Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 63

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 63 FRAM kom í fjölmiðlum að herra Garðar Sverrisson, for- maður Öryrkjabandalagsins, sagði eftir fund með yður á Bessastöðum að þér hefðuð veitt forsætisráðherra, herra Davíð Oddssyni, tiltal vegna af- stöðu hans til dóms Hæsta- réttar. Forsætisráðherra sagði að svo hefði ekki verið. Hér ber mikið í milli, annar hvor þeirra, Davíð eða Sverrir, fer með rangt mál, sem þér get- ið upplýst og vænti ég þess að hið rétta komi fram. Þess vegna sendi ég yður þetta bréf, með ósk um svar yðar. Virðingarfyllst, JÓHANN GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Opið bréf til forseta Íslands Frá Jóhanni Guðmundssyni: UMHVERFISRÁÐ Kópavogs býð- ur til íbúaþings laugardaginn 3. febrúar næstkomandi í Smáraskóla. Umhverfisráð hefur unnið að gerð Staðardag- skrár 21 og liggur nú fyrir stöðu- mat. Hvað er stöðumat? spyrja margir. Það er mat á því hvernig staðan er í dag í hverjum mála- flokki fyrir sig hjá bæjarfélaginu. Staðardagskrá varð- ar alla málaflokka. Nú þegar þessi þáttur hefur verið unninn er næsta skref að móta stefnu í bæjarfélaginu varðandi Staðardagskrá 21 og viljum við fá bæjarbúa til að vera með í mót- un hennar, þetta er jú bærinn okkar allra. Því bjóðum við ykkur að koma í Smáraskóla 3. febrúar, taka þátt og láta í ljós skoðun ykkar á ýmsum málaflokkum. Þeir málaflokkar sem verða teknir fyrir eru:  Úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum.  Umhverfi og mengun.  Bær í örum vexti (þ.m.t. skipulag og samgöngur).  Gott mannlíf og gott samfélag.  Menningar- og fræðslumál.  Tómstundir, íþróttir og félagsmál. 6. febrúar – niðurstöður kynntar Það verða alltaf tveir málaflokkar í gangi á sama tíma og tekur vinnan í þeim um 1½ klukkustund. Því getur fólk mætt í stuttan tíma eða verið all- an daginn ef það vill. Sigurborg Kr. Hannesdóttir stjórnar verkefninu sem er bráðskemmtilegt. Enginn þarf að standa upp og tala, en fólk tjáir sig með því að skrifa niður það sem það vill láta koma fram. Síðan er unnið úr því efni sem kemur frá þátt- takendum og verður það kynnt þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20 í Smáraskóla, bæði í máli og myndum. Framhaldið er svo að marka stefnu bæjarins í Staðardagskrá 21, þ.e. að við skilum efnahagslegum, umhverf- islegum og félagslegum gæðum til afkomenda okkar helst í betra horfi en það er í dag. Því munu tillögur íbúa fara fyrir nefndir og bæjar- stjórn sem móta endanleg markmið og í framhaldi af því verður unnið að framkvæmdaáætlun, þar sem verk- efnum næstu ára verður forgangs- raðað. Ég vil skora á ykkur, Kópa- vogsbúar góðir, á hvaða aldri sem þið eruð, að koma og vera með því að þetta er framtíð okkar allra. ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR, íþróttakennari og formaður umhverfisráðs Kópavogs. Íbúaþing í Kópavogi – hvers vegna? Frá Ásdísi Ólafsdóttur: Ásdís Ólafsdóttir SÍÐUSTU fréttir: Ófært um Holta- vörðuheiði ... Blindhríð ... Margir bílar fastir... björgunarsveitir líka fastar og bíða átekta ... en greiðfært um Laxárdal og Bröttubrekku, síðan göngin þar voru opnuð í haust, næst- stytztu göng og ódýrustu sem gerð verða á landinu. Engin ástæða lengur að reyna að brjótast yfir Holtavörðuheiði í tvísýnu veðri eða færð. Hvenær fáum við þessar fréttir af vetrarfærðinni? Hversu lengi eigum við að bíða eftir þessari lausn, þess- ari ódýru lausn á helzta vanda í vetr- arferðum milli landshluta hér vest- anlands? Göng um Bröttubrekku verða að- eins 1,8 km, kosta samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar 1.250 milljónir, og munu tveir flokkar gangagerðar- manna ljúka verkinu á hálfu