Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 57 is, þar sem honum er ætlað að tryggja jafnan aðgang einstaklinga að menntun óháð efnahag. Röskva hefur ávallt staðið vörð um jafn- rétti til náms og því lagt mikla áherslu á hækkun grunnfram- færslu LÍN. Sú áhersla skýrist af þeirri staðreynd að hækkun grunnframfærslunnar skilar sér best til þeirra sem þurfa mest á námslánum að halda, þ.e. tekju- lægstu einstaklinganna. Röskva telur grunnframfærsluna for- gangsmál í lánasjóðsbaráttunni og mun berjast af krafti fyrir hækkun hennar. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er fulltrúi SHÍ í stjórn LÍN. íðs Oddssonar ákvað stórátak í vega- gerð sl. vetur og var tvöföldun Reykjanesbrautar eina verkefnið af 9 milljarða stórverkefnunum í átaki ríkisstjórnarinnar sem var tímasett í byrjun og enda, en vilji allra sem hafa komið að málinu er að flýta því enn frekar ef verklegar aðstæður og eðlilegur kostnaður fara saman. Útboð og endurskoðun vega- áætlunar fara saman 2002 Það var mikill áfangasigur sl. vor að ná flýtingu um fjögur ár og ef allt gengur að óskum í undirbúningi og útboðum standa vonir til að verkinu geti lokið einu til tveimur árum fyrr eða jafnvel á árinu 2004. Ósk álykt- unar hins fjölmenna fundar í Stapa miðar við verklok 2004 og er það bæði bjartsýn og metnaðarfull við- miðun sem gengur vonandi eftir. Ég er sannfærður um að ekki mun standa á samgöngunefnd að leggja sitt af mörkum í þeim efnum í sam- starfi við samgönguráðherra. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri taldi aðspurður að raunhæf- asta viðmiðun verkloka tvöföldunar- innar væri á árinu 2005 miðað við að framkvæmdir hæfust í ársbyrjun 2002, en lykilsetning fundarins var þegar Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði að þegar niðurstaða fyrsta útboðs lægi fyrir næsta vetur væri auðveldara að meta möguleika á verkhraða og þá væri nánast hægt að tímasetja verklokin. Næsta vetur mun samgöngunefnd Alþingis end- urskoða samkvæmt lögum vegaáætl- un og það mun þá koma til kasta nefndarinnar í samráði við sam- gönguráðherra og Vegagerð að tryggja bestu mögulegu leið til skjótra verkloka á viðamiklu verk- efni. Samgöngunefnd tók af skarið Undirritaður mun sem formaður samgöngunefndar Alþingis leggja mikla áherslu á hröðun verksins og ég veit að Hjálmar Árnason varafor- maður samgöngunefndar mun ekki verða eftirbátur minn í þeim efnum né aðrir nefndarmenn svo sem kom fram hjá þeim öllum sl. vetur þegar áætluðum framkvæmdatíma var flýtt um 50% með því að samgöngu- nefnd Alþingis tók af skarið um flýt- ingu. Ef útboð verða hagstæð svo sem vonir standa til á verkið að geta gengið enn betur. Í samgöngunefnd Alþingis eru fyrir Sjálfstæðisflokk- inn Arnbjörg Sveinsdóttir, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, Guðmund- ur Hallvarðasson og undirritaður. Fyrir Framsóknarflokkinn Hjálmar Árnason varaformaður samgöngu- nefndar og Jón Kristjánsson. Fyrir Samfylkinguna eru Kristján Möller og Lúðvík Bergvinsson og fyrir Vinstri – Græna er Jón Bjarnason. Sá er þetta ritar hefur lagt til að í fyrsta áfanga, næsta vetur 2002, verði boðinn út að minnsta kosti helmingur verksins, 12 kílómetrar, þ.e. sex kílómetrar til framkvæmda þá þegar og 6 kílómetrar til vara. Þá er hægt í einu útboði að kanna hag- stæðustu möguleika til tvöföldunar- innar allrar bæði með tilliti til verk- tíma og kostnaðar. Í ljósi hagstæðustu tilboða og verðeininga sem liggja þá fyrir myndi léttast róð- urinn fyrir samgöngunefnd Alþingis og samgönguráðherra fyrir hönd rík- isstjórnarinnar að hnýta alla enda upp. Ef þetta gengur fram eftir björt- ustu vonum kann ósk hins fjölmenna fundar Suðurnesjamanna í Stapa að verða að veruleika, verklok áður en klukkan slær 2004 út. Samgöngumál Það var mikill áfanga- sigur sl. vor, segir Árni Johnsen, að ná flýtingu um fjögur ár. