Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EF Palestínumenn og Ísraelar skrifa undir friðarsamning myndu næstum því allir ísraelskir friðarsinnar veita Barak forsætisráðherra stuðning. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að margir vinstrisinnaðir Ísrael- ar séu að velta því fyrir sér að skila auðu – svokallað „hvítt atkvæði“ – til að refsa Barak vegna þess að hann virðist hafa brugðist í fjölmörgum innanlandsmálum og diplómatískum málum. En ef þeir sem nú tala um „hvítt atkvæði“ myndu tjá sínar dýpstu tilfinningar á heiðarlegan hátt myndu þeir svo sannarlega viður- kenna – að vísu ófúslega – að eina eig- inlega synd forsætisráðherrans sé sú, að „Barak færði ekki frið“. En áður en við skilum auðu ættum við að staldra við og huga nánar að þessum orðum: „Að færa frið“ (orða- lag sem hefur tekið breytingum und- anfarið: Sharon mun færa frið. Næsta stríð mun færa frið). Á her- námsárunum héldu friðarsinnaðir vinstrimenn í Ísrael því réttilega fram að friður næðist aldrei ef ekki yrði endi bundinn á hernámið, og að friður væri einnig undir Ísrael kom- inn. En á undanförnum árum hafa mörg okkar hægt og hægt færst nær þeirri hrokafullu niðurstöðu að friður sé eingöngu undir Ísrael kominn, þ.e. ef við bara kjósum hugrakkan leið- toga sem virkilega vill koma á friði myndi hann geta „fært frið“. Þetta orðalag, „að færa frið“, felur í sér þá duldu forsendu að Palestínu- menn séu viðfang, en ekki þátttak- endur í ferlinu. Friður við Palestínu- menn er skilinn sem verðlaun sem við munum veita okkur sjálfum fyrir góða hegðun og örlátar ívilnanir. Ófriður – hatrið og hryðjuverkin – er álitinn réttlát refsing fyrir það hvað við höfum hagað okkur illa. Kannski á þetta „færa frið“-viðhorf rætur í spilltu hugarfari neyslusam- félagsins. Reiði sumra friðarsinnanna út í Ehud Barak er að stórum hluta barnaleg eigingirni: Friður er leik- fangið sem okkur langar alveg ofsa- lega í. Pabbi lofaði að gefa okkur það. Hann fór alla leið til Ameríku að ná í það, hann meira að segja kom við það, og hann seildist meira að segja eftir peningaveskinu sínu, en svo á síðustu stundu kom upp í honum níska og hann fór heim tómhentur. Niðurstað- an er sú, að pabba þyki í rauninni ekkert vænt um okkur. Við viljum nýjan pabba. Við viljum einhvern sem mun í rauninni veita okkur leik- fangið. Ehud Barak, líkt og Yitzhak Rabin og Shimon Peres, hjúpaði sig hinum sögulega möttli vinstrisinna; þeirri sannfæringu að Ísraelar verði að velja milli friðar og lands. Barak mætti með þessa sannfæringu að samningaborðinu, settist niður með staðfestu og seiglu sem kom jafnvel vinstrisinnum í Meretz og Peace Now á óvart. Hann hvatti til sögulegra mála- miðlana milli tveggja jafnra og sjálf- stæðra þjóða til þess að binda enda á átökin. Hann samþykkti stofnun pal- estínsks ríkis á landsvæðunum sem Ísraelar náðu 1967 og að einungis lít- ilvægar breytingar yrðu gerðar á landamærunum. Barak samþykkti jafnvel að Austur-Jerúsalem yrði höf- uðborg Palestínu. Tillögur hans fólu í sér allar grundvallarskoðanir ísra- elskra vinstrimanna, en engu að síður brugðust leiðtogar Palestínumanna ekki við með samþykki, ekki einu sinni höfnun, heldur með eldi. Rétt eins og friður er