Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 26

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖLL olían, sem var um borð í olíu- skipinu Jessicu, sem strandaði við Galapagos-eyjar í síðustu viku, hef- ur nú farið í sjóinn, rúmlega 600 tonn. Vinna nokkrir tugir manna við að girða olíuflekkina af og hreinsa þá upp, en í fyrradag breyttist vind- áttin og þá rak stærstu flekkina burt frá eyjunum. Olían hefur þó lagst upp að nokkrum eyjum, meðal annars Santa Fe þar sem mikið er um sæljón og sækembur, stórvaxnar eðlur, sem lifa á ýmsum sjávar- gróðri. Þar eru líka landkembur en þeim er ekki hætta búin þar sem þær sækja ekkert í sjóinn. Á mynd- inni má sjá sjómenn á Galapagos- eyjum ausa olíunni upp með fötu. AP Öll olían í sjóinn TILKYNNT var í Brussel í gær, að Evrópusambandið, ESB, og Noreg- ur hefðu náð samkomulagi um nýjar og róttækar ráðstafanir til að vernda þorskinn í Norðursjó. Verður um fimmtungi hafsvæðisins lokað fyrir þorskveiðum um 10 til 12 vikna skeið frá og með miðjum febrúar næst- komandi eða á þeim tíma og á þeim svæðum þar sem hrygningin er mest. Öll veiðarfæri, sem geta tekið þorsk, verða bönnuð á þessum svæð- um fram í maí en veiðar á uppsjáv- arfiski verða leyfðar. Betur verður þó fylgst með þeim veiðiskap en áður og meðal annars munu eftirlitsmenn verða um borð í nótaskipunum um nokkurt skeið á þessum 10–12 vik- um. Bitnar harðast á Dönum Þessar lokanir eru enn eitt áfallið fyrir sjómenn við Norðursjó, sem gera sér þó flestir grein fyrir, að eitt- hvað verður að gera til að koma í veg fyrir algert hrun þorskstofnsins. Koma þessar ráðstafanir sér verst fyrir danska sjómenn enda er lok- unin mest undan ströndum Jótlands. Skoskir sjómenn sleppa betur og segjast talsmenn þeirra samþykkja aðgerðirnar þótt erfiðar séu. Breska stjórnin hefur einnig lýst yfir stuðningi við þorskveiðibannið, sem hún segir mjög mikilvægt eigi að afstýra því, að þorskurinn hverfi með öllu úr Norðursjónum. Hún kom þó í veg fyrir, að bannið yrði enn víðtækara, en lagt hafði verið til, að það næði til 40% af hinum hefð- bundnu miðum skoskra sjómanna. Niðurstaðan var 15–20%. Langt undir hættumörkum Þorskstofninn í Norðursjó hefur verið á niðurleið allt frá árinu 1963 þegar fyrst var farið að fylgjast reglulega með honum. 1970 var stofninn 250.000 tonn en nú er talið, að hann sé um 70.000 tonn, sem er aðeins helmingur af því, sem vísinda- menn segja nauðsynlegt til að tryggja viðgang tegundarinnar. Í desember síðastliðnum var þorskkvótinn í Norðursjó skorinn mikið niður og raunar kvótar í öðr- um tegundum líka en auk þess er stefnt að stórhertu eftirliti með veið- unum. Nýjar ráðstafanir til að vernda þorskinn í Norðursjó Veiði bönnuð á stórum svæðum                     ROLAND Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, neitaði því í vitnisburði fyrir rétti í gær að hann hefði fengið þáverandi ríkis- olíufélagið Elf Aquitaine til að ráða hjákonu sína sem tengilið milli skrif- stofu sinnar og fyrirtækisins. Dumas þarf ásamt fimm öðrum sakborningum, þ.