sem leiti til sjúkraþjálfara. Megi það rekja til einhæfs álags, mikillar setu í skóla, við tölvur og við sjónvarp. Einnig sé töluvert um álagseinkenni og/eða áverka eftir hinar ýmsu íþróttir. „Það er mikil- vægt að taka sem fyrst á kvillum og verkjum sem upp koma í stoðkerfi vegna þess að því lengur sem þau vara án þess að nokkuð sé brugðist við, því erfiðari eru þau viðfangs,“ segir Sigrún Baldvinsdóttir sjúkra- þjálfari. Grindargliðnun er dæmi um ójafnvægi eða misvægi í stoð- kerfinu og getur valdið miklum verkjum og færnisskerðingu. Orsakir geta verið margskonar, t.d. mýking á bandvef á með- göngu, áverki eða rangt álag á grindina. Greina verður skekkj- una mjög nákvæmlega og ójafn- vægi í vöðvum, liðböndum og bandvef. Dæmi frá Sigrúnu Baldurs- dóttur sjúkraþjálfara: Kona sem kom til meðferðar 14 mánuðum eftir að hún hafði fætt barn og hafði ekki getað setið allan þann tíma og átti mjög erfitt með gang og flest allar hreyfingar. Hún var með miklar skekkjur í mjaðmagrind- inni, m.a. var skekkja á spjald- beini og við það verða mjaðm- abeinin tvö mjög óstöðug. Þetta veldur miklu álagi á öll liðbönd sem halda mjaðma- grindinni saman, þau verða bólgin og gefa mikla verki, vöðvar slappast og þannig verða vandamálin víðtækari eftir því sem tíminn líður. Hér krefst meðferð aftur mjög nákvæmrar greiningar og rétta verður afstöðu beina til að grindin verði stöðug á ný. En eins og í þessu tilfelli þá var vandamálið búið að vera svo lengi til staðar að það tók mjög langan tíma að ná viðunandi ár- angri. Meðhöndla þurfti bólgin liðbönd og styrkja upp vöðva- hópa sem höfðu slappast til að auka stöðugleika mjaðmagrind- arinnar, kenna rétt göngulag og fleira til að jafnvægi næðist. Þessi kona náði fullri færni og komst aftur til sinnar vinnu, en vinna hennar krefst mikils álags á grindina. Verkir og grindargliðnun JAFNRÉTTISHANDBÓK fyrir starfsfólk skóla er komin út hjá Námsgagnastofnun en umfjöll- unarefni þessarar handbókar er jafnrétti í skólastarfi, skyldur skólans og ábyrgð í jafnrétt- ismálum. Fjallað er um hvernig skólar setja sér jafnréttisstefnu og sjón- um beint að jafnrétti kynjanna í námi og starfi. Í bókinni er m.a. að finna gát- lista fyrir kennara, eyðublöð og hugmyndir að verkefnum í kennslu. Höfundar bókarinnar eru Hafsteinn Karlsson og Stef- anía Traustadóttir en Freydís Kristjánsdóttir myndskreytti. Handbókin er unnin í samstarfi við jafnréttisráð/Skrifstofu jafn- réttismála og jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. Íslandsbanki- FBA og Samtök atvinnulífsins styrktu útgáfuna. Í inngangi bókarinnar stendur meðal annars: „Allt frá fyrstu tíð læra börn að athöfnum þeirra eru gefnar kynbundnar merkingar. Í samskiptum sínum við aðra reyna þau hvað það er að vera strákur og hvað það er að vera stelpa. [...] Þegar þau byrja í grunnskóla hafa þau skýra mynd af því hvernig þau eiga að hegða sér. Getur verið að strákar og stelp- ur séu metin eftir ólíkum mæli- stikum í skólanum og annars staðar í samfélaginu?“ Ýmsar alhæfingar um stráka og stelpur eru til sem varla eiga við rök að styðjast, en eiga e.t.v. þátt í að viðhalda ríkjandi við- horfum. Hér eru örfá dæmi um það: Stelpur eru rólegar, viðkvæmar og kjarklitlar. Strákar eru óró- legir, kjarkmiklir og ódælir en harðir af sér. Stelpur eru prúðar, stilltar, sætar og pjattaðar. Strák- ar eru hávaðasamir, sterkir og ráðagóðir en tillitssamir. Handbók um jafnrétti í skólum AP Jafnrétti. Skúlptúrinn Karlkyns- kvenkyns í borginni Offenburg. skólar/námskeið tungumál Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri, viðskiptaensku og ungl- ingaskóla í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir sími 862 6825 eftir kl. 18:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.