Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 27 orkueftirlitsnefnd Sameinuðu þjóð- anna rannsakar nú fullyrðingar hans, en þær stangast á við nýlegar fregnir um að Írakar eigi enn langt í land með að smíða kjarnorku- sprengju. Vopnaeftirlitsnefnd SÞ neyddist til að yfirgefa Írak í nóv- ÍRAKAR hafa þegar smíðað tvær kjarnorku- sprengjur og vinna að því að smíða fleiri, að því er breska dagblaðið The Daily Telegraph hafði um helgina eftir landflótta Íraka. Nafni mannsins er haldið leyndu í öryggisskyni, en hann flúði frá Írak árið 1999 og er nú í felum í Evrópu. Hann er verkfræðingur að mennt og kveðst hafa tekið þátt í stjórnun kjarnorkuáætlunar Íraka. Kjarn- ember 1998, en síðan er talið að Írakar hafi unnið að þróun kjarna- vopna. Að sögn mannsins vinnur Íraks- stjórn að smíði kjarnorkusprengja í Hemrin í norðausturhluta landsins, skammt frá landamærunum að Íran. „Að minnsta kosti tvær kjarnorku- sprengjur eru tilbúnar til notkunar. Áður en eftirlitssveitir SÞ komu var unnið að áætluninni í 47 verksmiðj- um. Nú eru þær 64,“ sagði hann við The Daily Telegraph. Að sögn ör- yggismálasérfræðinga var ekki vitað að unnið væri að smíði kjarnavopna í Hemrin, aðeins að svæðisins væri vel gætt. „Aðgangur að svæðinu er bann- aður. Hlutar þess eru undir stjórn hermálaráðuneytisins, sem hefur umsjón með uppbyggingu vopna- búrs Saddams [Husseins Íraksfor- seta], en einn hluti er algjörlega undir stjórn kjarnorkunefndarinn- ar,“ sagði hinn landflótta Íraki. Maðurinn segir að mikil leynd hvíli yfir kjarnorkuáætluninni og að fyrir utan vísindamennina sem vinna að verkefninu viti aðeins fjórir til fimm menn, auk Saddams Husseins, hvað sé á seyði. Abed Hmoud, nán- asti ráðgjafi forsetans, hafi umsjón með áætluninni. Írakar sagðir eiga kjarnorkuvopn London. The Daily Telegraph. Landflótta íraskur verkfræðingur tjáir sig um leynilegt vígbúnaðarbrölt Saddams Husseins Saddam Hussein Klofningur í norska Framfara- flokknum Þrándheimi. Morgunblaðið. CARL I. Hagen var endurkjörinn formaður norska Framfaraflokksins síðastliðinn laugardag. Er hann mjög umdeildur og til marks um það er, að 88 atkvæðaseðlar voru auðir en það þýðir, að um 40% flokkssystkina Hag- ens hafi verið á móti endurkjöri hans. Dag Danielsen, sem bauð sig fram í þriðja sæti, náði ekki kjöri og hafa nú margir fylgismanna hans sagt sig úr flokknum. Mikil ólga hefur verið innan Fram- faraflokksins undanfarið, sem náði hámarki er Hagen lagði til í desember að nokkrir félagar í Óslóardeild flokksins yrðu reknir fyrir að neita að tilnefna hann og varaformanninn Siv Jensen í tvö efstu sætin fyrir flokks- þingið. Stuðningsmönnum Danielsens finnst Hagen vera eins konar einræð- isherra sem misnoti vald sitt og hafi stefna flokksins undir hans stjórn tekið óæskilegum breytingum. Tor Vatsgar er einn þeirra sem sögðu sig úr flokknum að loknum kosningunum en hann stofnaði Um- bótaflokkinn árið 1974 ásamt Hagen. Hann segir nú, að Framfaraflokkur- inn sé ekki lengur lýðræðislegur flokkur. Fleiri hafa fylgt í kjölfarið en aðrir ætla sér að vinna að því innan flokksins að koma Hagen frá völdum. Þá hefur Hagen hótað því að reka Per Danielsen, bróður Dags, úr flokknum. Enn vill enginn þeirra sem sagt hafa sig úr flokknum svara því hvort til standi að stofna nýjan stjórnmála- flokk á hægri vængnum. Framfaraflokkurinn, fylgisstærsti stjórnmálaflokkur Noregs, hefur samkvæmt skoðanakönnunum misst mikið fylgi vegna sundrungarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.