Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÞórir Hergeirsson aðstoðarþjálfari
norska kvennalandsliðsins? / B1
Allt um heimsmeistarakeppnina
í Frakklandi á B1–B8
8 SÍÐUR
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
SVOKÖLLUÐ listeríusýking kom upp í reyktum
laxi frá SÍF France S.A., dótturfélagi SÍF í
Frakklandi, í síðustu viku. Að sögn Birgis Sævars
Jóhannssonar, framkvæmdastjóra félagsins, var
þegar gripið til sértækra fyrirbyggjandi aðgerða,
málinu sé formlega lokið og án eftirmála.
Hærra magn af listeríugerlum en leyfilegt er
samkvæmt reglugerðum fannst í einni 160
gramma pakkningu af reyktum laxi frá SÍF
France við sýnatöku 12. janúar sl. Birgir segir list-
eríu þekkta bakteríusýkingu við framleiðslu á
reyktum fiski, svo sem laxi og síld. Frönsk heil-
brigðisyfirvöld taki reglulega sýni úr öllum kæld-
um matvælum og við slíka sýnatöku hafi komið
fram listeríusýking í tiltölulega lítilli framleiðslu-
lotu, um 786 kílóum, af reyktum laxi frá SÍF
France. Listeríumagnið hafi verið heldur hærra
en reglugerðir segja til um.
Laxinum var pakkað í lofttæmdar umbúðir og
dreift til verslana 22. desember. Birgir segir að
innan SÍF France sé öflugt innra gæðaeftirlit og
reglulega séu tekin sýni úr framleiðsluferli vör-
unnar, allt frá pökkun til loka endingar hennar.
„Okkar gögn voru hins vegar ekki í samræmi við
niðurstöður franskra heilbrigðisyfirvalda. Við telj-
um því nánast öruggt að sýkingin hafi komið upp
þar sem loft hefur komist í pakkningar. Eins getur
verið að kælikeðja hafi rofnað og þessi tiltekna
pakkning legið í öðru hitastigi en kjörhitastigi sem
er 0 til 4 gráður. Við slíkar aðstæður getur bakt-
erían verið fljót að fjölga sér.“
Enginn orðið fyrir óþægindum
Listería getur að sögn Birgis verið hættuleg
lasburða fólki í miklu magni en hjá heilbrigðum
lýsi einkenni listeríusýkingar sér á svipaðan hátt
og hiti og kvef. Birgir segir að SÍF France hafi
þegar ákveðið að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir,
enda slík mál ætíð tekin alvarlega. „Framleiðslan
var innkölluð hjá dreifingaraðilum en einnig var
þeim neytendum, sem mögulega gætu enn þá átt
vöruna heima hjá sér, gert viðvart. Hins vegar er
ólíklegt að enn þá hafi mikið verið eftir af þessari
framleiðslu vegna þess að ending hennar rann út
16. janúar. Þetta voru því fyrst og fremst fyr-
irbyggjandi aðgerðir. Eins settum við upp um-
fangsmikla símsvörun til að allir sem hefðu
áhyggjur eða spurningar varðandi málið gætu
fengið skýringar frá fyrstu hendi. Samtals fengum
við um 1.400 símtöl en samkvæmt okkar bestu vit-
und hefur enginn orðið fyrir óþægindum vegna
þessa. Við fengum síðan á þriðjudag staðfest frá
frönskum heilbrigðisyfirvöldum að þessu máli
væri formlega lokið, án eftirmála,“ segir Birgir.
Bakteríusýking finnst í fiskafurðum frá SÍF í Frakklandi
Listería í reyktum laxi
HARPA VE kom í gær til Vesta-
mannaeyja með 350 tonn af loðnu
og var gert ráð fyrir að um 100
tonn af aflanum færi í frystingu
fyrir Rússlandsmarkað hjá Ísfélag-
inu. Þetta er fyrsta loðnan sem fer í
frystingu í Eyjum á þessu ári. Um
15 konur fá vinnu við frystinguna
hjá Ísfélaginu en ekki hefur verið
unnið þar síðan síldin kláraðist fyr-
ir helgi.
Heimaey VE, sem er í eigu Ís-
félagsins, kom til Eyja í gær úr
sinni fyrstu veiðiferð á þessu ári
með 15 tonna afla, aðallega þorsk,
eftir fjögurra daga veiðiferð.
Stærsti hluti aflans fór í vinnslu hjá
undirverktaka Ísfélagsins og restin
var seld á fiskmarkaði.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Heimaey VE, sem er í eigu Ísfélagsins, kom til Eyja í gær með bolfisk úr sinni fyrstu veiðiferð eftir áramót.
Loðna fryst
í Eyjum
Erum nánast/6
Í BRÉFI, dagsettu í gær, miðviku-
dag, frá skrifstofu Hæstaréttar til
Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns
Öryrkjabandalagsins, kom fram að
fyrirspurn forsætisnefndar Alþingis
til forseta Hæstaréttar um dóm
Hæstaréttar í öryrkjamálinu hefði
verið borin undir alla dómara
Hæstaréttar og að meirihluti dóm-
ara réttarins hafi veitt umboð sitt til
að svara forsætisnefnd.
