Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 39
AÐ MATI Eiríks Tómassonarlagaprófessors var þaðóeðlilegt af forsætisnefnd
Alþingis að senda forseta Hæsta-
réttar bréf vegna öryrkjafrum-
varpsins svonefnda og gagnrýnir
hann forseta Hæstaréttar fyrir að
hafa svarað bréfinu efnislega. Fyrir
því séu ekki heimildir í lögum og bú-
ið sé að gefa varhugavert fordæmi
sem vonandi komi ekki til aftur, að
óbreyttum lögum.
„Þingmenn stóðu frammi fyrir
vanda þegar meta átti hvort fyrir-
liggjandi frumvarp stæðist stjórnar-
skrána en ég tel hins vegar að
Hæstiréttur hefði ekki átt að svara
því erindi. Til þess er engin heimild í
lögum, hvorki réttarfarslögum eða
stjórnskipunarlögum. Dómar eiga
að vera það skýrir að ekki á að leika
vafi á því hvernig beri að túlka nið-
urstöður þeirra. Samkvæmt okkar
réttarreglum og lagahefð eiga dóm-
stólar ekki að þurfa að skýra dóms-
niðurstöðuna frekar heldur eiga þeir
að vísa til dómsins,“ segir Eiríkur
Tómasson, aðspurður hvort hann
telji fyrirspurn for-
sætisnefndar Alþingis
óeðlilega og þá af
hverju.
Hann segir að ör-
yrkjadóm Hæstarétt-
ar hafi mátt túlka á
fleiri en einn veg með
rökstuddum hætti. Af
þeim sökum sé
óvenjuleg staða kom-
in upp. Engu að síður
hafi Hæstiréttur ekki
átt að svara fyrir-
spurninni.
„Efni bréfsins frá
Hæstarétti kom mér í
sjálfu sér ekki á óvart þar sem ég,
ásamt fleirum sem kvaddir voru fyr-
ir heilbrigðis- og tryggingarnefnd,
taldi að frumvarpið stæðist stjórn-
arskrána og gengi ekki í berhögg við
dóminn. Það sem ég óttast er aðferð-
in,“ segir Eiríkur og telur varhuga-
vert fordæmi hafa verið gefið. Þeirri
hættu sé boðið heim að dómstólarnir
vandi ekki nægilega til verka við
uppkvaðningu dóma ef þeir eigi þess
kost að koma fram síðar
og skýra hvað niðurstað-
an fól í sér, jafnvel í ljósi
þjóðfélagsumræðunnar.
Eiríkur telur það ekki
samrýmast sjálfstæði
dómstólanna, sem sé
einn af hornsteinum
stjórnskipunar og lýð-
ræðis í landinu.
Kanna mætti stofnun
stjórnlagadómstóls
Eirík rekur ekki
minni til þess að Hæsti-
réttur hafi áður skýrt
dóm sinn eftir á hér á
landi. Eflaust hafi bréf gengið áður á
milli Alþingis og Hæstaréttar, sem
ekki sé óeðlilegt, en óvenjulegt að
þeim sé svarað. Hann telur að til
greina komi, í ljósi þessa máls, að
stofna stjórnlagadómstól hér á landi.
Það þurfi þó að kanna rækilega áður
en af verður. Hann bendir á að í rétt-
arfarslögum sé kveðið á um að ekki
sé hægt að biðja dómstóla um svar
við lögfræðilegum álitamálum.
„Eins og ég kenni í Háskólanum
er þetta gert til þess að dómstólarnir
séu óháðir og sjálfstæðir í störfum
sínum. Þetta er að vísu tíðkað þar
sem svonefndir stjórnlagadómstólar
eru við lýði, eins og í Þýskalandi og
Austurríki, þar sem álitaefni eru
send til þeirra í formi fyrirspurna frá
þjóðþingunum. Þá eru stjórnlaga-
dómstólarnir sérstakar stofnanir í
þjóðfélaginu við hlið almennra dóm-
stóla. Við höfum ekki slíkan dómstól
og ég tel að við þurfum að hyggja
mjög vel að því áður en slík stofnun
er sett á laggirnar í okkar fámenna
samfélagi. Af þeim sökum finnst
mér að dómstólarnir eigi ekki að
svara fyrirspurnum af þessu tagi
eins og okkar lögum er háttað. Þetta
er skoðun mín sem sérfræðings í
réttarfari. Ég skil það vel að stjórn-
málamenn vilji fá þetta svar og ég
hef samúð með þeim, bæði í stjórn
og stjórnarandstöðu, en mér finnst
að dómstólarnir geti ekki alltaf svar-
að kalli sem til þeirra er beint. Vand-
inn er að Hæstiréttur skilar ekki frá
sér ótvíræðum dómi,“ segir Eiríkur.
