Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 51

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 51 ✝ Margrét Odd-fríður Skúladótt- ir fæddist í Stykkis- hólmi hinn 22. apríl 1910. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Skjóli hinn 18. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Skúlason, skipstjóri í Stykkishólmi, f. 1875 í Fagurey á Breiða- firði, d. 1950, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, hús- freyja, f. 1879, d. 1966. Systkini Margrétar voru: Ingi- björg, f. 1902, d. 1975; Skúli, f. 1903, d. 1905; Sigurður, f. 1905, d. 1972; Hólmfríður, f. 1908, d. 1989; Málmfríður, f. 1909, d. 1979; Ásta Kristrún, f. 1912, d. 1997; Lovísa, f. 1918, d. 1938, og Sigurborg, f. 1919. Margrét giftist hinn 30. mars 1935 Bjarna Sigurðssyni, húsa- smíðameistara í Rvík, frá Hrauns- ási í Borgarfirði, f. 30.4. 1901, d. 30.7. 1974. Börn Margrét- ar og Bjarna eru: 1) Guðrún, f. 17.6. 1936, hjúkrunar- fræðingur í Rvík, gift Einari Sverris- syni heildsala. 2) Helga, f. 20.10. 1937, húsfreyja á Skálpa- stöðum í Lundar- reykjadal, gift Guð- mundi Þorsteins- syni, bónda á Skálpastöðum. 3) Sigurður Bjarnason, f. 2.5. 1939, starfsmaður við Aust- urbæjarskólann í Rvík, kvæntur Ásu Guðjónsdóttur, starfsmanni við Austurbæjarskólann. 4) Skúli Bjarnason, f. 17.11. 1945, læknir á Blönduósi, kvæntur Sigurlaugu Halldórsdóttur, húsfreyju á Blönduósi. Barnabörn Margrétar eru 15 og barnabarnabörn 28. Útför Margrétar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Til föðurlands við förum heim, þar framar ei rennur dagur. Borg lifanda Guðs í löndum þeim og ljóminn svo undra fagur oss tekur þá við, – þar endar ei vor indæli sæluhagur. (Stef. Thor.) Þetta vers finnst mér eiga vel við tengdamóður mína sem nú hefur kvatt þennan heim. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum 1964 og var mér tekið af mik- illi ástúð. Haustið 1965 byrjuðum við Sigurður búskap á móti þeim á Njálsgötunni. Bjarni lést árið 1974, en í 26 ár bjó Margrét á móti okkur. Margar minningar koma í hugann frá þeim tíma, t.d. var það fastur lið- ur að við færum saman á morgnana til þess að versla. Börnin nutu einnig návistar henn- ar, frá því að þau voru í vöggu og seinna þegar litlir fætur komust upp stigann urðu heimsóknir til ömmu oft á dag. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa og eftir veturinn fengu þau einkunnablað. Í mörg ár fóru þau líka kvöld eftir kvöld til þess að spila við hana. Það eru mikil forréttindi fyrir börn að fá að alast upp í slíku umhverfi sem þau búa að alla tíð. Saman störfuðum við í Kvenfélagi Hallgrímskirkju og kvennadeild Borgfirðingafélagsins í Reykjavík. Hún var mjög kirkjurækin, fór í messu á hverjum sunnudegi meðan heilsan leyfði og um tíma söng hún við guðþjónustur á Elliheimilinu Grund. Æskustöðvarnar voru henni ofar- lega í huga og var gaman að heyra hana segja frá æskuárum sínum í Hólminum og úti í Fagurey. Stund- um fórum við á kaffihús og rifjaði hún þá oft upp hvernig Reykjavík leit út, þegar hún var 13 ára og dvaldi sumarlangt hjá Ingibjörgu Jensdótt- ur á Laufásvegi 38, en Ingibjörg var fóstra Guðrúnar, móður hennar. Með þakklæti í hjarta kveð ég þessa merku konu og geymi í hjarta mínu allar þær stundir sem við áttum saman. Þá er gott að hafa þetta vers í huga: Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg að Drottinn segi mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. (Sigurbjörn Ein.) Ása