Bréf Hæstaréttar til Ragnars Að-
alsteinssonar var svar við fyrirspurn
hans frá í gær, þar sem hann krafðist
nákvæmrar skýringar á þátttöku
dómara Hæstaréttar í svarbréfi for-
seta Hæstaréttar.
Ragnar er ósáttur við svar Hæsta-
réttar við bréfi sínu, þar sem ekki
kemur fram að svarbréf forseta
Hæstaréttar til forsætisnefndar hafi
verið sent eftir formlega ákvörðun
dómara Hæstaréttar. „Það bendir
ekkert til þess að erindi forsætis-
nefndar hafi verið tekið fyrir á fundi
eins og venja er í Hæstarétti, þar
sem allir áttu þess kost að tjá sig,
hvorki um hvort svara átti bréfi for-
sætisnefndar og enn síður um svar-
ið,“ sagði Ragnar. Hann segist þurfa
að vita um þátttöku dómara Hæsta-
réttar í svari til forsætisnefndar ef til
þess komi að hann þurfi að flytja mál
ÖBÍ aftur. „Ef þeir tóku þátt í efni
svarsins til forsætisnefndar eru þeir
vanhæfir eins og Garðar Gíslason.“
Telur svör
Hæstaréttar
ófullnægjandi
Lögmaður Öryrkjabandalagsins
skrifaði Hæstarétti bréf í gær
FLUGLEIÐAVÉL, sem flytja átti
tæplega 200 farþega ferðaskrifstof-
unnar Úrvals-Útsýnar heim frá
Kanaríeyjum í gær, seinkaði um sól-
arhring vegna dauðsfalls farþega.
Vélin sem sækja átti fólkið var á
útleið þegar einn farþeganna fékk
hjartaáfall og lést þrátt fyrir að-
hlynningu læknis sem einnig var far-
þegi í vélinni. Þegar komið var til
áfangastaðar var þarlendum yfir-
völdum gert viðvart um dauðsfallið
en samkvæmt spænskum reglum
verður dómari að koma á vettvang
og gefa út dánarvottorð og staðfesta
að dánarorsök hafi verið eðlileg. Þar
til dómari kemur er vélin kyrrsett og
ekki má hrófla við neinu.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Flugleiða, var
nokkurra klukkustunda bið eftir
dómaranum og komið fram yfir lög-
bundinn vinnutíma áhafnar. „Það
var því ljóst að áhöfnin þyrfti að fá
hvíld og í framhaldi var sú ákvörðun
tekin að fresta heimför og farþegum
komið fyrir á hóteli,“ sagði Guðjón.
Hann benti á að mögulegt hefði
verið að fljúga heim klukkan fjögur í
nótt en þá hefðu farþegarnir þurft að
bíða á flugvellinum í um tíu tíma sem
fæstum þótti fýsilegur kostur.
Kanaríeyjaflug Flugleiða
Flugvél seinkar
um sólarhring
GARÐAR Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, telur það koma
nokkuð á óvart að Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, skyldi
staðfesta lög Alþingis um breytingu
á lögum um almannatryggingar og
segir jafnframt að yfirlýsing forset-
ans frá í gær, um þá ákvörðun sína,
hafi verið mistök.
Garðar segir það rétt að ekki sé
hefð fyrir því að forseti lýðveldisins
vísi málum til þjóðaratkvæða-
greiðslu en telur ákvörðun forsetans
engu að síður koma á óvart. „Í ljósi
síendurtekinna ummæla hans um
áhuga sinn í þeim efnum, ekki síst nú
í sumar, þá kemur það auðvitað á
óvart að hann skuli ekki leyfa þjóð-
inni að taka afstöðu í þessum máli.
Ég kýs að líta á yfirlýsingu hans sem
mistök og misskilning miðað við þau
rök sem hann færir fyrir ákvörðun
sinni. Eftir sem áður ber ég samt
virðingu fyrir forseta mínum og vona
að þjóðin haldi áfram að gera það
einnig. Þótt hann hafi með undirrit-
un sinni staðfest lög sem taka til
baka hluta af þeirri tekjutrygginu
sem okkur var dæmd í Hæstarétti,
þá firrir það ekki þingmeirihluta
ábyrgð á afgreiðslunni.“
Aðspurður um hvort Öryrkja-
bandalagið muni efna til nýrra mála-
ferla eftir afgreiðslu þingsins á hinu
umdeilda svonefnda öryrkjafrum-
varpi segir Garðar: „Ég sé ekki bet-
ur en að ólán okkar hafi falist í því að
við unnum fullnaðarsigur fyrir
Hæstarétti. Ef við hefðum ekki unn-
ið málið fyrir Hæstarétti hefðum við
fengið stjórnvöld dæmd fyrir mann-
réttindabrot fyrir Mannréttinda-
dómstólnum í Strassborg. Við höfum
farið með málið dómstólaleiðina til
enda og mér er því ekki alveg ljóst
um hvað ný málaferli ættu að snú-
ast.“
Formaður Öryrkjabandalagsins
Ólán að málið
vannst í
Hæstarétti