Morgunblaðið - 25.01.2001, Side 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
kynnir nýjan undra augnaháralit, WONDER-
LASH MASCARA Long Lash, sem með einni
stroku lengir augnhárin þín á undraverðan hátt. Augnaháraliturinn
fæst núna í sérstökum pakkningum, þar sem 30 ml hreinsir fyrir
augu og varir fylgir með, kaupandanum að kostnaðarlausu.
Fleiri spennandi tilboð í boði. Verið velkomin.
Kynning í Hagkaupi Kringlunni
fimmtudag — föstudag — laugardag
NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT
frá
Útsölustaðir: Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringl-
unni, Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni og Akureyri, Gallerý Förðun Keflavík,
Húsavíkurapótek og Apótekið Vestmannaeyjum.
www.marbert.com
Veitingahúsið Vagninn á Flateyri
er margfrægt orðið fyrir fjörmiklar
uppákomur. Um daginn sannaðist
að staðurinn stendur enn undir nafni
sem hjarta vestfirsks skemmtanlífs.
Sjö trúbadorar af norðanverðum
Vestfjörðum komu þá saman í
skipulagðri dagskrá sem Sigurður
Hafberg kynnti fyrir húsfylli áhorf-
enda.
Fyrstur var kynntur til leiks Siggi
Björns. Hann mun vera einn af víð-
förlustu trúbadorum Íslandssög-
unnar, uppalinn á Flateyri en búsett-
ur til margra ára í Kaupmannahöfn
þar sem hann gleður borgarbúa
reglulega með leik sínum og söng.
Í kjölfarið fylgdi Þórhallur Arason
frá Þingeyri. Þórhallur hefur ekki
gert mikið af því að koma fram op-
inberlega en lumaði þó á nokkrum
frumsömdum söngljóðum úr garði
ástarinnar eins og sönnum trúbador
sæmir.
Þeir syngja þó ekki allir um ástina
trúbadorar nútímans. Læknirinn á
Flateyri, Lýður Árnason, spilaði á
glaðbeittari nótum enda er hann
þekktur fyrir allt annað en tilfinn-
ingasemi. Mönnum kann að þykja
merkilegt að sjá lækni slá um sig í
skemmtanageiranum með þvílíkum
tilþrifum. En Lýður er þó ekki eini
lagvísi læknirinn á Vestfjörðum því
fulltrúi Bolvíkinga þetta kvöld var
einnig læknir, Íris Sveinsdóttir. Þar
að auki naut Íris þeirrar sérstöðu að
vera eina kvenröddin sem hljómaði á
skemmtuninni.
Gummi Hjalta tók nokkra vel
þekkta slagara. Sagðist ekki nenna
að standa í því að semja sjálfur þegar
nóg væri til af góðum lögum. Og ekki
má gleyma Halldóri Pálssyni. Hall-
dór var fulltrúi ungu kynslóðarinnar
en hann stökk upp á sviðið til að fylla
í skarð sem myndaðist þegar einn
trúbadoranna forfallaðist.
Til að tryggja góðan endi var Ólaf-
ur popp Ragnarsson fenginn til að
slaufa kvöldinu. Óli popp titlar sig
skipstjóra en óhætt er að fullyrða að
hans stærsta framlag til samfélags-
ins sé þó í formi tónlistar. Popparinn
samdi ættjarðarsöng Önfirðinga sem
allar betri samkomur í firðinum enda
á. Þá tekur hjartað kipp og allir
syngja með sem best þeir geta „... er
það hafið eða fjöllin sem laða mig hér
að eða kannski fólkið á þessum stað.“
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
Vagninn var þéttsetinn á
Trúbadúrakvöldinu.
Írís Sveinsdóttir læknir var
verðugur fulltrúi Bolvíkingaog þar að auki eina konansem tróð upp.
Siggi Björns lék vel valin lög af
sinni alkunnu snilld.
Flateyri. Morgunblaðið.
Trúbadorar
á Vagninum