Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 43 SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsókn- arfélagið Sáló 1918—2000, Garðastræti 8, Reykjavík Skyggnilýsingafundur Þórunn Maggý Guðmunds- dóttir miðill verður með opinn fund í Garðastræti 8, sunnudag- inn 4. febrúar kl. 14.00. Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir félagsmenn og kr. 1.500 fyrir aðra. Húsið opnað kl. 13.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skrifstofusími og símsvari 551 8130 (561 8130). Netfang: srfi@simnet.is. SRFÍ. KENNSLA Guðspeki- samtökin í Reykjavík Nýja Avalon miðstöðin Á vegum Nýju Avalon miðstöðv- arinnar verður Troi Lenard, and- legur kennari frá Kanada og lærisveinn D.K., með námskeið helgina 3. og 4. feb. og fimmtud. 8. feb. í húsnæði miðstöðvarinn- ar á Hverfisgötu 105, Reykjavík. Helgarnámskeiðið ber yfirskrift- ina: Samhljómur sveiflutíðni hljóðs og lita, hagnýtar leiðbein- ingar til sjálfsheilunar og sál- arþroska. Þá verða kynntir geisl- arnir sjö og samsvarandi sér- hljóð og litaeiginleikar, kenndar verða æfingar til að koma jafn- vægi á orkustöðvarnar með notkun hugar og sjónsköpunar og hvernig skapa má jafnvægi í árunni og samþætta persónu- leika og sál. Námskeiðið 8. feb. ber yfirskriftina Að byggja upp Regnbogabrúna til sálarinnar. Föstud. 2. feb. kl. 20 mun Troi kynna námskeiðin og svara fyrir- spurnum. Aðgangur á kynning- arkvöldið er ókeypis. Nánari upplýsingar í s. 562 4464 og 567 4373. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  18121  sp Landsst. 6001020119 VII I.O.O.F. 11  181218½  Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í umsjón systranna. Katrín Eyjólfsdóttir stjórnar. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Vilhjálmur Friðþjófsson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Lækningasamkoma kl. 20.00 ● Erna Eyjólfsdóttir predikar. ● Fyrirbænir. „Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða ein- huga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim.“ www.vegurinn.is Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20.00. Af ólíkum kristnum trúfélög- um. Efni: Gunnar J. Gunnarsson. Stjórnun: Birgir G. Albertsson. Upphafsorð: Vigfús Hjartarson. Hugleiðing: Gunnar E. Finn- bogason. Allir karlmenn velkomnir. Minnum á árshátíð KFUM & KFUK sem verður á morgun, 2. febrúar kl. 19.00. Miðaverð kr. 3000. Skráning í s. 588 8899 eða á skrifstofa@krist.is eigi síðar en á hádegi í dag. www.kfum.is F ulltrúar sjálfstæðu leikhúsanna hafa á undanförnum dögum stigið fram á síðum Morgunblaðsins og kynnt starfsemi sína. Hefur verið haft á orði að þetta minni orðið einna helst á prófkjör. Allt snýst þetta að sjálfsögðu um peninga og þar sem Reykja- víkurborg er að undirbúa val á samstarfsaðilum úr hópi leikhóp- anna samkvæmt nýrri tillögu borgarstjóra er ekki óeðlilegt að menn vilji láta vita af sér. Þó eru orð Péturs Eggerz hjá Möguleik- húsinu athyglisverð þar sem hann segir að hingað til hafi leikhúsfólk ekki sótt um styrki í gegnum fjöl- miðla. Svo er auðvitað ekki heldur nú, en þar sem um opinbera fjár- muni er að ræða er sjálfsagt að al- menningur fái tækifæri til að kynnast sjónarmiðum þeirra er stýra leikhóp- unum í borg- inni. Upplýs- ingahlutverk fjölmiðilsins í þessu samspili er óumdeilanlegt og nauðsynlegt. Samlíkingin við prófkjör er heldur ekki út í hött sem það er menningarpólitísk ákvörðun af hálfu borgaryfirvalda hvaða leikhús/hópar verða fyrir valinu um samstarfssamning og skiptir þá mestu máli að borgar- yfirvöld hafi komist að faglegri og hlutlægri niðurstöðu um hvers konar leikstarfsemi borgin vill styðja við bakið á, samhliða þeirri starfsemi sem þegar er rekin með stuðningi hennar í Borgarleikhús- inu. Í tillögu borgarstjóra er gert ráð fyrir að sérstök fagnefnd und- ir formennsku menningarmála- stjóra borgarinnar geri tillögur um samstarfsaðila úr hópi sjálf- stæðu