Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SÝNINGUNNI er fjallað umhelstu þætti sem varða sögu Þjóð-skjalasafnsins og vistarverur þess.Auk þess er gefin innsýn í ýmsa þætti er varða starfsemina, raktar eru skyldur stofnana og embætta til skjalaskila og litið til aðbúnaðar í geymslum safnsins. Gestum gefst auk þess kostur á að skoða svipmyndir úr sögu safnsins og myndir af skrautlegum og sérkennilegum skjölum, kortum og gripum, sem tilheyra safninu, á myndskyggnum. Sýningin ber yfirskriftina „Söfn þessi eru sómi og gagn allrar þessarar þjóðar“ og er þar um að ræða tilvitnun í bréf sem Jón Þor- kelsson ritaði en hann var skipaður lands- skjalavörður árið 1899 og varð fyrstur til þess að gegna því embætti á Íslandi. „Nafn sýningarinnar vísar þannig til brautryðj- andastarfs Jóns, sem hófst fyrir 101 ári, en hluti sýningarinnar er tileinkaður honum, auk þess sem í þessari tilvitnun felst dálítill pólitískur broddur,“ segja þau Jón og Krist- jana. „Auk þess að kynna starfsemina hér viljum við með sýningunni vekja athygli á aðbúnaði safnsins sem er mjög ábótavant,“ segir Kristjana. Heiti sýningarinnar er úr bréfi sem ritað er árið 1902 í tilefni af slæ- legum öryggismálum og aðbúnaði skjala- safnsins sem þá var til húsa í Alþingishús- inu. Bréfið er að finna á sýningunni en þar er skorað á forseta Alþingis að tóbaksreyk- ingar verði bannaðar í húsinu þar sem þær séu iðkaðar „alt frá yzta þröskuldi um for- stofu, uppi um stiga og alla ganga, á áheyr- endapöllum og inn um þingsali og hvert skot herbergja þeirra, sem undir þingið liggja, af þingmönnum, þingskrifurum og öllum lýð, sem eingin umsjón getur náð til, eins og nú stendur“, segir í bréfinu. „Jón Þorkelsson hafði mjög skemmtilegan ritstíl eins og sjá má í þeim bréfum og skjölum hans sem hér eru til sýnis,“ segir Jón. Vonandi hafa menn áttað sig á að mikilvæg skjöl, tóbaksreykur og eldur fara ekki saman. Úr héraði í þjóð Skjalasafnið var stofnað árið 1882 eftir að landshöfðingi mælti svo fyrir að skjalasöfn helstu embætta landsins skyldu geymd á Dómkirkjuloftinu. Jón Þorkelsson var skip- aður skjalavörður árið 1899 og sama ár var safnið flutt yfir í Alþingishúsið. Árið 1909 fékk safnið síðan betri aðstöðu í Safnahúsinu við Hverfisgötu, en eftir því sem leið á öld- ina fór að þrengjast um. Langt er síðan byrjað var að flytja hluta af starfseminni í húsakynni gömlu mjólkurstöðvarinnar á Laugavegi 162 og er safnið nú komið eins og það leggur sig í varanlegt húsnæði þar. Þar er einnig til húsa viðgerðarstofa safnsins, sem hóf starfsemi árið 1965. Fram til ársins 1915 hét safnið Lands- skjalasafn en þá var nafninu breytt í Þjóð- skjalasafn eftir talsverðar umræður á Al- þingi. „Þetta var mikilvægt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar því að gamla nafnið var í raun dönsk arfleifð. „Land“ merkir „hérað“ á dönsku, og þýðir „landsskjalasafn“ því í raun „héraðsskjalasafn“,“ upplýsa skjalaverðir blaðamann. „Það voru ekki allir sem áttuðu sig á þessu, orðið „landshöfðingi“ hljómaði t.d. virðulega í eyrum Íslendinga en í raun er þessi titill hugsaður frá sjónarhorni Dana og vísar til héraðshöfðingja. Jón Þorkelsson var aftur á móti góður í dönsku og lagði áherslu á að greint yrði þarna á milli.“ Aðbúnaður ófullnægjandi Hlutverk Þjóðskjalasafnsins er að varð- veita opinber gögn sem embættum og stofn- unum er skylt að skila til safnsins þegar skjölin verða 30 ára gömul. „Þau verða þá opinber skjöl sem almenningi er heimilt að skoða. Við fáum einnig yngri skjöl frá ýms- um stofnunum og höldum utan um þau. Skjöl sem berast okkur eiga að vera skráð og flokkuð og okkar hlutverk er síðan að varðveita þau og gera aðgengileg almenn- ingi,“ segir Kristjana. „Það getur þó í mörg- um tilfellum reynst þrautin þyngri þar sem það fjármagn, sem nauðsynlegt er til þess að skapa fullnægjandi geymsluaðstöðu sem tryggir öryggi skjalanna og gott aðgengi, er ekki fyrir hendi.