Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 61
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 61
samstarfi við einstaklinga, sem
greinzt hafa með krabbamein og
fjölskyldur þeirra, lækna og
sjúkrastofnanir. Hefur þetta sam-
starf gengið með ágætum svo og
samskipti við tölvunefnd og vís-
indasiðanefnd, sem í æ ríkara mæli
hafa tekið að sér að gæta hags-
muna og persónuverndar þeirra,
sem taka þátt í slíkum vísindarann-
sóknum. Meðal verkefna rann-
sóknastofunnar eru rannsóknir á
erfðum brjóstakrabbameins, sem
vakið hafa mikla athygli og verið
birtar í alþjóðlegum vísindaritum.
Rannsóknir af þessu tagi eru mjög
dýrar og raunar ofviða áhuga-
mannafélagi á borð við Krabba-
meinsfélagið og því leitar félagið
nú leiða til að tryggja áfram fram-
gang þeirra með því að leita sam-
starfs við aðra, sem vinna að sömu
markmiðum hér á landi þar sem
ómældir möguleikar virðast vera á
miklum árangri á næstu árum.
Þjónusta við einstaklinga
og fjölskyldur
Þótt krabbamein séu áleitin og
heillandi verkefni fyrir vísinda-
menn eru þau mörg lævísir sjúk-
dómar, sem fyrirvaralaust geta
tekið sér bólfestu þar sem þeirra
er sízt von og valdið þeim, sem með
þau greinast og fjölskyldum þeirra
óbærilegum erfiðleikum, líkamleg-
um og andlegum. Veigamiklir
þættir í starfsemi Krabbameins-
félagsins hafa snúizt um stuðning
við sjúklinga og aðstandendur
þeirra og þar er hlutur svæðafélag-
anna verulegur. Innan vébanda
Krabbameinsfélagsins hafa orðið
til og dafnað stuðningsfélög þeirra,
sem fengið hafa krabbamein og að-
standenda þeirra. Hóparnir eru:
Ný rödd, Kraftur, Samhjálp
kvenna, Stómasamtökin og Styrk-
ur. Sérstök ástæða er til að fagna
nýjum hópi sjúklinga með krabba-
mein í blöðruhálskirtli.
Um miðjan níunda áratuginn hóf
Krabbameinsfélagið tilraunaverk-
efni, sem fékk nafnið Heimahlynn-
ing Krabbameinsfélagsins. Mark-
miðið var að kanna, hvort unnt
væri að koma upp sérhæfðri gæða-
þjónustu við krabbameinssjúka,
sem gæti stuðlað að því að þeir
gætu verið meira heima fremur en
að dveljast á sjúkrahúsum í veik-
indum sínum. Jafnframt skyldi
skoða hvort slík aðferð væri um
leið hagkvæm fyrir samfélagið.
Óhætt er að fullyrða að tilraunin
tókst framar vonum og nú er auk
Heimahlynningar önnur sérhæfð
hjúkrunarþjónusta, Karitas, hér á
höfuðborgarsvæðinu og sinna 10
hjúkrunarfræðingar samanlagt
nær 60 sjúklingum í heimahúsum á
hverjum tíma. Auk þess er virk
heimaþjónusta við krabbameins-
sjúka á Akureyri.
Einstaklingar, sem greinzt hafa
með krabbamein og gengið hafa í
gegnum erfiða meðferð hafa ekki
getað gengið að því vísu að eiga
kost á skipulegri endurhæfingu
eins og raunar er með þá, sem
kljást við ýmsa aðra sjúkdóma.
Krabbameinsfélagið vinnur nú að
því að koma á laggirnar þjónustu
til að tryggja að sjúklingar eigi
kost á markvissri andlegri og lík-
amlegri endurhæfingu að sjúk-
dómsmeðferð lokinni. Þetta er góð
viðbót við þjónustu Krabbameins-
ráðgjafarinnar, en þar hafa hjúkr-
unarfræðingar í nokkur ár veitt
sjúklingum og öðrum upplýsingar
ráðgjöf í síma 800 4040.
Síðast en ekki sízt skal getið um
íbúðirnar fjórar sem Krabbameins-
félagið og Rauði krossinn eiga í
Reykjavík, en þær eru ætlaðar
sjúklingum af landsbyggðinni sem
þurfa að leita sér lækninga vegna
krabbameins.
Lokaorð
Hér hafa verið raktir nokkrir
meginþættir í starfi Krabbameins-
félagsins í hálfa öld. Ef til vill er
það ekki okkar, sem ljáð höfum
félaginu krafta okkar og tíma að
dæma um, hvernig til hefur tekizt.
Fjármunir til starfsemi félagsins
hafa með einum eða öðrum hætti
komið frá þjóðinni, ýmist beint í
formi happdrættis, sölu minning-
arkorta, erfðagjafa, skipulegra
söfnunarátaka o.þ.h. eða frá stjórn-
völdum til tilgreindra verkefna svo
sem leitarstarfs og í seinni tíð til
krabbameinsskrár. Þá hafa vís-
indamenn félagsins verið ötulir við
að afla sér styrkja til rannsókna,
hérlendis og erlendis.
Í trausti þess að landsmenn telji
rétt að hér verði áfram áhuga-
mannafélag, sem beiti sér fyrir
málum eins og þeim, sem að fram-
an hefur verið lýst ráðgerir
Krabbameinsfélag Íslands að leita
til þjóðarinnar hinn 3. marz nk. og
fara fram á öflugan stuðning til
áframhaldandi baráttu gegn
krabbameini.
Höfundur er læknir og formaður
stjórnar Krabbameinsfélags Íslands.
Frá starfsemi Krabbameinsfélags Íslands.