Eiríkur Tómasson lagaprófessor um svarbréf forseta Hæstaréttar vegna
bréfs forseta Alþingis vegna öryrkjafrumvarps ríkisstjórnarinnar
Bréfið varhugavert fordæmi
Eiríkur
Tómasson
r að mál-
rétturinn
Forseti
ekki talað
og talaði
hans, en
herra við
ð tilefni
ins. Jón
verandi
ns, sagð-
gum for-
num for-
hefðu
að þakka
þau heim
agði Jón
lýsing á
slu lýð-
ðskuldar
á.“
æddi við
gær um
vel muna
venjulegt
ekki líkt
Hæsta-
kki hefði
verið gefið álit á dómsniðurstöðu
Hæstaréttar. Hitt væri annað mál
hvort hann hefði átt að svara Stein-
grími, að minnsta kosti hefðu marg-
ir lýst óánægju sinni með það.
Forseta Hæstaréttar neitað
um frestun frumvarps
Veturinn 1993–1994 hafði alls-
herjarnefnd Alþingis til umfjöllun-
ar frumvarp um breytingar á lögum
um Hæstarétt. Breytingunum var
m.a. ætlað að létta á störfum rétt-
arins, gera þau skilvirkari og fjölga
um leið dómurum úr átta í níu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins sendi Hrafn Bragason,
þáverandi forseti Hæstaréttar og
núverandi hæstaréttardómari, bréf
þar sem hann fór þess á leit við Al-
þingi að það frestaði afgreiðslu
frumvarpsins og að breytingartil-
lögur allsherjarnefndar við frum-
varpið yrðu dregnar til baka.
Nefndin varð ekki við tilmælum
Hrafns og frumvarpið var afgreitt á
tilsettum tíma með þeim breyting-
artillögum sem allsherjarnefnd
vildi gera.
mskipti Al-
staréttar
ÉG tel, að vísa eigi frá þeimmálum þar sem því er tildæmis haldið fram, að
heimilishjálp sé ónóg eða krafa
stjórnarskrárinnar um fram-
færslu sé ekki uppfyllt. Ef dóm-
stólarnir eiga að taka afstöðu í
efnahags- og félagslegum rétt-
indamálum eru þeir orðnir bein-
ir þátttakendur í þjóðfélagsum-
ræðunni og þar með komnir
langt út fyrir sitt umboð.“ Kem-
ur þetta meðal annars fram í við-
tali, sem danska blaðið Aktuelt
átti í desember sl. við Niels Pon-
toppidan er hann lét af störfum
sem forseti hæstaréttar Dan-
merkur. Gegndi hann því embætti í níu ár.
Pontoppidan lauk lagaprófi 1956 en forseti
hæstaréttar var hann skipaður í febrúar 1991.
Hann er frjálslyndur í skoðunum og hefur
gert sér sérstakt far um að rjúfa þá upphöfnu
einangrun, sem lengi einkenndi stöðu danska
hæstaréttarins. Hefur hann þótt einstaklega
opinskár í viðtölum um lagaleg álitamál og
þær aðstæður, sem dómstólunum eru búnar.
Þá hefur hann beitt sér fyrir því, að hæstirétt-
ur sjálfur sendi út fréttatilkynningar um
dómsniðurstöður í mikilvægum málum.
„Við höfum gert ýmislegt í því að opna
hæstarétt og koma á betri samskiptum við
umheiminn og fjölmiðla, til dæmis með því að
vera með eigin heimasíðu þar sem öllum dóm-
um eru gerð skil,“ segir Pontoppidan.
Hæstiréttur Danmerkur skerpti mjög skil-
in milli sín og framkvæmdavaldsins á síðasta
áratug og hann er nú trygging almennra
borgara fyrir því, að stjórnvöld geti ekki kom-
ið fram við þá eftir geðþótta hverju sinni. Sem
dæmi um það má nefna, að rétturinn hefur
margoft ógilt úrskurði skattayfirvalda vegna
þess, að þeir hafa ekki átt stoð í lögum.
Það sama má segja um hæstarétt og lög-
gjafarvaldið en í febrúar fyrir ári voru allir 11
dómarar réttarins á einu máli um, að svoköll-
uð Tvind-lög væru stjórnarskrárbrot. Hefur
það ekki áður gerst í 150 ára sögu dönsku
stjórnarskrárinnar. Með þessum dómi kast-
aði hæstiréttur fyrir róða gamalgróinni var-
færni sinn gagnvart löggjafarvaldinu,
þinginu, og haslaði sér um leið völl sem stjórn-
lagadómstóll. Segir Pontoppidan, að landar
sínir muni vafalaust sjá þess fleiri merki þeg-
ar fram líði stundir.
Með Tvind-dómnum var lokið málum, sem
hófust 1993 þegar Pontoppidan
skrifaði forsætisnefnd þingsins
bréf, sem vakti mikla geðshrær-
ingu meðal sumra stjórnmála-
manna. Þar hótaði hann því, að
dómarar myndu hætta að taka
þátt í rannsóknum á málum, sem
væru pólitískt mjög viðkvæm,
nema því aðeins, að þingið skip-
aði nefnd, sem kanna skyldi
hvernig standa bæri að rannsókn
í þessum málum.