á m. fv. forstjóra Elf, að svara til saka fyrir meint spillingarbrot, en ásakanirnar snú- ast aðallega um háar fjárgreiðslur sem hjákona Dumas, Christine Dev- iers-Joncour, þáði á meðan Dumas var ráðherra á árunum 1989–1992, í forsetatíð Francois Mitterrands. „Ég bað aldrei neinn um neitt,“ bar Dumas í gær fyrir réttinum. „Hefði ég beðið einhvern að ráða ungfrú Deviers-Joncour hefði ég snúið mér beint til Loik Le Floch- Prigent forstjóra (Elf), sem ráð- herra getur leyft sér að gera.“ Málaferlin gegn Dumas eiga sér meira en þriggja ára aðdraganda og hefur umfjöllunin sem þeim hafa tengzt á þessum tíma mest minnt á sápuóperu, þar sem forréttindi, völd og forboðin ást eru drifkraftarnir. Réttarhaldið hófst á mánudag og er gert ráð fyrir að þeim ljúki 13. febrúar. 780 millj. kr. í „umboðslaun“ Í fyrradag bar fyrrverandi starfs- maður Elf fyrir réttinum, að Dumas hefði beðið um að vinkona hans yrði tekin á launaskrá Elf og fengi greidda 64,5 milljónir franka, and- virði yfir 780 milljóna króna, að mestu í formi umboðslauna, á þriggja ára tímabili. Dumas er sak- aður um að hafa sjálfur notið góðs af dýrum gjöfum sem keyptar voru fyrir fé úr sjóðum Elf og að hafa deilt með Deviers-Joncour lúxusíbúð í París sem keypt var fyrir fé úr sömu sjóðum. Grunur leikur á því að Deviers- Joncour hafi verið greitt fyrir að hafa áhrif á afstöðu Dumas til tiltek- inna mála, einkum og sér í lagi að telja hann á að fá ríkisstjórnina til að samþykkja umdeildan útflutning á frönskum herskipum til Taívan árið 1991. Ekki er reiknað með því að þetta tiltekna mál komi þó til kasta réttarins að sinni. Frá því réttarhaldið hófst á mánu- daginn hefur hann látið sem fyrrver- andi ástkona hans (sem skrifaði met- sölubókina „Hóra lýðveldisins“) væri ekki til þótt hún væri líka í rétt- arsalnum. Deviers-Joncour er líka á sakamannabekknum, sökuð um að hafa þegið ólöglegar greiðslur. Vegna ásakananna sem á hann eru bornar þurfti Dumas að segja af sér virðingarembætti forseta franska stjórnlagaráðsins (Conseil Constitutionel), en verði hann sak- felldur á hann yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm og háa fjár- sekt. Réttarhald hafið í einu umtalaðasta hneykslismáli síðari tíma í Frakklandi Dumas neitar nýjustu ásökununum AP Roland Dumas mætir í dómsal í lögreglufylgd. AP Christine Deviers-Joncour, fyrr- verandi hjákona Dumas. París. AP, AFP. ÁSTÆÐA afsagnar Peter Mandel- sons úr embætti ráðherra Norður-Ír- landsmála í bresku ríkisstjórninni í gær er afskipti Mandelsons af um- sókn indverska auðkýfingsins Srich- and Hinduja, um breskan ríkisborg- ararétt. Komið hefur á daginn að Mandel- son hringdi í aðstoðarráðherra í inn- anríkisráðuneytinu, til að spyrjast fyrir um afgreiðslu umsóknarinnar. Það sem þykir vafasamt við fyrir- spurn ráðherrans fyrrverandi er að hún átti sér stað á sama tíma og Hinduja og bræður hans staðfestu að þeir hyggðust leggja 1 milljón punda (125 millj. ísl. kr) til Þúsaldarhvelf- ingarinnar sem á sínum tíma heyrði undir Mandelson. Þær raddir sem knúðu á um af- sögn Mandelsons urðu æ háværari í vikunni og hafa misvísandi upplýs- ingar um aðild Mandelsons að um- sókn Srichands ekki dregið úr þeim. Segja má að málið hafi hafist sl. fimmtudag er þingmaður