Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 37 Skemmtilegt og hnyttið nýtt leikrit sem fjallar á gamansaman hátt um alvarlegan árekstur í sambandi tveggja bræðra. Pálmi Gestsson Baldur Trausti Hreinsson eftir Kristján Þórð Hrafnsson KOMIÐ hefur fram í opinberri umræðu undanfarna daga að dómsmálaráðuneytið hafi til úrlausnar er- indi frá Varnan ehf. um að fyrirtækið taki að sér umferðareftir- lit. Hér er um að ræða hraðamælingar á ómerktum bifreið- um sem búnar eru svonefndum hraða- myndavélum. Eftirlit- ið sem um ræðir er í raun gagnasöfnun og ekki eru höfð bein af- skipti af ökumönnum í tengslum við sjálfa hraðamælinguna. Fyrir vikið er vafamál hvort nauðsynlegt er að starfandi lögreglumaður annist mælinguna og spurning hvort ekki sé nægjanlegt að sá sem það gerir hafi gengist undir þjálfun í notkun búnaðarins. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að það er afdráttarlaus skoðun forsvarsmanna Varnan að halda skuli í heiðri það grundvall- aratriði að löggæsla sé á hendi rík- isvaldsins og einskis annars. Því er sú útlegging málsins að verið sé að hvetja til einkavæðingar löggæsl- unnar ekki frá okkur komin. Mat okkar er að lögreglan eigi að vera öflug, vel búin á alla lund og eigi ekki síst að láta rækilega til sín taka í umferðareftirliti. Á hinn bóginn kann að vera að lögreglan geti aukið árangur af starfi sínu með því að leita undir ákveðnum kringumstæðum til annarra aðila sér til stuðnings eða með því að fela öðrum ákveðna verkþætti. Ótalmörg dæmi eru um að lög- reglan fari þá leið. Nægir að nefna að hundar og þjálfarar þeirra utan vébanda lögreglu hafa annast leit að týndu fólki og jafnvel grun- uðum mönnum í sakamálum. Lög- regla hefur kvatt stóra hópa úr samtökum sjálfboðaliða sér til hjálpar í umferðargæslu og örygg- isgæslu þegar mikið hefur legið við. Ýmislegt fleira mætti til telja og einkaaðilar hafa jafnvel haft með höndum ákveðna verkþætti í þágu lögreglu til langframa. Varnan rekur öryggisþjónustu sem eingöngu hefur á að skipa lög- reglumenntuðum starfsmönnum með langa og fjölþætta reynslu af lögreglustörfum. Meðal þeirra eru nokkrir sem hafa sérhæft sig í um- ferðarlöggæslu í áraraðir, hafa afl- að sér sérmenntunar og sérstakrar þjálfunar í umferðareftirliti og um- ferðaröryggismálum, auk þess að vera áhugamenn um málefni um- ferðarinnar. Það erindi sem liggur nú fyrir til afgreiðslu dómsmála- ráðuneytisins er aðeins hugmynd sem var lögð fram eftir vandlega umhugsun og er ekki annað en til- laga og ósk um viðræður. Hún gengur út á að starfsmenn Varnan taki að sér hið óauðkennda eftirlit í umferðinni, sem í dag er starf- rækt af embætti ríkislögreglu- stjórans, og skili gögnum um það til úrvinnslu hjá lögreglu. Hug- myndina settum við fram vegna þess að við teljum hana geta stutt starf lögreglunnar og aukið að- haldið í umferðinni. Raunar álítum við fyr- irkomulagið geta ver- ið hag allra sem málið varðar því hér kæmi til aukið eftirlit með ökumönnum í þeim málaflokki sem skap- ar hvað mesta hættu á vegum úti. Við drög- um ekki dul á að það yrði Varnan til fram- dráttar að fá þetta verkefni í hendurnar. Meiru skiptir að við höldum að það kæmi lögreglunni til góða að geta nýtt mannafla sinn frekar til auð- kennds eftirlits og haft afskipti af ökumönnum eftir þörfum. Lög- reglan yrði þar með sýnilegri og hefði með því einu bein áhrif á hegðun ökumanna. Það sem mestu skiptir þó er sá ávinningur sem allur almenningur hefði af þessu fyrirkomulagi því að aukið aðhald hlýtur á endanum að leiða til bættra umferðarhátta og fækkun- ar slysa. En sá er kjarni málsins og hvatinn að því að við leggjum fram þessa hugmynd. Ekki er víst að hugmyndin um umferðareftirlit einkafyrirtækis sé framkvæmanleg í raun. Okkur er það vel ljóst að hún kallar á svör við ótalmörgum spurningum, með- al annars um lögfræðileg álitaefni, og fær faglega meðferð og end- anlega úrlausn hjá þar til bærum aðilum. Hitt er fullljóst að lög- reglan gerir sitt besta og þarf á stuðningi við störf sín að halda. Verum þess samt minnug að besti stuðningurinn við störf hennar í umferðinni er fyrst og síðast ámælislaus hegðun vegfarenda. Ég hvet ökumenn til að sýna háttvísi, fara að reglum og skila sér heilum heim. Til stuðnings lögreglunni Jóhann Davíðsson Höfundur er starfsmaður Varnan ehf. og áhugamaður um umferðaröryggi. Umferðareftirlit Hugmyndina settum við fram vegna þess, segir Jóhann Davíðsson, að við teljum hana geta stutt starf lögreglunnar og aukið aðhaldið í umferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.