Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG taka feðgarnir Ragnar Haf- liðason og Hafliði Ragnarsson, sem ásamt fjölskyldum sínum reka Mos- fellsbakarí, við rekstri Miðbæjarbak- arís Bridde við Háaleitisbraut 58-60. Bakaríið er lokað í dag en verður opn- að á morgun. Miðbæjarbakarí Bridde hefur ver- ið starfrækt af Hermanni Bridde í um 37 ár en fyrir þann tíma starfaði Her- mann með föður sínum í bakaríi hans á Hverfisgötu 39. Undanfarin ár hef- ur sonur Hermanns, Karl H. Bridde starfað með föður sínum í bakaríinu. Það hefur margt breyst hjá bök- urum frá því Hermann byrjaði í fag- inu sem ungur drengur. Það eru ekki meira en um 20 ár síðan bakarar máttu baka fjórar tegundir af brauð- um, fransbrauð, maltbrauð, heil- hveitibrauð og rúgbrauð og allir áttu að verðleggja þau eins. Það var ein- mitt Hermann Bridde sem rauf þann múr og fór að panta korn að utan og bjóða upp á rúnstykki og framandi brauðtegundir. Hann var ákærður og dæmdur í verslunarrétti til að hætta þessum bakstri. Hermann ákvað að hunsa þann úrskurð og bauð við- stöddum upp á norskt víkingabrauð. Málið fór fyrir Hæstarétt og Her- mann vann málið. Þarmeð fóru bak- arar að njóta sín, segir Hermann. Hann segist vera hrifinn af því að fá þá feðga í bakaríið og ber þeim vel söguna frá því hann kenndi þeim þeg- ar þeir voru við nám í Iðnskólanum í Reykjavík. „Þeir hafa komið með skemmtilegar nýjungar og það er nauðsynlegt að fylgjast vel með í þessu fagi. En mun Miðbæjarbakarí Bridde taka breytingum á næstu mánuðum? „Til að byrja með bjóðum við upp á okkar brauð og kökur sem við höfum verið með í Mosfellsbakaríi en síðan verður bakaríið tekið í gegn á næstu mánuðum,“ segir Hafliði Ragnars- son. „Við erum að vinna að því að end- urhanna allt bakaríið og komum til með að baka á staðnum. Innan nokk- urra mánaða verður búið að stækka bakaríið um helming.“ Hafliði segir að auk þess sem boðið verði upp á brauð og ýmsar kökur verði búið til konfekt á staðnum og sérbakaðar veislutertur. Aðstöðu verður komið upp til að fólk geti sest niður og fengið sér snarl í hádeginu eða kaffibolla og með því hvernær dags sem er. En verður boðið upp á smurt brauð og aðra létta rétti í hádeginu? „Já, við erum æ meira að færa okk- ur inn á þá braut og munum leggja töluverða áherslu á að hafa tilbúið smurt brauð og aðra létta rétti á boð- stólum.“ Eigendur Mosfellsbakarís kaupa Miðbæjarbakaríið Bridde Bakaríið tekur stakka- skiptum á næstunni Morgunblaðið/Ásdís Hafliði Ragnarsson, Hermann Bridde og Ragnar Hafliðason. Feðgarnir Hafliði og Ragnar og fjölskyldur þeirra, sem reka Mosfellsbakarí, taka í dag við rekstri Miðbæjarbakarísins Bridde við Háaleitisbraut. Her- mann hefur rekið bakaríið við Háaleitisbraut sl. 37 ár. ÞEIM sem þurfa að gæta að kólest- erólmagni í fæðu hefur um árin verið ráðlagt að takmarka neyslu á vissum fæðutegundum þ.