Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LÆKNAR á Fjórðungssjúkrahúsinu áAkureyri halda fund í næstu viku um þástöðu sem er komin upp eftir að Íslenskerfðagreining og sjúkrahúsið gerðu
samning sín á milli vegna uppbyggingar miðlægs
gagnagrunns á heilbrigðissviði. Guðný Sverris-
dóttir, formaður stjórnar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, segir að viðræðuslit Íslenskrar erfða-
greiningar og Læknafélags Íslands muni ekki
greiða fyrir samningum milli ÍE og Landspítalans
um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Torfi
Magnússon, formaður samninganefndarinnar,
segir á hinn bóginn að viðræður séu í gangi við ÍE
og í eðlilegum farvegi. Hann segir líklegt að und-
irritaðir verði samningar á næstu vikum, eða fyrir
lok febrúar.
Torfi var spurður hvort viðræðuslit ÍE og LÍ
hefðu eitthvað að segja varðandi viðræður ÍE og
spítalans. „Við semjum við ÍE innan ramma gild-
andi laga. Það væri auðvitað betra ef samkomulag
væri þar á milli en við munum halda áfram okkar
samningaviðræðum þrátt fyrir það,“ segir Torfi.
Guðni Arinbjarnar, læknir á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri, FSA, segir að talsverðar um-
ræður hafi verið um það innan spítalans hvort
læknar sæju sér fært að standa við samning sem
ÍE gerði við FSA í desember síðastliðnum án þess
að ÍE hafi samið við Læknafélag Íslands, LÍ, um
skriflegt samþykki sjúklinga við uppbyggingu
miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. „Það er
alveg ljóst að mínu mati að þetta verður erfitt í
framkvæmd. Spurningin er hvort hver læknir
geri það upp við sig hvernig hann standi að mál-
um, hvort hann fái sína sjúklinga til að skrifa und-
ir þegar þeir mæta. Það er hins vegar óleyst mál
neiti sjúklingar að skrifa undir. Það er búið að
binda þetta í lög en það er alveg ljóst að við stönd-
um með sjúklingum okkar," segir Guðni.
Hann segir að flestir læknar FSA séu nú að
velta því fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á
þessu máli. Ekki séu allir á eitt sáttir um hvaða
leið eigi að velja. Guðni telur að flestir læknar
FSA séu á þeirri skoðun að affarasælast hefði
verið að gengið hefði verið frá samningi milli Ís-
lenskrar erfðagreiningar og Læknafélagsins um
að koma þyrfti til skriflegt samþykki sjúklings.
Guðni segir að læknar á FSA haldi fund í næstu
viku um þetta mál. .
Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri á
FSA, segir að horfa verði á málið út frá tveimur
sjónarhornum. Annars vegar gildi landslög,
þ.e.a.s. lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem
stjórn spítalans telji sig verða að fara eftir, og
hins vegar sjónarmið læknanna sjálfra. „Læknar
skrifa ekki undir þennan samning. Ég get heldur
ekki skilið hvernig Læknafélag Íslands og Ís-
lensk erfðagreining geti samið lög fyrir landið.
Þessir aðilar verða að snúa sér til Alþingis til þess
að breyta núgildandi lögum. Gagnagrunnslögin
eru mjög skýr. Þar segir að ekki þurfi upplýst
samþykki. Við getum sem læknar verið í grund-
vallaratriðum á móti því og menn eru í viðræðum
við Íslenska erfðagreiningu um það. En hvorugur
aðilinn getur breytt lögunum, það er Alþingi sem
gerir það,“ segir Þorvaldur.
Þorvaldur var spurður um það hvort hann telji
sem læknir að það stangist á við siðareglur lækna
að flytja upplýsingar inn í grunninn án skriflegs
Læknar á FSA
funda um
samning við ÍE
HÉR á eftir fer bréf það sem for-
maður Læknafélags Íslands sendi
félagsmönnum í byrjun vikunnar þar
sem því er m.a. lýst yfir að viðræðum
félagsins við Íslenska erfðagreiningu
hafi verið slitið: „Viðræður Lækna-
félags Íslands og Íslenskrar erfða-
greiningar hafa nú staðið formlega í
tæpa 11 mánuði. Hlé varð á þeim í
nokkrar vikur á liðnu sumri eins og
kunnugt er. Óþarfi er að rekja sögu
þeirra fram yfir aðalfund LÍ á Ísa-
firði sl. sumar. Formaður LÍ gerði
ykkur grein fyrir gangi þeirra með
bréfi í júní sl. og frá aðalfundi var
vandlega greint í Læknablaðinu á
sínum tíma. Rétt er þó að rifja upp
ályktanir aðalfundarins um gagna-
grunnsmálið, en þær urðu þrjár. Í
hinni fyrstu er „áréttað að lögum um
gagnagrunn á heilbrigðissviði sé
áfátt, þar sem ekki sé gert ráð fyrir
skriflegu samþykki sjúklings“. Í
annarri ályktuninni lýsir fundurinn
yfir „fullum stuðningi við stjórn
félagsins við þá vinnu sem hún hefur
lagt í til að fá leyfishafa miðlægs
gagnagrunns á heilbrigðissviði til að
afla gagna í grunninn með viðunandi
hætti“. Í þeirri þriðju er stjórninni
falið að „leita nýrra leiða við öflun
samþykkis til læknisfræðilegra
rannsókna á upplýsingum í sjúkra-
skrám. . . . eftir tiltekinn dag gildi
skrifleg heimild sjúklinga . . . og að
þróaðar verði aðferðir til að eyða
upplýsingum úr gagnagrunnum skv.
