Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 16

Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN Vilhelmsson, skipstjóri og fyrrver- andi einn aðaleigenda Samherja, segir í viðtali við Ak-tímarit sem kemur út í dag, 1. febrúar, að aðalástæða þess að hann hætti hjá Samherja í júní árið 1999 hafi verið yfirgangur eins manns gagnvart öllu og öllum. „Mér leið ekki orðið vel í vinnunni á þessum tíma, ég sá að samstarfið myndi ekki veita mér neina ánægju og gramdist hvernig staðan var orðin innan fyrirtækisins, segir hann í viðtalinu og lýsir því síðan að þeir frændur, hann og Þor- steinn Már Baldvinsson hafi farið í langan bíltúr eftir sjómannadaginn það ár. „Hann endaði á þann veg að ég spurði hvort ekki væri best að Þorsteinn Már gerði bara við mig starfsloka- samning. Þannig fór ég út úr bílnum. Tveimur og hálfum tíma seinna hringdi stjórnarformaður Samherja í mig og vildi klára starfslokasamning- inn og var greinilegt að sú ákvörðun hafði verið tekin án þess að reynt væri að koma á sáttum. Sögur um orsök samstarfsslitanna fóru strax af stað og ein sú lífseigasta var að Þorsteinn Már hefði verið gjarn á að eigna sér hugmyndir Þor- steins. Um það segir Þorsteinn að ágreinings- atriðin hafi verið mörg og nefnir að stjórn- skipulag hafi verið þannig í fyrirtækinu að allt hafi verið laust í reipunum og hann sem útgerð- arstjóri þess aldrei vitað hverju hann mátti ráða og hverju ekki. Skipstjórakvótinn stór hluti af byrjuninni hjá Samherja Í viðtalinu segir Þorsteinn að hann hafi viljað sjá hlutina fara á annan veg en raun varð á. Hann hafi litið á sig sem hluta af heild hjá Sam- herja og frá störfum sínum við uppbyggingu þess eigi hann góðar minningar. Hins vegar sé ekki sama á hvern hátt menn yfirgefa fyrirtæki sem þeir eiga hlut í og hafa byggt upp. „Ég get ekki sagt annað en mér hafi fundist ég fá rýting í bakið,“ segir Þorsteinn og nefnir sérstaklega í því sambandi á hvern hátt hann kom inn í fyr- irtækið, þ.e. með áunninn skipstjórakvóta sem hann vann sér inn sem skipstjóri á Kaldbak. „Það hlýtur að segja sig sjálft að það var stór hluti af byrjuninni hjá Samherja.“ Þorsteinn segir að fréttatilkynning um brott- hvarf sitt hjá Samherja hafi ekki verið sannleik- anum samkvæm. Ástæða hafi verið erfitt sam- starf þeirra frænda og nafna, en svo hafi verið láta líta út sem hann ætlaði sér að snúa sér að öðru. Hann segir rangt af sér að hafa skrifað undir tilkynninguna. Þorsteinn seldi hlut sinn í Samherja fyrir réttu ári, 1. febrúar árið 2000, og fengust fyrir hann rúmir þrír milljarðar. Hann segist vel skilja að fólk velti fyrir sér hvernig sé að eiga svo mikla peninga. Hann hafi þó ekki fengið allt þetta fé upp í hendurnar, heldur fengið stærsta hlutann greiddan í hlutabréfum. Þá hafi hann síðasta ár- ið fjárfest í ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Ég reyni að láta gott af mér leiða í sjávarútveg- inum. Ég sit ekki á þessum peningum og finnst að það mætti virða það við mig að ég hef fjárfest í fyrirtækjum sem veita mörgum vinnu í stað þess hlutar sem ég átti í Samherja,“ segir hann. Rangt að lofa því að Guðbjörgin yrði alltaf á Ísafirði Í viðtalinu ber hann til baka sögur um að fjár- festingar hans á Ísafirði hafi verið greiði á móti því að Samherji eignaðist Hrönn sem átti Guð- björgu og seldi hana skömmu síðar. „Ég tek það hins vegar fram að mér fannst rangt af Máa á sínum tíma að lofa því að Guðbjörgin yrði alltaf á Ísafirði því við sameiningu lofar maður ekki slík- um hlutum. Ég er ósáttur við þau ummæli enda stóðust þau engan veginn.