Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 37 VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 SUÐURLANDSBRAUT 54,(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY). SÍMI 533 3109 RÝMINGARSALA Allir herraskór á ........... kr. 1.900 Allir kvenskór á kr. 1.900 og 2.900 Allir barnaskór á kr. 990 og 1.490 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN 60-70% afsláttur af öllum skóm VELTUSUNDI SUÐURLANDSBRAUT Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Hilluplan fyrir lausar vörur og bitar fyrir vörubretti. Einfalt í uppsetningu Skrúfufrítt. Smellt saman Í allar áttir Netverslun - www.hillur.is Þunga- vörurekkar Trygg gæði - Gott verð! JOHN Speight hefur verið bú- settur á Íslandi hátt í þrjátíu ár. Þegar hann kom hingað fyrst ásamt íslenskri eiginkonu sinni, píanóleik- aranum Sveinbjörgu Vilhjálmsdótt- ur, var hann nýútskrifaður úr Guildhall School of Music. Á Íslandi höfðu þau þá aðeins hugsað sér að dveljast um skamma hríð en landið heillaði hinn unga breska tónlistar- mann og hér er hann enn – sem bet- ur fer. John Speight er einn hlekk- urinn í langri og afar mikilvægri keðju erlendra tónlistarmanna sem byrjuðu að setjast að hér á landi fyrir miðja síðustu öld. Ekki veit ég hvar þessi örþjóð væri stödd á tón- listarsviðinu hefði „nýbúanna“ ekki notið við en víst er að þeir hafa gert tónlistarlífinu á Íslandi ómælt gagn. Megi erlendir straumar og áhrif halda áfram að hafa sem mest áhrif á mannlífið og ekki síst tónlist hér á landi. Nýútkomin geislaplata Íslenskr- ar tónverkamiðstöðvar ber titilinn John Speight: Þrjú hljómsveitar- verk. Þetta er merk og tímabær út- gáfa hvernig sem á hana er litið. Verkin þrjú, sem spanna rúman áratug á tónskáldaferli Speights, eru að ýmsu leyti ólík í anda en eiga þó öll það sameiginlegt að þau búa yfir ein- hverjum frumkrafti, ekki rammíslenskum eins og hjá Jóni Leifs heldur kveður hér við alþjóðlegan tón. Nokk- uð virðist bera á því að tónskáld yngri kynslóð- arinnar (t.d. James MacMillan og Thomas Adés) séu farin að temja sér stíl sem skír- skotar talsvert meir til hins almenna hlustanda en avantgardistarnir gerðu fyrr á öldinni. Þannig er um þessa tónlist Johns Speights. Það er auðvelt að láta sér líka vel við hana. Skilaboðin eru svo blátt áfram og tilgerðarlaus. Ekki veit ég hvort hugtakið „nýrómantik“ hefur öðlast traustan sess í tónlistarheim- inum en mér finnst hugtakið hvað sem öðru líður passa nokkuð vel við sinfóníurnar tvær sem hér heyrast í fyrsta sinn í hljóðritun. Þessi róm- antísku einkenni má m.a. vel heyra í largo-kaflanum í fyrstu sinfóní- unni (1984), fallegum og sérlega áhrifaríkum meginkafla verksins og þungamiðju. Hann býr yfir tilfinn- ingasemi – reyndar með ólgandi undirtón – sem er sjaldheyrð í sam- tímatónlist og er næstum „tchaikovskískur“ í anda þótt tón- málið heyri að sjálf- sögðu til okkar tíma. Fyrsti og þriðji kafli mynda svo drama- tíska umgjörð um miðkaflann. Önnur sinfónían frá 1991 er eina hljóm- sveitarverkið eftir ís- lenskt tónskáld sem hefur verið flutt á ISCM-hátíðinni, en það gerðist í Varsjá árið 1992. Kveikjan að verkinu er ferða- lag tónskáldsins og fjölskyldu hans um Afríku árið 1991 en á sama tíma hófst inn- rásin í Kúveit. Verkið fjallar um miklar andstæður: annars vegar geysilega náttúrufegurð eyðimerk- urinnar og hins vegar skelfilegar hörmungar og eyðileggingu stríðs- ins. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér stríðsástand í þessari tónlist. Á annarri mínútu seinni kaflans má vel greina loft- varnarflautur og seinna í kaflanum og undir lokin kveða við trompeta- köll sem hafa beina skírskotun til War Requiem eftir Britten. Söng- textinn í seinni kaflanum, sem er úr Paradísarmissi Miltons, er afar við- eigandi. Einsöngvarinn er eins kon- ar hrópandi í eyðimörkinni, svo vitnað sé í skýringar tónskáldsins í meðfylgjandi pésa. Verkið er auð- skiljanlegt og áhrifaríkt miðað við þessar gefnu forsendur. Túlkun söngkonunnar Julie Kennard er til- finningaþrungin og sannfærandi. Leikur Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands er prýðilegur en hljómsveit- inni stjórnar Páll P. Pálsson í fyrri sinfóníunni og Anne Manson í þeirri seinni. Reyndar má einstaka sinnum greina að strengjasveitin er ívið fáliðuð eins og t.d. í fyrsta kafla fyrri sinfóníunnar (t.d. nr. 2, 1’37). Víða má hins vegar heyra ágætan strengjaleik eins og í öðrum kafla sama verks. Önnur sinfónían er tekin upp á tónleikum árið 1996 og í heild hljómar flutningurinn mjög vel. Klarínettukonsertinn frá 1980 er elsta verkið á plötunni og þar er tónmálið öllu meira „abstrakt“ en í hinum verkunum. Konsertinn er til- einkaður Einari Jóhannessyni og leikur hann einleikshlutverkið af al- kunnu öryggi. Stjórnandinn er Jean-Pierre Jacquillat, ágætur að- alhljómsveitarstjóri SÍ frá 1980 til dauðadags árið 1986. Það er gott fyrir Íslendinga að geta hampað þessum diski og sagt að hér sé á ferðinni íslensk tónlist. Vonandi eiga þeir eftir að gera það. Kraftmiklir tónar gegn stríðsrekstri TÓNLIST G e i s l a p l ö t u r John Speight: Klarínettukonsert, „Melodious Birds Sing madrigals“ (1980). Sinfónía nr. 1 (1984). Sin- fónía nr. 2 (1991). Einleikur: Einar Jóhannesson (klarínett). Ein- söngur: Julie Kennard (sópran). Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnendur: Páll P. Pálsson, Jean-Pierre Jacquillat og Anne Manson. Útgefandi: Íslensk tón- verkamiðstöð ITM 7–14. Heild- arlengd: 64’17. Verð: kr. 1.999 JOHN SPEIGHT John Speight Valdemar Pálsson www.leir.is www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.