ósk einstaklinga eða forráðamanna
þeirra“.
Í framhaldi aðalfundarins fór
stjórnin þess á leit við ÍE að við-
ræður sem slitið hafði verið fyrri
hluta ágústmánaðar yrðu teknar upp
að nýju. Forstjóri ÍE féllst strax á
það. Átti Sigurbjörn Sveinsson síðan
tvo fundi með Kára Stefánssyni. Á
hinum fyrri urðu þeir sammála um
að finna þyrfti sameiginlegan skiln-
ing á því, hvernig fara ætti með upp-
lýsingar úr sjúkraskrám, sem fluttar
yrðu í gagnagrunn án samþykkis,
þ.e. fyrir D-dag og í annan stað hve-
nær þessi dagur yrði. Formaður LÍ
bauð forstjóra ÍE að gera tillögur
um þetta fyrir sitt leyti enda lágu
sjónarmið Læknafélagsins fyrir frá
því í maímánuði. Seinni fundur þess-
ara aðila var 2. október og kom þá í
ljós að ekkert lá fyrir frá hendi ÍE
um þessi mál, en látið í veðri vaka að
það gæti orðið strax daginn eftir.
Þegar komið var fram í desember og
á eftir myndi fylgja en féllst
irlýsing frá ÍE um viðræður
LÍ samhliða þessum samnin
gæti mildað viðbrögð LÍ við
Ekki hefur enn frétzt að slík
ing hafi verið gefin hinn 19.
ber sl. norður á Akureyri, þ
e–r tæki eftir. Hins vegar lé
stjóri ÍE hafa eftir sér eftirf
dagblaðinu Degi varðandi v
urnar: „Til dæmis tók siðan
Læknafélagsins fyrir kæru
hendur vegna ummæla sem
látið falla í tveggja manna t
mann frá Læknafélaginu fy
nokkurn sem haldinn var í m
uði. Það er ósköp erfitt að h
áfram sáttaviðræðum þegar
aðili nálgast þær ekki með m
lægni en svo að viðræðurna
kærumála. Ég hef því séð m
neyddan til að halda mig sv
þessu og það er meðal anna
an fyrir því að málið hefur e
ist hraðar en raun ber vitni.
þetta skal það eitt sagt að fo
LÍ er eini aðilinn frá félagin
hefur í viðræðum við forstjó
því í apríl og fram í desemb
stjóra ÍE er fullkunnugt um
þessu tók formaðurinn allno
persónulega áhættu til að g
um fyrrnefnda aðstæðurnar
legri í ljósi þess máls sem h
ist á. Aldrei var á þetta min
meinbugi á samkomulagi og
ástæðu fyrir óhóflegum dræ
brögðum ÍE í viðræðunum
annað. Það er líka öllum læk
ljóst, að stjórn LÍ getur ekk
ekki hafa nein áhrif á málar
fyrir siðanefnd. Þess utan m
það mál sem um er rætt kom
til kasta stjórnarinnar vegn
vanhæfis hennar. Í ljósi þes
burða og annarra uppákom
skiptunum við ÍE ákvað for
aflýsa samningafundi með Í
janúar og leggja málið í heil
stjórnina til frekari meðferð
er skoðun stjórnar LÍ að gr
frekari viðræðna sé mjög ve
trúnaður milli aðila lítill ef e
brostinn. Það samkomulag
stefnt var að krefst fullkom
ekkert hafði heyrst frá ÍE lýsti for-
maður LÍ óánægju sinni og óróleika
vegna gangs mála í tölvupósti til
stjórnarinnar og með afriti til land-
læknis. Kom m.a. fram í því bréfi, að
svo virtist, sem ÍE væri í óðaönn að
undirbúa samninga við fyrstu heil-
brigðisstofnanirnar án þess að taka
nokkurt tillit til þessara viðræðna
eða gera ráð fyrir fyrirvörum þeim
tengdum. Væri það fullkomlega
óeðlilegt að undirrita samninga við
heilbrigðisstofnanir um afhendingu
heilsufarsupplýsinga úr sjúkra-
skrám þegar viðræður stæðu yfir um
grundvallarforsendur sem afhend-
ing þessi ætti að hvíla á. Var þeirri
skoðun lýst í bréfinu að þessi þróun
mála gæti ekki annað en skaðað
þann trúnað sem þó hefði ríkt í við-
ræðunum þrátt fyrir ágreining.