Guðjónsdóttir. Ég hélt að það yrði ekki erfitt að skrifa minningarorð um hana ömmu mína. Ég hélt að ég gæti bara skrifað öll fallegustu og bestu orðin sem ég kann því að sannarlega eru þau einu orðin sem hægt er að hafa um ömmu. En svo þegar ég sit og læt hugann reika sé ég að öll þessi orð ná ekki að lýsa henni ömmu. Hún var svo sér- stök kona, svo ótrúlega góð, eigin- lega miklu meira en góð. Amma fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp og Stykkishólmur og sveitin hans afa, Hraunsás í Hálsa- sveit, voru þeir staðir sem henni voru kærastir. Ég var svo lánsöm að fá að fara með þeim ótal ferðir upp í Borgar- fjörð og vestur á Snæfellsnes. Þá var lagt af stað snemma morguns með nesti, áð við Staupastein, og svo hald- ið áfram. Þetta voru langferðir sem tóku fjórar og fimm klst. Eftir að amma gifti sig bjó hún í Reykjavík og þar ólu þau afi upp börnin sín fjögur. Heimili þeirra á Njálsgötunni var samkomustaður allrar fjölskyldunn- ar. Þar hittum við barnabörnin frændsystkin okkar, þar bjó ég fyrstu árin mín, þar hófu Lauga og Skúli búskap, þar fæddist Greta, þar bjó Jóhann, þar fengum við barna- börnin að gista, þar vorum við í pöss- un ef foreldrar okkar brugðu sér af bæ. Fyrir mína tíð bjuggu líka margir ættingjar hjá ömmu og afa í lengri eða skemmri tíma. Hjá þeim gistu líka margir sem komu til borgarinnar úr sveitinni. Alltaf var nóg pláss. Ég sé núna að íbúðin var lítil en ég held að í huga allra hafi þetta verið stærðar hús. Hjartaplássið var alltaf til staðar, alltaf var tími, samt var amma alltaf að, en einhvern veginn tók maður ekki eftir því. Amma kenndi mér að lesa og svo ótrúlega margt annað. Alltaf var tími fyrir spil, fyrst Svarta-Pétur og síðar Drillu eða Gaur. Amma var fasti punkturinn í til- verunni. Þegar amma var orðin ekkja og Skúli og fjölskylda fluttu til Svíþjóð- ar fór amma í fyrsta sinn til útlanda. Ferðin þangað tók styttri tíma en ferðirnar í Borgarfjörðinn þegar ég var lítil. Ég veit að amma naut þess að vera með mömmu og Helgu hjá Skúla og fjölskyldu. Amma vildi allt fyrir alla gera og gerði það. Hún talaði ekki illa um nokkurn mann og sá alltaf góðu hlið- arnar á öllum. Amma var trúuð kona og Hall- grímskirkja var hennar kirkja. Hún fór reglulega í kirkju á meðan heils- an leyfði. Síðustu árin dvaldi amma á Skjóli og naut þar góðrar umönnunar. Ég veit að amma var sannarlega tilbúin þegar kallið kom. Við fjölskylda hennar héldum líka að við værum tilbúin. En samt... Núna eigum við minningu um frábæra konu, konu sem við öll viljum líkjast og það er ekki lítið. Ég bið Guð að blessa og varðveita ömmu mína og kveð hana eins og hún kvaddi mig alltaf: Guð veri með þér. Margrét Einarsdóttir. Elsku amma. Mig langar til að skrifa nokkur orð til að kveðja þig, þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott að heimsækja ömmu á Njáls- götu. Ég man þegar ég gisti hjá þér og hlustaði á hljóðin frá umferðinni, en fyrir litla stelpu sem var vön þögninni í sveitinni var stundum erf- itt að sofna. Í dag, þegar ég heyri sömu hljóð á kvöldin, fer ég ósjálfrátt aftur í tímann, ligg aftur á beddanum inni í herbergi þar sem við gistum alltaf. Þú áttir alltaf eitthvað gotterí til að stinga upp í litla munna, þótt heimagerði ísinn þinn hafi borið af öllu því góðgæti sem maður fékk. Því miður heimsótti ég þig allt of sjaldan seinustu árin. Ég gleymi hins vegar aldrei seinasta skiptinu sem ég heim- sótti þig með Nönnu frænku. Svip- urinn á þér þegar þú borðaðir súkk- ulaðið var alveg óborganlegur, það var augljóst hvað þér fannst það gott. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku amma mín. Þú munt lifa áfram í minningunni hjá okkur öllum. Hvíl í friði. Þín dótturdóttir, Margrét Helga. Amma hefur fengið hvíldina. Hug- urinn hvarflar heim á Njálsgötuna. Fyrstu fimmtán ár lífs míns bjó amma á efri hæðinni. Við vorum heppin á Njálsgötunni að hafa ömmu svona nálægt. Mamma fékk frábæra barnapíu og við krakkarnir heimsins bestu ömmu. Þær voru ófáar stund- irnar sem við eyddum á efri hæðinni, þar var svo margt að taka sér fyrir hendur. Það besta var hins vegar án vafa að amma var jú alltaf heima og hafði nægan tíma til að finna upp á einhverju skemmtilegu. Amma var hluti af okkar daglega lífi. Öll fimmtudagskvöld (og marga aðra daga) sátum við Guðjón uppi hjá ömmu og spiluðum vist eða gosa. Amma lumaði oft á einhverju góð- gæti í skál með spilunum, sem án vafa jók ánægjuna af spilamennsk- unni. Oftar en ekki fylgdu með sögur frá því í gamla daga úr Hólminum eða af Ingibjörgu á Laufásveginum. Ömmu þótti gaman að ganga niður Laugaveginn og niður í bæ. Mér fannst þessar bæjarferðir hið mesta sport. Þær voru eitthvað sem ég og amma gerðum saman. Stundum end- uðum við á Lækjarbrekku með app- elsín og rjómapönnuköku. Mér leið eins og prinsessu og ég var afar stolt af ömmu, sem alltaf var svo vel til- höfð og glæsileg. Amma hafði alltaf nægan tíma og sýndi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var með á jólaskemmtanirnar í skólanum og hrósaði okkur hástöfum í fleiri daga. Hún vissi hversu miklu máli það skiptir að fá hvatningu og uppörvun til nýrra dáða. Þegar Guðjón byrjaði í skólanum var ég ekki sátt við ástandið. Ég vildi líka byrja í skóla. Ekki stóð á ömmu; ég byrjaði í ömmuskóla. Á hverjum morgni – með skólatösku og kókó- mjólk – hljóp ég upp tröppurnar. Amma átti skólabækur og reiknihefti og lék kennara af mikilli snilld. Í ömmuskóla lærði ég að lesa, skrifa og reikna, hekla og sauma, lærði á klukku, að reima skóna og ýmislegt fleira. Það mikilvægasta sem amma kenndi mér var hins vegar ekki kunnátta frá þessum heimi. Amma trúði á Guð og þær voru margar bænirnar og sálmaversin sem hún las eða söng fyrir mig. Ég tók eftir að Guð var ekki bara eitthvað ógrípanlegt eða óskiljan- legt. Fyrir ömmu var Hann eitthvað miklu meira, Almáttugur Guð. Þegar hún las í Biblíunni eða í passíusálm- unum var það eitthvað alveg sér- stakt. Eitt af síðustu skiptunum sem ég sá ömmu lá hún í rúminu sínu inni á Skjóli. Hún var veikburða og mátt- laus. Ég sat þar svolitla stund. Áður en ég fór tók ég Biblíuna hennar sem lá á náttborðinu. Ég lauk henni upp og las: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir féndum mín- um; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Amma brosti og stundi hjartnæm- um orðum. Það var friður yfir andliti hennar þegar ég fór. Það er fullvissa mín að amma muni búa í húsi Drottins alla ævi, ekki bara bundin við okkar jarðnesku vist held- ur eilífa ævi. Í dag er kveðjustund fyrir ömmu. Ég kveð hana með söknuði og þakk- læti fyrir allar þær stundir sem ég átti með henni. Margrét Salvör. Elsku amma á Njálsgötu. Það er erfitt að þurfa að kveðja svona góða konu eins og þig. Síðan við fengum fréttirnar um andlát þitt hafa marg- ar minningar komið upp í hugann og allar eru þær góðar. Þær minningar sem ber þó hæst eru minningarnar frá heimsóknum okkar til þín á Njálsgötuna. Þegar