Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 1
26. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2001 BJÖRGUNARSVEITIR fundu nokkra menn á lífi í rústum á Ind- landi í gær rétt áður en jarðýtur jöfnuðu þær við jörðu. Ríkisstjórn Gujarat-ríkis sagði í gær að 12.000 lík hefðu fundist og líklegt væri að fórnarlömb skjálftans væru 25.000 alls. Aðrir telja, að þau sé miklu fleiri, allt að 100.000. Rússnesk björgunarsveit fann hjón á lífi í rústum byggingar í bæn- um Bhachau í gær. Rússarnir heyrðu til konunnar eftir að jarðýtur voru byrjaðar að jafna heimili henn- ar við jörðu. Þeir héldu síðan í hönd- ina á henni þangað til hún hafði verið grafin úr rústunum. Síðan tókst þeim að bjarga manni hennar. Tólf ára gömul stúlka og 55 ára gömul kona fundust lifandi í gær í rústunum, fimm dögum eftir að þær grófust undir þeim. Þykir það ganga kraftaverki næst með konuna því að báðir fótleggir hennar og önnur höndin voru kramin undir steyptum súlum og mun, að sögn lækna, þurfa að fjarlægja útlimina. Lá hún við hlið látins sonar síns á unglingsaldri. Sameinuðu þjóðirnar telja að 200.000 manns séu heimilislaus í Gujarat-ríki í kjölfar skjálftans. Umheimurinn brást skjótt og vel við beiðni Indverja um aðstoð í kjöl- far skjálftans en björgunarsveitir segja hins vegar, að dreifing hjálp- argagna gangi ekki sem skyldi. Fólk finnst enn á lífi á skjálfta- svæðunum á Indlandi Mikil óvissa um fjölda látinna  Farsóttir/28 Ahmedabad. AFP, AP. LÍBÝSKUR leyniþjónustumaður var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær fyrir að hafa grandað farþega- þotu í eigu Pan Am-flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi fyrir 12 árum. 270 manns týndu þá lífi. Annar Líbýumaður var sýknaður. Stjórnvöld í Líbýu hafa krafist þess, að refsiaðgerðum gegn land- inu verði nú aflétt en Bandaríkja- menn og Bretar segja, að svo verði ekki fyrr en Líbýustjórn hafi gengist við ábyrgð sinni á glæpn- um og greitt fullar skaðabætur. Skosku dómararnir þrír voru all- ir á einu máli og fundu þeir Abdel Basset al-Megrahi sekan en sýkn- uðu félaga hans, Al-Amin Khalifa Fahima. Var Megrahi dæmdur í lífstíðarfangelsi í Skotlandi og get- ur hann ekki sótt um lausn fyrr en eftir 20 ár. Búist er við, að hann áfrýi dómnum. Gaddafi verði sóttur til saka Í úrskurði dómaranna segir, að sýnt hafi verið fram á, að Megrahi hafi verið háttsettur innan líbýsku leyniþjónustunnar og ættingjar þeirra, sem létu lífið, 259 manna í Pan Am-þotunni og 11 íbúa í Lockerbie, segja það sönnun fyrir því, að Muammar Gaddafi Líbýu- leiðtogi hafi sjálfur skipað fyrir um hryðjuverkið. Krefjast þeir þess, að hann verði sóttur til saka. Þegar dómurinn var kveðinn upp var réttarsalurinn yfirfullur af ættingjum þeirra, sem fórust í Lockerbie-hryðjuverkinu. Fagnaði fólkið mjög dóminum yfir Megrahi en kvaðst vonsvikið með, að félagi hans skyldi sleppa. Hassuna al-Shawsh, talsmaður líbýska utanríkisráðuneytisins sagði í gær, að ekki væri búist við neinum sérstökum viðbrögðum Líbýustjórnar við dómsniðurstöð- unni og kvaðst hann vona, að stjórnvöld í Líbýu og Bandaríkj- unum gætu nú aftur tekið upp eðli- leg samskipti. Í yfirlýsingu frá Bandaríkjastjórn segir hins vegar, að eigi að aflétta refsiaðgerðum gagnvart Líbýu, verði stjórnvöld þar að gangast við ábyrgð sinni á hryðjuverkinu. Hafa bresk yfirvöld tekið undir það og þau krefjast þess, að Líbýustjórn greiði rúm- lega 59 milljarða íslenskra króna í bætur til ættingja þeirra, sem