Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 25 Rýmingarsa la 60-70% afs l . síðustu dagar útsölunnar GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, lagði á þriðjudag fyrir Bandaríkjaþing tillögur sem miða að því að trúfélög gegni stórauknu hlutverki á sviði velferðarmála. Gert er ráð fyrir að trúarleg samtök sem vinna að einhvers konar samfélags- þjónustu geti sóst eftir milljörðum dollara af opinberu fé. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti tillagnanna og segja gagnrýnendur að þær grafi undan grundvallarreglunni um að- skilnað ríkis og kirkju. Forsetinn tilkynnti á mánudag að sett hefði verið á fót skrifstofa innan Hvíta hússins, sem hefur meðal ann- ars það verkefni að tryggja fjárveit- ingar til trúfélaga sem bjóða með- ferð við fíkniefnavanda og alkóhól- isma eða vinna að lausn annarra félagslegra vandamála. Bush leggur jafnframt til að skattaafslætti verði beitt til að hvetja fólk til að gefa til góðgerðarmála. „Góðgerðarfélög og samfélags- hópar koma aldrei í stað stjórn- valda,“ sagði forsetinn á fundi með trúarleiðtogum og forvígismönnum í félagsþjónustu á mánudag. „En þegar kemur að samfélagsþjónustu í Bandaríkjunum mun stjórn mín fyrst og fremst líta til meðferðarúr- ræða og samtaka er byggja á trú, sem hafa sýnt fram á getu sína til að bjarga og breyta lífum.“ Í kosninga- baráttunni lagði Bush mikla áherslu á að trúfélög gætu gegnt viðameira hlutverki í samfélagsþjónustu og til- lögurnar eru í samræmi við hina „umhyggjusömu íhaldssemi“ sem hann hefur kennt sig við. Samkvæmt gildandi lögum verða trúfélög að stofna sjálfstæð samtök, sem boða hvorki trúarbrögð né mis- muna fólki eftir trúarskoðunum, til að geta sótt um styrki af opinberu fé í því skyni að veita félagslega þjón- ustu. Tillögur Bush gera hins vegar ráð fyrir að trúfélög geti sótt beint um fjárveitingar án þess að þurfa að fara í gegnum dótturfélög. Andstæðingar áforma forsetans benda á að þau hafi það í för með sér að samtök sem mismuna fólki eftir trúarskoðunum fái nú aðgang að opinberu fé. „Ég sætti mig til dæmis ekki við að [trúarstofnanir mótmælenda] fái fé úr opinberum sjóðum og setji svo upp skilti sem segir að kaþólikkar eða gyðingar þurfi ekki að ómaka sig við að sækja þar um starf,“ sagði Chet Edwards, fulltrúadeildarþingmaður demó- krata frá Texas, í viðtali við New York Times. En tillögur Bush njóta víðtæks stuðnings á Bandaríkjaþingi. Stuðningsmenn frumvarpsins vísa því á bug að með því sé verið að grafa undan grundvallarreglunni um aðskilnað ríkis og kirkju og leggja áherslu á að ekki standi til að veita styrki til trúboðs. Bush kynnir tillögur sínar, umkringdur fulltrúum ýmissa trúarhópa. Reuters George W. Bush leggur fram tillögur um velferðarmál Eflt hlutverk trúfélaga í samfélagsþjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.