mamma dreif sig af stað með okkur í strætó um hávetur til að heimsækja þig. Þú beiðst alltaf eftir okkur efst í tröppunum, klædd í kjól með nælu og alltaf hugsuðum við: Vá, hvað amma er alltaf fín. Hún er svo heppin að fá að vera alltaf í kjól. Inn úr kuldanum í hlýju íbúðina þína þar sem allir veggir voru fullir af myndum af afkomendum þínum. Allt frá börnum til barnabarnabarna. Mikið rosalega hefur þér þótt vænt um okkur öll. Alltaf fengum við heitt kakó og kex en hápunktur heimsóknarinnar var án efa þegar þú læddist með okk- ur inn í borðstofuna, opnaðir skenk- inn sem afi smíðaði og bauðst okkur brjóstsykur. Þá var sko hamingja í húsinu. En, elsku amma, sem alltaf varst svo góð við okkur, falleg, skemmtileg og kærleiksrík, hafðu það gott þar sem þú ert núna. Við elskum þig. „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guð síns?“ (Spámaðurinn). Þín Guðrún, Helga Margrét, Hrafnhildur og Einar. MARGRÉT O. SKÚLADÓTTIR Ég var einu sinni að þusa um ástandið í Ell- iðaánum og þá sagði Ás- geir mér frá því að þeg- ar stórflóðin urðu 1967 og 1968 fóru þeir stangveiðifélags- menn og rafveitumenn með fulla mjólkurbrúsa af kviðpokaseiðum og helltu í hverja sprænu, vötn og polla, sem gátu runnið í Elliðaárnar. – Svo voru árnar fullar af laxi næstu ár á eftir. Hví má ekki reyna þetta aftur? sagði Ásgeir við mig. Og ég spyr mig oft að þessu sama. Hafi þetta einu sinni reynzt vel, hví má ekki endur- taka það? En enginn maður vissi meira um Elliðaárnar en hann. Ásgeir kenndi Sveini syni mínum að veiða á flugu í Elliðaánum. Frá Höfuðhyl, þar sem tveir laxar tóku á flugu í morgunsárið, og niður Hundasteina fóru þeir saman: Annar roskinn veiðimaður með þriggja kyn- slóða reynslu við ána; – þekkti hverja holu og báruvik, – vissi, að færi fiðrildi um þarna megin, ætti að kasta flug- unni hinum megin, – að væri skuggi af skýi, færi laxinn annað og að sól skipti öðru máli en á sléttum töðuvelli. Þar fyrir utan voru svo flugurnar stórar og smáar og af flóknum og einföldum gerðum. Hinn var svo ungur sveinn, sem reyndi að muna þetta allt. Og svo var þessi undarlegi gáru- hnútur, en hann fær einhvern veginn jafnvel lötustu laxfiska til þess að reyna að vera ungir og sprækir og til í allt. ÁSGEIR INGÓLFSSON ✝ Ásgeir Ingólfs-son, þýðandi, blaðamaður og rit- höfundur, fæddist í Reykjavík hinn 26. júlí 1934. Hann lést á heimili sínu hinn 15. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 23. janúar. Síðan var þetta siður þeirra, og ánægjan var þeim alltaf söm. Ég man alltaf hvern- ig hann kastaði flug- unni, – hún var svona á vatnsfletinum, hún dansaði, eða hún sökk, allt eins og hann vildi, – og svo tók laxinn hana. Haraldur Blöndal. Með þessum fáu orð- um viljum við kveðja Ásgeir, yndislegan mann og samstarfs- félaga. Svo stutt er síðan hann gekk hér inn til okkar á þýðinga- og flutn- ingsdeildina að sækja spólurnar og handritin, hnarreistur, myndarlegur, og ljúfmennskan skein ávallt af hon- um. Ásgeir var afbragðsþýðandi, dug- legur og metnaðargjarn og lagði mik- ið upp úr því að skila góðu verki. Við söknum þess að heyra ekki lengur hans mjúka fótatak og hans blíðu rödd. Kall hans kom óvænt og snemma og hans bíður greinilega göf- ugt hlutverk á öðrum stað. Megi Guð geyma þig, Ásgeir. Við færum sonum hans, systur og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinnufélagar á þýðinga- og flutningsdeild Stöðvar 2. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.