týndu lífi. Neita allri ábyrgð Talsmaður líbýska utanríkis- ráðuneytisins, sagði að „Líbýa sem ríki ber enga ábyrgð á Lockerbie- atburðinum“ og hvatti jafnframt til, að refsiaðgerðum gegn landinu yrði tafarlaust aflétt. Undir það hafa ýmis arabaríki tekið og stjórnvöld í Frakkland kváðust í gær vænta bættra samskipta við Líbýustjórn. Talið er, að Líbýumenn hafi ákveðið að granda Pan Am-þot- unni til að hefna loftárása Banda- ríkjamanna á Tripoli og Benghazi í Líbýu í apríl 1986 en þá týndu 37 Líbýumenn lífi. Voru Bandaríkja- menn þá að hefna sprengjutilræðis á skemmtistað í Berlín en það varð einum bandarískum hermanni að fjörtjóni. Aðstandendur þeirra, sem létust í loftárásunum, kröfð- ust þess í gær, að Bandaríkja- stjórn greiddi þeim skaðabætur. Líbýskur leyniþjónustumaður fundinn sekur um hryðjuverkið yfir Lockerbie Vilja að Líbýustjórn gangist við ódæðinu AP Geraldine Buser brast í grát er hún heyrði dóminn kveðinn upp. Hún missti eiginmann sinn, son og dóttur, sem var ófrísk, er Pan Am-þotunni var grandað með sprengju yfir Lockerbie.  Margt á huldu/26 Camp Zeist, Washington, London. AP, AFP, Reuters. HÓPUR vísindamanna stefnir að því að fyrsti einræktaði mað- urinn líti dagsins ljós einhvern tíma á næstu tveimur árum. Verður tæknin að sögn aðeins notuð til að hjálpa hjónum, sem annars geta ekki átt börn. Í hópnum eru vísindamenn víða að en talsmaður hans er Panos Zavos, prófessor við há- skólann í Kentucky í Banda- ríkjunum. Sagði hann í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í fyrradag, að einræktunin myndi líklega kosta rúmlega fjórar milljónir króna í fyrstu en lækka síðan í verði. Dr. Harry Griffin, aðstoðar- forstjóri Roslin-stofnunarinnar í Skotlandi, sem einræktaði ána Dolly fyrir nokkrum árum, sagði, að fyrirætlanir um að einrækta mannveru væru mjög ábyrgðarlausar og ýmsir fulltrúar trúfélaga hafa einnig mótmælt þessum áætlunum, sem þeir segja óvirðingu við mannlegt líf. Hyggjast einrækta mann BANDARÍSKI seðlabankinn lækk- aði í gær vexti um hálft prósentustig til að vinna gegn vaxandi samdrætti í efnahagslífinu. Hagvöxtur í Banda- ríkjunum var aðeins 1,4% á síðasta fjórðungi liðins árs og verulega minni en búist hafði verið við. Vextir hafa verið lækkaðir um eitt prósentustig í þessum mánuði og seðlabankinn gefur í skyn, að hann muni lækka þá enn meira verði þess talin þörf. Eru þeir nú 5,5% og hafa þá allar vaxtahækkanir síðasta árs gengið til baka. Búist hafði verið við, að hagvöxtur á síðasta ársfjórðungi liðins árs yrði 2,2%, svipaður og á þeim þriðja, en hann var 1,4%, sá minnsti í fimm ár. Mestur var samdrátturinn í kaupum á bílum, tölvum og ýmsum heimilis- tækjum en á móti kom, að sala í nýj- um fasteignum jókst allmikið í des- ember. Fjárfestingar fyrirtækja minnkuðu hins vegar um 1,5% en þær segja jafnan mest um ganginn í efnahagslífinu. Vaxtalækkun í Bandaríkjunum Washington. Reuters. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var birt handtökutilskipun í gær en hann hefur verið ákærður fyrir morð og mannrán. Verður hann í stofufangelsi þar til réttarhöld yfir honum hefjast. Ætla lögfræðingar hans að áfrýja þeim úrskurði og sagt er, að það málavafstur geti tekið mörg ár. Það sé því ekki víst, að Pinochet komi nokkru sinni fyrir rétt en hann er nú hálfníræður og heilsuveill. Hér er einn stuðningsmaður herforingjans að mótmæla handtök- unni í Santiago í gær. AP Pinochet í stofufangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.