Frjáls- lynda flokksins, Norman Baker, gerði skriflega fyrirspurn til aðstoð- arráðherra innanríkisráðuneytisins um tengsl Mandelsons og umsóknar Hinduja um ríkisborgararétt. Í svarinu kom í ljós að Mandelson spurðist fyrir um hvernig litið yrði á umsóknina, án þess þó að knýja á um afgreiðslu hennar. Baker kom þessu svari á framfæri við dagblaðið The Observer sem hafði eftir Mandelson á sunnudag að hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur heldur hefði einkaritari hans fengist við óform- lega fyrirspurn Srichands. Á mánudag varðist talsmaður Bla- ir, Alastair Campell, ásökunum um að Mandelson hefði hagað sér með óviðeigandi hætti eða notað áhrif sín til að tryggja Srichand ríkisborgara- rétt. Mandelson hefði gert nákvæm- lega það sem gera átti og vísað mál- inu til innanríkisráðuneytisins. Á þriðjudag varð Campell hins vegar að viðurkenna að hann hefði haft rangt fyrir sér því rifjast hefði upp fyrir Mandelson og Mike O’Brien, aðstoðarráðherra í innan- ríkisráðuneytinu, að Mandelson hefði hringt í hann. Campell viðurkenndi að fyrri yfirlýsingar í tengslum við málið hefðu ekki verið með öllu sann- ar. Mandelson sendi einnig frá sér yf- irlýsingu þar sem hann vísar því á bug að hafa gert nokkuð af sér, segist eingöngu hafa átt tveggja mínútna saklaust samtal við O’Brien. Mandelson var síðan kallaður á fund forsætisráðherrans í gærmorg- un til að „koma staðreyndum málsins á hreint“. Fregnir af fundinum eru sagðar hafa skekið breska þingið enda lá ekki fyrir að Mandelson segði af sér. Hann tilkynnti hins vegar um afsögnina að fundinum loknum en gekk ekki frá henni formlega fyrr en að loknum vikulegum fyrirspurna- tíma forsætisráðherrans. Mandelson hefur lengi verið mjög umdeildur ráðherra, ekki síður innan síns eigin flokks en utan. Hann er barnabarn Herberts Morrisons sem var frammámaður í Verkamanna- flokknum. Á níunda áratugnum urðu hann og Blair miklir vinir en Mandel- son hefur löngum verið álitinn eiga stóran þátt í sigri Blairs í formanns- kjöri Verkamannaflokksins 1994 og ekki síður sigrinum í kosningunum 1997. Fyrri afsögn árið 1998 Það er því ekki að furða að Blair skyldi launa þessum helsta ráðgjafa sínum með ráðherraembætti og varð hann viðskiptaráðherra um mitt ár 1998. Því embætti hélt hann einungis til ársloka en þá komst upp að hann hafði þegið umdeilt lán frá Geoffry Robinson, aðstoðarráðherra í fjár- málaráðuneytinu, að upphæð 375.000 pund (47 millj. ísl. kr.). Þar að auki hélt hann því leyndu þegar ráðuneyti hans tók til við að rannsaka fjármál Robinsons. Lánið notaði Mandelson til að fjármagna glæsihýsi sem hann festi kaup á í Notting Hill. Það er þó ekki eingöngu baktjaldamakk og lífs- stíll Mandelson, sem þykir hafa smekk fyrir glæsilíferni, sem hafa farið fyrir brjóstið á flokkssystkinum hans, né heldur að hann er samkyn- hneigður og býr með brasilískum kærasta sínum, heldur þykir Man- delson hafa fært Verkamannaflokk- inn of langt til hægri. Gömul gildi jafnaðarmanna hafi fallið í gleymsk- unnar dá. Missagnir urðu Mandelson að falli London. AFP, The Daily Telegraph

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.