Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 23

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 23 VERKALÝÐSFÉLAG Raufar- hafnar hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem lýst er yfir vanþóknun á meðferð SR-mjöls á starfsfólki fyrirtækisins á Raufarhöfn. Segir í yfirlýsingunni að sex starfsmenn SR-mjöls á Raufarhöfn hafi verið sendir heim án fyrirvara í síðustu viku. Fyrirtækið hafi borið fyrir sig lög nr. 19 frá 1979, 3. gr., sem kveða á um vinnustöðvun fisk- vinnslufyrirtækja vegna hráefnis- skorts. Samkvæmt þeim ber at- vinnurekanda ekki að greiða bætur til launþega sinna þegar vinna fell- ur niður vegna hráefnisskorts, enda missi launþegar ekki uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir. Loðnan er sérlundaður fiskur Í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Vissulega er það svo að loðna er sérlundaður fiskur en þó er bull- andi loðnuveiði þessar vikurnar. Daginn sem fólki var tilkynnt að það þyrfti ekki að mæta til vinnu næsta virkan dag hafði hinsvegar spáð brælu á miðunum. Finnst Verkalýðsfélaginu að nú sé fokið í flest skjól ef 3. grein er notuð við bræluspá. Það er alkunna að boðið hafi verið í loðnufarma og skip siglt hringinn í kringum landið til að landa. Þetta gerir SR ekki í þessu tilviki.“ Segir í yfirlýsingunni að hætta sé á að SR-mjöl fari að misnota þessi lög sem séu þó fyrst og fremst ætl- uð fyrir fiskvinnslustöðvar þar sem kauptrygging er í öllum tilfellum nema hjá lausráðnu fólki. Loðnu- bræðslur heyri ekki undir þá samn- inga og fólk sem starfi við loðnu- bræðslur hafi enga kauptryggingu. Hafþór Sigurðsson, verksmiðju- stjóri SR-mjöls hf. á Raufarhöfn, segist undrast þessi viðbrögð verkalýðsfélagsins. Starfsmenn verksmiðjunnar hafi áður verið sendir heim undir svipuðum kring- umstæðum, enda sé það heimilt samkvæmt umræddum lögum. Hann segir verksmiðjuna á Rauf- arhöfn vera langt frá loðnumiðun- um á þessum árstíma. Veiðarnar hafi auk þess verið í þeim mæli að ekki þótti taka því að sigla með farm til Raufarhafnar, sérstaklega í ljósi þess að SR-mjöl rekur tvær loðnuverksmiðjur á Austfjörðum. Verkalýðsfélag Raufarhafnar ósátt við starfsaðferðir SR-mjöls Sex starfsmenn sendir heim vegna hráefnisskorts ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra Íslands, og Jørgen Nicla- sen, sjávarútvegsráðherra Fær- eyja, áttu fyrr í vikunni fund með Franz Fischler, yfirmanni sjáv- arútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Megintilgangur fundarins var að fjalla um niðurstöðu skýrslu um umhverfismerkingar á sjávaraf- urðum sem kynnt var á Svalbarða sl. haust þar sem sjávar- útvegsráðherra var falið að kynna niðurstöðurnar fyrir Evrópusambandinu. Fischler sagði á fundinum að talsvert hefði verið fjallað um mál- ið innan Evrópusambandsins og væri nú verið að leggja lokahönd á skýrslu um umhverfismerkingar sem unnin er fyrir framkvæmda- stjórnina. Taldi hann mikilvægt að Norðurlöndin og Evrópusambandið ynnu sameiginlega að málinu í kjöl- far þess að framkvæmdastjórninni hefði verið kynnt efni skýrslunnar. Stefnt er að því að fundur með fulltrúum beggja aðila verði hald- inn um miðjan mars næstkomandi. Ráðherrarnir ræddu um þann vanda sem komið hefur upp í tengslum við kúariðumálið svokall- aða og sérstöðu fiskimjöls gagn- vart kjöt- og beinamjöli. Þá var á fundinum fjallað um díoxín í fiski- mjöli og nauðsyn þess að fara var- lega við ákvörðun um takmarkanir á magni þess í sjávarafurðum sem seldar eru til landa Evrópusam- bandsins. Samvinna um umhverfismerkingar Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, Jörgen Niclasen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Franz Fischler, yfirmaður sjávarútvegsmála í Evrópusambandinu. „ÞAÐ eru engar viðræður um sameiningu Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar í gangi nú eftir að þeim var slitið á sínum tíma,“ segir Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, stjórnar- maður í stjórn Ísfélags Vest- mannaeyja, í samtali við Morgunblaðið. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú, að ætli menn sér að byggja upp öfluga fiskvinnslu í Vestmannaeyjum gera þeir það ekki hver í sínu horni. Það vita allir sem hafa komið ná- lægt fiskvinnslu, að menn eru ekki að dútla við þetta hver í sínu horni. Menn eru með öfl- ug hús, sem eru sérhæfð með mikið magn, og ná þannig hag- kvæmni, en ekki með því að menn séu að hokra hér og þar. Nú mæna allir á Ísfélagið og allt í lagi með það enda eðli- legt að til þess sé horft. En Ís- félagið er aðeins með um 11% bolfiskkvóta Vestmannaeyja í þorskígildum talið. Það mætti því horfa til annarra líka og ég tel að það hefði nú verið heppi- legt núna hefðu menn verið sameinaðir í þessu. Þá stæðu mál öðruvísi og Vestmannaey- ingar gætu kannski verið bjartsýnni. Þar er bara ekki við Ísfélagið að sakast. Í mín- um huga eru aðrir sem bera meiri ábyrgð á því hvernig komið er en aðstandendur Ís- félagsins.“ Ísfélagið Engar við- ræður um sameiningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.