Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 35

Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 35 FIMMTA hefti Jóns á Bægisá, tímarits þýðenda, kom út í lok des- ember, en meginefni ritsins eru þýðingar á ljóðum og smásögum. Auk þess er í þessu hefti grein eft- ir Brynju Þorgeirsdóttur þar sem hún rýnir í íslensku þýðinguna á „The New York Trilogy“, þremur tengdum verkum eftir Paul Auster, sem komu út hjá bókaútgáfunni Bjarti. Þetta hefti Jóns á Bægisá er eins og ávallt afar eigulegt með tilliti til þeirra þýðinga sem í því birtast og stendur ritstjórnin sig vel í því yf- irlýsta hlutverki sínu að „kynna smærri meistaraverk heimsbók- menntanna“, eins og segir í for- mála heftisins. En vegna hlutverks tímaritsins hefði kannski verið áhugavert að hafa frumtexta ein- hverra þessara þýðinga með í heft- inu til að lesandinn gæti borið sam- an þýðingu og frumtexta og glöggvað sig á þeim margþættu ákvörðunum sem þýðandi stendur ávallt frammi fyrir. Í samræmi við það er ef til vill ástæða til að velta því fyrir sér hvort ekki mætti leggja meiri áherslu á umræðu um þýðingar- fræðin sjálf í þessu riti. Önnur bók- mennta- og menningarblöð hafa birt töluvert af þýðingum í gegnum tíðina og því mikilvægt að tímarit sem helgað er þýðendum fyrst og fremst sinni betur því sem örsjald- an ber á góma annars staðar, þ.e. sjálfu vinnuferlinu og þeim kenn- ingum sem efst eru á baugi hverju sinni. Þó ýmislegt bitastætt hafi komið fram í Jóni á Bægisá á því sviði í gegnum tíðina hefur þegar á heild- ina er litið lítið verið fjallað um við- horf til þýðinga hér á landi, þar sem þýðingar skipa þó óvenjumiklu máli vegna smæðar málsamfélags- ins. Einnig væri tímabært að hefja umræðu um skapandi hlutverk þýðenda fagurbókmennta, muninn á bókmenntaþýðingum og öðrum þýðingum, rannsóknir á handritum þýðenda og svo mætti lengi telja. Grein Brynju Þorgeirsdóttur í þessu hefti Jóns á Bægisá er að sjálfsögðu ágætt innlegg í ofan- greinda umræðu um þýðingarfræð- in þó Brynja kjósi að fara nokkuð hratt yfir sögu. Brynja rekur með ágætum rökum mistök tveggja þýðenda sem verða til þess að mik- ilsverð stíleinkenni þessara þriggja verka Austers glatast eða missa máttinn. Þau vandamál sem hún bendir á eru ákaflega algeng í íslenskum þýðingum sem iðulega eru unnar í töluverðri tímaþröng og án þess að þýðandi gefi sér tóm til að rann- saka og greina frumtextann að því marki að flókin merkingartengsl verði ljós. Brynja bendir á að sá þýðandi sem tók við verkinu eftir að fyrsta bókin kom út og lauk við síðari bækurnar tvær hafi staðið sig bet- ur. Þó ferst að mati hennar ým- islegt fyrir í þýðingarferlinu, vegna þess að þýðandinn leiti ekki aftur í frumtextann eftir að hráþýðingu lýkur. Með dæmum sínum hefur Brynju tekist að benda á algeng- ustu vandamál sem blasa við í þýð- ingum, en það hefði verið áhuga- vert að fá að vita meira um mismunandi áherslur þessara tveggja þýðenda og það sem hún kallar „ákvarðananet“ þeirra í tengslum við túlkun á sögunni og stílbrigðum hennar. Umfjöllun hennar, sem með réttu má teljast gagnrýni, hefði því mátt vera töluvert ítarlegri. Með þeim hætti hefði verið hægt finna umræðugrundvöll um túlkunar- vanda þessara þýðenda og hvernig textar þeirra verða til þess að skapa verk sem er að einhverju eða jafnvel töluverðu leyti ólíkt frum- verkinu. Ekki verður lagt í það mikla verk að leggja dóm á þær þýðingar sem í heftinu birtast að þessu sinni, en óhætt er að taka undir þá staðhæfingu ritnefndar að þær séu bæði fjölbreyttar og skemmtilegar aflestrar. Ritið er einnig vel unnið og vekur sá metnaður sem lagður er í forsíðuna nokkra athygli, en þar birtist verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson sem tengist sögunni „Kafarinn“ eftir Karen Blixen, en hún er ein þeirra þýðinga sem birt- ist í heftinu. Hlutverk þýðandans TÍMARIT Þ ý ð i n g a r Tímarit þýðenda, 5/2000, ritnefnd: Franz Gíslason, Guðrún Dís Jón- atansdóttir, Sigurður A. Magn- ússon, útgefandi: Ormstunga, 2000. 105 bls. JÓN Á BÆGISÁ Fríða Björk Ingvarsdótt ir ÞENNAN skemmtilega ísskúlptúr af tveimur kengúrum var að finna í nágrenni ráðhúss Ottawaborgar í Kanada á dögunum. Skúlptúrinn er verk listamanns- ins Takashi Ito, en hann hefur undanfarið unnið ásamt hóp ann- arra listamanna að því að skapa ástralskt andrúmsloft í Kanada áður en vetrarleikarnir hefjast. AP Kanadískar kengúrur GENGIÐ hefur verið frá samning- um um útgáfu á Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Ísrael og Danmörku. Íslensk skáld- saga hefur ekki komið út á hebr- esku síðan Atóm- stöðin og Brekkukotsann- áll eftir Halldór Laxness voru gefnar út í Ísrael á áttunda ára- tugnum. Þar með hefur verið gengið frá útgáfu- samningi um Slóð fiðrildanna við forlög í átta löndum utan Íslands, auk þess sem samið hefur verið um gerð kvikmyndar eftir sögunni í Hollywood. Það er Modan sem gefur út bók- ina í Ísrael og Lindhardt & Ring- hof í Danmörku. Modan er eitt helsta forlag Ísraels en meðal höf- unda sem koma út undir merkjum þess eru Roddy Doyle, Tom Wolfe, Jane Smiley, John Irving og Patr- ick Süskind. Lindhardt & Ringhof er gamalgróið útgáfufyrirtæki sem gefur út verk höfunda á borð við Toni Morrison, Ingmar Bergman, Fay Weldon og Martin Amis. Slóð fiðrildanna kom út hjá Vöku- Helgafelli hér á landi árið 1999. Í fyrra var barnabókin Sagan af Músa-mús eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur og Moshe Erlend Okon gefin út í Ísrael. Slóð fiðr- ildanna á hebresku Ólafur Jóhann Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.