undir Ísrael kominn, en ekki aðeins Ísrael, er Ísrael, en ekki aðeins Ísrael, ábyrgt fyrir þessum eldi. Við erum ábyrg vegna þess að við höfum murkað lífið úr Óslóarsamningunum og vegna þess að við höfum stækkað landnáms- svæði okkar. Við erum ábyrg vegna þeirra óteljandi niðurlægingarverka, grimmdar og kúgunar sem við höfum staðið að á herteknu svæðunum síðan samningarnir voru gerðir og þar til nú. En við verðum að opna augun fyr- ir því, að stefna Palestínumanna hef- ur tekið róttækum breytingum í átt til íslamskrar þjóðernishyggju, öfga- stefnu sem þróast um leið og ríkis- stjórn Baraks hefur aukið hófsemina í afstöðu Ísraela. Breytingin hjá Pal- estínumönnum verður augljós þegar maður rifjar upp byrjunarreitinn: Ef Palestínumenn hefðu krafist þess í Ósló, að flóttamenn ættu rétt á að snúa heim, öllum gyðingum sem búa á Vesturbakkanum yrði vísað á brott og Palestínumenn fengju einir yfir- ráð yfir helgistöðum, þá hefði Óslóar- samkomulagið aldrei verið gert. Í marga áratugi hafa Palestínu- menn og allur arabaheimurinn neitað að viðurkenna rétt gyðinga til að vera frjáls þjóð. Á árunum fyrir Ósló neit- uðu Ísraelar að viðurkenna rétt pal- estínsku þjóðarinnar. Loks árið 1993 voru réttindi beggja þjóða viður- kennd, og það varð forsenda allra raunverulegra friðarumleitana sem síðan hafa farið fram. Ehud Barak gat ekki „fært frið“ vegna þess að krafa Palestínumanna um rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til Ísraels gengur þvert gegn viðurkenningunni á tilverurétti Ísraels. Það er ekki hægt að finna málamiðlun milli tilveruréttar Ísraels og grundvallarreglu sem kveður á um eyðingu þess. Barak hefur gengið lengra en nokkur forvera hans í tilraunum til að koma á friði. Í nokkrar vikur leit út fyrir að þrátt fyrir blóðsúthellingar væri bilið á milli aðilanna tveggja orð- ið svo lítið að næmi einungis fáeinum umdeildum ferkílómetrum. En þegar Palestínumenn gerðu réttinn til að snúa aftur að meginefni samning- anna var leiðin ekki lengur greið. Ísraelar verða að viðurkenna að þeir áttu þátt í að skapa þann harmleik sem flóttamannamálið er; þeir verða að gera hvað þeir geta til að koma þeim fyrir innan landamæra palest- ínska ríkisins. En friður mun einungis komast á þegar báðar þjóðirnar sætta sig við grundvallaratriði: Hérna megin er húsið mitt og garðurinn minn, þarna hinum megin er húsið þitt og garð- urinn þinn. Nú segja Palestínumenn: Fariði út úr húsinu okkar (leggið af landnemabyggðirnar) og við ætlum að flytja inn í húsið ykkar (rétturinn til að snúa aftur). Með öðrum orðum, húsið mitt er húsið mitt, og húsið þitt er líka mitt. Þessi afstaða er grun- samlega lík þjóðernismonti ísra- elskra hægrisinna. Ehud Barak gat ekki „fært frið“ vegna þess að það er ekki hægt að færa frið – það er einungis hægt að koma á friði. Ekkert væri heimskulegra en að refsa Barak við kjörkassann fyrir að kjarkaðar tilraunir hans til sátta skuli hafa að engu orðið vegna nýrrar bylgju af öfgafullri íslamskri þjóðern- ishyggju meðal Palestínumanna. Ég ætla að greiða Ehud Barak at- kvæði mitt vegna þess að ef, þrátt fyrir það sem þeir segja núna, Palest- ínumenn ákveða að samþykkja lausn- ina sem felur í sér tvö ríki fyrir tvær þjóðir, verður