á.m. eggjum og rækjum. Ekki fer á milli mála að kólester- ólgildi í eggjum er frekar hátt eða um 400 mg í 100 g og sé eggjarauða skoð- uð sérstaklega eru um 1.500 mg af kólesteróli í 100 g. Kólesterólgildi í rækjum er á hinn bóginn mun lægra eða um 150 mg í 100 g. Hvers vegna er fólki þá ráð- lagt að takmarka neyslu á þeirri fæðutegund? Guðjón Atli Auðunsson, efnafræð- ingur hjá Rannsóknastofnun Fisk- iðnaðarins, segir að það komi honum spánskt fyrir sjónir að fólki sé ráð- lagt að takmarka neyslu á rækjum ef kólesterólmagn í blóði er of hátt. „Ef kólesterólgildi í rækjum er skoðað og borið saman við annað sjávarfang og önnur matvæli telst það vera um miðbik. Það eru um 150 mg af kólesteról í 100 g af rækjum. Til samanburðar má nefna að í þorski, kræklingi og lúðu eru um 50 mg í 100 g, um 60 mg í ýsu og lax og túnfiskur innihalda um 70 mg. Í áli eru um 140 mg í 100 g og humar er með um 200 mg í 100 g. Þorskhrogn eru með 235 mg, grá- sleppukavíar 310 mg og þorskalýsi 500 mg. Þá má geta þess að gula í hænueggjum er með 1.500 mg í 100 g en í eggi, rauðunni og hvítunni, er gildið um 400 mg í 100 g.“ Guðjón Atli segir að miðað sé við að fullorðinn maður fái ekki meira en 300 mg af kólesteróli á dag. Breytir vondu kólesteróli í gott Hann segir að rækjur innihaldi 1% fitu og því teljist rækjur vera fitu- rýrar. Þar af sé meira en helmingur af fitunni ómettuð fita sem er mjög heppileg fyrir æða- og hjartasjúkl- inga. „Áður fyrr, þegar greiningarað- Rækjur hollar og fiturýrar Misskilningur að rækjur séu með hátt kólesterólgildi VOR- og sumarlisti Freemans er kominn út. Í fréttatilkynn- ingu frá Freemans segir að í vörulist- anum sé að finna fjölbreytt vöruúrval t.d. sumartísku hvort sem er fyrir ungar eða eldri kon- ur, þekkt íþróttavörumerki, barna- og karlmannsfatnað og ábreiður og rúmfatnað. Þá býður Freemans upp á fatnað í stærðunum 42 til 56 sem og fatnað fyrir lágvaxnar og grannar konur. Nýtt Vor- og sumar- listi Af nýjum vörumerkj- um í listan- um má nefna DKNY og One. Allar pant- aðar vörur eru keyrðar heim að dyrum. Pöntunarsím- inn sem er 565- 3900 en enn- fremur má fara á heimasíðu Freemans, www.freemans.is, og panta vörur úr listanum. Það er hægt að nálgast vörulist- ann hjá Freemans í Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði eða í öllum helstu bókaverslunum landsins. Vörulist- inn kostar 400 kr. HALLDÓR Jónsson ehf. hefur hafið innflutning á ezeetan-brúnkuklút- um. Í klútunum er m.a. efnið erythrulose, sem er náttúruleg sykra, og aloe vera. Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að ezeetan- brúnkuklútarnir séu lyktarlausir og þurrki ekki upp húðina. Ezeetan-brúnkuklútarnir fást í Lyfju, Lyf og heilsu og á hár- greiðslustofum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúnkuklútar FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Heiðarhjalli 29 í Kópavogi Opið hús milli kl. 19 og 21 í kvöld Íbúðin verður til sýnis í kvöld milli kl. 19 og 21 Verið velkomin. Glæsileg 118 fm 5 herb. efri sérhæð ásamt 22 fm bílskúr í nýlegu húsi í Suðurhlíðum Kópavogs. Íbúðin, sem er afar vönduð, með sérsmíðuðum innréttingum, skiptist í stórt hol, rúmgóða stofu, eldhús, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Mikil lofthæð í íb. og inn- felld lýsing í öllum loftum. Stórar suður- svalir, gríðarlegt útsýni. Áhv. húsbr. 7,8 millj. Verð 18,9 millj. Nám í grunndeild matvælagreina Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00. Kennsla hefst 6. febrúar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi Sími 544 5530  Fax 554 3961  Netfang mk@ismennt.is Tækifæri til að kynnast spennandi atvinnugreinum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.