leikhúsanna. Er því vissu- lega reynt að búa svo um hnúta að niðurstaðan verði fundin á fagleg- um forsendum. Faglegar for- sendur byggjast á því að meta eðli þeirrar starfsemi sem um ræðir og hvort og hvernig viðkomandi leikhús hefur skapað sér sérstöðu í því blómlega leiklistarumhverfi sem hér þrífst. Sérstaða leikhúss getur verið með ýmsum hætti. Hún getur verið fólgin í því að sýna eingöngu leikrit fyrir börn. Hún getur verið fólgin í því að gera út ferðaleikhús. Hún getur verið fólgin í því að sýna eingöngu ný íslensk leikverk. Hún getur verið fólgin í því að sameina veit- ingastað og leikhús með frum- legum hætti. Hún getur verið fólgin í því að veita leikhús- listafólki tækifæri til eigin sköp- unar sem því hefur ekki gefist annars staðar. Hún getur verið fólgin í því að sameina ólíkar list- greinar á nýstárlegan hátt, t.d. dans, tónlist og leiklist. Hún getur verið fólgin í því að leggja áherslu á þau form leiklistar sem önnur leikhús hafa ekki sinnt að marki og þannig aukið skilning almenn- ings á fjölbreyttum möguleikum leikhússins. Hún getur verið fólg- in í því að gefa höfundum tæki- færi til að skrifa fyrir leikhús á öðrum forsendum en hefð- bundnum. Sérstaða er alltaf fólg- in í því að gera eitthvað annað og/ eða með öðrum hætti en þeir sem til staðar eru og teljast fulltrúar meginstraums listgreinarinnar á hverjum tíma. Að því gefnu að op- inberir aðilar hafi þegar skuld- bundið sig til að styrkja megin- straum leiklistarstarfsemi í formi Borgarleikhúss og Þjóðleikhúss má ætla að tilgangur viðbótar- stuðnings við atvinnuleiklist (les- ist sjálfstæð leikhús) í landinu sé sá að veita valkostum við megin- strauminn brautargengi. Það er reyndar leikhúspólitísk skoðun að halda þessu fram þar sem ákveðin menningarpólitík felst í því að styðja eingöngu við sams konar leiklistarstarfsemi. Misstórar og misöflugar einingar þess sama alls staðar. Eins konar lifandi sjónvarp. Í leigusamningi milli Leikfélags Íslands og Reykjavíkurborgar um Iðnó er sérstaklega tiltekið að „... í húsinu fari fram veitingasala og e.t.v. önnur viðskiptastarfsemi er renni fjárhagslegum stoðum und- ir menningarstarfsemi þar, þann- ig að rekstur hússins sem menn- ingarmiðstöðvar komist af án beinna fjárstyrkja frá Reykjavík- urborg“. Þetta atriði vó þungt þegar borgin valdi Leikfélag Íslands til að taka að sér rekstur hússins fyrir tæpum þremur árum. Nú er það komið á daginn að þessi rekstur stendur ekki undir sjálf- um sér þótt reynt sé að róa á markaðsvæn mið í vali verkefna og aðsókn sé góð. Það er í sjálfu sér enginn áfellisdómur og segir ekkert annað en reynt hafi verið til þrautar að reka leikhús á þess- um vonlausu forsendum. Áfellis- dómurinn felst í glámskyggni borgaryfirvalda að láta telja sér trú um að þetta væri hægt þar sem flestir aðrir umsækjendur um rekstur Iðnó á sínum tíma voru raunsærri og bjuggu að mun meiri og fjölþættari reynslu í leik- húsrekstri en þeir sem fóru fyrir Leikfélagi Íslands. Á þá hefði átt að hlusta af meiri gaumgæfni ef ætlunin var að gera Iðnó að leik- húsi að nýju. Af samningi þeim sem gerður var við Leikfélag Ís- lands um rekstur Iðnó er nefni- lega ekki að sjá að borgaryfirvöld hafi ætlast til þess að þar yrði rekið leikhús með þeim hætti sem raun hefur orðið. Athygli vekur að orðið „leikhús“ kemur hvergi fyr- ir í samningnum um rekstur húss- ins. Þar er notað orðið „menning- armiðstöð“. Þar segir: „Að í Iðnó verði lifandi og fjölsótt menning- armiðstöð“ og ennfremur: „Að menningarstarfsemin í húsinu sé metnaðarfull, framsækin og taki til sem flestra þátta menningar, lista og fræða.