Barak reiðubúinn, ásamt Peres, Sarid, Burg og Beilin, fremur en Sharon með Lieberman, Ze’evi og Benizri. Ég ætla að greiða Ehud Barak at- kvæði mitt vegna þess að jafnvel þótt ófriður ríki hefur hann ekki sagt að hann ætli að sitja aðgerðalaus og bíða þangað til arabarnir hringja í hann. Hann hvetur aftur á móti til þess, að dregin verði tímabundin markalína milli þjóðanna tveggja til að báðar geti andað dálítið léttar og búið við meira öryggi. Ég ætla að greiða Ehud Barak at- kvæði mitt vegna þess, að jafnvel þótt ekki náist friðarsamkomulag mun hann reyna að binda enda á hersetu Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza, en Sharon myndi styrkja þessa her- setu. Og ég ætla að greiða Ehud Barak atkvæði mitt vegna þess, að hvort sem friðarsamkomulag næst eða ekki eru Barak og félagar hans að reyna að binda enda á yfirráð Ísraela yfir Palestínumönnum, en Sharon reynir að herða kúgunina með því að stækka landnámssvæði gyðinga á svæðun- um, og auka þannig á niðurlæginguna og örvæntinguna. Valið hefur aldrei verið auðveldara. Valið hefur aldrei verið auðveldara AP Strangtrúaður gyðingur gengur framhjá umferðarmerki í Jerúsalem á þriðjudag. Á merkinu er límmiði með áletruninni „Barak er svikari“. eftir Amoz Oz Höfundur er ísraelskur rithöfundur. © Amos Oz 2001. Ehud Barak gat ekki „fært frið“ vegna þess að það er ekki hægt að færa frið – það er einungis hægt að koma á friði. „NIÐURSTAÐAN er lykilatriðið; það meiddist enginn,“ sagði Skip Arms, lögreglufulltrúi í Colorado Springs í Bandaríkjunum, eftir að tveir síðustu strokufangarnir frá Texas höfðu gefið sig fram við lög- reglu í gærmorgun, eftir margra klukkustunda umsátur á hóteli. Þegar þeir voru hnepptir í varð- hald lauk einhverjum umfangsmestu mannaveiðum í sögu Bandaríkjanna, en fangarnir sjö struku um miðjan desember og hefur síðan verið leitað í fjölda ríkja í Bandaríkjunum. Fjórir voru handteknir á mánudag og sá fimmti svipti sig lífi þegar lögregla sat um hann. Strokufangarnir sem gáfust upp í gærmorgun eru Patrick Murphy jr, 39 ára, sem hafði hlotið dóm fyrir nauðgun, og Donald Newbury, 38 ára, sem hafði verið dæmdur fyrir rán. Áður en þeir gáfu sig fram kröfðust þeir þess að fá að koma í viðtal í gegnum síma í beinni sjón- varpsútsendingu. Að því loknu gengu þeir út af hótelinu. „Þeir fóru eftir þeim fyrirmælum sem lögreglumaðurinn gaf þeim og gáfu sig fram við lögregluyfirvöld án mótþróa,“ sagði Skip Arms. Eftir að fjórmenningarnir voru handteknir á mánudag fóru fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að þrengja hringinn um Murphy og Newbury. Á þriðjudag fannst bíll þeirra yfirgefinn á bílastæði vega- hótels skammt frá Holiday Inn- hótelinu þar sem þeir voru síðar handteknir. Þar eð ekki hafði verið tilkynnt um neina bílþjófnaði hóf lög- regla að spyrjast fyrir í öllum húsum í nágrenninu. Ábending barst um að mennirnir væru á Holiday Inn-hóteli, og um- kringdi lögreglan þá hótelið og hóf- ust samningaviðræður við mennina í síma um klukkan tíu á þriðjudags- kvöld að staðartíma (um klukkan fimm aðfaranótt miðvikudags að ís- lenskum tíma). Um fimm tímum síðar fóru fang- arnir fram á að tala við tiltekinn sjón- varpsfréttamann. „Ég held að þeim hafi fundist þeir þurfa að koma skila- boðum á framfæri og með þessum hætti gátu þeir að minnsta kosti gert það,“ sagð Arms. „Þar eð við sýndum þeim nokkurt traust stóðu þeir við orð sín og sýndu traust og héldu heit sitt.