Brá svo við að Kristján Erlends-
son, starfsmaður ÍE, hafði samband
daginn eftir og lagði til að viðræðun-
um yrði haldið áfram sem fyrst.
Hinn 12. desember fékk LÍ síðan
bréf frá forstjóra ÍE þar sem hann
tilkynnti að hann myndi ekki koma
að þessu sjálfur og hefði falið Krist-
jáni og Einari Stefánssyni prófessor,
sem þá var einnig orðinn starfs-
maður ÍE, að annast þessar við-
ræður. Tveim dögum áður hafði Kári
tjáð sig í sjónvarpsþætti, þannig að
ekki fór á milli mála að okkar mati
hver hin raunverulega afstaða hans
væri til viðræðnanna. Sagði hann þar
að Læknafélag Íslands væri enginn
formlegur samningsaðili, það væri
gott fyrir ímyndina að standa í þess-
um viðræðum og það þjónaði alls
ekki hagsmunum LÍ að samningar
tækjust. Á þeim fundum, sem í hönd
fóru, en þá sátu, auk Sigurbjörns,
Einars og Kristjáns, þeir Jón Snæ-
dal, varaformaður LÍ, og Sigurður
Guðmundsson landlæknir, var stað-
fest að umræddir samningar við heil-
brigðisstofnanir væru á næsta leiti.
Jafnframt lýstu fulltrúar ÍE áhyggj-
um sínum af að samningarnir gætu
tafið þessar viðræður við LÍ og vildu
frá tryggingu fyrir að sú yrði ekki
raunin. Formaður LÍ lýsti því þegar
yfir að hann gæti ekki ábyrgst hvað
Bréf Læknafélags Íslands til félagsmanna um slit á viðræðum
Óeðlilegt að undirrit
samninga þegar
viðræður standa yfir
MARKMIÐ LEIKFIMIKENNSLU
SAMKEPPNI
UM LISTAHÁSKÓLANN
Nýstofnaður Listaháskóli Ís-lands er nú starfræktur áþremur stöðum í borginni.
Forsvarsmenn skólans hafa farið
fram á það við yfirvöld að skólanum
verði fundinn samastaður undir einu
þaki sem allra fyrst. Þótt það þekkist
vissulega víða að háskólar séu dreifð-
ir um fleiri en eina og fleiri en tvær
byggingar er ákveðið hagræði af því
að vera undir einu þaki auk þess sem
sambýli og skörun listgreina skapar
afar áhugaverða samræðu þeirra á
milli.
Ýmsir húsnæðismöguleikar hafa
verið ræddir síðustu misseri en svo
virðist sem SS-húsið svokallaða á
Laugarnesvegi 91, sem ánafnað var
skólanum fyrir allmörgum árum, sé
ekki lengur inni í myndinni en nýleg
skýrsla dæmdi húsið óhentugt fyrir
starfsemi skólans. Í skýrslunni, sem
unnin var af Birni Stefáni Hallssyni
arkitekt, kemur og fram sú skoðun að
það væri skólanum til mikils fram-
dráttar að hann væri í tengslum við
menningarstofnanir í landinu og þá
skóla sem tengjast honum, svo sem
Háskóla Íslands. Í kjölfarið hefur
stjórn skólans ítrekað ósk sína frá því
fyrir tveimur árum að Reykjavíkur-
borg kannaði hvort það væri mögu-
legt að finna skólanum stað í mið-
borginni. Í kjölfarið hefur
Borgarskipulag látið útfæra hug-
myndir um staðsetningu á Miklatúni.
Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar
einnig sýnt áhuga á því að skólinn
yrði staðsettur í Hafnarfirði. Komu
fram tillögur þess efnis þegar í upp-
hafi þess að farið var að ræða nýbygg-
ingu skólans fyrir tveimur árum. Er
þar um að ræða lóð á norðurbakkan-
um eða gamla hafnarbakkanum sem
stendur við miðbæjarkjarna Hafnar-
fjarðar. Á fundi bæjarstjórnar og
listamanna í Hafnarfirði á mánudags-
kvöld var síðan samþykkt áskorun til
viðeigandi yfirvalda og stjórnenda
Listaháskólans um að þessi mögu-
leiki yrði íhugaður af kostgæfni.