Hæstiréttur sýndi einnig sjálf-
stæði sitt gagnvart þinginu er
hann heimilaði 10 dönskum
borgurum að bera það undir
dómstóla hvort Maastricht-sátt-
málinn bryti í bága við dönsku stjórnar-
skrána. Áður höfðu dómstólar haldið því
fram, að grundvöllur málshöfðunar væri, að
ESB-reglurnar snertu viðkomandi einstak-
ling beint, en hæstiréttur úrskurðaði, að taka
mætti málið fyrir sem grundvallarspurningu.
„Hér var um að ræða afgerandi nýmæli.
Um þetta mál var mikil umræða í samfélaginu
og því mikil þörf á að fá úr því skorið. Þetta er
einn af þeim úrskurðum, sem ég er hvað
ánægðastur með, enda hefur hann haft mikla
þýðingu,“ segir Niels Pontoppidan.
Pontoppidan segir, að ein af ástæðunum
fyrir því, að hæstiréttur hefur skerpt skilin
milli sín og framkvæmdavaldsins og löggjaf-
arvaldsins og jafnframt styrkt stöðu sína sem
þriðja meginstoð ríkisvaldsins, sé sú, að
meirihluti hæstaréttardómaranna komi ekki
lengur beint af skrifstofum framkvæmda-
valdsins.
Óljós mörk
Í viðtalinu segir Pontoppidan, að mörkin
milli lögfræði og stjórnmála geti á stundum
verið dálítið óljós, en hann segist ekki vera í
neinum vafa þegar hann heyri baráttumenn
fyrir réttindum borgaranna halda því fram,
að dómstólarnir eigi að tryggja, að fólk fái til
dæmis nauðsynlega heimilishjálp.
„Ég tel, að vísa eigi frá þeim málum þar
sem því er til dæmis haldið fram, að heim-
ilishjálp sé ónóg eða krafa stjórnarskrárinnar
um framfærslu sé ekki uppfyllt. Ef dómstól-
arnir eiga að taka afstöðu í efnahags- og
félagslegum réttindamálum eru þeir orðnir
beinir þátttakendur í þjóðfélagsumræðunni
og þar með komnir langt út fyrir sitt umboð,“
sagði Pontoppidan og minnti á, að dómararnir
hefðu ekki neitt lýðræðislegt umboð.
Niels Pontoppidan, fyrrverandi forseti hæsta-
réttar Danmerkur, í viðtali við Aktuelt
Niels
Pontoppidan
Vísa ber frá málum
sem varða efnahags-
og félagsleg réttindi
FUR Ragnar Grímsson for-
slands sendi í gær frá sér yf-
ngu í tilefni af staðfestingu á
m um breytingar á almanna-
ingalögum sem Alþingi sam-
ti í fyrrakvöld.
rsetinn segir í yfirlýsingu
„Að undanförnu hefur verið
ljós sú skoðun að forseti Ís-
ætti ekki að undirrita lög um
ingu á almannatryggingalög-
em Alþingi hefur nú sam-
t. Rökin hafa einkum verið að
samrýmist ekki mannrétt-
kvæðum stjórnarskrárinnar.
meðferð málsins á Alþingi
og í almennri umræðu hefur komið
skýrt fram að ágreiningur er um
þau rök, bæði meðal lögfræðinga
og annarra sem málið varðar.
Samkvæmt stjórnskipun Íslands
gildir sú ótvíræða regla að það eru
dómstólar landsins sem kveða á
um hvort lög samrýmast stjórn-
arskrá sbr. nýfallinn dóm Hæsta-
réttar frá 19. desember árið 2000.
Forseti lýðveldisins fer ekki með
úrskurðarvald um það hvort lög
fari í bága við stjórnarskrána né
heldur felur þjóðaratkvæða-
greiðsla í sér niðurstöðu í þeim
efnum.
Alþingi hefur nú samþykkt
frumvarpið um almannatryggingar
sem lög með formlegum hætti og
stuðningi ríflegs meirihluta þing-
manna.
Þótt forseti Íslands hafi sam-
kvæmt stjórnarskrá heimild til að
vísa lögum til þjóðaratkvæða-
greiðslu verður að gæta ítrustu
varkárni og rök vera ótvíræð þeg-
ar því valdi er beitt.
Með tilliti til alls þessa hef ég
ákveðið að staðfesta lög um breyt-
ingu á almannatryggingalögum
sem Alþingi samþykkti 24. janúar
2001 en ítreka um leið mikilvægi
þess að kappkostað sé að ná sátt-
um í deilum um réttindi öryrkja.“
Morgunblaðið/Þorkell
Harðar umræður urðu á Alþingi um öryrkjafrumvarpið, en það er nú formlega orðið að lögum.
Yfirlýsing
forseta Íslands