Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR ungir listamenn hafa hlotið viðurkenningu Listasjóðs Pennans. Hekla Dögg Jónsdóttir myndlist- armaður fékk 400 þús. kr. styrk frá sjóðnum og tilkynnt var um kaup sjóðsins á verkum eftir myndlist- armennina Særúnu Stefánsdóttur og Jón Bergmann Kjartansson. Listasjóður Pennans var stofn- aður árið 1992. Við styrkveitingar er leitast við að finna efnilegt lista- fólk sem er að stíga fyrstu sporin á listabrautinni eftir listnám og hvetja það þannig til dáða. 49 umsóknir bárust að þessu sinni Alls bárust dómnefnd 49 um- sóknir að þessu sinni. Hekla Dögg Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 1969. Hún innritaðist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 og útskrifaðist frá fjöltækni- deild 1994. Að námi loknu var hún gesta- nemi í eitt ár við Staatliche Hochschule fur Bildende kunst í Frankfurt am Main. Árið 1996 hóf Hekla nám við California Institute of the Arts og lauk BA gráðu ári síðar og mastergráðu 1999. Ferill Heklu er ekki langur. Engu að síður hefur hún tekið þátt í 20 sýningum víða um heim. Auk styrkveitingar listasjóðsins verður henni boðið að halda einkasýningu í Listasafni Akureyrar næsta haust. Eins og áður sagði kaupir Lista- sjóður Pennans jafnframt verk eft- ir tvo unga listamenn. „Myndlist Heklu er samfélagsleg í þeim skilningi að viðfangsefnin eru sprottin úr daglegu lífi og nán- asta umhverfi hennar. Við fyrstu sýn virðast verk Heklu einföld en við nánari skoðun er það marg- ræðni myndmálsins og næm tilfinn- ing hennar fyrir viðfangsefninu sem hrífur áhorfendur eða eins og segir í nýlegri sýningarskrá frá Gerðarsafni um verk hennar: ,,Fegurð og tærleiki einkenna verk hennar og hún beitir næmu fegurð- arskyni sínu til að fanga athygli áhorfendans, fá hann til að staldra við, skoða verk sín betur og hug- leiða merkingu þeirra,“ segir í um- sögn dómnefndar. Særún Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík 1970. Hún lauk mast- ersgráðu frá Glasgow School of Art árið 1999. Í umsögn dómnefndar segir að Særún hafi í myndlist sinni unnið með ljósmyndir og hluti sem hún teflir saman á áhugaverðan hátt. Særún hefur haldið og tekið þátt í um 25 sýningum á Íslandi, Glasgow og víðar. Hún hefur framið gjörn- inga og tekið þátt í ýmsum upp- ákomum. Fengist við sýningar- stjórn, rekið gallerí og verið plötusnúður svo eitthvað sé nefnt. Hefur haldið átta einkasýningar Jón Bergmann Kjartansson er fæddur 1967. Frá 1990 til 1995 nam hann við Listakademíuna í Ensk- ede í Hollandi. Jón hefur haldið 8 einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Ís- landi og víðar. Haldið fyrirlestra um myndlist í skólum á Íslandi, Ír- landi og Hollandi og kennt sem gestakennari við Listaakademíuna í Enschede. Dómnefnd listasjóðsins í ár skipa Gunnar B. Dungal, stjórnarformað- ur Pennans, Guðrún Einarsdóttir, listmálari, sem er fulltrúi SÍM, og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti hjá Listaháskóla Ís- lands. Styrkveitingar Listasjóðs Pennans Hekla Dögg Jónsdóttir tekur við viðurkenningu sinni úr hendi Gunnars Dungal, stjórnarformanns og eiganda Pennans. Hekla Dögg, Jón Bergmann Kjartansson og Særún Stefánsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell DANIR skiluðu Íslendingum síðustu handritunum fyrir fimm árum og láta ekki þar við sitja. Nú er komið að Grænlendingum að endurheimta menningararfleifð sína. Áður en af því verður í apríl getur að líta verkið á danska þjóðminjasafninu í Kaup- mannahöfn á sýningu sem ber yfir- skriftina „Utimut“ (Til baka) og var opnuð á laugardag. Sýningin er til marks um þá stefnu Dana að skila aftur þeim þjóðminj- um sem þeir fluttu frá nýlendum sín- um. Grænlensku munirnir sem sýnd- ir eru nú eru þeir síðustu sem Danir