“ Ak-tímarit hóf göngu sína á Akureyri í sept- ember síðastliðnum og er ætlunin að það komi út 10 sinnum á ári. Útgefendur eru þau Halla Bára Gestsdóttir blaðamaður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari. Þau eru um þessar mundir að flytja starfsemi útgáfunnar í húsakynni í Kaupvangs- stræti 1 og hyggjast færa út kvíarnar enda segja þau viðtökurnar hafa verið afskaplega góðar. Þorsteinn Vilhelmsson um viðskilnað sinn við Samherja í viðtali við Ak-tímarit Fannst ég fá rýting í bakið Forsíða Ak-tímarits sem kemur út í dag. SÉRLEYFISBÍLAR Akureyrar hf. hafa keypt rekstur Norðurleið- ar-Landleiða hf. og verður rekstur þessara fyrirtækja sameinaður frá og með deginum í dag, 1. febrúar, undir merkinu SBA-Norðurleið. Með þessu verður til eitt af um- svifamestu fyrirtækjum hérlendis í farþegaflutningum á landi en félagið mun gera út 34 langferða- bifreiðir sem samtals taka um 1.400 farþega. Gunnar M. Guð- mundsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að markmiðið með kaupunum sé fyrst og fremst að ná fram betri nýtingu á mannskap, tækjum og allri fjárfestingu auk þess sem innkaup verði hagkvæm- ari og fjármagnskostnaður eigi að geta minnkað. Þróunin í þjóðfélag- inu sé öll í þá átt að fyrirtækin séu að stækka og eflast af hagkvæmn- isástæðum og hið sama gildi um hópferðaaksturinn. Þá verði fyrir- tækið sterkara og möguleikar á þjónustu aukist. SBA-Norðurleið mun annast áætlunarferðir á leiðunum Reykja- vík-Akureyri, alls sjö ferðir í viku yfir vetrartímann. Auk þess hefur fyrirtækið sérleyfi á leiðunum Ak- ureyri-Mývatn og Akureyri-Egils- staðir. Fyrirtækið er einnig um- svifamikið í hópferðaþjónustu, sér í lagi yfir sumartímann, en m.a. er um að ræða skipulagðar hópferðir ferðamanna um landið á vegum fyrirtækisins sjálfs, innlendra og erlendra ferðaskrifstofa og akstur með starfsmannahópa fyrirtækja, skólaakstur, íþróttaferðir og öll önnur almenn hópferðaþjónusta. Fyrirtækið Sérleyfisbílar Akur- eyrar hf. var stofnað árið 1980 og eru eigendur þess þeir Gunnar M. Guðmundsson, Ólafur Karlsson, Hafþór Hermannsson, Guðni Þór- ólfsson og Ferðaskrifstofan Atlant- ic. Norðurleið-Landleiðir hf. var stofnað 1991 með samruna tveggja gamalgróinna fyrirtækja, Norður- leiðar og Landleiða en bæði félögin voru stofnuð árið 1951. Aðaleig- endur fyrirtækisins eru Jón Hró- bjartsson, Þorvarður Guðjónsson, Þingvallaleið, Guðmundur Ólafs- son, Staðarskála, og Eiríkur Stef- ánsson. Um 20 starfsmenn munu starfa hjá fyrirtækinu yfir vetrartímann en áætlað er að starfsmannafjöld- inn fjórfaldist að sumrinu. Engar uppsagnir verða í kjölfar samruna fyrirtækjanna. Sérleyfisbílar Akureyrar hafa keypt rekstur Norðurleiðar-Landleiða Sameinaðir með 34 bíla í rekstri sem taka um 1.400 farþega Morgunblaðið/Kristján Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, við tvo af bílum fyrirtækisins. FERÐAMÁLASVIÐ Atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar boðar til há- degisverðarfundar á Stássinu á Greifanum á Akureyri ídag, fimmtudaginn 1. febrúar, kl. 12- 13.30. Guðrún Helgadóttir sérfræðingur á Hólum fjallar um menningar- tengda ferðaþjónustu. Hvernig get- ur Eyjafjörður nýtt sér sína menn- ingu? Áhugamenn jafnt sem atvinnumenn eru hvattir til að mæta á fundinn, þar sem einnig verða fyrirspurnir og umræður. Fundað um menningar- tengda ferða- mennsku LÖGREGLUUMDÆMIN á Norð- urlandi stóðu fyrir sérstöku átaki sl. þriðjudag, þar sem athugað var með ökuréttindi ökumanna og bílbelt- anotkun. Lögreglan á Akureyri stöðvaði 405 bíla frá morgni þriðju- dags og til miðnættis og reyndust 50 ökumenn hafa verið á ferð án öku- skírteinis og 5 bílstjórar og einn far- þegi voru án bílbelta. Búnir að temja flesta bæjarbúa Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri sagði að embættið hafi gengið nokkuð hart fram gagnvart þeim sem ekki nota bílbelti. „Við erum hættir að veita mönnum tiltal sem ekki nota bílbelti og sektum þá alla. Við erum því bún- ir að temja flesta bæjarbúa í þeim efnum,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þeir ökumenn sem voru á ferð á þriðjudag án ökuskírteins hafi hins vegar aðeins verið áminntir. Langflest- ir með bílbeltin spennt HELGI Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norður- mjólkur ehf. en fyrirtækið rekur m.a. mjólkursamlögin á Akureyri og Húsavík. Norðurmjólk er nýtt fyrirtæki sem varð til við sameiningu MSKEA, MSKÞ og Grana ehf. en Granir er hlutafélag í eigu Auð- humlu. Helgi er Akureyringur að uppruna, fæddur árið 1956 og verkfræðingur að mennt. Hann kom til starfa sem forstöðumaður slátrunar- og kjötiðnaðarsviðs KEA í febrúar 1997. Helgi varð framkvæmdastjóri Norðlenska ehf. við stofnun félagsins sl. sum- ar. Norðlenska varð sem kunnugt er til með samruna kjötiðnaðar- sviðs KEA og Kjötiðjunnar ehf. á Húsavík á síðasta ári. Helgi framkvæmdastjóri ♦ ♦ ♦ NÁMSKEIÐ af ýmsu tagi hafa ver- ið einn af föstu punktunum í starfi Húss skáldsins á Sigurhæðum og hafa þau notið vaxandi vinsælda, en í fyrravetur sóttu þau rúmlega 70 manns. Nú verður gefinn kostur á nám- skeiði í Laxdælu og Eyrbyggju saman sem 13 vikna námskeiði og stefnt á ferðalag um söguslóðir við Breiðafjörð í námskeiðslok. Njála hefur til þessa skipað þetta rúm aðalsagnanámskeiðs ársins, en er nú skipt út, mest til að gefa þeim sem lesið hafa hana kost á að taka þátt í umræðu um aðrar sögur. Námskeið í ljóðalestri verður annað aðalnámskeið útmánaða þessa vetrar. Þar er í senn hugað að efni og formi og öllu því sem eitt ljóð býður mönnum að njóta í máli og myndum. Jafnframt verður leið- beint um lestur, framsögn og flutn- ing kveðskapar í þeirri vissu að ljóða verði aðeins að takmörkuðu leyti notið í hljóði. Jafnframt und- irbúningi þessara tveggja nám- skeiða og skráningu á þau er mönn- um gefinn kostur á fleiri efnum í náinni ellegar fjarlægari framtíð. Þannig geta þeir, sem áhuga hafa á Njálunámskeiði, látið vita af sér. Hið sama á við um fleiri sögur og er sérstaklega lýst eftir Sturlungu, Ís- landsklukkunni, Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. Námskeið í fornsög- um og ljóðalestri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.