Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 23
EKKERT hefur dregið úr sölu á nautakjöti í
Danmörku, þrátt fyrir kúariðufárið sem riðið hef-
ur yfir Evrópu og orðið til þess að salan í aðild-
arlöndum Evrópusambandsins (ESB) hefur dreg-
ist saman um 27% frá því í október sl. Danskir
bændur, veitingamenn og kaupmenn búa sig hins
vegar undir það versta.
Tvö kúariðutilfelli hafa komið upp í Danmörku
og bannlistinn frá ESB lengist enn. Nú má ekki
lengur selja T-beinssteik, sem hverfur í þessari
viku úr kjötborðunum, og daglegur fréttaflutn-
ingur er af nýjum kúariðutilfellum eða aðgerðum
til að berjast gegn vágestinum.
Það vekur því nokkra furðu að ekki skuli hafa
dregið úr neyslu nautakjöts. Stærstu versl-
anakeðjur Danmerkur fullyrða að svo sé ekki og
hafna því í samtali við Berlingske Tidende að það
standi í nokkru sambandi við verðlækkun á
nautakjöti það sem af er janúar. Segja versl-
anirnar að verið sé að losna við umframbirgðir
frá því fyrir jól.
Verðið hefur þó ekki aðeins fallið í kjötborðinu,
bændur fá nú sem svarar til 10 kr. ísl. minna fyrir
hvert kg. af nautakjöti, eða um 4.000 kr. minna á
hvern skrokk. Ástæðan er hrun á erlendum
mörkuðum en það hefur orðið til þess að lækka
verð á ungnautakjöti um 15% og kýrkjöti um
20%.
Fjölmargir veitingastaðir í Kaupmannahöfn
eins og annars staðar hafa um árabil lagt áherslu
á nautakjöt og vísa til þess í heitum staðanna.
Enn er óljóst hvort gæfan snýst gegn þeim hjá
„Bøfhus“ sem hafa notið svo góðs gengis. Veit-
ingastaðirnir hafa orðið að fjarlæga T-beinssteik
og rifjasteik af matseðlinum og nokkrir þeirra,
m.a. Bøf og Ost við Grábræðratorg, sem er mörg-
um Íslendingum að góðu kunnur, og A Hereford
Beefstow-keðjan, bjóða ekki upp á danskt kjöt,
heldur frá Suður-Ameríku og Ástralíu.
Danir í viðbragðsstöðu þó
ekki dragi úr nautakjötssölu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Hvað er kúskús?
Úr hverju er kúskús gert og
hvert er næringarinnihald þess?
„Kúskús eða „couscous“ er ein
meginuppistaða fæðis í Norður-Afr-
íku. Um er að ræða litlar kúlur eða
grjón sem gerðar eru úr hörðu
hveiti og líkjast þær því pasta,“ seg-
ir Anna Sigríður Ólafsdóttir, mat-
væla- og næringarfræðingur hjá
Manneldisráði Íslands. „Á Vestur-
löndum eru forsoðin kúskúsgrjón
almennt á boðstólum, en þau nægir
að sjóða í stutta stund eða leggja í
bleyti í sjóðandi vatn. Upprunalegt
kúskús þarf hins vegar að gufusjóða
í um klukkustund. Algengt er að
kúskús sé borið fram með mikið af
soðnu grænmeti og lambakjöti.“
Að sögn Önnu Sigríðar er kúskús
ekki bara líkt pasta að gerð heldur
er næringargildi þess einnig mjög
sambærilegt, þ.e. kolvetnaríkt.
Sólarvörn
Gilda ákveðnar reglur um efni í
sólarvörnum og hvernig er málum
háttað þegar merkingar eru ann-
ars vegar?
„Til er sérstök reglugerð yfir sól-
arvörn. Í reglugerð um snyrtivörur
er listi um leyfileg efni til síunar út-
fjólublárra geisla sólarinnar. Í list-
anum kemur einnig fram mesta
magn viðkomandi efna sem nota
má,“ segir Níels Breiðfjörð Jóns-
son, sérfræðingur á eiturefnasviði
Hollustuverndar ríkisins, og bætir
við að reglugerðin hafi verið sett ár-
ið 1998 með smá breytingum.
„Allar snyrtivörur á að merkja
með INCI-nafngiftum, það er á
ensku, í fallandi röð eftir magni,
hvort sem annar texti á umbúðum
er á grísku, rússnesku eða íslensku.
Þetta er meðal annars gert til að
neytandinn geti fundið út, hvar sem
hann er staddur, hvort efni sem
hann hefur ofnæmi fyrir sé í snyrti-
vörunni sem hann ætlar að kaupa.
Það eru bara ákveðin efni sem
nota má þegar sólarvarnir eru ann-
ars vegar og til eru sérstakir við-
aukar með upplýsingum um þau
efni og þá má nefna að um 500 efni
má alls ekki nota þegar sólarvarnir
eru annars vegar.“
Þá segir Níels að eftir því sem
meira magn er af sólarvörn á húð-
inni því betri sé vörnin og því sé gott
að bera á húðina nokkrum sinnum á
dag. „Þá veit ég dæmi þess að sumir
séu með ofnæmi fyrir vissum efnum
í sumum sólarvörnum og því er mik-
ilvægt að lesa vel á leiðbeiningar áð-
ur en kremið er borið á húðina.“
Spurt og svarað
ferðir á kólesterólgildi voru aðrar
en nú, mældist það með efni sem var
í raun ekki kólesteról. Mér dettur
helst í hug að rækjur hafi lent þarna
með á lista af þessum sökum.“
Hann bendir á að sú fita sem sé í
rækjum sé ekki ólík fitu í lýsi sem
breyti vondu kólesteróli í gott kól-
esteról. Það þurfi því að taka tillit til
þessara þátta líka, þ.e. heildaráhrifa
þegar talað er um kólesterólgildi í
fæðu.
Ólafur Reykdal, matvælafræð-
ingur hjá Matvælarannsóknum
Keldnaholti, segir að rækjur séu
hiklaust hollar þar sem rækjur séu
fiturýrar og fitan sem sé í rækjum
sé að miklu leyti ómettuð. „Rækjur
eru próteinríkar og fiturýrar.“
Ólafur segist ekki sjá neina
ástæðu til að hvetja fólk til að draga
úr neyslu á rækjum vegna kólester-
ólmagns í þeim þar sem kólester-
ólgildið sé í meðallagi hátt.