“ Það er því greini- legt að borgaryfirvöld höfðu þá hugmynd um hlutverk Iðnó að þar yrði starfræktur ákveðinn valkostur við það menningarlíf sem fyrir var í borginni. Vissulega hefur starfsemi Leikfélags Ís- lands lífgað upp á menningarlíf borgarinnar og ekki síst vakið umræðu um tilgang og innihald þeirrar leiklistar sem borgar- búum stendur til boða. En sú spurning vaknar hvort það hafi verið hugmynd borgaryfirvalda að setja á stofn annað leikhús í Iðnó sömu gerðar og var þar fyrir og er nú í Borgarleikhúsinu. Kannski verður það niðurstaða fagnefndarinnar undir forystu menningarmálastjóra borgar- innar og þá yrði full ástæða til að taka ofan fyrir Leikfélagi Íslands og óska þeim til hamingju með árangurinn. Örfá sæti laus Er það hugmynd borgaryfirvalda að í Iðnó verði áfram leikhús sömu gerðar og var þar fyrir? VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson Á LANDSVÍSU drekkur ungt fólk að meðaltali rúman lítra af gos- og/eða ávaxta- drykkjum á dag. Þessi lífsstíll hefur ekki bara verið tengdur við tannskemmdir heldur einnig við aukna tíðni á glerungseyðingu tanna. Glerungseyðing er margþættur sjúkdóm- ur sem er ólíkur tann- skemmdum eða tann- átu vegna þess að um er að ræða efnafræði- lega upplausn tanna, en ekki samspil syk- urs og baktería eða örvera. Gler- ungseyðing tanna hefur einnig ver- ið tengd vélindabakflæði. Einkenni glerungseyðingar er óvenjumikið næmi tanna fyrir hita og kulda þar sem glerungurinn hefur eyðst af tönninni og tannbeinið stendur óvarið fyrir ytri áhrifum. Við skoðun á 15 ára reykvískum unglingum kom fram að fimmti hver unglingur hafði byrjandi gler- ungseyðingu. Þetta er nýr sjúk- dómur hjá þessum aldurshópi, sem hefur þróast með lífsstílnum að vera sísúpandi á gosdrykkjum og súrum drykkjum. Munnvatnið er ekki þess megnugt að eyða sýru- áhrifum drykkjarins þannig að glerungur tanna leysist upp. Flestir þessara drykkja eru súr- ari en kjörsýrustig munnvatns (pH 5,5) og stuðla því að glerungseyð- ingu. Áhrifin frá súrum drykkjum á glerungseyðingu fara mikið eftir einstaklingsbundinni stuðpúða- virkni munnvatns. Sumir geta leyft sér að drekka mikið af gosi, safa og djúsi án þess að nokkur eyðing verði, aðrir mega alls ekki snerta það. Með þessu er átt við hversu hagstætt munnvatnið er í hverjum einstaklingi fyrir sig, eða hversu mikinn tíma það tekur fyrir munn- vatnið að hlutleysa sýruna sem fylgir. Samsetning og flæði munn- vatns er mjög stór þáttur í virkni munnvatnsins en eðlilegt flæði munnvatns er einn millilítri á mín- útu þegar munnvatnsflæði er örv- að. Neyslumynstur á súrudrykkjun- um, gosi, safa og djúsi, skiptir máli í þessari umræðu, en rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni neyslu bæði gagnvart tannskemmdum og glerungseyðingu hefur meira að segja en magnið sem drukkið er. Við tannlæknadeild Háskóla Ís- lands standa yfir rannsóknir á glerungseyðingu hjá mismunandi aldurshópum til að greina og flokka alvöru sjúkdómsins. Grennslast er fyrir um neyslu og neysluvenjur einstaklinganna um þekkta áhættuþætti glerungseyð- ingar. Auk þess eru helstu gos- drykkir og ávaxtasafategundir tek- in til athugunar á tilraunastofu og skoðuð með tilliti til sýrustigs þeirra og magns basa sem þarf til að hlutleysa drykkina. Þannig er reynt að líkja eftir munnvatns- þættinum í glerungseyðingarferl- inum. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki í tannsjúkdómafræði og á eflaust eftir að upplýsa margar getgátur um glerungseyðingu á næstu árum. Niðurstöður rann- sókna eiga vonandi eftir að hjálpa okkur að þróa forvarnir og með- ferð gegn þessum erfiða sjúkdómi sem herjar á okkar ungu kynslóð ef neyslumynstur hennar helst óbreytt. Glerungseyðing er alvarlegur sjúkdómur vegna mikils sársauka, eyðingar tanna, nauðsynlegra við- gerða og kostnaðarsamra endur- bóta á tönnum. Glerungs- eyðing tanna Inga B. Árnadóttir Inga er lektor og Þorbjörg meistaranámsnemi á tannlæknadeild Háskóla Íslands. Tannverndardagur Við tannlæknadeild, segja Inga B. Árnadóttir og Þorbjörg Jensdóttir, standa yfir rannsóknir á glerungseyðingu hjá mismunandi aldurshópum. Þorbjörg Jensdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.