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 1. þingmaður Suðurlands og formaður samgöngunefndar Alþingis. Föstudagur 26. jan. 2001 9:00 Ávarp umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur 9:30-10:30 Ávörp: Fulltrúi sveitarfélaga - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Fulltrúi atvinnulífs - Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Fulltrúi umhverfisverndarsamtaka - Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar Fulltrúi ungu kynslóðarinnar - Linda Björk Jóhannsdóttir, Mosfellsbæ 11:00 Ísland og umheimurinn - tölulegur samanburður í umhverfismálum - Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri 11:30 Kynning á drögum að sjálfbærri þróun á nýrri öld - Hugi Ólafsson, deildarstjóri, umhverfisráðuneyti 12:00 Hlé 1. Hvað hefur áunnist? SALUR 1 13:00 „Nýja“ hafumræðan - Tíu ár úr sögu hafsins - Þórir Ibsen 13:20 Úrgangur: Frá opinni brennslu til ábyrgrar meðferðar - Helga Jóhanna Bjarnadóttir 13:40 Landgræðsla og baráttan við jarðvegseyðingu - Ása L. Aradóttir 14:00 Umræður SALUR 2 13:00 Íslenskt atvinnulíf og umhverfismál - Guðjón Jónsson 13:20 Mat á umhverfisáhrifum: Hverju skilar það? - Auður Ingólfsdóttir 13:40 Nýir straumar í náttúruvernd - Árni Bragason 14:00 Aukinn ferðamannastraumur: Böl eða blessun fyrir náttúru- vernd? - Anna Dóra Sæþórsdóttir og Karl Benediktsson 14:20 Umræður 2. Hvernig náum við markmiðum sjálfbærrar þróunar? 15:15 Skýrsla Auðlindanefndar og sjálfbær þróun - Eiríkur Tómasson, varaformaður Auðlindanefndar og Geir Oddsson, starfsmaður Auðlindanefndar 15:45 Hagræn stjórntæki og framkvæmd umhverfismála - Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur, fjármálaráðuneyti 16:15 Staðardagskrá 21 - Kristín Ágústsdóttir, landfræðingur, Fjarðabyggð 16:45 Umræður 17:15 Móttaka umhverfisráðherra Laugardagur 27. jan. 2001 3. Hver er framtíðin? 9:00 Ávarp: Klaus Töpfer, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar S.þ. (UNEP) 9:30 Fyrirspurnir til Klaus Töpfer 9:45 Undirskrift yfirlýsingar um hreinni framleiðslutækni 9:50 Áætlun um sjálfbær Norðurlönd - Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri 10:05 Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun 2002 - Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri, umhverfisráðuneyti 10:20 Umræður 12:45 Samantekt ráðstefnuritara 13:00 Þingslit (Dagskráin gæti tekið einhverjum breytingum fram að þinginu) Ráðstefnustjórar: Ólafur Örn Haraldsson, formaður umhverfisnefndar Alþingis Sigríður Stefánsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Akureyrarbæjar Þingið er opið öðrum en þeim sem sérstaklega eru boðaðir til þess á meðan húsrúm leyfir. Óskað er eftir að þátttökutilkynningar berist fyrir 23. janúar nk. til umhverfisráðuneytis í s. 560-9600 eða í tölvupósti (berglind.hallgrimsdottir@umh.stjr.is). Þátttaka á þinginu er ókeypis. Frekari upplýsingar og gögn fyrir þingið verður að finna á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins: www.stjr.is /umh Umhverfisráðuneytið Umhverfisþing Grand Hótel, Reykjavík, 26.-27. jan. 2001 Umhverfisráðherra boðar til 2. umhverfisþings, dagana 26.- 27. janúar næstkomandi. Þingið er vettvangur kynningar á nýrri stefnumörkun Íslands um sjálfbæra þróun, sem ætlunin er að samþykkt verði síðar á árinu og kynnt verði á leiðtogafundi í Suður-Afríku á næsta ári í tilefni tíu ára afmælis Ríó-ráðstefnunnar. Til viðbótar verður fjallað á þinginu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna varðandi umhverfismál og sjálfbæra þróun, um þann árangur sem náðst hefur á undanförnum áratug og þau stefnumið sem leggja eigi til grundvallar í framtíðinni. DAGSKRÁ: Jákvæð hugsun Meira sjálfsöryggi Upplýsingar í síma 694 5494 Næstu námskeið hefjast 15/1 í Reykjanesbæ og 18/1 í Reykjavík. Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Námskeið og einkatímar Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.