“ Gáfu fangarnir sig síðan fram klukkan fimmtán mínútur í fjögur í gærmorgun (10.45 að ísl. tíma). Á þriðjudag hafði eiginkona Newburys, Jacqueline, sent frá sér beiðni til manns síns um að gefast upp. „Donald, gerðu það, komdu heim eða gefðu þig fram,“ sagði hún. „Við þurfum ekki að þjást meira. Börnin hafa þjáðst allan tímann. Ég hef þjáðst, mamma þín, systir þín. Barnabörnin þín.“ Newbury sagði í viðtalinu við sjón- varpsfréttamanninn, að strokið úr fangelsinu hefði verið yfirlýsing gegn réttarkerfinu í Texas. „Við vild- um gefa þá yfirlýsingu að kerfið sé jafnspillt og við erum. Ef á að gera eitthvað í okkar málum þá er rétt að gera eitthvað varðandi þetta kerfi líka.“ Yfirvöld telja að Murphy og Newb- ury hafi farið frá hinum fimm föng- unum til að útvega meiri peninga. Hópurinn hafi komið til Colorado- ríkis í lok desember og fyrst dvalið í Pueblo, sem er um 160 km suður af Denver, en svo leigt stæði fyrir hús- bíl sinn við Coachlight-vegahótelið og húsbílagarðinn í bænum Wood- land Park, um 24 km frá Colorado Springs, en þar lauk flótta fimm þeirra á mánudag. Kváðust vera trúboðar Sjömenningarnir höfðu talið framkvæmdastjóra húsbílagarðsins og nágrönnum trú um að þeir væru trúboðar á leið frá Texas til Kali- forníu, en í húsbílnum geymdu þeir á fjórða tug hlaðinna skotvopna. „Við vorum oft að grínast með þetta, en málið var bara að láta lítið fara fyrir okkur, lita á okkur hárið og svona,“ sagði Murphy í viðtalinu við sjónvarpsfréttamanninn í gær- morgun. Á flóttanum úr fangelsinu, í Suð- ur-Texas, myrtu fangarnir lögreglu- mann í Dallas. Fjórmenningarnir sem náðust á mánudag komu fyrir dómara í Colorado í gær og eiga þeir yfir höfði sér framsal til Texas og ákærur fyrir morð. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir hlotið dauðadóm. Allir fangarnir sjö, sem struku úr fangelsi í Texas í desember, hafa náðst Gáfust upp eftir fimm tíma umsátur AP Donald Newbury leiddur á brott eftir að hann hafði gefið sig fram. Colorado Springs. AP. RÚSSAR skutu í gær á loft svokallaðri flutningaflaug frá Baíkonúr-geimferðamiðstöð- inni í Kasakstan en henni er ætlað að flytja Mír-geimstöð- ina nær jörðu og sjá til þess, að hún hrapi loks í Kyrrahaf í mars næstkomandi. Áætlað er, að flutninga- flaugin, sem kallast Progress, tengist Mír á laugardag en upphaflega átti að skjóta henni á loft fyrir viku. Þá var því frestað vegna bilunar í Mír en snúðvitarnir, sem halda geimstöðinni á réttum kili, hættu að virka. Tók hún þá að snúast stjórnlaust eða þar til kveikt var á litlum knýjum, föstum flaugum, sem réttu hana af. Ef allt fer að óskum mun Progress færa Mír niður í 80 km hæð yfir jörðu en síðan mun mestur hluti geimstöðv- arinnar, sem er 140 tonn að þyngd, brenna upp í gufu- hvolfinu. Vísindamenn telja, að um 40 tonn muni þó falla til jarðar og er áætlað, að það verði í Kyrrahafinu, allt að 2.000 km undan ströndum Ástralíu. Rússneskt geimskot Ætlunin að tor- tíma Mír Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.