skila og er bæði um að ræða forn- minjar og listaverk sem verða afhent Þjóðminja- og skjalasafninu í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Þegar þau eru komin á sinn stað hafa Grænlend- ingar alls fengið um 35.000 muni í sína vörslu en um 100.000 munum verður haldið eftir í Danmörku. Íslensku handritin voru fyrstu minjarnar sem Danir skiluðu en í kjölfarið fylgdu samningar við Fær- eyinga og Grænlendinga. Fyrir 23 árum var ákveðið að Færeyingar myndu endurheimta minjar sínar og er Grænlendingar hlutu aukna sjálf- stjórn árið 1979 og fyrsta heima- stjórnin var mynduð var jafnframt komið á fót stjórn þjóðminjamála. Hefur hún unnið ásamt danska þjóð- minjasafninu og Grænlandsskrif- stofu danskra stjórnvalda að endur- heimtingu verkanna frá 1979. Nú eru alls fimmtán opinber söfn á Græn- landi og er stefnt að því að þau muni lána verk til Danmerkur og öfugt í framtíðinni. Áður hafa verið haldnar í Kaup- mannahöfn sýningar á vatnslita- myndum Arons frá Kangeqs og verkum Gustavs Holms sem er frá austurhluta Grænlands. Sýningin nú nær yfir 4.500 ára tímabil en elstu verkin eru frá hinu svokallaða Sar- qaq-menningarskeiði. Hún stendur til 15. apríl en þá verða verkin flutt til Grænlands. Þau verða svo sýnd í grænlenska þjóðminjasafninu í júní. Þjóðminjarnar heim til Grænlands Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FRANSK-þýska listakonan Gloria Friedmann stillir sér hér upp við eitt verka sinna. Verkið nefnist Fjölföldun .... fyrir betri heim og er hluti af sýningu hennar í Nýja lista- safninu í Weimar í Þýskalandi. Friedmann, sem hefur búið í Frakklandi sl. 25 ár, vonast til þess að sér takist að vekja viðbrögð meðal sýningargesta, en verkin endurspegla skoðanir hennar á of- fjölgun, erfðabreytingum og hyl- dýpinu sem hún segir skilja náttúr- una frá hinum siðmenntaða heimi. Erfðabreytt list AP EF hægt er að finna eitthvert efni sem flestir landsmenn geta sameinast um þá hljóta það að vera bílar. Hér munu vera fleiri bílar miðað við höfða- tölu en í nær nokkru öðru landi í ver- öldinni og allt skipulag og umgjörð þéttbýlis miðast við bíla fremur en fólk. Að skreppa á bílasölur og líta á úr- valið hefur einnig löngum verið vin- sæl afþreying – og hefur undirritaður oftar en einu sinni mætt höfundi Bíla- sölunnar Bjöllunnar í slíkum hvíldar- ferðum á rólegum laugardags- eða sunnudagseftirmiðdegi í borginni. Ólafur Haukur þekkir því þann bak- grunn sem hann velur leikriti sínu um feðgana Gunnar, Halldór og Finn á bílasölunni Bjöllunni. Síðasta sjálf- stæða bílasalan í borginni er Bjallan, þar sem umboðin eru búin að kaupa upp allar bílasölurnar og fylla þær af uppítökubílum; Gunnsi á Bjöllunni er elsti starfandi bílasalinn og þrjóskast við að selja, er orðinn lúinn af harkinu en ber það með sér að hann hefur átt góðan tíma, verið snjall bílasali og haft gott upp úr því þegar allt seldist sem var á fjórum hjólum. Góður kall sem í raun er heiðarlegur og sann- gjarn, látum vera þó hann hafi lagað til eina og eina smurbók til að liðka fyrir sölu. Pétur Einarsson hafði þennan kall fullkomlega á valdi sínu og sýndi jöfnum höndum umburðar- lyndi hins aldraða föður, uppgjöf gagnvart aðstæðum en um leið eimdi eftir af hörku sem eitt sinn hefur ein- kennt þennan kall. Ólafur Haukur er snjall að velja sér sögusvið og setja persónurnar inn í þá mynd á sannfærandi hátt. Leikrit hans fjallar ekki um bílasölur þrátt fyrir titilinn. Það fjallar um þær per- sónur sem rammast inn af þvi tiltekna sögusviði. Bílasalinn og synir hans eiga sér fjölskyldusögu og það er hið raunverulega viðfang. Um leið fléttar Ólafur kunnáttusamlega inn þráð nokkurrar spennu um tilraun Finns til að verða sér úti um peninga á auð- veldan hátt með því að reyna að snúa á