Þessi samkeppni bæjarfélaganna
tveggja um skólann er athyglisverð.
Hún segir ýmislegt um það hvaða
augum menn líta mennta- og menn-
ingarstarfsemi. Hún er vaxtarsprot-
inn í samfélaginu og á eftir að verða
mikilvægari eftir því sem lengra líður
á þekkingaröldina. Það er í henni sem
sköpunarkrafturinn býr og það vilja
bæjarfélög skiljanlega nýta sér.
Það má ljóst vera að það yrði gríð-
arleg lyftistöng fyrir Hafnarfjarð-
arbæ að fá til sín þessa háskólastofn-
un. Hún myndi vafalaust breyta
ásýnd eða ímynd bæjarins um leið og
hún myndi vafalítið hafa áhrif á
mennta- og menningarlíf í honum.
Það nægir að horfa til þess hvað Há-
skólinn á Akureyri hefur breytt miklu
fyrir það rótgróna samfélag. Einnig
er staðsetning skólans á norðurbakk-
anum afar aðlaðandi en þar nærri er
Hafnarborg, menningarmiðstöð bæj-
arins.
Jafn ljóst má vera að Listaháskól-
inn myndi hafa afar jákvæð áhrif á
miðbæjarlíf Reykjavíkur. Enn frem-
ur er það kostur að þar myndi skólinn
vera í náinni snertingu við aðrar
menningar- og menntastofnanir sem
tengjast honum. Á Miklatúni væri ná-
lægðin við Kjarvalsstaði sérstaklega
áhugaverð.
Samkeppni bæjarfélaganna um
Listaháskólann er tvímælalaust holl.
Væntanlega mun skólinn hafna hjá
því bæjarfélagi sem býður betur þótt
ýmis önnur sjónarmið en hagkvæmn-
isleg kunni að ráða nokkru um stað-
setningu hans einnig.
Kennsluaðferðir íþróttakennarahafa breytzt vegna dóma, sem
fallið hafa á undanförnum árum í mál-
um grunnskólanemenda, sem hafa
krafizt bóta vegna þess að þeir slös-
uðust í leikfimitíma. Nýlega féll t.d.
dómur þar sem ungri konu voru
dæmdar 4,5 milljónir króna í skaða-
bætur vegna slyss sem hún varð fyrir
þegar hún var látin standa á höndum
þótt hún héldi því fram við kennara
sinn að hún gæti það ekki.
Í Morgunblaðinu í gær kemur fram
í samtölum við íþróttakennara að
þrátt fyrir að í námskrá grunnskóla
sé kveðið á um að nemendum séu
kenndar ákveðnar æfingar, t.d. hand-
staða, séu kennarar hættir að láta
nemendur gera þessar æfingar enda
geti þeir ekki stutt hvern og einn.
Notkun á áhöldum fari jafnframt
minnkandi þar sem kennarar ráði
ekki við að standa við öll áhöldin.
Sú skoðun kemur m.a. fram að
íþróttakennslan líði fyrir þetta.
Klassískar leikfimiæfingar, s.s. hand-
staða, kollhnís eða æfingar á áhöld-
um, séu afar mikilvægar til að sam-
hæfa líkamann og boltaíþróttir dugi
ekki til þess.
Íþróttakennararnir eru jafnframt
sammála um að líkamsástand grunn-
skólabarna fari versnandi vegna
minnkandi hreyfingar og mikilvægt
sé að reyna að snúa þeirri þróun við.
Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að
gæta fyllsta öryggis við íþrótta-
kennslu. Það er líka afar mikilvægt að
hvetja nemendur til íþróttaiðkunar
og að tileinka sér hollan lífsstíl, m.a.
með reglubundinni hreyfingu, einmitt
vegna þeirrar óheillavænlegu þróun-
ar sem íþróttakennarar lýsa. En það á
ekki að vera markmiðið að þvinga fólk
til að gera það sem það treystir sér
ekki með nokkru móti til að fram-
kvæma og ekki heldur að reyna að búa
til afreksmann úr hverjum nemanda.
Ofuráherzla á handstöður og alls kon-
ar aðrar „klassískar leikfimiæfingar“
hefur fælt marga mæta grunnskóla-
nemendur frá leikfimiiðkun, dregið úr
tímasókn og aukið eftirspurn eftir
læknisvottorðum, sem sennilega
hefðu mörg verið betur óútgefin. Hér
hlýtur sú „einstaklingsmiðaða“ nálg-
un við kennslu, sem á vaxandi fylgi að
fagna meðal fræðsluyfirvalda og
kennara, að vera lausnin; að fá hverj-
um og einum viðfangsefni við sitt hæfi
og kenna fólki að hreyfa sig eins og
því þykir sjálfu æskilegast.