Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 49

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 49 K O R T E R kemur þér beint að efninu! Dregur úr sykurlöngun og hungurtilfinningu. Hjálpar þér að halda línunum í lagi! Jurtir - Vítamín - Steinefn i Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík Sími 511 5555 Fax 511 5566 www.si.is Fundarstjóri Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Staður: Hótel Loftleiðir Þingsalur-1 Stund: Föstudagur 26. janúar Tími: Frá 13 til 16 Kaffi og léttar veitingar fyrir fundargesti. RÆÐUMENN: Reykjavíkurborg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Framkvæmdasýsla ríkisins Jóhanna Hansen staðg. forstjóra Siglingastofnun Gísli Viggóson forstöðumaður hafnarsviðs Landsvirkjun Agnar Olsen fr.kv.stj. verkfræði- og framkv.sviðs Vegagerð ríkisins Rögnvaldur Gunnarsson forst.m. framkv.d. Háfell ehf. Eyjólfur Bjarnason aðst.framkv.stj. ÚTBOÐSÞING 2001 H Ó T E L L O F T L E I Ð U M - Þ I N G S A L 1 FÉLAG VINNU- VÉLAEIGENDA Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn til að koma og taka þátt í umræðum um framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga á næstu misserum. Þingið er öllum opið. Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda boða til í Reykjavík þar sem kynntar verða verklegar framkvæmdir á árinu. Í fundarlok verður fjallað um breytt samskipti við verkkaupa - árangur af gæðastarfi. ÚTBOÐSÞINGS föstudaginn 26. janúar á Hótel Loftleiðum TOPP NÚ STENDUR yfir samkirkjuleg bænavika um einingu kristinna manna og eru samkomur nokkur kvöld þessa viku. Í kvöld, fimmtudag 25. janúar, verður samkoma í Herkastalanum og hefst hún kl. 20.30. Predikun kvöldsins flytur sr. Jakov Rolland, sóknarprestur í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði. Mikill söngur og lof- gjörð verða eins og alltaf á Her. Allir eru velkomnir á samkomuna. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14-15. Kaffispjall. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Fræðsla: Sterkar konur, Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri þjóðkirkj- unnar. Stúlknakór kl. 16. Jesúbæn kl. 20. Taizé-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann vel- komin. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir vel- komnir. Laugarneskirkja. Kl. 12: Kyrrðar- stund í hádegi. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheim- ili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. TTT-starf 10-12 ára í Ártúnsskóla kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11. Foreldramorgnar kl. 10-12. Helgistund kl. 11. Alfa-námskeið kl. 17. Kvöldbænir kl. 18. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12. Fræðandi og skemmti- legar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börnin. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30-17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9-12 ára krakka kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30- 20.30. Unglingar hvattir til þátttöku. Umræðu- og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21-22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðarins. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10. Forldramorgunn í Safnaðar- heimilinu. Kl. 17:30. TTT-kirkjustarf 10-12 ára krakka. Keflavíkurkirkja. Fermingarundir- búningur kl. 14.50-17 í Kirkjulundi. Njarðvíkurkirkja. TTT-starf (10-12 ára) í dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur. Biblíulestrar kl. 20. Fyrirbænasamvera kl. 18.30. Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegi virka daga kl. 10- 12 í síma 421-5013. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbæna- samvera fimmtudaginn 25. janúar kl.18.30. Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegið virka daga milli kl. 10-12. í síma 421 5013. Biblíulestrar fimmtudaginn 25. jan- úar kl. 20. í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur. Farið verður í Lúk- asarguðspjall. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorg- mæddum. Hvalsneskirkja. Fimmtudagurinn 25. janúar. Miðhús. Kyrrðarstund kl. 12. Boðið upp á léttan málsverð gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Laugardagurinn 27. janúar. Kirkjuskólinn kl. 11. Útskálakirkja. Laugardagurinn 27. janúar. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Sóknarprestur. Bænavikan: Samkoma í Herkast- alanum í kvöld Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.