fíkniefnasala. Annar þráður heldur óljósari framanaf er ofinn inn með persónu Margrétar Vilhjálmsdóttur, laundóttir Gunnars sem komin er í leit að fjölskyldu sinni, hálfgerð álf- kona sem á sér engar forsendur lengi vel en opinberar erindi sitt í lok verksins. Margrét skapaði barnslega og einlæga persónu sem kom úr ann- arri átt en hinar persónurnar. Þáttur hennar í framvindu verksins var af- gerandi, jafnvel meira en svo að væri fullkomlega trúverðugur. Sonurinn Halldór í túlkun Helga Björnssonar var frábærlega upp- burðarlaust góðmenni, einhvern veg- inn í vægu uppnámi allar götur til þess að allt var fallið í ljúfa löð og tengdó bauð honum í mat á aðfanga- dagskvöld. Þá ljómaði hann af gleði og var þegar búinn að fyrirgefa allt. Mjög vel gert hjá Helga. Kona hans Hrafnhildur var kjaftfor drykkjusjúklingur, sem hafði haldið framhjá honum með bróðurnum Finni og sjálfsagt fleiri þó ekki væru nefndir. Steinunn Ólína hristi þennan kvenmann framúr erminni og átti fal- legt augnablik þegar hún sýndi með svipbrigðum einum að Hrafnhildur þráði ekkert heitar en sættir við ljúf- mennið Halldór. Sonurinn Finnur var af þeirri sort- inni sem þráir viðurkenningu föður síns. Björn Jörundur virtist ekki finna sig fullkomlega í þessu hlutverki, sumar setningar hljómuðu ósannfær- andi en það má að hluta skrifa á höf- undinn sem lagði ofuráherslu á enskuskotið málfarið sem stundum var fremur áreynslukennt. Gervi Björns Jörundar og Steinunnar Ólínu var nákvæmlega það sem í orðinu felst, gervilegt; sjúskað fólk sem þó var alltaf greinilega nýkomið úr ná- kvæmri yfirhalningu af sminkdeild- inni. Jóhann Sigurðarson þurfti lítið að gera annað en vera, til að gnæfa yfir meðpersónur sínar og gera þær smá- ar og óttaslegnar. Besti hluti þessa leikrits var per- sónusagan sem þarna var dregin upp. Atriðin milli feðganna voru í anda Ólafs Hauks, grimm og hnitmiðuð samtöl þar sem flett er ofan af langri sögu sem legið hefur í þagnargildi. Samskipti hjónanna Hrafnhildar og Halldórs voru á sömu nótum og fyndni Ólafs Hauks kom fram í ræðu Hrafnhildar um framhjáhaldið. Veikasti hlekkurinn var spennu- fléttan og persónur laundótturinnar og glæponsins. Þar er fetað inn á hefðbundna slóð hinnar tilbúnu sjón- varpsveraldar. Melódramatísk saga um dóttur sem leitar föður síns og bjargar fjölskyldunni frá glötun í framhaldinu. Þessi niðurstaða var fyrirsjáanleg allt of snemma. Glæp- oninn var klisja, texti hans margskrif- aður og margsagður, gamlar bragð- lausar tuggur. Þar hefði hugsanlega mátt fara aðra og óhefðbundnari leið að sama marki. Lárus Ýmir leikstýrði af yfirlætis- leysi hins vana sjónvarpsleikstjóra. Engir stælar, engar „frumlegar“ myndrænar lausnir. Stíllinn sem hann velur féll vel að efninu, raunsæ- islegur og blátt áfram. Þannig efni viljum við auðvitað sjá í sjónvarpinu og þrátt fyrir fáeina annmarka á þess- ari fyrstu leiknu sjónvarpsmynd í háa herrans tíð sem stendur undir nafni, þá eru kostirnir svo miklu fleiri að nú er að vona að takmörkuðum fjármun- um hins íslenska ríkissjónvarps verði beint í þann eina farveg sem þeir eiga að renna. Til framleiðslu á íslensku efni. Dagskrárstjóra innlendrar dag- skrár er óskað til hamingju og fylgja einlægar óskir um óstöðvandi fram- hald. SJÓNVARP L e i k r i t Eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leik- stjóri Lárus Ýmir Óskarsson. Leikarar: Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Björn Jörundur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Skúlason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikmynd: Úlfur Grönvold, Tónlist: KK. BÍLASALAN BJALLAN Fólkið á bílasölunni Hávar Sigurjónsson Besta sjónvarpsleikritið í langan tíma þrátt fyrir fáeina annmarka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.