Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 23 VERKALÝÐSFÉLAG Raufar- hafnar hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem lýst er yfir vanþóknun á meðferð SR-mjöls á starfsfólki fyrirtækisins á Raufarhöfn. Segir í yfirlýsingunni að sex starfsmenn SR-mjöls á Raufarhöfn hafi verið sendir heim án fyrirvara í síðustu viku. Fyrirtækið hafi borið fyrir sig lög nr. 19 frá 1979, 3. gr., sem kveða á um vinnustöðvun fisk- vinnslufyrirtækja vegna hráefnis- skorts. Samkvæmt þeim ber at- vinnurekanda ekki að greiða bætur til launþega sinna þegar vinna fell- ur niður vegna hráefnisskorts, enda missi launþegar ekki uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir. Loðnan er sérlundaður fiskur Í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Vissulega er það svo að loðna er sérlundaður fiskur en þó er bull- andi loðnuveiði þessar vikurnar. Daginn sem fólki var tilkynnt að það þyrfti ekki að mæta til vinnu næsta virkan dag hafði hinsvegar spáð brælu á miðunum. Finnst Verkalýðsfélaginu að nú sé fokið í flest skjól ef 3. grein er notuð við bræluspá. Það er alkunna að boðið hafi verið í loðnufarma og skip siglt hringinn í kringum landið til að landa. Þetta gerir SR ekki í þessu tilviki.“ Segir í yfirlýsingunni að hætta sé á að SR-mjöl fari að misnota þessi lög sem séu þó fyrst og fremst ætl- uð fyrir fiskvinnslustöðvar þar sem kauptrygging er í öllum tilfellum nema hjá lausráðnu fólki. Loðnu- bræðslur heyri ekki undir þá samn- inga og fólk sem starfi við loðnu- bræðslur hafi enga kauptryggingu. Hafþór Sigurðsson, verksmiðju- stjóri SR-mjöls hf. á Raufarhöfn, segist undrast þessi viðbrögð verkalýðsfélagsins. Starfsmenn verksmiðjunnar hafi áður verið sendir heim undir svipuðum kring- umstæðum, enda sé það heimilt samkvæmt umræddum lögum. Hann segir verksmiðjuna á Rauf- arhöfn vera langt frá loðnumiðun- um á þessum árstíma. Veiðarnar hafi auk þess verið í þeim mæli að ekki þótti taka því að sigla með farm til Raufarhafnar, sérstaklega í ljósi þess að SR-mjöl rekur tvær loðnuverksmiðjur á Austfjörðum. Verkalýðsfélag Raufarhafnar ósátt við starfsaðferðir SR-mjöls Sex starfsmenn sendir heim vegna hráefnisskorts ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra Íslands, og Jørgen Nicla- sen, sjávarútvegsráðherra Fær- eyja, áttu fyrr í vikunni fund með Franz Fischler, yfirmanni sjáv- arútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Megintilgangur fundarins var að fjalla um niðurstöðu skýrslu um umhverfismerkingar á sjávaraf- urðum sem kynnt var á Svalbarða sl. haust þar sem sjávar- útvegsráðherra var falið að kynna niðurstöðurnar fyrir Evrópusambandinu. Fischler sagði á fundinum að talsvert hefði verið fjallað um mál- ið innan Evrópusambandsins og væri nú verið að leggja lokahönd á skýrslu um umhverfismerkingar sem unnin er fyrir framkvæmda- stjórnina. Taldi hann mikilvægt að Norðurlöndin og Evrópusambandið ynnu sameiginlega að málinu í kjöl- far þess að framkvæmdastjórninni hefði verið kynnt efni skýrslunnar. Stefnt er að því að fundur með fulltrúum beggja aðila verði hald- inn um miðjan mars næstkomandi. Ráðherrarnir ræddu um þann vanda sem komið hefur upp í tengslum við kúariðumálið svokall- aða og sérstöðu fiskimjöls gagn- vart kjöt- og beinamjöli. Þá var á fundinum fjallað um díoxín í fiski- mjöli og nauðsyn þess að fara var- lega við ákvörðun um takmarkanir á magni þess í sjávarafurðum sem seldar eru til landa Evrópusam- bandsins. Samvinna um umhverfismerkingar Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, Jörgen Niclasen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Franz Fischler, yfirmaður sjávarútvegsmála í Evrópusambandinu. „ÞAÐ eru engar viðræður um sameiningu Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar í gangi nú eftir að þeim var slitið á sínum tíma,“ segir Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, stjórnar- maður í stjórn Ísfélags Vest- mannaeyja, í samtali við Morgunblaðið. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú, að ætli menn sér að byggja upp öfluga fiskvinnslu í Vestmannaeyjum gera þeir það ekki hver í sínu horni. Það vita allir sem hafa komið ná- lægt fiskvinnslu, að menn eru ekki að dútla við þetta hver í sínu horni. Menn eru með öfl- ug hús, sem eru sérhæfð með mikið magn, og ná þannig hag- kvæmni, en ekki með því að menn séu að hokra hér og þar. Nú mæna allir á Ísfélagið og allt í lagi með það enda eðli- legt að til þess sé horft. En Ís- félagið er aðeins með um 11% bolfiskkvóta Vestmannaeyja í þorskígildum talið. Það mætti því horfa til annarra líka og ég tel að það hefði nú verið heppi- legt núna hefðu menn verið sameinaðir í þessu. Þá stæðu mál öðruvísi og Vestmannaey- ingar gætu kannski verið bjartsýnni. Þar er bara ekki við Ísfélagið að sakast. Í mín- um huga eru aðrir sem bera meiri ábyrgð á því hvernig komið er en aðstandendur Ís- félagsins.“ Ísfélagið Engar við- ræður um sameiningu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.