ári eða svo. Nei, raunar kosta göngin minna, því að meir en fjórðungur þessa kostnaðar skilar sér eins og af himni sendur, um 350 milljónir – með því að hætta við þá vegagerð sem verður yfir fjallið, ef ekki koma göng núna – með göngunum sparast þessir pen- ingar. Í rauninni kosta göngin því aðeins 900 milljónir, eða s.s. nemur tekjuafgangi ríkissjóðs í hverri viku. Þar að auki sparast allur sá kostn- aður, angur og erfiði, hættur og vandræði sem fólk verður að berjast við vetur eftir vetur á þessum fjall- vegum svo lengi sem göngin vantar. Vissulega eru margir fjallvegir hærri en þessi, 403 m y.s., og þrátt fyrir göng fer vegurinn upp í 280 m hæð, en jafnan er það hæsti kaflinn sem viðsjálastur er vegna snjóa, og hér er það sá 4 km kafli sem hæst fer 123 m hærra en vegur um göngin. En fleira getur líka farið úrskeiðis en að snjór loki leið, og er þá mikið öryggi á myrku vetrardægri að eiga slíkt skjól á leiðinni sem veggöng eru. Örugg vetrarleið um Bröttu- brekku, langt frá byggð í báðar áttir, hlýtur að verða afar mikilvæg fyrir marga, því að hér verður aðalbraut milli höfuðborgar og Vestfjarða, einnig Dalasýslu a.m.k., og ýmist að- albraut eða varaleið allra annarra byggða norðan Snæfellsnesfjall- garðs og Holtavörðuheiðar. (Vara- leið fyrir Holtavörðuheiði verður vafalaust síðar meir um Haukadal fremur en Laxárdal, eftir sem áður verður hún um Bröttubrekku – í göngum.) Hér er ekki átt við að samþykkt- um göngum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar verði seinkað, alls ekki. Heldur að hin stuttu göng um Bröttubrekku verði gerð nú þegar, áður en undirbúningi lýkur fyrir austan. Að vísu gilda næstum sömu rök um Klettsháls, einungis má ætla að þar verði minni umferð en um Bröttubrekku. Þar yrðu ódýr göng, 1,6 milljarðar, (3,8 km), og þar fara 300 milljónir í bráðabirgðaveg yfir hálsinn og þar með í súginn, nema göng komi strax. En bráðabirgða- lausn er engin frambærileg í Al- mannaskarði, ekkert nema göng, þau allra stytztu og ódýrustu (600 milljónir) – engin rök fyrir að nýta ekki þennan biðtíma þar. Jú, annars, kannski er orðið um seinan að gera þetta nú, fyrst ekki var byrjað í fyrra, og af því líka að allir hrópa á samgöngubætur – og liggur á – þá skal hér ekki haldið fram nema þeim einum kosti, sem heilbrigð skynsemi hlýtur að velja fyrstan, ef hún fær að ráða, þ.e. að spara nú tíma og hundruð milljóna króna með því að grafa göng undir Bröttubrekku strax í sumar, meðan gangagerðarmenn eru ekki bundnir annars staðar. NB: Hvar er allt fólkið sem þarf – eða kann að þurfa – að fara um Bröttubrekku að vetrarlagi, hví þeg- ir það allt núna? Er kannski raunin sú, að hér sé, þrátt fyrir góða mein- ingu, röng ályktun manns, sem fer aldrei þessa leið? Ja, góðir hálsar, Dalamenn og Breiðfirðingar, Vest- firðingar, Strandamenn og Norð- lendingar, þessu svarið þið með eigin orðum eða áframhaldandi þögn. Já, með þögn – og þá væri tilhlýðilegt að botna þetta ritverk með niðurlags- orðum sýslumannsins á Reykhólum, sem hann lagði séra Sigvalda í munn. GUÐJÓN JÓNSSON, fv. kennari. Brattabrekka Frá Guðjóni Jónssyni: Guðjón Jónsson Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Höfum opnað útsölu- markaðinn í kjallaranum brautir & gluggatjöld FAXAFENI 14, SÍMI 525 8200 Mikill afsláttur Verð frá kr. 100 pr. m. Útsala 50–70% afsláttur www.oo.is Einnig nokkur TILBOÐ á barnavörum og leikföngum. Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÞAÐ ÞEKKJA ALLIR ÚTSÖLURNAR Í Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 13-16 Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna www.skb.is/framlog/minningarkort.html Sími 588 7555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.