Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ kynnir nýjan undra augnaháralit, WONDER- LASH MASCARA Long Lash, sem með einni stroku lengir augnhárin þín á undraverðan hátt. Augnaháraliturinn fæst núna í sérstökum pakkningum, þar sem 30 ml hreinsir fyrir augu og varir fylgir með, kaupandanum að kostnaðarlausu. Fleiri spennandi tilboð í boði. Verið velkomin. Kynning í Hagkaupi Kringlunni fimmtudag — föstudag — laugardag NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT frá Útsölustaðir: Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringl- unni, Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni og Akureyri, Gallerý Förðun Keflavík, Húsavíkurapótek og Apótekið Vestmannaeyjum. www.marbert.com Veitingahúsið Vagninn á Flateyri er margfrægt orðið fyrir fjörmiklar uppákomur. Um daginn sannaðist að staðurinn stendur enn undir nafni sem hjarta vestfirsks skemmtanlífs. Sjö trúbadorar af norðanverðum Vestfjörðum komu þá saman í skipulagðri dagskrá sem Sigurður Hafberg kynnti fyrir húsfylli áhorf- enda. Fyrstur var kynntur til leiks Siggi Björns. Hann mun vera einn af víð- förlustu trúbadorum Íslandssög- unnar, uppalinn á Flateyri en búsett- ur til margra ára í Kaupmannahöfn þar sem hann gleður borgarbúa reglulega með leik sínum og söng. Í kjölfarið fylgdi Þórhallur Arason frá Þingeyri. Þórhallur hefur ekki gert mikið af því að koma fram op- inberlega en lumaði þó á nokkrum frumsömdum söngljóðum úr garði ástarinnar eins og sönnum trúbador sæmir. Þeir syngja þó ekki allir um ástina trúbadorar nútímans. Læknirinn á Flateyri, Lýður Árnason, spilaði á glaðbeittari nótum enda er hann þekktur fyrir allt annað en tilfinn- ingasemi. Mönnum kann að þykja merkilegt að sjá lækni slá um sig í skemmtanageiranum með þvílíkum tilþrifum. En Lýður er þó ekki eini lagvísi læknirinn á Vestfjörðum því fulltrúi Bolvíkinga þetta kvöld var einnig læknir, Íris Sveinsdóttir. Þar að auki naut Íris þeirrar sérstöðu að vera eina kvenröddin sem hljómaði á skemmtuninni. Gummi Hjalta tók nokkra vel þekkta slagara. Sagðist ekki nenna að standa í því að semja sjálfur þegar nóg væri til af góðum lögum. Og ekki má gleyma Halldóri Pálssyni. Hall- dór var fulltrúi ungu kynslóðarinnar en hann stökk upp á sviðið til að fylla í skarð sem myndaðist þegar einn trúbadoranna forfallaðist. Til að tryggja góðan endi var Ólaf- ur popp Ragnarsson fenginn til að slaufa kvöldinu. Óli popp titlar sig skipstjóra en óhætt er að fullyrða að hans stærsta framlag til samfélags- ins sé þó í formi tónlistar. Popparinn samdi ættjarðarsöng Önfirðinga sem allar betri samkomur í firðinum enda á. Þá tekur hjartað kipp og allir syngja með sem best þeir geta „... er það hafið eða fjöllin sem laða mig hér að eða kannski fólkið á þessum stað.“ Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Vagninn var þéttsetinn á Trúbadúrakvöldinu. Írís Sveinsdóttir læknir var verðugur fulltrúi Bolvíkingaog þar að auki eina konansem tróð upp. Siggi Björns lék vel valin lög af sinni alkunnu snilld. Flateyri. Morgunblaðið. Trúbadorar á Vagninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.