“ Aðeins hluti af safninu er geymdur í eldvörðum skápum líkt og notaðir eru í nágrannalöndum en mestur hluti þess er í lagerhillum eða hrúgum á vörubrettum. Á sýningunni hefur verið komið fyrir sýnis- eintaki af slíku vörubretti, en um 1.400 þeirra eru á víð og dreif um húsin, auk þess sem nokkrar myndskyggnur sýna geymslu- húsnæðið þar sem aðstæður eru hvað verst- ar,“ segir Kristjana, en þær myndir kalla þau Jón „hryllingsmyndirnar“ í hálfgerðu gamni. Lesrými safnsins er einnig lítið og aðeins til bráðabirgða. „Áætlað er að inn- rétta lessal í stærra rými þegar svigrúm gefst til þess,“ segir Jón. „Í raun höfum við ágæta aðstöðu hérna. Það eina sem vantar eru svona sjö til átta hundruð milljónir til framkvæmda og þá er þetta fínt,“ segir Jón og glottir við. Hagsmunir einstaklinga Eitt af meginverkefnum þjóðskjalasafns- ins er lögum samkvæmt að tryggja hags- muni og réttindi einstaklinga. Á sýningunni gefur að líta sýnishorn af skjölum sem hafa slíkar heimildir að geyma. Má þar nefna kirkjubækur, ljósmæðrabækur, veðmála- bækur, landamerkjabækur, þinglýsingar- skjöl, máldaga, eignaskrár, prófbækur, lög- skráningarbækur, skiptaskjöl og skatt- skýrslur. „Þótt þetta séu gömul skjöl hérna á sýningunni má segja að þetta sé nákvæm- lega það sama og við erum að fást við í dag- legu starfi okkar hér. Oft er þar um að ræða mikilvæg gögn sem stuðla að úrskurð- um í deilumálum,“ segir Kristjana. Þar er um bæði stærri og smærri mál að ræða, en þau hafa m.a. leitað eftir gögnum í tengslum við þjóðlendumálið svonefnda, þar sem deilt er um mörg hundruð ferkílómetra lands. „Síðan getum við þurft að leita eftir skjölum, þar sem verið er að skera úr um hvort bakhús í miðbænum hafi umgengn- isrétt um einhverja smávægilega spildu,“ bætir Jón við. Fleiri sýningar fyrirhugaðar Þótt sýningin í Þjóðskjalasafninu láti ekki mikið yfir sér má þar fræðast um margt í sögu og starfsemi safnsins. Þau Jón og Kristjana virðast hafa tekið við hlutverki Jóns Þorkelssonar við að vinna að því að tryggja sem besta varðveislu skjalanna en nú er skjalamagnið í safninu um 24.000– 30.000 hillumetrar. „Hún Kristjana sér nú um að menn standi við sína skila- og flokk- unarskyldu og pínir menn ef þess þarf með,“ segir Jón sposkur en Kristjana vill gera lítið úr því hlutverki. „Þetta er nátt- úrulega bara grunnatriði, að gögn séu varð- veitt og vel gengið frá þeim,“ segir hún. Þau Jón og Kristjana ásamt Benedikt Kristþórssyni, forverði við safnið, sáu um að koma á fót sýningunni. Þau hyggjast halda uppteknum hætti en næsta sýning mun fjalla um sérkennileg skjöl í vörslu safnsins. „Húsrými undir sýningar er reyndar mjög takmarkað sem stendur. Gaman væri þó að koma á fót sýning- araðstöðu, þar sem halda mætti stærri sýn- ingar,“ segir Jón. Núverandi sýning mun standa fram eftir vori, eða þangað til þau Jón, Kristjana og Benedikt ákveða að koma næstu sýningu upp. Saga, starfsemi og aðbúnaður kynnt á sýningu í Þjóðskjalasafni Íslands Morgunblaðið/Jim Smart Hér má sjá dæmi um skjöl sem eru geymd á vörubretti vegna aðstöðuleysis. Jón Þorkelsson var fyrstur til að gegn embætti þjóðskjalavarðar á Íslandi. Bókarslitur sem Jón Þorkelsson skrifaði upp eftir „grautfúnum sáttarbókarblöðum“. „Sómi og gagn allrar þessar- ar þjóðar“ Í Þjóðskjalasafni Íslands á Laugavegi 162 stendur yfir sýning sem gefur yfirlit yfir sögu og starfsemi safnsins. Heiða Jóhannsdóttir heimsótti þau Jón Torfason og Kristjönu Kristinsdóttur skjalaverði sem höfðu frá ýmsu fróðlegu að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.